Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2019
E
rlendur Þór Magnússon gekk á
Öræfajökul þegar hann var tólf ára
gamall og renndi sér niður á snjó-
bretti. Þetta var árið 1995. Síðan þá
hefur mikill snjór fallið í fjöll þar
sem hann hefur rennt sér og enn meira vatn
runnið til sjávar þar sem hann leitar uppi öldur
til að sinna mestu ástríðunni, brimbrettinu.
Elli, eins og hann er alltaf kallaður, er alinn
upp í Reykjavík, nánar tiltekið í póstnúmeri
104. Þrátt fyrir að vera borgarbarn var hann á
fjöllum í öllum fríum. „Mamma og pabbi eru bú-
in að vera í björgunarsveit í meira en 40 ár. Þau
voru bæði í undanförum, sveitum sem fara fyrst
að leita. Þau hafa alltaf verið með útivist á heil-
anum,“ segir hann um foreldra sína, Magnús
Dan Bárðarson og Lindu Björnsdóttur.
„Þetta er allt þeim að kenna,“ grínast hann
um útivistarsækni sína. „Við vorum dregin út
um allar trissur hverja einustu helgi og í öllum
fríum, upp á hálendi, á gönguskíði, gönguferðir
og að hjóla. Bara alls konar útivist,“ segir Elli
sem finnst hann heppinn með uppeldið.
„Við vorum alltaf í tjöldum eða einhverjum
fjallaskálum,“ segir Elli sem á tvær systur sem
voru líka með í för, eina eldri og eina yngri.
Núna eru mun fleiri í útivist en þá var. „Þá
voru miklu færri og það var ekki eins algengt að
fólk væri með börnin sín með,“ segir hann en
margt hefur breyst.
„Það sést á stöðum eins og Reykjadal. Þegar
ég var lítill var bara enginn þarna,“ segir Elli
og rifjar upp tjaldferðir á þessar slóðir. „Líka á
hálendinu, þó að það séu enn þá til staðir þar
sem eru ekki margir.“
Veturinn er tíminn
Elli virðist kunna vel við sig á stöðum þar sem
eru ekki margir. Hann er í heimildarmyndinni
Under an Arctic Sky, sem er nú komin inn á
Netflix. Myndin veitir góða innsýn í brim-
brettaheiminn, sem á hug hans allan en hún
segir frá erlendum brimbrettaköppum sem
fara að leita að öldum á afskekktum slóðum á
Íslandi um hávetur í fylgd með Ella og félögum.
„Veturinn er aðaltíminn fyrir okkur sem eru
að sörfa hérna og líka mest hjá mér að gera. Þá
er ég oft í ferðum með atvinnumönnum í sport-
inu bæði hér heima og erlendis,“ segir Elli og
útskýrir að versta veðrinu og dýpstu lægðunum
fylgi stærstu öldurnar. Á sumrin er minna í
gangi.
„Á veturna koma lægðirnar nánast stans-
laust og þá þarf maður bara að sjá hvar þær
koma og hvernig vindurinn er og keyra út um
allt,“ segir hann en það þýðir ekki annað en að
elta öldurnar til að finna bestu aðstæðurnar
fyrir brimbrettaiðkunina.
Í fyrrnefndri mynd keyrir hópurinn um Vest-
firði og Norðurland að eltast við réttar að-
stæður. Í þetta skiptið gekk allt upp á endanum
þrátt eftir að hafa beðið af sér verstu lægð í ald-
arfjórðung. „Við vitum alveg hvað við erum að
gera. Ég er alinn upp á fjöllum,“ segir Elli sem
segist fylgjast vel með veðri og færð. Það er
samt ölduspáin sem hann fylgist með.
„Það eru til útlenskar spár en þær eru ekkert
voðalega nákvæmar á Íslandi en við höfum
Siglingastofnun sem er búin að spá fyrir sjó-
menn lengi og hún er góð, það er það sem við
notum, þessar íslensku síður,“ segir Elli en nú
er hægt að skoða þetta á síðu Vegagerðarinnar.
„Maður liggur yfir þessu meira en Face-
book!“
Elli segist kíkja á hverjum einasta degi á
ölduspá og veðurspá til að sjá hvað er í vænd-
um.
„Svo breytist þetta oft mikið eins og við vit-
um, spár standast ekki eða breytast daginn fyr-
ir. Maður var kannski á leiðinni á Austurland
en fer í staðinn á Norðurland,“ segir Elli sem
ferðast mikið með vini sínum Heiðari Loga, en
þeir tveir eru einu Íslendingarnir sem einbeita
sér að brimbrettaiðkun einvörðungu. Elli er
ljósmyndari að mennt og þau verkefni sem
hann tekur að sér tengjast gjarnan íþróttinni.
„Þau eru ekki öll beint tengd sörfi en ég hef
myndað fyrir útvistarmerki, fatamerki tengd
sörfi og þannig,“ segir Elli, sem hefur t.d.
myndað fyrir Vans og Samsung en til viðbótar
hafa myndir hans verið birtar í mörgum af
helstu tímaritunum í íþróttinni.
Auglýsing fyrir Pepsi Max
Brimbrettaiðnaðurinn er stór. „Það er verið að
sörfa í allri Evrópu, Bandaríkjunum og Ástral-
íu. Ég las einhvers staðar að þetta væri stærri
iðnaður en snjóbretti og skíði til samans,“ segir
hann en það að sörfa í köldum sjó hefur vakið
vaxandi athygli á síðustu fjórum árum. „Við
tókum til dæmis þátt í auglýsingu fyrir Pepsi
Max,“ segir hann en þetta var jólaauglýsing
fyrir Pepsi Max árið 2017 en í henni eru Elli og
Heiðar Logi á brimbrettum með LED-lýsingu.
Menningin í kringum brimbretti er mun
yngri á Íslandi en annars staðar. „Það er búið
að sörfa í Kaliforníu og Ástralíu frá um 1960 og
síðan þá hefur þetta bara stækkað. Svo fóru
menn að fara út um allan heim að leita að öldu
með engu fólki, það er málið,“ segir Elli en
hann lærði að sörfa á Íslandi fyrir næstum
fimmtán árum og ferðaðist tengt því.
„Ég hef verið á Havaí, Kaliforníu, Nýja-
Sjálandi, Filippseyjum og bara úti um allt,“
segir hann og útskýrir hversu ólíkt það er að
sörfa þar eða hér. „Ef þú ert í Kaliforníu að
sörfa eru 100-150 manns að berjast um hverja
einustu öldu. Það er bara raunveruleikinn. Þess
vegna fór maður til Filippseyja og Havaí og svo
kom maður heim og ég fékk ábyggilega fleiri
öldur á Íslandi á einum góðum degi hér en á
þremur mánuðum úti,“ segir hann og áttaði sig
þá á því hversu gott það væri að stunda íþrótt-
ina hérlendis.
„Í þessum stærstu löndum er búið að finna
allar öldurnar; finna alla staðina. Þá fór fókus-
inn að færast norðar og gallarnir þróuðust
líka.“
Gallarnir orðnir svo góðir
Þegar Elli byrjaði var hópur í kringum snjó-
brettabúðina Týnda hlekkinn að stunda þetta.
„Þá var þetta bara stundað á vorin, sumrin og
haustin því gallarnir voru bara ekki nógu góðir.
Núna hefur verið svo mikil þróun í þessu að við
getum verið úti í sjó í janúar í 5-6 klukkutíma og
það er kaldast að klæða sig í og úr. Það er lygi-
legt hvað gallarnir eru öflugir,“ segir hann en
gallarnir eru úr 6 mm þykku efni.
Þannig að það er þessi þróun sem hefur ýtt
undir sprengjuna sem hefur orðið í heiminum í
brimbrettaiðkun í köldum sjó,“ segir Elli.
„Svo fylgir umfjöllun í sörf tímaritunum og
öllum miðlunum í kringum íþróttina. Fyrst
byrjuðu að koma hingað atvinnumenn á árun-
um 2000-2005 og svo fylgir venjulega fólkið á
eftir,“ segir hann.
Góður vinur hans, Ingólfur Olsen, er með
fyrirtækið Arctic Surfers, sem tekur á móti
brimbrettafólki og fer með það í ferðir hér-
lendis. Þar er Elli líka með skrifstofu. „Hingað
koma menn á miðjum aldri sem eru búnir að
sörfa í áratugi en eru núna kannski forstjórar í
einhverjum fyrirtækjum. Þeir vilja upplifa eitt-
hvað nýtt. Það er líka það sem maður er hrædd-
ur við því maður hefur það svo gott, getur sörf-
að einn eða með einum vini sínum. Í kringum
Reykjavík hefur maður séð þetta breytast. Það
koma fleiri ferðamenn og líka fleiri Íslendingar
að sörfa,“ segir hann en veðrið og aðstæður
munu alltaf vera ákveðin sía svo það er ólíklegt
að sjórinn í kringum Ísland fyllist af brim-
brettafólki.
„Þetta er ekki fyrir alla. Það er allt annað að
vera bara í stuttbuxum eða að troða sér í 6 mm
galla. Sumir fíla þetta og aðrir ekki.“
Þarf maður ekki að vera svolítið harður af sér
til að þola kuldann?
„Ég veit það ekki, þú hættir bara að hugsa
um þetta. Maður pælir ekki í kuldanum, bara
horfir á öldurnar og ef það eru geðveikar öldur
ertu ekki einu sinni að hugsa um hvað klukkan
er eða hvað þú heitir.“
Það er líklegt að marga langi að koma hingað
til lands eftir að hafa séð fyrrnefnda heimildar-
mynd þar sem hægt er að sjá norðurljósin
speglast í sjónum við hlið tignarlegra fjalla.
„Það gekk allt upp þarna, allar aðstæður voru
til staðar fyrir myndatökuna. Það þarf fullt
tungl, það þarf að vera snjór til þess að endur-
spegla ljósið til þess að fá meiri birtu. Svo þurfa
að vera öldur og svo þarf vindurinn að vera af
landi. Þannig að það eru miklar breytur í gangi.
Þetta er svona svipað og að vinna í lottói!“
En er ekki magnað að taka myndir þegar allt
raðast svona upp?
„Ég er alltaf að berjast við þetta því ég sörfa
svo mikið sjálfur, þá er erfitt að standa bara á
landi og taka myndir,“ segir Elli en það er þá
ákveðin fórn fyrir hann að vera á landi.
„En þegar maður er í einhverju verkefni að
mynda atvinnusörfara fær maður mikið útúr
því.“
Elli kynntist fyrst ljósmyndun í grunnskóla, í
ljósmyndaáfanga í Langholtsskóla. „Ég held að
það hafi kveikt áhugann,“ segir Elli sem hellti
sér samt ekki út í þetta strax. Fyrst kom
menntaskólinn og snjóbrettaiðkun.
„Ég byrjaði á skíðum tveggja, þriggja ára en
var á snjóbretti frá því ég var níu ára. Ég próf-
aði snjóbretti í Kerlingarfjöllum og lét foreldra
mína ekki í friði fyrr en þau keyptu bretti. Það
voru 15-20 manns á snjóbrettum á þessum
tíma,“ segir hann en sprengingin í íþróttinni
kom síðar.
„Ég varð alveg heltekinn af þessu. Þegar ég
var í menntaskóla stakk ég af eitt ár, fór í Alp-
ana,“ segir Elli sem var við nám í Mennta-
skólanum við Sund. Eldri félagar hans voru þar
við vetrardvöl. „En ég kom heim og kláraði
skólann. Ég ferðaðist eftir það í svona átta ár
en ég byrjaði að sörfa þegar ég var í kringum
átján ára gamall.“
Haust í Nepal og Alpar eftir áramót
Lífsstíllinn var því ekki alveg hefðbundinn en í
takt við árstíðirnar. Elli vann við flúðasiglingar
í Hvítá á sumrin.
„Félagar mínir stofnuðu það sem heitir Artic
Adventures í dag, reyndar búnir að selja, en
það hét þá Arctic Rafting. Ég vann þar og bjó
uppi á Drumboddsstöðum í fjóra til fimm mán-
uði. Eyddi engum peningum, og svo fór maður
Algjörlega í núinu
Brimbrettakappinn og ljósmyndarinn Erlendur Þór Magnússon ólst upp við að vera
dreginn á fjöll allar helgar og eyða sumarfríum í tjöldum og fjallaskálum á hálendinu
við margskonar útivist. Það ætti því ekki að koma á óvart að hann hafi helgað sig fyrst
snjóbrettinu og síðar bretti á sjó með viðkomu á kajak í straumhörðum ám Íslands og
Nepals. Hann hefur fengið birtar myndir eftir sig í helstu blöðum brimbretta-
íþróttarinnar og Marie Claire auk þess að hafa myndað fyrir Samsung og Vans.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Það sem er svo eftirsóknarvert við að
sörfa hér er að það er enn þá ævintýri.
Fyrir mér er sörfið 50% og 50% er
ferðalagið í kringum þetta, félagsskapur-
inn og það að leita; stundum keyrirðu í
átta tíma og verður fyrir vonbrigðum en
þegar það heppnast er það magnað,“
segir Elli m.a. í viðtalinu.
’Maður pælir ekki í kuldanum,bara horfir á öldurnar og efþað eru geðveikar öldur ertu ekkieinu sinni að hugsa um hvað
klukkan er eða hvað þú heitir.