Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2019 H ugarfar er ekki auðvelt að mæla. En rétt hugarfar er þó gulls ígildi eins og dæmin sanna. Við getum nefnt þau mörg og harla ólík, stór og smá. Bjuggu til eigin kvarða Íslenska landsliðið lá lágt á kvarða yfir þau lið sem leituðust við að komast á Evrópumót og heimsmeist- aramót. Það var ekki hægt að kvarta yfir þeim kvarða því hann vigtaði frammistöðu með hlutlausum hætti. Þess utan voru aðrir þættir sem renndu stoðum undir þá niðurstöðu. Það hversu fámenn þjóð væri og hvernig skilyrði væru til iðkunar knattspyrnu við þær aðstæður sem yrðu á mótssvæðunum og þar fram eftir götum. Jafnvel þegar okkar lið lá hvað lægst á listanum sem sýndi skráðan árangur hafði það náð hærra þar en fyrrnefndir þættir gáfu tilefni til. En á „gullárum“ íslenska liðsins mætti það til leiks í krafti hugarfars sem dró ekki dám af gömlum kvörðum. Og baklandið, Ísland allt, var á svipuðu róli, ef ekki enn meira á skjön við tengingu við þann raunveruleika sem mátti lesa úr alþjóðlegum skýrslum um knatt- spyrnu. Og einmitt vegna þess að hugarfarið var á allt öðru róli en veruleikinn þá var það hann sem tók að laga sig að hugarfarinu. Nú skal því ekki haldið fram hér að besta vega- nestið sé jafnan það að mæta veruleikafirrtur til leiks. En vanmetakennd, þótt hún sé vel grunduð og byggð á bestu upplýsingum sem liggja fyrir, er þó enn verri. Því hún segir „ég get ekkert“, „ég mun fara sneypuför“ og „því er hvíta uppgjafarflaggið við hún minn fáni“. Sá fáni hefur aldrei fylkt liði til sigurs. Mannamunur Þegar Churchill hóf feril sinn sem forsætisráðherra á ögurstund í lífi þjóðar sinnar sagðist hann engu geta lofað henni nema blóði, erfiði, tárum og svita. Ekki uppörvandi boðskapur það en á þeirri stundu hinn eini rétti. Chamberlain hafði, rétt eins og fyrirrennari hans Stanley Baldvin, gert dýrkeypt glappaskot með því að bregðast ekki við ógnum sem stöfuðu frá Adolf Hitler, leiðtoga og einvaldi Þjóðverja. Chamberlain tryggði Bretum „frið um vora daga“ með plaggi sem Hitler hafði klórað á, ráðinn í að hafa það að engu. Chamberlain hafði margoft varað þing sitt við því að „ögra“ Hitler og hefja varnarlegan undirbúning í tíma. Nú var hann farinn úr brúnni og Churchill vissi að það var fyrirsjáanleg röð tíðinda í vændum sem langflest, ef ekki öll, yrðu afspyrnu vond. Og sú varð raunin og lengi vel voru þau í fullu samræmi við boð- skap ræðunnar frægu. En smám saman sáust glætur þótt meginfréttin væri vond. Þær mátti nýta til langþráðrar uppörv- unar. Og mesti ræðuskörungur sem þjóðin átti breytti mörgum þessum ljósdropum í skínandi perlur sem enn glampar á. Hann lýsti því að innrás væri í burðarlið handan sundsins og yrði sú raunin mætti vænta ofureflis liðs. Þá yrði barist á ströndum og strætum og gæfu strandvarnirnar sig þá yrði barist um hverja brekku og hvern hól og ef það dygði ekki til yrði áfram barist á höfunum og frá samveldislönd- unum utan Bretlands. Uppgjöf væri það eina sem aldrei kæmi til greina. Því trúðu þau sem sátu þungbúin við viðtækin sín þar sem loftárásir höfðu ekki rústað heimilunum og trúðu því að þetta væru ekki orðin tóm. Þessi karl myndi aldrei gefast upp og það myndu þau ekki gera heldur. Og þau trúðu því einnig að aðeins sá og aðeins þau sem aldrei gæfust upp ættu sigurvon þegar verst horfði. Bautasteinar bardagans Það var hrikaleg niðurlæging þegar við blasti að Hit- ler myndi króa af, drepa eða fangelsa um 300 þúsund manna lið í Dunkirk. Það hefði dregið kjark úr mönn- um. En djörf ef ekki fífldjörf björgunartilraun, þar sem hverri skektu var stefnt yfir sundið til að bjarga hernum heim, heppnaðist betur en nokkur gat vonað. Óskiljanlegt hik hinnar harðsnúnu þýsku her- stjórnar, sem ekki hefur enn verið skýrt til fulls, skipti sköpum. Þessi aðgerð breytti hinu yfirvofandi stórtjóni, sem virtist vera óhagganleg staðreynd, í dásamlegan sigur, þótt óvenjulegur væri. Og enginn var betri en sá sem sat Downingstræti þá til að nýta sér þetta ljós í stríðsmyrkrinu til að lyfta þjóð sem svo lengi hafði beðið góðra frétta. Þegar fámennur flugher bráðungra manna hafði gegn öllum líkindum hrundið lofthernaði Þjóðverja, margföldu ofurefli, var því lýst með ræðu sem söng í eyrum þjóðarinnar og er ekki laust við að hún geri það enn. Og eftir fyrsta raunverulega sigurinn í orrustu við El Alamein virtist forsætisráðherrann draga úr, en með ógleymanlegri orðsnilld þjappaði þjóðinni sam- an. Sigurinn sá var ekki endirinn. Ekki einu sinni upphafið að þeim endi, en hann gæti hugsanlega verið endir þess upphafs. Kjörorðin voru: „Never, never, never quit.“ Þeir sem horfa gagnrýnum augum á tilburði May for- sætisráðherra segja að hennar háttur sé að gefast upp fyrir búrókrötum Brussel hvenær sem hún fái færi á. Feilspark foringja Því miður var framganga Camerons, fyrirrennara hennar, ekki burðugri. Hann hafði heitið því að semja við Brussel um betri stöðu Breta innan ESB og það sem mestu máli skipti var að hann hét því að án slíks samnings myndi hann sjálfur styðja útgöngu í þjóð- aratkvæðinu og hvetja aðra Breta til að gera slíkt hið sama. Cameron fékk blíðlegar viðtökur hjá ýmsum leið- togum smáþjóða í ESB. En á þeim er aldrei nokkurt mark tekið. Þeir sem réðu tryggðu að hann fengi ekk- ert, því að aðrir óburðugri gætu þá talið það fordæmi, hættulegt fordæmi. Cameron sneri aftur og reyndi um hríð að halda því fram upp í opið geðið á þjóðinni að hann hefði haft eitthvað upp úr krafsinu og þyrfti því ekki að standa við stóru orðin og hvetja þjóðina til að samþykkja út- göngu. En það gerði hún og kannski hefur þessi framganga sjálfs forsætisráðherrans, sem tapað hafði trúverðugleika, ráðið úrslitum. Því að nú blasti við öllum að jafnvel þótt eitt öflug- asta ríki sambandsins hótaði brottför var það ekki tekið alvarlega. Og leiðtogi þess brást sjálfur þannig við að það sýndi að það mat í Berlín og Brussel að óþarft væri að taka hann og þjóð hans alvarlega væri rétt! Lýðræðið á sífellt færri vini í raun Það er einkar dapurlegt að horfa upp á að sömu þing- menn sem samþykktu á þingi með miklum yfirburð- um að stofna til þjóðaratkvæðis um veru eða útgöngu í ESB, sem yrði algjörlega bindandi, reyna nú fyrir allra augum að finna leið til að eyðileggja niðurstöð- una. May forsætisráðherra endurtekur að hún sé enn að vinna að því að við niðurstöðuna verði staðið enda May er ekki ein um að fara út af í annarri hverri beygju Reykjavíkurbréf18.01.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.