Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Qupperneq 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Qupperneq 35
Ottessi Moshfegh Þótt heldur hafi dregið úr bók-menntagagnrýni víðast hvarhalda helstu fjölmiðlar upp- teknum hætti, ræða við rithöfunda, skrifa fréttir af þeim og birta gagn- rýni. Í lok árs birta þeir síðan marg- ir yfirlit yfir það sem þeir telja bæk- ur ársins. Algengt er að gagnrýnendum viðkomandi fjölmið- ils sé falið að velja bækur á slíkan lista, ýmist sem staka lista eða sam- eiginlegan lista. Í sumum blöðum er ekki getið um hverjir velja eða það er kynnt sem val ritstjórnar, önnur fá rithöfunda eða fólk úr ýmsum átt- um til að velja, og einnig eru dæmi um það að fjölmiðlar fái lesendur sína í lið með sér til að velja. Á netinu velja menn einnig bæk- ur, til að mynda bóksölusíður Ama- zon og Barnes & Noble, svo dæmi séu tekin, en einnig er grúi bóka- blogga og minni vefsetra sem fjalla um bækur allt árið og birta síðan lista í árslok, stundum á mjög þröngu sviði; bestu ástarsögur, bestu sönnu glæpasöguna, bestu bækur fyrir athafnaskáld, bestu bækur fyrir íhaldsmenn, bestu kristnu bækurnar, bestu bækurnar fyrir samkynhneigða, bestu vísinda- skáldsögur, ævintýrabækur eða glæpasögur, svo dæmi séu tekin. Áhugasamir lesendur kunna jafnan vel að meta slíka lista, því þar má finna vísbendingar um hvaða bókum sé vert að bæta á lestrarlistann eða hrúga á náttborðið. Það er og af nógu að taka því þótt sumar bækur raði sér á marga listanna þá eru þeir yfirleit ótrúlega fjölbreyttir enda byggist val- ið á smekk en ekki vísindarann- sóknum og svo lesa ekki allir allt. Þeg- ar litið er yfir lista tímaritanna, dagblaðanna, vefritanna og vefsetr- anna New York Times, The Atlantic, The Guardian, Barnes & Noble, Chi- cago Review of Books, Washington Post, Amazon, Chicago Tribune, Jeze- bel og Evening Standard eru þannig 187 titlar á listanum. Ekki eru nema 23 bækur á fleiri en einum lista, en þess má reyndar geta að pólska skáld- konan Olga Tokarczuk á þar tvær bækur, verðlaunabókina Flights og Drive Your Plow over the Bones of the Dead, sem kom út á ensku á árinu. Bestu bækurnar? There There, fyrstu skáldsögu Tommys Orange, og My Year of Rest and Relaxation eftir Ottessi Moshfegh mætti kannski kalla bestu bækurnar, enda voru þær á fimm listum. Circe eftir Madeline Miller, Educated eftir Töru Westo- ver, Firefly eftir Henry Porter og ævisaga Fredericks Douglass eftir David W. Blight eru á fjórum list- um. The Female Persuasion eftir Meg Wolitzer, The Great Alone eft- ir Kristin Hannah, The Great Believers eftir Rebeccu Makkai og The Largesse of the Sea Maiden eftir Denis Johnson eru á þremur listum. Á tveimur listum eru The Incendi- aries eftir R.O. Kwon, The Perfect Nanny eftir Leilu Slimani, sem kom út á íslensku undir nafninu Barna- gæla fyrir tveimur árum, The Wom- an in the Window eftir A.J. Finn, sem kom út í fyrra hér á landi og heitir Konan í glugganum, Wash- ington Black eftir Esi Edugyan, Your Duck Is My Duck eftir Deb- oruh Eisenberg, Assymetry eftir Lisu Halliday, Beside the Syrian Sea eftir James Wolff, Children of Blood and Bone eftir Tomi Adeyemi, Crudo eftir Oliviu Laing, How to Change Your Mind eftir Michael Pollan, Milkman eftir Önnu Burns, Sabrina eftir Nick Drnaso, Normal People eftir Sally Rooney og The Overstory eftir Richard Powers. Norskar og danskar Í lokin má svo nefna að Politiken til- nefndi þessar sjö bækur til bók- menntaverðlauna blaðsins: Dagene er data eftir Lone Hørslev, de eftir Helle Helle, Jens eftir Jens Smærup Sørensen, Solar eftir Theis Ørntoft, Den inderste fare eftir Birgithe Kosovic, Træmuseet eftir Christian Yde Frostholm og Ravnenes hvisk- en eftir Malene Sølvsten. Meðal bestu bóka sem komu út í Noregi á árinu að mati gagnrýnenda Verdens Gang eru Byens spor 2. Maj eftir Lars Saabye Christensen, Bjørnen eftir Gard Sveen, Hariton Pushwagner eftir Petter Mejlænd- er, Klør eftir Idu Frisch, Kinder- whore eftir Mariu Kjos Foss, sem tveir völdu, Kastanjemannen eftir Søren Sveistrup, Alle dagers ende eftir Jenny Erpenbeck, Vegetarian- eren eftir Han Kang, Ut av ensom- heten eftir Benedict Wells, Leksi- kon om lys og mørke eftir Simon Stranger, Hvitekrist eftir Tore Skeie, Hvem sa hva? eftir Helene Uri, Rød mann. Sort mann eftir Kim Leine, Med øksene dei haustar inn eftir Sigmund Løvåsen, Venn med alle eftir Gunnar Wærness, Kinder- whore eftir Mariu Kjos Fonn, De polyglotte elskerne eftir Linu Wollf, Når landet mørknar eftir Tore Kvæven og Krigerens fred eftir Lasse Gallefoss. Erlendar bækur ársins Undir lok hvers árs keppast fjölmiðlar við að birta lista yfir það besta og markverðasta sem bar á góma eða kom út. Slíkir listar eru happafengur þeim sem lesa bækur, en undirstrika um leið að ekki verður deilt um smekk. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Madeline MillerTommy Orange 20.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 9.-15. JANÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Á eigin skinniSölvi Tryggvason 2 Að vetrarlagiIsabel Allende 3 Almanak Háskóla Ísl. 2019 Þorsteinn Sæmundsson/ Gunnlaugur Björnsson 4 HeltekinFlynn Berry 5 Taktu til í lífi þínuMarie Kondo 6 Afbrot og íslenskt samfélagHelgi Gunnlaugsson 7 Rauður maður/Svartur maður Kim Leine 8 BrúðanYrsa Sigurðardóttir 9 Dagbók Kidda klaufa 10Jeff Kinney 10 Ungfrú ÍslandAuður Ava Ólafdóttir 1 Becoming Michelle Obama Michelle Obama 2 21 Lessons for the 21st Century Yuval Noah Harari 3 Fork, the Witch, and the Worm Christopher Paolini 4 SapiensYuval Noah Harari 5 Leverage in DeathJ.D. Robb 6 Thai Food Made EasyTom Kime 7 SilmarillionJ.R.R. Tolkien 8 Calm the F**k DownSarah Knight 9 The Crimes of Grindel- wald - Fantastic Beasts J.K. Rowling 10 Homo deusYuval Noah Harari Íslenskar bækur Erlendar bækur Ég var að lesa Ungfrú Ísland eftir Auði Övu og varð fyrir smá von- brigðum með hana, fannst persón- urnar of grunnar. Hún missti mig líka alveg undir lokin, en ég er annars mikill aðdáandi hennar. Svo er ég byrjuð á Ástin Texas eftir Guðrúnu Evu Mín- ervudóttur og er hugfangin af henni afmælissystur minni. Hún er skemmtileg og falleg og svo íhugul. Mér finnst Guðrún Eva hafa þroskast mikið í sínum texta. Svo hef ég verið að lesa mikið af fyrstu ljóðabók- unum hans Gyrðis Elíassonar, er að raða í bókahillur hjá mér bókunum hans pabba míns, Geir- laugs Magnússonar og ákvað að nota tækifærið og byrja á byrjuninni. Sumar þeirra eru svaka- lega myrkar en rosalega áhrifarík- ar. Ég er líka aðeins byrjuð á nýju bókinni hans, Sorgarmarsinum. ÉG ER AÐ LESA Móheiður Hlíf Geir- laugsdóttir Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir er skáld og heimspekilegur leiðsögumaður. Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Langar þig í ný gleraugu Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun! Velkomin til okkar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.