Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 ✝ Þorsteinn IngiÞorleifsson fæddist á Land- spítalanum í Reykjavík 14. september 1989. Hann lést á Höfn í Hornafirði 6. febr- úar 2019. Foreldrar hans eru Þorleifur Már Sigurðsson, f. 5. mars 1960, og Kristín Pálína Ingólfsdóttir, f. 27. september 1964; maki Sig- urður Kristján Guðnason, f. 9. febrúar 1956. Systkini hans eru: Kristinn Már Þorleifsson, f. 11.5. 1988; maki Shaynie Cabiles, f. 7.4. 1992, sonur þeirra er Jeeve Shawn Cabiles, f. 23.10. 2011. Sigurður Arnar Þorleifsson, f. 27.6. 1991; maki Dagbjört El- ísa Karlsdóttir, f. 14.9. 1995, sonur þeirra er Þorleifur Karl Sigurðsson, f. 28.9. 2017. Elín Guðrún Þorleifs- dóttir, f. 13.10. 1994. Kristín Helga Sól Þorleifs- dóttir, f. 23.7. 2001. Maki hans var Guðný Diljá Helgadóttir, f. 8.4. 1994, en þau slitu samvistum snemma árs 2018. Þorsteinn lætur eftir sig son, Nikulás Mána Þorsteins- son, f. 7.1. 2012. Þorsteinn var búsettur og við vinnu á Höfn í Hornafirði frá árinu 2013. Þar vann hann fyrir sér við byggingastörf og síðar sem leiðsögumaður við Jökulsárlón. Útför Þorsteins fer fram í Grafarvogskirkju í dag, 14. febrúar 2019, klukkan 13. Elsku pabbi minn, við erum öll leið og ég elska þig mjög mikið. Þú varst góður pabbi og bróðir og líka góður sonur. Ég sakna þín mikið, þú varst bara 29 ára. Þú varst alltaf að henda mér upp í loft og upp í rúm, það var svo skemmtilegt og fyndið. Bless, elsku pabbi minn, kveðja Nikulás Máni. Elsku hjartans strákurinn minn, mikið ofboðslega er erfitt að skrifa þetta. Þú varst svo mikill mömmustrákur þegar þú varst barn og alltaf var sérstök tenging okkar á milli. Þú varst svo góð sál og vildir allt fyrir alla gera og máttir ekkert aumt sjá. Mikið held ég að það hafi verið tekið vel á móti þér hinum megin, það hafa verið margar hendur sem gripu þig og ég veit að það er passað vel upp á þig fyrir mig. Þú skildir eftir demant, hann Nikulás Mána. Þú veist að við munum öll hugsa vel um hann, stórt öryggisnet hefur nú þegar verið sett í kringum hann. Elsku Steini minn, þú verður alltaf í huga mér og okkar allra og ég er þess fullviss að þér líður vel. Hvíldu í friði, elsku dreng- urinn minn, ég elska þig. Kveðja, mamma. Elsku bróðir minn, Steini, ég mun sakna þín mikið þar sem þú varst stór og yndislegur hluti af lífi mínu. Þú ert sú manneskja sem mest þörf er á í þessum heimi, þar sem þú sýndir alltaf mikinn kærleik og vildir alltaf hjálpa öllum eftir bestu getu. Sögur sem ég hef fengið að heyra frá vinum þínum láta mér líða mjög vel í brjósti þar sem ég hef áttað mig á hversu stór hluti þú varst í lífi allra sem í kringum þig voru. Það er mjög erfitt að ímynda sér að fara í gegnum lífið án þín en sem betur fer veit ég að þú munt alltaf vera með okkur öllum. Þegar mér leið ekki vel gat ég alltaf talað við þig og með ótrú- legum töfrum virtist þú alltaf gera allt betra. Það var alltaf gott að tala við þig og þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því hvað var að gerast í mínu lífi og vildir vita allt niður í minnstu smáatriði. Ég veit að þú ert nú á góðum stað með fullt af vinafólki sem bauð þig velkominn í næsta heim. Þó að ég viti að það verði langt þangað til þá mun ég bíða spenntur eftir að sjá þig aftur þegar minn tími kemur, elsku fallegi bróðir minn. Ég mun alltaf elska þig, Steini, og við sjáumst síðar. Sigurður Arnar Þorleifsson. Elsku yndislegi bróðir minn, það eru engin orð sem lýsa þeirri sorg sem hvílir yfir fjöl- skyldunni þessa dagana. Ég trúi því varla að þú sért farinn frá mér, ég á eftir að sakna svo margs, símtalanna okkar um óteljandi óheppilegu uppákomurnar hans Sigga bróð- ur sem þú hafðir svo gaman af. Ég á eftir að sakna þess að kjafta öllum leyndarmálum í þig á sömu sekúndu og ég fékk að heyra þau. Þú gerðir alltaf grín að mér fyrir það en treystir mér samt alltaf fyrir þínum. Ég á eft- ir að sakna þess að elta þig um allt húsið til þess að geta klárað að segja þér frá einhverju, þú áttir svo erfitt með að sitja kyrr. Ég á eftir að sakna þess að hlæja að aulahúmors bröndurun- um þínum, hvernig þú reyndir alltaf að fella mig þegar ég labb- aði framhjá þér og endalausu símtölunum frá þér þar sem þú vildir vita hvort öllum í fjölskyld- unni liði ekki örugglega vel. Mér líður eins og ég hafi misst hluta af sjálfri mér, betri bróður og vin er vart hægt að hugsa sér. Ég þekki ekki líf mitt án þín og get ekki ímyndað mér hvernig það verður, en ég ætla að vera sterk því ég veit hversu mikilvægt það var fyrir þig að þínum nánustu liði vel. Þú bjóst yfir svo sérstökum eiginleika að geta alltaf fengið mann til þess að brosa þegar manni leið illa. Ótrúlegt en satt þá heldur þú þessum eiginleika þótt þú sért farinn frá okkur. Það er algjörlega óhjákvæmilegt að brosa og hlæja þegar maður rifjar upp minningar um þig í sorginni sem stingur svo sárt. Ljósið í myrkrinu er hann Nikulás okkar sem er svo dug- legur og sterkur fyrir pabba sinn. Ég vona svo innilega að þér líði vel hvar sem þú ert, elsku, besti Steini minn, við sjáumst svo þarna hinum megin þegar minn tími kemur. Kæri bróðir minn, hjartans þakkir fyrir að gefa mér ótelj- andi góðar minningar, umhyggju og gleði síðustu 24 árin. Megi minning þín lifa um ókomna tíð. Þín litla systir, Elín (Ellý). Ástkær vinur minn, Þorsteinn Ingi Þorleifsson, er fallinn frá og það ríkir mikil sorg í hjarta okk- ar allra sem þekktum hann. Ég kynntist Steina þegar við vorum litlir pollar í Breiðholtinu. Fjölskylda hans tók mér alltaf opnum örmum enda eru þau sér- staklega yndislegt fólk. Þegar við vorum unglingar bjuggum við saman í Keflavík og síðar meir störfuðum við félagarnir við farþegasiglingar á Jökulsár- lóni á sumrin og við akstur í ís- hella og leiðsögustörf á Breiða- merkurjökli á veturna. Steini var hamhleypa til verka enda réði hann sig í byggingar- vinnu um leið og hann hafði ald- ur til. Hamarinn lék í höndunum á honum rétt eins og hann hefði meðfædda smiðshæfileika og þannig átti það eftir að vera um flest það sem hann tók sér fyrir hendur. Það þurfti ekkert að kenna honum, hann virtist bara kunna allt og geta allt frá fyrsta degi. Ég man sérstaklega eftir því að þegar hann var ekki nema 18 ára sagði hann mér að hann þyrfti að fara með flokk manna vestur í Grundarfjörð til að steypa frystihús og hann væri verkstjórinn. Það sem ég dáðist að honum. Steini byrjaði að vinna með okkur á Jökulsárlóni sumarið 2016. Ég var fyrst sá eini sem þekkti hann en það breyttist fljótt. Nokkrum dögum seinna sagði Einar eigandi fyrirtækis- ins: „Hann er magnaður þessi Þorsteinn Ingi, hann hleypur hérna fram og til baka og stopp- ar aldrei, þvílíkur dugnaðar- forkur.“ Steini varð strax mjög vinsæll meðal starfsmanna Jökulsárlóns. Hann var alltaf brosandi, reytti af sér brandarana og það líkaði öllum vel við hann. Steini hafði svo marga kosti, hann var ósérhlífinn og heiðar- legur. Hann var þó fyrst og fremst frábær leiðsögumaður og þar var hann fremstur meðal jafningja. Hann hafði mikla þjónustulund og vildi allt fyrir ferðamennina gera enda fylltust vefsíður þeirra fyrirtækja sem Steini starfaði fyrir af umsögn- um um hvað hann væri frábær leiðsögumaður. Elsku Steini minn! Eftir að þú kvaddir þennan heim hefur varla sú stund liðið sem ég hef ekki hugsað til þín. Gömul minning kom í hugann þegar við vorum smástrákar, tveir saman í Elliða- árdal að byggja virki. Síðan þú kvaddir hef ég ekkert þráð heit- ara heldur en að geta orðið 10 ára aftur og byggt með þér virki í Elliðaárdalnum. Ég sakna þín ótrúlega mikið, þú varst besta manneskja sem ég hef kynnst og það verður erf- itt að vera án þín en núna þarf ég að trúa því að himnaríki sé til því ef einhver á skilið að fara þangað þá ert það þú. Svo kem ég til þín, elsku Steini minn, þeg- ar minn tími kemur. Þinn vinur, Sigurður Gunnarsson. Nýlega missti ég stóran hluta úr lífi mínu þegar besti vinur minn, Þorsteinn Ingi, féll frá. Við Steini kynntumst þegar fjölskylda hans flutti til Kefla- víkur fyrir 15 árum. Við lentum saman í 10. bekk í Myllubakka- skóla og urðum fljótlega óað- skiljanlegir. Við urðum einstak- lega nánir síðastliðin ár, ferðuðumst mikið saman og hlógum nánast allan tímann. Ég hef misst samband við marga góða vini í gegnum árin, en verð ævinlega þakklátur fyrir að svo varð ekki um okkur. Í ár ætl- uðum við meðal annars til Las Vegas að fagna þrítugsafmæli okkar beggja og 15 ára vinskap. Betri vin er ekki hægt að hugsa sér og verða þessi 15 ár að eilífu ofarlega í huga mínum og hjarta. Steini var vanur að segja við fólk að ég væri ávallt til í hvað sem væri þegar stungið var upp á því. En það var bara satt í hans tilviki. Sama hvað það var, þá var ég alltaf til í að eyða tíma með honum, alveg sama hvaða vitleysu hann stakk upp á. Ég trúi því varla að nú séu ævintýrin okkar á enda og vona af öllu hjarta að allavega eitt ævintýri bíði okkar saman fyrir handan þegar minn tími kemur. Að missa þig er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann gengið í gegnum. En það er hug- hreystandi að hugsa til þess að öll þín vanlíðan sé á enda. Ég veit að þú ert á betri stað. Hvíldu í friði, minn kæri vinur. Ég vil votta fjölskyldu hans og vinum mína dýpstu samúð. Það voru margir sem elskuðu hann og góð ástæða til. Sæmundur Ingi Margeirsson. Elsku Steini. Takk fyrir sam- fylgdina þó að þú hafir staldrað allt of stutt við. Ég kynntist þér sem bróður Ellýjar sem Guðný var skotin í, en Guðný er ein af mínum bestu vinkonum. Þið Guðný byrjuðuð svo saman sem þýddi bara eitt, að við tvö mynd- um eyða miklum tíma saman! Það var því eins gott að við lærð- um að meta hvort annað, og það var reyndar aldrei vandamál. Við urðum fínir vinir alveg frá byrjun. Það kom jafnvel fyrir að við þrjú höfðum bíókvöld bæði á Selfossi og á Mýrinni og gistum svo öll í sama rúminu. Mér leið stundum eins og ég væri hlutgervingur strákavinar þíns sem vantaði í hópinn þegar þú varst bara með okkur stelp- unum. Þú sagðir mér oft og iðu- lega brandara varðandi það hvað konur væru hræðilegir bílstjórar eða að þær ættu auðvitað ekki að fara langt frá eldavélinni, vitandi alveg upp á hár hvers konar jafnréttissinni ég er. Ég vissi auðvitað líka að það var akkúrat ástæðan fyrir gríninu, og tók að sjálfsögðu ekkert sem þú sagðir alvarlega. Það leið ekki á löngu þar til ég var farin að segja þér kven- rembubrandara á móti. Ef það var eitthvað sem einkenndi sam- band okkar þá voru það brand- arar. Ég veit ekki um neinn sem lagði jafn mikinn metnað í að búa til sína eigin brandara og þú. Eða á ég að kalla það metnað? Þeir voru reyndar flest- ir hræðilega lélegir. Marga þeirra fattaði ég ekki einu sinni svo þú þurftir að útskýra þá fyr- ir mér, sem gerði þá auðvitað enn verri. Ég held ég hafi verið í Noregi þegar þú kynntir fyrir mér brandaraleik sem við lékum örugglega í heilar tvær vikur, ef ekki lengur. Ég hafði ráðið mig í vinnu á búgarði, drepleiddist og leið satt að segja ekki allt of vel. Þú stakkst upp á að við myndum senda hvort öðru einn brandara á dag á facebook á hverjum degi og ef annað okkar myndi gleyma sér var bjórskuld í húfi. Ég veit að ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég heyri góðan brandara. Þú varst reyndar líka tækni- maðurinn minn. Alltaf þegar ég lenti í vandræðum með tölvuna talaði ég við þig. Þú gast yfirleitt reddað hlutunum. Einu sinni hjálpaðir þú mér líka þegar gamla Mazdan hafði orðið bensínlaus á leiðinni út í Freys- nes. Þú keyrðir framhjá og varst með tveggja lítra gosflösku sem við dældum á, svo skutlaðirðu mér auðvitað aftur að bílnum, bjóst til trekt úr einhverju drasli sem þú varst með og bíllinn fór í gang. Þú varst maðurinn sem lét hendur standa fram úr ermum og lét verkin tala. Það var svo margt sem var ekkert mál í þínum huga þó að það væri mál í mínum. Ég er þakklát fyrir bjórana sem við drukkum saman í sumar og mér þykir leitt að hafa ekki getað hjálpað þér. Þín verður ávallt minnst, elsku Steini. Elsku vinur, þú vísast ekki vissir, hvers virði líf þitt okkur hinum var. Ég veit nú sólin vanga þína kyssir, og vona’við sjáumst aftur seinna þar. Þín vinkona, Svanhvít. Elsku Steini. Ég get auðveldlega ímyndað mér hláturinn þinn eftir einn af aulalegu bröndurunum þínum sem að öllum líkindum var frum- saminn. Þú varst reyndar snillingur í að sjá spaugilegu hliðina á hlut- unum. Ef ég var miður mín (og þá meina ég gráti nær) yfir öm- urlegum klaufamistökum, þá varstu ekkert að hafa fyrir því að hlífa mér við rokna hlátri, sem gerði mistökin allt í einu að einhverju fyndnu. Stundum þegar ég var á Mýr- inni, vælandi yfir tóbaksskorti, áttirðu það til að grafa upp vel falið tóbakshorn sem var besta gjöf í heimi þá stundina. Þetta var hernaðarleyndarmál sem ég lofaði að segja Guðnýju ekki frá og ég vona að þú fyrirgefir mér það að skrifa um þetta í blöðin núna, þetta er bara svo dýrmæt minning núna. Svo hafðirðu þennan einstaka hæfileika til að drífa fólkið í kringum þig með í að gera eitt- hvað skemmtilegt. Ef þú fékkst hugmynd þá varstu staðráðinn í að hún yrði framkvæmd. Þú varst svo sannarlega mað- ur sem var gott að þekkja. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar ég var í Skaftafelli, miður mín út af einhverri ömurð, ég náði ekki í Guðnýju, en þú svar- aðir símann og skipaðir mér að koma beint heim. Þegar þangað var komið tókstu mig beint á barinn, við fengum okkur einn bjór og þú svoleiðis stappaðir í mig stálinu þangað til allt var orðið gott. Þetta er svo lýsandi fyrir þig, því þú varst svo inni- lega til staðar af heilum hug þegar eitthvað bjátaði á, sem var svo sannfærandi að maður trúði því að allt yrði gott. Þegar ég hugsa til þín sé ég skælbrosandi andlit með stríðnisglottið uppmálað. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir að hafa þekkt þig, elsku Steini. Brynja Sóley. Elsku, elsku besti Steini. Það er svo ótrúlega sárt að skrifa til þín þessa kveðju og satt að segja veit ég ekki hvað ég á að skrifa. Það eina sem ég veit þessa stundina er að ég er þakklát. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið þig í lífið mitt og fengið að hafa þig í þennan tíma sem við fengum saman. Það eru svo margar minningar sem við eigum, svo margt sem við gerðum og svo ótrúlega margt sem við upplifð- um saman. Enginn skilur það nema við. Mér þykir vænt um að eiga það með þér ein og sama hvað gerist eða hvað tímanum líður þá mun ekkert geta tekið það frá mér. Ég þekki engan eins og þig. Það er enginn eins fórnfús og ósérhlífinn og þú. Það er ótrú- legt að sjá hversu langt þú gekkst til að hlífa þeim sem þér þótti vænt um fyrir öllum heims- ins raunum, en þú baðst aldrei um neitt í staðinn. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og þá sem skiptu þig máli. Þú hafðir ein- stakt lag á því að veita öðrum stuðning og sama hve hart þú þurftir að ganga á forðabúr hamingju þinnar, þú varst glað- ur ef þú gast hjálpað. Þú hafðir svo dásamlega smit- andi hlátur og það var svo bjart yfir þér. Þú gast gert allt sem þú ætlaðir þér, hvort sem það var að laga ógangfæran bílinn með vasahníf eða fá heilan hóp af þreyttu fólki til að spila með þér og skemmta sér heila kvöld- stund, með áræðni og drifkraft- inum sem þér var gefinn í svo miklum mæli fékkstu þínu fram- gengt. Þú gafst mér svo ótrúlega margt elsku Steini, en það dýr- mætasta af því öllu og sú gjöf sem ég ætla að passa best upp á það sem eftir er lífs míns er sjálfstraustið mitt. Þú gast með þinni hreinu ást og einlægu sannfæringu fengið mig til að trúa því að ég væri fullkomin eins og ég er. Ég vildi óska þess af öllu hjarta mínu að þú hefðir ekki farið frá okkur en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og ég ætla að reyna að gleðja mig við þá tilhugsun. Ekki gleyma því að ég á inni hjá þér hitting þegar ég kem yfir um, ég hlakka strax til að sjá þig. Að lokum vil ég að þú vitir það, elsku Steini, að þú verður hjá mér það sem eftir er lífs míns og þú verður á góðum stað. Guðný Diljá Helgadóttir. Elsku besti Steini, þótt mér finnist leiðinlegt að þú sért far- inn þá get ég ekki annað en sam- glaðst þér að líða betur núna. Ég á eftir að sakna þín þó svo að þú sért enn hjá mér, ég á eftir að gráta en hlæja á sama tíma. Ég finn fyrir sorg en væntumþykju á sama tíma. Ég á eftir að sakna þess að hringja í þig með gleðifréttir, ég á eftir að sakna þess að hringja í þig og tala um asnabræður okk- ar og hvað þeir hafa verið að gera af sér, ég á eftir að sakna þess að hitta þig og fíflast og svo margt í viðbót. Á sama tíma og ég sakna þessa hluta í fari þínu mun ég líka brosa yfir öllu sem ég sakna. Ég elska þig og hlakka til þess að sjá þig aftur, þú ert æðis- legur. Kveðja, Kristín Helga Sól Þorleifsdóttir (Lilla). Þorsteinn Ingi Þorleifsson Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.