Morgunblaðið - 14.02.2019, Síða 64

Morgunblaðið - 14.02.2019, Síða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 kem fram með þeim sem sólógítar- leikari. Að vera einn á sviðinu er allt önnur upplifun en að leika í sveit. Það hefur sótt á mig síðustu ár að gera þetta og ég tók loksins skrefið.“ – Hver er einkum munurinn á því að koma einn fram eða með öðrum? „Maður er alveg aleinn,“ svarar hann og hlær. „Í hljómsveit tek ég vissulega mín sóló en leik svo hljóma á milli bak við leik hinna félaganna. En í þessu samhengi gefst ekkert færi á því að falla inn í bakgrunninn eða til að undirbúa sig fyrir næsta sólókafla; kastljósið er á manni allan tímann.“ Næstum of margir möguleikar – Ákveðurðu lögin og nálgunina áður en þú stígur á svið eða geturðu skipt um skoðun á sviðinu? „Það er áhugavert hvað frelsið er mikið þegar maður er einn og þarf ekki að hugsa um samleik við aðra. Hins vegar hrífst ég alltaf af góðum lögum og eins og aðrir þjálfaðir spunamenn get ég tekið eitt lag og spunnið lengi út frá stefjunum. Mér finnst líka gaman að geta tekið krappa beygju í miðju lagi ef hugur- inn kallar á það, ég mun notfæra mér það á þessu tónleikaferðalagi.“ – Eftir þinn glæsta feril hlýturðu að vera með hundruð eða þúsundir laga í höfðinu, eða fingrunum. „Það má segja það! Það eru næst- um því of margir möguleikar að velja úr. Svo sannarlega. En ég hef undirbúið mig vel og valið hvaða lög ég leik á þesu ferðalagi; þau sem ég hef samið sjálfur þekki ég afturábak og áfram en þegar ég leik til að mynda þekkta standarda þá vil ég vera búinn að ákveða grunnþættina í því hvernig ég reyni að gera þá að mínum. Og það getur verið erfið áskorun fyrir gítarleikara eins og mig. Einleiksgítarinn er ekki það vinsælasta í djassi, borið til að mynda saman við píanóið, en það er, enn og aftur, spennandi áskorun.“ Hef alltaf viljað spila mikið Scofield segir einleik á gítar hafa þróast mikið á síðustu öld. Annars vegar sé um að ræða hinn svokallaða klassíska gítar, en hvað sig varði þá hafi hann sem djassleikari mikinn áhuga á að skoða framlag helstu bandarísku gítarleikaranna á tuttugustu öldinni, og þá einkum kántrígítarleiks sem hafi tekið á sig sérstakt form. Chet Atkins sé sann- kallaður lykilmaður á því sviði en einnig til að mynda Merle Travis, sem þróaði einkennandi strengja- plokk, og Doc Watson og hin ein- staka Elizabeth Cotten. „Í Banda- ríkjum er merk hefð í þessum kántrígítarleik en miklu síður í djassi. Djassgítarinn er þar á sama bási og blásturshljóðfærin, þarf að hafa grunn hrynsveitar og hljóminn að baki sér þegar hann leikur aðal- röddina. Auðvitað er hægt að koma fram einn með djassgítar en það er helv…erfitt!“ Hann hlær. Scofield er mikið á vegum úti við tónleikahald og verkefnin eru mis- munandi; hann kveðst fara daginn efir samtal okkar til Kaliforníu að troða upp með Phil Lesh sem var bassaleikari Grateful Dead. „Ég hef djammað áður með honum, það er gaman og ólíkt flestu því sem ég geri! Ég leik annars mest með hljómsveitunum tveimur sem ég starfræki. Ég er á vegum úti við tón- leikahald hálft árið.“ Markaður með tónlist hefur, eins og allir vita, tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum og streymisveitur leyst plötur og geisladiska að miklu leyti af hólmi. „Fyrir stórstjörnur eins og Björk, sem seldu áður tugi þúsunda diska, þá hafa höfundaréttargreiðslur sjálfsagt dregist mikið saman og óneitanlega hafa greiðslur til okkar djassmanna líka minnkað en fyrir mig er þó alltaf mikilvægast að halda áfram að koma fram. Það er það sem ég hef alltaf gert. Til að standa sig sem djassleikari þá verð- ur maður að vera í spilaformi, rétt eins og góður íþróttamaður. Maður verður aðeins góður með því að troða mikið upp! Klassísku djass- mennirnir og hljómsveitirnar urðu svo góðar einfaldlega vegna þess að þær voru síspilandi. Ég hef alltaf viljað spila mikið og sem betur fer hef ég getað gert það. Ég hef verið afar heppinn og fengið einstök tæki- færi. Og ég er endalaust þakklátur fyrir það hvað mér hefur verið vel tekið í Evrópu og fyrir alla góðu listamennina sem ég hef spilað með þar í hinum ýmsu löndum; ég fer í tónleikaferðir um Evrópu á hverju ári – á sex mánaða fresti fer ég þar á flakk og held 25 tónleika eða svo.“ Enn áskorun að standa sig – Sem einn meistara djassins hef- ur þú líka spilað með mörgum snill- ingum; listinn yfir þá sem þú hefur leikið með er með ólíkindum. „Ég hef verið heppinn og er líka orðinn býsna reyndur! Ég er orðinn 66 ára. Ég ólst upp skammt frá New York og hafði tækifæri til að sjá og heyra marga þessa klassísku djass- menn. Og þegar ég byrjaði að fá að spila sjálfur þá vildu margir þeirra hafa gítarleikara í bandinu og þeir gömlu voru enn að, menn eins og Gerry Milligan, Chet Baker, Charles Mingus, Miles Davis… goðsagnirnar sem ég fékk að leika með. Líka Herbie Hancock, Joe Henderson, þeir voru enn að spila og ég var mjög heppinn að fá að vera með þeim.“ – Það hlýtur að hafa verið rosaleg áskorun fyrir unga manninn að stíga á svið eða í leika hljóðveri með þess- um hetjum. „Já, það var ógnvænlegt! En sem betur fer þá tókst ég á við það. Ég var hræddur, neita því ekki, en mig langaði að vera hluti af djasssenunni í New York og að vera nálægt þess- um mönnum því ég dáði djassinn.“ – Var það ekki sífelld áskorun að sanna sig fyrir átrúnaðargoðunum? „Heldur betur! Og það er enn áskorun að standa sig vel. Maður er bara eins góður og síðustu nóturnar sem maður leikur. En ég er farinn að njóta þess betur en áður. Í byrjun var ég mjög stressaður, sem er ekki skrýtið, en núna nýt ég þess betur að leika,“ segir Scofield og kveðst að lokum hlakka til að koma aftur til Ís- lands að spila. Þeir Steve Swallow bassaleikari léku á tónleikum í Gamla bíói árið 1982 ásamt tromm- aranum Adam Nussbaum en Sco- field segist líka hafa notið þess að koma í ánægjulegt frí með eiginkonu sinni til Reykjavíkur í fyrra. Eins góður og síðustu nóturnar  John Scofield, einn kunnasti gítarleikari djassins, kemur einn fram á tónleikum í Salnum á sunnu- dagskvöld  Hefur leikið með mörgum helstu stórmeisturunum, eins og Miles, Mingus og Mulligan Gítarhetjan „Til að standa sig sem djassleikari þá verður maður að vera í spilaformi, rétt eins og góður íþróttamað- ur. Maður verður aðeins góður með því að troða mikið upp,“ segir John Scofield. Hann er á tónleikaferð hálft árið. VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ein helsta gítarhetja djasstónlistar- innar undanfarna áratugi, John Sco- field, kemur fram einn með gítarinn á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldið kemur, 17. febr- úar, klukkan 20. Má koma Scofield kallast hvalreki fyrir djassunnendur en auk þess að hafa starfrækt eigin kvartett og tríó árum saman, og leik- ið með þeim sveitum í fjölmörgum löndum og inn á margar vel metnar plötur, þá hefur gítarkappinn komið fram með og leikið inn á plötur margra helstu meistara djasstónlist- arinnar á seinni hluta liðinnar aldar. Má þar nefna Miles Davis, Charles Mingus, Chet Baker, Steve Swallow, Charlie Haden, Gerry Mulligan, Gary Burton… svo nokkrir af þeim áhrifamestu séu nefndir. „Þetta prógramm verður ólíkt þeim tónleikum sem ég leik oftast á, með lítilli hljómsveit,“ segir Scofield þegar blaðamaður hringir í hann á svölum degi í New York þar sem hann býr. Og honum finnst spenn- andi að vera nú að leggja einn upp í tónleikaferð um Evrópu en tónleik- arnir í Reykjavík eru hluti af því ferðalagi. „Ég verð einn á sviðinu með rafmagnsgítar en nota líka svo- litla elektróník og Looper-pedalinn minn á stöku stað, til að búa til und- irleik sem ég spila svo yfir.“ Og Scofield kveðst stefna á að leika blöndu djassstandarda, rokk- laga sem hann kunni að meta og ein- hverra kántrílaga, auk eigin tón- smíða. „Þetta er verður skrautleg og skemmtileg blanda,“ segir hann. Í kastljósinu allan tímann Scofield ítrekar að hann hafi yfir- leitt forðast að koma fram einn með gítarinn, hann hafi frekar kosið að leika með fleirum. „Í mörg ár hef ég starfrækt mínar eigin hljómsveitir, kvartet og tríó á sama tíma, og hef valið fyrir þær tónlist, samið og út- sett sem hljómsveitarstjóri. Og ég Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Nøsted Kjetting as Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ný hönnun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.