Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 ✝ Valgerður Jó-hannsdóttir var fædd á Akur- eyri 3. febrúar 1935. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða 6. febrúar 2019. Valgerður var dóttir hjónanna Jóhanns Indriða Valdimarssonar sjómanns, f. 30. júlí 1908, d. 27. júlí 1990, og Halldóru Kristinsdóttur verkakonu og húsmóður, f. 7. ágúst 1911, d. 13. september 1995. Systkini Valgerðar eru Fil- ippus Sigurður Jóhannsson, sjómaður og síðar verkamað- ur, f. 3. ágúst 1939. Guðrún Sigurveig Jóhannsdóttir dag- móðir, f. 13. apríl 1941, og Kolbrún Kristín Jóhanns- dóttir innkaupafulltrúi, f. 12. júlí 1951. Fyrri maður Valgerðar var Óli Þór Jónsson, f. 19. febr- úar 1935, d. 23. janúar 1967, giftust 1. desember 1955. Dóttir Valgerðar og Óla Þórs er Þórdís, f. 1. júní 1962, hún er gift Skafta Baldri Baldurssyni, f. 10. júlí 1962, þau eiga þrjú börn: a) Ástrós Ósk, f. 20. janúar 1993, barn hennar er Tristan Andri, f. 2013, b) Ásta Val- gerður, f. 13. júní 1995, og c) Óli Þór, f. 13. júní 1995. Seinni maður Valgerðar var Ólafur Jón Þórðarson, f. 24. september 1930, d. 8. apr- íl 2004, gift 30. desember 1973. Dætur Ólafs og stjúpdætur Valgerðar eru: 1) Guðný Jóna, f. 3. febrúar 1957, gift Guðjóni Guð- mundssyni, f. 29. október 1942, og eiga þau þrjú börn a) Eyþór Ólafur Frímanns- son, f. 24. júlí 1978, giftur Rúnu Björgu Sigurð- ardóttur, f. 13. júlí 1985, og eiga þau tvo drengi, Bjart Ólaf, f. 2006, og Erik Fannar, f. 2015, b) Kristjana Guðjóns- dóttir, f. 18. september 1982, hún er í sambúð með Sigmari Stefánssyni, f. 2. mars 1980, þau eiga tvö börn Magneu Guðnýju, f. 2015, og Ísak Kára, f. 2017, c) Erla Þóra Guðjónsdóttir, f. 23. sept- ember 1984, gift Valentínusi Valdimarssyni, f. 2. mars 1983, eiga þau tvo drengi, Guðjón Ara, f. 2012, og Ár- mann Óla, f. 2015. 2) Daðey Þóra, f. 15. júlí 1959, dóttir hennar er Ólöf Vala Schram, f. 19. maí 1989, gift Valgerði Ásu Kristjáns- dóttur, f. 12. janúar 1987. 3) Erla, f. 29. september 1961, gift Fjölni Þorsteins- syni, f. 29. september 1959, eiga þau tvö börn a) Fanndís Fjölnisdóttir, f. 25. júlí 1991, er hún í sambúð með Gunnari Grettissyni, f. 8. janúar 1991, og eiga þau tvær dætur, Heiðdísi Freyju, f. 2016, og Hrafndísi Emblu, f. 2018. b) Þorsteinn Freyr Fjölnisson, f. 5. júlí 1993, sem er í sambúð með Guðrúnu Þorsteins- dóttur, f. 2. mars 1994. Útför Valgerðar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 14. febrúar 2019, klukkan13. Sem krakkar var alltaf svo gott að koma til ömmu og afa. Stundum var Presley á fón- inum, stundum Pavarotti og alltaf tók hlýjan á móti okkur. Systurnar fengu að leika laus- um hala í fataskáp ömmu sem hafði bara gaman af því að kjólarnir hennar pössuðu á barnabörnin strax í grunn- skóla og spjallað var um alla heima og geima. Amma var eins og ungling- arnir. Það þýddi ekkert að mæta til hennar á morgnana en að koma seinni part kvölds var minnsta málið, þá var vel hægt að sitja fram eftir öllu við spjall. Þetta hentaði líka okkur barnabörnunum mjög vel alveg frá því við komumst á unglingsárin, það var þess vegna hægt að kíkja inn hjá ömmu á leiðinni heim af rúnt- inum um miðnætti. Hún hafði skoðanir á flestu, hafði lesið u.þ.b. hverja ein- ustu bók sem til er á bóka- safninu, fylgdist með flestu í sjónvarpinu og svo var hún líka framúrskarandi hlustandi sem gleymdi engu. Hún var þess vegna ótrúlega vel inni í flestu því sem við systkinin sýsluðum við, sama hvort við bjuggum erlendis eða hérlend- is, sama hvort það tengdist námi, vinnu eða börnunum okkar. Þegar heilsan leyfði ekki lengur ferðalög þótti ömmu alltaf jafn gaman bæði að segja okkur frá ferðum sem þau afi höfðu farið í og að spyrja okkur systkinin út í okkar flakk. Ferðagleðin er ríkjandi í fjölskyldunni og ósjaldan bárust ömmu póst- kort úr heimshornaflakki ætt- ingjanna auk þess sem seglar frá erlendum borgum læddust með þeim heim og enduðu á ís- skáp ömmu. Umræðuefni næstu heimsóknar var svo undantekningarlaust matur, menning og tungumál þess staðar sem heimsóttur var. Nú þegar við systkinin kveðjum Völlu ömmu í hinsta sinn er okkur efst í huga þakklæti fyrir allar minning- arnar um einstaklega um- hyggjusama og hlýja ömmu sem alltaf var með hugann við sína nánustu. Hennar verður sárt saknað. Eyþór Óli, Kristjana og Erla Þóra. Valgerður Jóhannsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRAGI JÓNSSON veðurfræðingur, lést mánudaginn 28. janúar. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Atli Björn Bragason Sigurbjörn Bragason Regína Linda Kozlovsky Baldur Bragason Inga Þórarinsdóttir Bjarki Bragason Kristín Halla Marinósdóttir Nökkvi Bragason Sigríður Ragnarsdóttir og barnabörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og besta vinar, föður, tengdaföður, bróður, mágs og afa, ÁRNA V. SIGURÐSSONAR. Sólrún Ósk Sigurðardóttir Árný Árnadóttir Jens Jóhannsson Þorgeir Lárus Árnason Arnbjörg Sigurðardóttir Ástgeir Þorsteinsson Ásthildur Bára Jensdóttir Árni Björn Jensson Gunnar Alex Jensson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, áður Litlagerði 7, lést miðvikudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 16. febrúar klukkan 13. Arnbjörg Hjaltadóttir Ámundi H. Þorsteinsson Arnar Hjaltason Arna Ragnarsdóttir Anna Steinþórsdóttir Brynja Hjaltadóttir Jón Berg Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA SIGMUNDSDÓTTIR, Nesvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 19. febrúar klukkan 13. Innilegar þakkir færum við starfsfólki HSS fyrir góða umönnun og hlýju sem og öllum sem reyndust henni vel. Bragi Bjarnason Anna Klara Hreinsdóttir Kristinn Bjarnason Sigrún Sigvaldadóttir Sigmundur Bjarnason Bjarklind Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkæra eiginkonan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG ÓLÖF BERNDSEN, áður til heimilis í Langagerði 114, lést föstudaginn 8. febrúar á hjúkrunar- heimilinu Eir. Útför hennar fer fram frá Kristkirkju, Landakoti, föstudaginn 15. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Benedikt Ólafsson Ólafur Benediktsson Kristín Benediktsdóttir Birna E. Benediktsdóttir Hilmar Þórarinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR JÓHANNSSON, Flúðaseli 81, Reykjavík, andaðist á blóðskilunardeild Landspítalans sunnudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 15. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Hanna Hannesdóttir Bogi Baldursson Steinunn Jónsdóttir María Erla Bogadóttir Hjalti Kolbeinsson Alexander Þór Hjaltason Snædís Ida Hjaltadóttir Jón Baldur Bogason Haukur Heiðar Steingrímsson Ingi Björn Bogason Magdalena V. Michelsen Arnþrúður Baldursdóttir Hanna Lára Pálsdóttir Helena Marý Óðinsdóttir Sigurður Markús Harðarson Halldóra F. Guðmundsdóttir Baldur Þór Harðarson Lilja Dögg Guðmundsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, JÓNU STEINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Landspítala. Hilmar Guðlaugsson Steingerður Hilmarsdóttir Bjarni P. Magnússon Guðlaugur R. Hilmarsson Ásta G. Ástþórsdóttir Atli Hilmarsson Hildur K. Arnardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkæri eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS KRISTINSSON forstjóri, lést mánudaginn 11. febrúar á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 21. febrúar klukkan 13. Greta Bachmann Ágústa Kristín Magnúsdóttir Sigurður Jónsson Kristinn Guðjónsson Ragnheiður S., Guðrún, Magnús, Ragnheiður K., Kristinn, Einar og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir, frænka og vinur, HJÁLMVEIG MARÍA JÓNSDÓTTIR, Sjávarbakka, Eskifirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju 15. febrúar klukkan 14. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunarinnar á Eskifirði og starfsfólksins á Landspítalanum við Hringbraut. Hafsteinn Guðm. Hinriksson Anna Óðinsdóttir Helgi Rafnsson Hrönn Reynisdóttir Hjálmar Gísli Rafnsson og dætur Harpa Ósk Rafnsdóttir Bjartey María Hörpudóttir Erna Rafnsdóttir Hilmar Rafn Ernuson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR húsmóðir, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 11. febrúar. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 20. febrúar klukkan 13. Önundur S. Björnsson Kristjana Þráinsdóttir Sigurjón Björnsson Jóhanna Björnsdóttir Gísli Gíslason Björn Sveinn Björnsson Súsanna Lind Björnsson Tómas Björnsson og aðrir aðstandendur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir afi og langafi, HALLDÓR G. BJÖRNSSON, fyrrverandi verkalýðsleiðtogi, sem lést föstudaginn 8. febrúar á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn 18. febrúar klukkan 15. Grímur Halldórsson Hildur M. Blumenstein Guðrún Ellen Halldórsdóttir Guðmundur Kr. Jóhannesson Ketill Arnar Halldórsson Jóhanna H. Oddsdóttir Hrafnhildur Halldórsdóttir Smári Ríkarðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.