Morgunblaðið - 14.02.2019, Page 51

Morgunblaðið - 14.02.2019, Page 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 ✝ Sigríður Guð-mundsdóttir fæddist á Sæbóli í Aðalvík 23. október 1921. Hún lést 3. febrúar 2019. Foreldrar Sig- ríðar voru Guð- mundur Sigurjón Lúther Hermanns- son frá Sæbóli, f. 17. mars 1890, d. 12. ágúst 1973, og Margrét Halldóra Þorbergs- dóttir frá Efri-Miðvík, f. 3. des- ember 1897, d. 23. júlí 1973. Maki Sigríðar var Þorgils Steinþórsson, f. 9. ágúst 1911, d. 29. janúar 1982. Börn þeirra eru: Völundur Þorgilsson, f. 24. nóvember 1945, og Guðrún Hø- ber 1946; uppeldissonur Eggert Rúnar Birgisson, f. 18. júní 1965; Sigríður Helga Käld, f. 2. október 1967; Þorgils, f. 16. júlí 1974; Óttar, f. 4. janúar 1982, móðir þeirra og fyrrverandi maki Guðlaug Helga Eggerts- dóttir, f. 30. september 1946. Maki Guðrúnar er Søren Hø- yer Andersen, f. 9. apríl 1950. Börn þeirra eru Lars Ole Høyer, f. 5. júní 1975; Nina Høyer, f. 18. júlí 1977. Sigríður ólst upp með fjöl- skyldu sinni á Sæbóli. Tíu ára fór hún fyrst að heiman til föð- urbróður og konu hans á Ísa- firði til að passa börn og ganga í skóla. Sextán ára flutti hún svo að heiman til Ísafjarðar og það- an til Reykjavíkur þar sem hún kynntist manni sínum Þorgils. Sigríður sinnti ýmsum störf- um gegnum árin, síðast sem þingvörður á Alþingi. Útför Sigríðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag klukkan 15. yer Þorgilsdóttir, f. 26. janúar 1947. Systkini Sigríð- ar: Guðrún Herdís, f. 10. október 1917, d. 4. apríl 2003; Bergþóra Oddný Ólöf, f. 17. október 1918, d. 20. júlí 2000; Þorbjörg, f. 18. ágúst 1924, d. 9. mars 1925; Ingveld- ur, f. 13. okt. 1926; Finnbjörn Ásgeir, f. 7. júlí 1929, d. 24. okt. 2010; Hansína Ásta, f. 4. maí 1931, d. 9. febrúar 2009. Maki Völundar er Sigríður Rósa Finnbogadóttir, f. 2. jan- úar 1954. Börn Völundar: Krist- ín, f. 18. febrúar 1966, móðir Hildur Högnadóttir, f. 9. desem- Ég minnist ömmu með þakk- læti fyrir langt og gott líf sem og alls þess sem hún gaf mér. Amma kenndi mér að ferðast og finna ævintýri. Við fórum í ófáar ferðir saman og hún var listamaður í að búa til nesti. Kald- ur kjúklingur, samlokur með rækju- eða túnfisksalati og annað gott. Í eftirrétt voru lagtertur, brún og hvít, og pönnukökur ásamt heitu súkkulaði. Aðalvíkurferðirnar voru ófáar. Keyrt eða flogið vestur og bátur þaðan í víkina. Gist hjá Ingu og Valda á Ísafirði þegar svo bar undir. Stundum var þungt í sjó- inn og þá sagði amma okkur að best væri að sitja úti og syngja hástöfum sem við gerðum. Aðalvík er undraveröld fyrir unga sem aldna. Hvönnin svo há og þétt að við krakkarnir þurft- um að ryðja okkur leið í gegnum þykknið eins og landkönnuðir í hitabeltislöndum. Í stað sveðja notuðum við kíttisspaða eða ann- að tilfallandi. Fjölskylduóðalið fer ekki framhjá neinum þegar siglt er inn í víkina. Tjörusvart viðarhús með hvítum gluggum og rauðu bárujárnsþaki með fjallið Darra í baksýn. Við sváfum oft í tjaldi með ömmu á túninu fyrir framan. Spiluðum og sungum. Ég var oft hjá ömmu þegar ég var lítill og við fórum út um allt með strætó. Hún tók mig eitt sinn með í Alþingishúsið þar sem hún vann lengi sem þingvörður. Ég fékk að skoða króka og kima sem flestum eru lokaðir. Við fór- um líka oft niður að Tjörn og gáf- um fuglunum, skoðuðum lista- söfn og fengum okkur ís. Ef veðrið var leiðinlegt spiluðum við orrustu stundunum saman. Menning skipti hana miklu máli. Ég á margar glæsilegar bækur sem hún hefur gefið mér en ein er sérstaklega minnisstæð, Lífsbarátta dýranna eftir David Attenborough. Þegar ég opnaði hana fyrst var svo ógeðslegt skordýr á myndinni að ég henti henni frá mér og gat ekki opnað hana lengi. Skapið hennar ömmu var eins og vindurinn. Stundum komu hvassar hviður en þær hjöðnuðu oftast um leið. Öll höfum við kosti og galla og það var ekki að ástæðulausu hvað hún var vina- mörg. Einstök gestrisni hennar dró fjölda fólks saman í mat, drykk, söng og gleði. Þessi vinabönd skiluðu sér ríkulega til baka þegar hún átti orðið erfitt með að sjá um sig sjálf. Það er ómetanlegt allt það sem mamma mín og Óla vinkonur hennar gerðu til að henni liði sem best. Það er líka einstök vinátta sem tókst með ömmu, Dísu og Frissa og dætrum þeirra sem amma passaði þegar þær voru ungar. Það hefði ekki gerst án Ólu sem þekkti barngóða konu. Síðasta ferðalagið okkar ömmu var með mömmu norður á Akureyri í skírn Iðunnar dóttur Óttars bróður og Nönnu. Amma sá um nestið. Við stoppuðum í Ólafslundi og þar dró amma fram mikla veislu. Buff tartar með öllu tilheyrandi. Ég er viss um að þau ferðalög sem við amma fórum í hafi veitt mér sjálfstraust til að ferðast og upplifa eins mikið og ég hef gert. Hún opnaði dyrnar að heiminum og ýtti mér af stað. Amma lifir í minninu sitjandi í kvöldsólinni á pallinum í Aðalvík með kokteilinn sinn og syngjandi Sól að hafi hnígur. Þorgils Völundarson. Elsku frænka. Ég var farinn að halda að þessi stund kæmi ekki, að elli kerling hefði kímnigáfu og léti lífsgjafann og söngfuglinn eiga sig okkur hinum til yndisauka og vellíðun- ar. En svo ákvað hún að láta til skarar skríða en stutt og snagg- aralega með tilliti til hins fagra ljóss, sem var um þig. Þú hefur verið mikilvægur hluti af mínu lífi. Þú varst fyrsta frænkan sem ég hitti, þú varst með að skoða fyrstu íbúðina með mömmu, þegar hún kom með okkur bræður frá Ameríkunni, þú fórst með strákinn mig í fyrstu ferðina til Aðalvíkur, þú varst mín, þegar mamma lenti inni á sjúkrahúsi um jól, þú varst með í minni fyrstu fullorðinsferð til Aðalvíkur ásamt mömmu, nema hvað. Þær ferðir áttu eftir að verða margar, nánast á hverju ári og líka tvisvar um páska. Ég er mömmu óendanlega þakklátur fyrir að halda þeim sið frá Aðalvík að fólk átti frænku og frænda og ég átti mína frænku. Þegar ég byrjaði að fara í Sléttu- hreppinn varð ég í fyrstu hvumsa þegar fólk vissi ekki hver frænka væri en það leiðréttist ef ég nefndi að frænka væri Sigga í samhenginu Dísa og Sigga. Kæra frænka. Síðastliðnu ferðir mínar í Aðalvík voru þínar síðustu. Þú lagðir inn pöntun um að ég færi með þig, svo að ég segi ekki ákveðin fyrirmæli. Ég gegndi enda hvernig var annað hægt, þegar þú sagðir við mig að þú vildir fara með fólki, sem þú gætir ráðskast með og gæti ráðskast með þig. Ég er svo stoltur af að hafa átt þig að og lært svo margt af þér varðandi jákvæðni til lífsins í þessari hornóttu fjölskyldu, sem við tilheyrum, gott að vera með einni kollóttri. Frænka, eitt það fallegasta, sem ég hef heyrt um mig haft átt- ir þú. Mörgum árum eftir brun- ann á Bólhúsinu sagði einn sveit- unginn við mig, sem stóð með þér við Fjósatunguna, þar sem þú horfðir á húsið þitt brenna; úr því að þetta varð að verða svona þá er það í lagi; við höfum hann Haf- stein. Takk frænka. Okkar síðasta samvera var jafn ljúf og hinar, já- kvæðni, alvarleiki, glettni og hlátur. Ég veit að þú ferð í friði. Hafsteinn. Þeim fer nú óðum fækkandi, hinum innfæddu Aðalvíkingum. Ég hef verið svo lánsamur frá barnæsku að fá að hitta og kynn- ast sumum þeirra gegnum árleg- ar sumardvalir á Sæbóli, þessum sameiginlega fasta punkti í til- veru æ stærri og fjarskyldari hóps af fólki: niðja þeirra sem fæddust þar, ólust upp og fluttu svo burt, öll sem eitt. En margar og rammar taugar stóðu – og standa – eftir. Þessi tengsl, gegn- um þennan afskekkta stað, hafa efalaust náð að viðhalda og næra frændskap lengur og í fjarlægari liði en oft mun von á. Þannig fékk ég að kynnast Siggu frænku, en þau afi minn í föðurætt, Vil- hjálmur, voru systkinabörn. Hún var líka í nánu sambandi við föð- urfólkið mitt þannig að gegnum árin hitti ég hana ósjaldan í bæn- um við ýmis tækifæri, ekki bara í hennar „náttúrulega umhverfi“ í Aðalvík á sumrin. Ef ég ætti að lýsa Siggu frænku með einu orði, eins og hún birtist mér, yrði það líklega: Hugur. Það var hugur í henni, hýr og heiður. Hún var ákveðin í fasi, beinskeytt í tali, hlý og traust í viðmóti og hafði gott og einlægt augnatillit. Hún var líka hláturmild og húmoristi. Hafði unun af samveru, spjalli og söng og öðrum góðum nautnum lífsins; lét heldur ekki á móti sér stöku þurran Martini og jafnvel að púa eina-tvær Capri við hæfileg tæki- færi. Ég man ekkert hvenær við hittumst fyrst eða hvenær við hittumst síðast en minningarnar um hana renna saman í fjölda samverustunda að sumri í Aðal- vík fyrr og síðar. Í mörgu spjalli og skrafi á Bólinu, í Steinhúsinu, á öðrum bæjum þar eða úti við einhvers staðar í víkinni sagði hún mér frá lífinu í víkinni eins og það var, frá langömmu minni og afa mínum ungum og öðru fólki á þeim tíma, frá því þegar Bretinn kom og byggði herstöð á Darr- anum í stríðinu og frá sambýlinu við dátana niðri í víkinni. Það var til marks um frjálslegt samband mitt og Siggu – og húmor og hisp- ursleysi hennar – að hún svaraði blátt áfram, með blik í auga og án þess að bregða neitt, strákslegri spurningu minni um hvort það hefði borið nokkuð á „ástandi“ á „hernámsárum“ Aðalvíkur. (Svarið var: nei, ekki svo hún vissi til.) Hún kenndi mér líka nokkur góð frænkutrix við elda- mennsku, svo sem að væn smjörklípa yrði aldrei til að skemma heitt súkkulaði. Og svo ætlaði hún líka alltaf að elda með mér og kenna mér handtökin við að gera hausastöppu eins og afa Villa og fleirum innfæddum fannst svo góð („þjóðarréttur“ Aðalvíkur: þorskhausar og –lifur, soðið í mauk) en fæstum öðrum hin síðari árin. Við náðum því nú aldrei en ég held samt áfram að efla mér hug til að reyna, ein- hvern daginn, að sjálfsögðu þá í Aðalvík, með fiski úr víkinni. Nú er hins vegar komið að kveðjustund. Mér bárust nýlega þau tíðindi að Sigga frænka væri látin, í hárri elli. Ég þakka henni innilega fyrir samfylgdina. Og þegar ég loksins geri hausastöpp- una – og borða vonandi líka, sennilega þá úti á palli við Stein- húsið – mun ég horfa niður á Ból og hugsa til hennar. Sól að hafi hnígur, Sigga mín; hvíldu í friði og takk fyrir allt. Finnur Þór Vilhjálmsson. Sigga Guðmunds eða Sigga frænka hét hún hjá okkur á Nes- inu. Hún var náfrænka pabba, ein af bestu vinkonum mömmu og snar þáttur í lífi okkar systkin- anna alla tíð. Hún var fædd í Ból- húsinu, sem stendur neðst á sjáv- arkambinum norður á Sæbóli í Aðalvík, næstelst í stórum systk- inahópi. Hún var alla tíð tengd Sæbóli órjúfanlegum böndum, eins og flestir aðrir úr frændgarðinum fjölmenna, sem þar fæddust og neyddust til að flytjast burt fyrir og um miðja síðustu öld. Tryggð og virðing þessa brott flutta fólks gerði það að verkum að plássið gleymdist ekki og er þar nú hvert sumar samfellt ætt- armót afkomenda þeirra. Í þeim hópi var Sigga frænka hvert sum- ar og stundum oft á sumri, ávallt fremst í flokki og ung í anda þó að árunum fjölgaði. Hún var ein- staklega góð manneskja, klár, skemmtileg og jákvæð en líka al- veg ófeimin að segja kost og löst á málefnum og jafnvel mönnum. Þá hnykkti hún höfðinu lítillega til og brýndi raustina aðeins. Yndislegt var að eiga með henni stundir, ekki hvað síst á fallegum sumarkvöldum þarna norður við ysta haf, spjalla og taka lagið. Þá var frænka í essinu sínu. Börnum hennar og barnabörn- um votta ég samúð mína og kveð frænku mína með söknuði. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Á kveðjustund er dýrmætt að eiga mikið af góðum minningum. Það er ómetanlegt að hafa fengið að njóta samvista við Siggu frænku mína frá því ég man eftir mér. Ferðalag okkar og fjöl- skyldunnar hefur verið skemmti- legt enda Sigga frænka besti ferðafélaginn þar sem hún er bæði uppátækjasöm og hæfi- leikarík. Sigga frænka er fædd og upp- alin norður í Aðalvík í stórum systkinahópi og stórum frænd- garði sem þurfti að hafa fyrir líf- inu sem einmitt gerði fólkið sam- heldið og dugmikið. Tengslin við Víkina hafa alla tíð verið sterk en upp úr 1960 fóru brott fluttir Aðalvíkingar að koma aftur eftir að byggð hafði lagst í eyði kring- um 1955. Ég man eftir mér lítilli á Ból- inu, sem þá var eitt af fáum hús- um sem búandi var í. Þar var nóg pláss fyrir alla og svo lögðust allir á eitt með að hjálpast að við að lagfæra hin húsin og gera þau íbúðarhæf. Hún frænka mín var ljúfmetis- kokkur og gat galdrað fram veislumat eins og ekkert væri. Það var alveg sama hvort það var til að bjarga strandaglópum úr fjörunni á Sæbóli eða bjóða frændfólki og vinum í kjöt í karrí og pönnukökur á Kópavogs- brautinni, þetta eru bara lítil dæmi um gestrisnina. Þau eru einnig ljóslifandi fyrir mér skipt- in sem við komum í Aðalvíkina og Sigga frænka beið með mat fyrir börnin og pabba á Bólinu á með- an við Haukur komum Steinhús- inu í stand. Það þurfti ekki að ræða um hlutina heldur voru þeir bara gerðir og það af einlægni. Síðasta ferðin hennar Siggu frænku til Aðalvíkur var sumarið 2017. Hugurinn bar hana hálfa leið. Heim skyldi halda á Bólið og njóta samvista við frændfólkið í Víkinni og heimahagana. Þetta var góð ferð og við heppin að njóta þess að vera með henni í Aðalvík þar sem mikið var spjall- að og sungið. Gleðin og söngurinn fylgdu Siggu frænku hvert sem hún fór og var fallega altröddin hennar ávallt hljómandi tær. Enda stoppaði hún bara ef henni fannst falskur tónn einhvers staðar meðferðis í söngnum. Við fjölskyldan áttum skemmtilegt gamlárskvöld með Siggu frænku líkt og undanfarin ár. Þar var meðal annars skálað í frænkukokkteil, að hennar hætti, og sungið saman að sjálfsögðu var raddað. Þessi minning er okkur mjög kær. Ég kveð mína yndislegu vin- konu og frænku með söknuði og þakklæti. Við fjölskyldan geym- um dýrmætar minningar um góða og kraftmikla konu. Aðalvík er yndisfögur, oft um vor og sumarkvöld. Spegilfagur ljómar lögur loftið marglit ljósatjöld. Laugast allt í ljósagnípum leggst um hlíðar þokuband. Vökul bára vörum kvikum, votan kyssir fjörusand. (Jón Pétursson) Við vottum börnum Siggu, þeim Guðrúnu og Völundi, og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúð. Guðrún Brynja, Haukur og fjölskyldan. Það var mikill gleðidagur hjá litlu fjölskyldunni í Álfaheiði þeg- ar Sigríður kom inn á heimilið okkar til að hugsa um og passa Þóru Sif og Elínborgu. Það var Ólöf Kolbrún vinkona okkar sem sagði okkur frá vinkonu sinni í Kópavogi sem væri kannski til í að taka þetta verkefni að sér. Sig- ríður samþykkti að prófa þetta í tvær vikur og sjá svo til með framhaldið. Til að gera langa sögu stutta var Sigríður hjá okk- ur frá árinu 1994 og hefur verið ein af fjölskyldunni allt fram á þennan dag. Hennar verkefni á sínum tíma var að fylgja stelp- unum okkar í leik- og grunnskól- ann, sækja þær í skólann og vera með þeim þar til foreldrarnir kæmum heim úr vinnu. En hún gerði auðvitað miklu meira en það! Enn í dag minnast Þóra Sif og Elínborg á allar sögu- og söngstundirnar sem þær áttu með Sigríði þar sem hún kenndi þeim lög og vísur sem sungnar voru bæði heima eða á leiðinni í skólann. Já, það voru „geipi- legar“ og skemmtilegar stundir sem við áttum saman. Ófá voru líka matarboðin á Kópavogs- brautinni. Kokkteillinn á sínum stað fyrir matinn eða réttara sagt veisluna sem Sigríður bar fram af alkunnri snilld og smekkvísi. Við fórum oft í Hólminn, á tón- leika, í útilegur, og þá auðvitað með nýbakaðar pönnukökur og flatbrauð með hangikjöti. Einnig fórum við saman til Danmerkur og m.a. til Fanø þar sem við vor- um í nokkra daga. En það sem toppaði allar ferðirnar var að koma til Aðalvíkur og fá að gista á æskuheimili Sigríðar á Sæbóli. Þeirri ferð gleymum við aldrei! Hún fór með okkur í gönguferðir um víkina, sýndi okkur með stolti skólann, kirkjuna og fleiri áhuga- verða staði í þessari paradís á jörðu. Króna hægt á blómum bærist, brosa þau svo unaðsrík. Kvölds þá yfir friður færist, fegurst er í Aðalvík. (Jón Pétursson) Í aldarfjórðung fengum við að vera með henni Sigríði okkar og fyrir það erum við þakklát. Við þökkum henni fyrir sam- fylgdina og allar yndislegu stund- irnar sem við áttum með henni. Takk Óla mín að kynna okkur fyrir Sigríði. Völundi, Guðrúnu og fjölskyld- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og við erum þess fullviss að „blessuð mann- eskjan“ er komin þar sem sól að hafi hnígur og draumljúf nóttin heilsar henni. Blessuð sé minning okkar ást- sælu Sigríðar. Þórdís og Friðrik. Ég kynntist Sigríði, eða tengdó eins og hef alltaf kallað hana, fyrir rúmum fimmtíu árum, eða 1966. Samband okkar hefur verið náið alla tíð og við verið góðar vinkonur. Minningarnar margar og góðar því hún var hug- myndarík um að gera eitthvað skemmtilegt. Ferðalögin sem hún fór með börnum mínum eru ófá og þeim dýrmæt. Alltaf vildi hún hjálpa með veitingar ef einhverjar veislur voru í fjölskyldunni. Sjálf var hún snillingur í að halda gestaboð, stór og smá. Ósjaldan var salur- inn sem hún hafði aðgang að á Kópavogsbraut fullur af ættingj- um og vinum boðnum í kjötsúpu eða saltkjöt og baunir og hennar rómuðu pönnukökur. Hún var mikil ættmóðir, sem varð til þess að við kynntumst öll innan sem utan ættar. Mikið ligg- ur eftir hana af fallegum útsaumi, auk þess lagði hún stund á postu- línsmálun og fleiri tómstundir. Verkin hennar tala allt í kringum okkur. Ekki má gleyma þátttöku hennar í Sunnuhlíð, þar sem hún söng með söngsystrum sínum fyrir og með dvalargestum. Við brostum og höfðum gaman af þegar hún fór að lesa fyrir „gamla fólkið“ í Sunnuhlíð, sjálf eldri en margur annar. En svona var hún mín kæra tengdó ötul og lét til sín taka. Ég mun sakna hennar mikið og þakka henni allt úr samleið okkar. Gullý. Guðlaug Helga. Sigríður Guðmundsdóttir Ástkær dóttir okkar og systir, TINNA MJÖLL SNÆLAND HALLDÓRSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 5. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. febrúar klukkan 13.30. Halldór Torfi Torfason Unnur Kristjánsdóttir Tómas Leó Maron Trausti Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON, lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi sunnudaginn 10. febrúar. Margrét Þorláksdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.