Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2019
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Enn eru laun bankastjóra til umfjöllunar. Og eins og svo oft þegar kjara-mál ber á góma eru það prósentur sem eru í forgrunni. Hækkun um82% er vissulega mikil hækkun, en munum að prósenta segir ekkert ef
hún er ekki í samhengi við tölurnar sem hún gefur til kynna breytingu á. Um
leið og fregnir bárust af hinni óhóflegu hækkun bankastjóra Landsbankans
notaði Íslandsbanki tækifærið og tilkynnti að bankastjórinn þar á bæ hefði
lækkað sín laun. Og tilkynningunni fylgdi prósentutala, en engin launatala.
Lækkunin var um 14,4 %. Síðan kom í ljós að bankastjóri Íslandsbanka var
með mun hærri laun en bankastjóri Landsbankans, þrátt fyrir lækkun þeirrar
fyrrnefndu og hækkun þeirrar síðarnefndu. Þannig að prósenturnar segja lítið.
Fyrir launafólk myndi sannarlega muna um hvort sem væri 82% hækkun,
sem væri þá einstök búbót, eða um
14,4% lækkun, sem væri klár kjara-
skerðing. En í tilviki bankastjórans
sem lækkaði launin sín var þetta
spurning um kommutöluna aftan við
fjórar milljónirnar. Þetta var spurn-
ing um fjórar komma eitthvað aðeins
minna en áður.
Þegar kjör eru annars vegar er
vinsælt að nota viðmið. Hver hópur
miðar sig við annan sem talinn er
sambærilegur og leitast við að fá
sömu kjör og sá hópur. Í tilfelli
bankastjóra á Íslandi er þetta öðru-
vísi, enda eru þeir aðeins þrír. Svo virðist því sem alltaf þyki eðlilegt að miða við
þann bankastjóra sem hæst hefur launin. Þangað eiga hinir að stefna og fyrst
bankastjóri Arion er með fimm komma eitthvað milljónir í laun þá er eins og til-
hneiging myndist til að ýta launum hinna í þá átt, burtséð frá ólíku eignarhaldi.
Í eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki er kveðið á um að starfskjör
skuli samkeppnishæf en ekki leiðandi, eins og margoft hefur verið vísað til í
fréttum undanfarna daga. Þá má líka velta fyrir sér hvort það ákvæði er ein-
faldlega of almennt. Hvorki laun bankastjóra Landsbankans né laun banka-
stjóra Íslandsbanka eru leiðandi, það er bankastjórinn hjá Arion sem leiðir í
launum. Þau laun eru í raun viðmiðið í þessum dæmi. Þannig er alveg hægt að
segja að unnið sé innan þessarar stefnu, þrátt fyrir prósentubreytingar á laun-
um ríkisbankastjóra. En fólki ofbýður, svo mikið er víst, og stjórnamálamenn
virðast á einu máli um að laun bankastjóra ríkisbankanna séu ekki í anda þess-
arar stefnu. Þá vaknar sú spurning hvort ekki þurfi að finna nýtt viðmið. Er
eitthvað sérstakt sem kallar á það að bankastjórar séu með margfalt hærri
laun en ríkisforstjórar eða ráðherrar?
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Prósentur sem
segja lítið
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’ Svo virðist því semalltaf þyki eðlilegt aðmiða við þann banka-stjóra sem hæst hefur
launin.
Útibú Lands-
bankans á átt-
unda áratugnum.
Emilía Sigurðardóttir
Ég er að fara til Japans að keppa í
samningaviðræðum fyrir hönd HR.
Það verður vetrarfríið.
SPURNING
DAGSINS
Ætlar þú í
vetrarfrí?
Vilhjálmur Arthúrsson
Nei, líklegast ekki. Er að vinna og
læra.
Anna Guðjónsdóttir
Nei. Ekki neitt, ég er í fæðingar-
orlofi heima.
Kjartan Franklín Magnús
Ég er að fara til London. Ég ætla að
heimsækja frænda minn og kíkja á
leik í ensku.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EYÞÓR INGI GUNNLAUGSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Forsíðumyndina tók
Hari
Föstudag 22. febrúar og laugardaginn 23. febrúar
verða haldnir Heiðurstónleikar Freddie Mercury í
Hörpu. Þeir voru settir upp fyrst árið 2011. Eftir þó-
nokkurt hlé mætir stórskotalið Rigg Viðburða á ný
með þessa tónlistarveislu. Miðar eru á tix.is.
Af hverju er Freddie Merc-
ury sýning núna? Hafa
vinsældir myndarinnar
Bohemian Raphsody áhrif?
Við höfum reglulega verið með
þessa sýningu. Þetta var í raun og
veru fyrsta svona sýningin sem
var sett upp í Hörpu og hrinti hún
af stað þessu „tribute“ æði á Íslandi.
Áður voru svona heiðurstónleikar á
Gauk á Stöng sem var gott og blessað
en þarna stimplaði Friðrik Ómar sig
inn sem tónleikahaldari. En það er
vissulega Freddie-ár.
Af hverju eru stórir heiðurs-
tónleikar svona vinsælir?
Þetta eru að mörgu leyti nýju böllin. Í dag er
ballmenningin ekki eins rík og hún var áður
fyrr. Kannski er sú kynslóð sem sækir mest
þessa tónleika sú kynslóð sem fór á böllin í gamla
daga en langar ekkert á ball í dag.
Hverjir syngja þarna með þér?
Matti Matt, Dagur Sig og Magni Ásgeirs eru þarna
og Friðrik Ómar heldur utan um þetta allt saman
listavel. Þetta er hugarfóstur hans. Ég er í raun bara
starfsmaður á plani. Svo er stór hljómsveit og mikill
og stór sönghópur. Það er allt „live“. Ekki einu sinni
Queen tók Bohemian Raphsody „live“.
Hvaða Queen lag finnst þér skemmtilegast
að syngja?
Ég elska Somebody to love. Svo er fullt af flottum lögum
og gaman að syngja þetta allt saman.
Hverju mega tónlistargestir eiga von á?
Góðu kvöldi, geggjaðri músík og partý-stuði. Þeir sem hafa
séð Rigg-sýningar áður vita að það er allt lagt í þetta.
Þetta verður í anda Queen; stórt og mikið.
Geggjuð
músík og
stuð