Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2019 Kvöldið áður en Ocasio-Cortez sór embættiseið fór myndband af henni að dansa í dreifingu á netinu. Myndbandið sýndi hana dansa ber- fætta á þaki og var tekið á háskóla- árum hennar. Ef tilgangur birtingar myndbandsins var að gera lítið úr henni misheppnaðist það hrapallega. Myndbandið hlaut góðar viðtökur á samfélagsmiðlum og veltu flestir fyrir sér hvað ætti að vera svona slæmt við manneskju að dansa. Margir komu til varnar fyrir hana og sögðu það bara sanna að hún hefði alltaf verið svöl. Leikarinn og grínistinn Kumail Nanjiani tísti í anda MeToo- byltingarinnar um málið og velti þar upp tvöföldu siðgæði sem mætir oftar en ekki konum og körlum. „Maður brýtur gegn konu kynferðislega í háskóla: „Það er svo langt síðan!“ Kona dansar í há- skóla: „Við verðum að kveikja í henni“.“ Ocasio-Cortez gerði bara grín að þessu öllu saman og birti sjálf myndband af sér á Twitter @AOC að taka nokkur dansspor á skrifstofunni. Myndbandið er nú komið með yfir 20 milljón áhorf en rúmlega þrjár milljónir fylgj- enda hennar voru duglegar að endurtísta myndbandinu. Alexandria Ocasio-Cortezvann pólitískt afrek þegarhún sigraði sitjandi demó- krata, áhrifamikinn í þokkabót, Jos- eph Crowley. Þegar hún vann síðan sigur á andstæðingi sínum, repúblik- ananum Anthony Pappas, varð hún yngsta konan sem hefur verið kosin á þing í Bandaríkjunum, 29 ára göm- ul. Hún vann með 78% atkvæða. Að- eins ári fyrr vann hún sem barþjónn. Hún er í kjölfarið orðin einhvers konar pólitísk rokkstjarna og biður fólk hana um sjálfur með sér hvert sem hún fer. Ocasio-Cortez lýsir sjálfri sér sem Bronx-stelpu ættaðri frá Puerto Rico en frá því að hún var kosin í New York í nóvember hefur hún orðið fyrir barðinu á gagnrýni frá íhaldsfólki og ekki síður öfgahægri- hópum. Ruglað við nema Hún hefur verið gagnrýnd fyrir fötin sem hún klæðist, ekki síst þegar hún fór í myndatöku fyrir blaðaviðtal í tímaritinu Interview í tískufötum sem voru í láni fyrir tökuna. Eddie Scarry, blaðamaður hjá íhaldssama blaðinu Washington Ex- aminer, deildi mynd af henni í svört- um aðsniðnum jakka þar sem hún gekk um ganga þingsins með kápu í hönd. Í tístinu sagði hann að þessi jakki og kápa virtust ekki tilheyra konu sem væri í peningavandræð- um. Margir svöruðu þessu á þann hátt að það væri alveg mögulegt að vera ágætlega klæddur og vera á sama tíma málsvari verkamanna í landinu. Ocasio-Cortez vakti síðan athygli þegar hún klæddist hvítu til að heiðra kvenréttindakonur og frum- kvöðla úr hópi kvenna í stjórnmálum þegar hún sór embættiseið. Þegar hún fór fyrst á þingið á kynningarfundi fyrir verðandi þing- menn var henni ruglað saman við nema að störfum eða stundum eigin- konu nýs þingmanns. Mest af gagnrýninni sem hún hef- ur mætt tengist einmitt því að hún falli ekki að ímyndinni um dæmi- gerðan þingmann, passi ekki alveg inn. Kynnar Fox and Friends gerðu grín að henni fyrir að segja að hún hefði ekki efni á íbúð í Washington áður en hún fengi útborgað og ef- uðust um að hún ætti ekki fyrir út- borgun. Hún hefur líka sætt gagnrýni úr eigin flokki eins og frá þá starfandi þingmanninum Claire McCaskill frá Missouri. Hún kallaði hana „skín- andi, nýjan grip“ og sagðist ekki skilja vinsældir hennar. Ocasio- Cortez sagðist vera mjög svekkt yfir þessum ummælum en benti á að málflutningur McCaskill hefði ekki hlotið hljómgrunn og hún væri á leið úr embætti. 600% fjölgun fylgjenda Það er greinilegt að boðskapur hennar hefur hljómgrunn hjá mörgum en fylgjendum hennar á Twitter hefur fjölgað um 600% frá því í júní. Hún er með 3,1 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum, meira en Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, sem er með 2,3 milljónir og er rétt á eft- ir Joe Biden, með 3,3 milljónir. Do- nald Trump Bandaríkjaforseti hef- ur samt vinninginn með 58,2 milljónir. Þingmaðurinn er ekki aðeins virkur á Twitter en hún hefur strax vakið mikla athygli á þinginu. Hún telst til vinstrisinnaðra demókrata og hafa hugmyndir hennar farið hátt, sem er væntanlega ástæða þess að andstæðingum hennar fjölgar en þeir virðast hræðast rót- tækar hugmyndir hennar. Hún vill setja 70% hátekjuskatt á árstekjur hærri en 10 milljónir dala en þessi hugmynd hefur vakið mikið umtal. Hún vill ennfremur m.a. tryggja að- gengi að niðurgreiddri heilbrigðis- þjónustu fyrir alla og tryggja fæð- ingarorlof. Hún var að leggja fram á þinginu tillögu sem kallst „Green New Deal“, stefnu sem á að tryggja grænni framtíð, skapa störf og tak- ast á við ójöfnuð í landinu. Tíminn leiðir síðan í ljós hvernig henni tekst að framfylgja stefnumálum sínum. Pólitísk rokkstjarna Yngsta þingkona sögunnar í Bandaríkjunum, hin 29 ára gamla Alexandria Ocasio-Cortez, hefur vakið mikla athyli fyrir stefnumál sín. Aðdáendur hennar kalla hana AOC en hún hefur líka eignast marga valdamikla óvini. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is AFP Ungir mótmælendur láta taka mynd af sér með Alexandriu Ocasio- Cortez í kvenréttindagöngu í Wash- ington, sem haldin var í janúar. Úr dansmyndbandinu. Í djörfum dansi? CURACAO Hollendingar ætla að setja upp miðstöð fyrir neyðaraðstoð fyrir Venesúela á karabísku eyjunni Curacao, sem er út af ströndum landsins. Þetta er gert í samvinnu við Bandaríkin og Juan Guaido, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu. Stjórnar- andstaðan og vestræn ríki hafa krafi st þess að Nicolas Maduro forseti leyfi sendingar með hjálpargögnum því neyðin sé mikil í landinu. KASMÍR Að minnsta kosti 16 indverskir hermenn létust í indverska hluta Kasmír í árás á fi mmtudag þegar sprengju var varpað á tvær rútur. Tala látinna gæti hækkað. Kasmír hefur verið skipt á milli Indlands og Pakistans frá því að löndin fengu sjálfstæði. Uppreisnarmenn hafa barist fyrir sjálfstæðu Kasmír eða sameiningu við Pakistan í 30 ár. Árásin er sú mannskæðasta í rúm tvö ár. RÚSSLAND NOVAJA SEMLJA For- eldrar eru hræddir við að senda börn sín í skólann vegna fjölda hvítabjarna í Novaja Semlja. Stærsti bærinn á svæðinu heitir Belusja Guba og búa þar um 2.500 manns en þar hafa sést fl eiri en 50 birnir að undanförnu. Yfi rleitt eru um tíu birn- ir í einu í bænum en þar hefur verið lýst yfi r neyðarástandi. Fólk þorir varla út úr húsi en birnirnir hafa ráðist á fólk. HOLLAND HAAG Utanríkisráðherra Hollands, Stef Block, birti mynd af sér með bláu skrímsli á Twitter. Loðna skrímslið klæðist bol sem á stendur Brexit en það er einmitt nafn skrímslisins. Skrímslið er hugarfóstur ríkisstjórnar landsins sem ætlar að nota það til að ná til hollenskra fyrirtækja. Tilgangurinn er að vekja athygli á áhrifum Brexit, sérstaklega ef Bretland gengur út úr sambandinu án samnings hinn 29. mars.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.