Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 27
17.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Agnes segist aðeins einu sinni hafa orðið hrædd á Indlandi. Hún var þá á leið seint um kvöld á gisti- heimili og fyrir framan hliðið lá vörðurinn steinsofandi. Hversu mik- ið sem hún reyndi gat hún ekki vakið manninn og fór þá að drífa að gelt- andi hunda. „Allt í einu voru komnir tíu geltandi hundar í kringum mig og ég var alveg að deyja úr hræðslu. Þá komu tveir skuggalegir menn gangandi þarna úr dimmu húsasundi og mér leist ekkert á þetta en þá voru þeir bara að koma mér til bjargar.“ Gisti í helli á langri göngu Í Kenýa dvöldu þær stöllur í mánuð við sjálfboðaliðastörf og undu hag sínum vel þar. Að vinnunni lokinni flugu þær yfir til Venesúela þar sem tilgangurinn var að læra spænsku í tvo mánuði. „Þarna var æðislegt. Í Venesúela er mikil náttúrufegurð; fjöll, hvítar strendur, eyðimerkur og frum- skógar. Við bjuggum í búðum í litlum bæ, tólf saman og svo fórum við í fjórar stórar ferðir á tímabilinu. Kajakferðir inni í frumskógi og svo tólf daga göngu. Þetta hét „travell- ing classroom“,“ útskýrir Agnes og bætir við að hún hafi lært helling í spænsku. „Það hjálpaði okkur þegar við ferðuðumst einar til Perú og Bolivíu,“ segir Agnes. „Þar gengum við Inkastíginn, sem var mjög auðvelt miðað við þessa tólf daga göngu í Venesúela! Það fjall var bara klettur og við gistum í hellum. Þar þurfti maður að gera þarfir sínar í poka og bera þær svo niður af fjall- inu,“ segir Agnes og hlær. Þegar Agnes kom heim úr þessari reisu fór hún að sakna Indlands. Hún keypti sér því farmiða aftur þangað og dvaldi þar ein í tvo, þrjá mánuði. „Ég vann aftur á barnaheimilum, ferðaðist um og fór í jóga. Ég fór svo heim en stuttu síðar fékk ég boð í brúðkaup hjá vini mínum. Sá hafði aðeins einu sinni hitt tilvonandi brúðina. Þannig að ég skellti mér aftur út með stuttum fyrirvara til að fara í brúðkaupið,“ segir hún. Bónorð undir tré Í ferðinni fékk Agnes bónorð, sem henni þótti að vonum mjög fyndið. „Ég var í heimsókn hjá konu og frændi hennar vildi giftast mér. Hún bað mig um að koma út að hitta hann og þetta var mjög formlegt. Hann sat úti á plaststól undir tré, og annar stóll á móti. Indverjar eiga engin húsgögn en þeir eiga alltaf plaststóla til að taka á móti gestum. Hann bað mig um að setjast á móti sér og hann talaði nánast enga ensku en bað mig um að giftast sér. Ég hélt fyrst að hann væri að grín- ast og svaraði, já, kannski næst þeg- ar ég kem. Svo áttaði ég mig á því að honum var alvara og svaraði nei,“ segir hún og hlær. „Í þessari ferð fór ég í fyrsta skipti til Norður-Indlands og sá þá Taj Mahal og Delí og svo þaðan tók ég rútu til Nepals. Þar gekk ég hring í Annapurna-fjallgarðinum sem var fjórtán daga ganga. Hæst fór ég í 5.200 metra hæð sem er svip- að og grunnbúðir á Everest,“ segir hún og nefnir að það hafi verið ansi erfitt að vera í svona mikilli hæð. „Maður fór kannski hundrað hænuskref og hvíldi sig svo á milli.“ Vinkona Agnesar vann ferð fyrir tvo hjá Kilroy-ferðum og bauð henni með. Innifalið var ferð til Balí í viku, uppihald og brimbrettakennsla. „Ég hefði aldrei farið að prófa brimbretti sjálf en af því að okkur var boðið þetta fór ég að sjálfsögðu og þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Agnes og segir þær hafa framlengt ferðina. Georgía á dagskrá í sumar „Vinkonan mín var með mér í þrjár vikur og við ferðuðumst um. Síðan var ég mánuð í viðbót ein og fór á eyjar þarna í kring. Þaðan fór ég til eyjunnar Flores sem til- heyrir Indónesíu,“ segir hún og nefnir að þar sé mikil náttúrufeg- urð og ekki eins mikill túrismi og er á Balí. „Það er ótrúlega fallegt þarna og fullt af litlum eyjum. Í einni ferðinni sá ég komodo-dreka; hann er víst ein stærsta og eitrað- asta eðla heims. Það var mikil upp- lifun.“ Agnes er ekki hætt flandrinu og hyggst hún leggja land undir fót í sumar. Ferðinni er heitið til Georgíu og Armeníu að ganga í Kákasus- fjöllunum. Á Flores fór Agnes að skoða eina stærstu og eitruðustu eðlu heims; komodo-drekann. Í Kenýa rakst Agnes á þennan myndarlega gíraffa. Indverskur maður bauð Agnesi að setjast hjá sér í plaststól undir tré og bar hann þar upp bónorð. Hún neyddist til þess að hryggbrjóta manninn. Lára Kristín og Agnes ferðuðust saman til S-Ameríku og gengu m.a. Inkastíginn að Machu Picchu. Í Venesúela fóru þær í aðra og erfiðari göngu. Agnes er afar hrifin af Indlandi og Indverjum sem hún segir hjálpsamt og glatt fólk. Hún hefur farið þangað þrisvar og m.a. unnið á barnaheimilum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is HEARTWOOD

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.