Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 36
& Hip Hop: New York en hún hafði vakið athygli á samfélagsmiðlum á undan því fyrir að tala opinskátt um líf sitt í súludansi. Hún gat síðan not- að peningana til að fjármagna fyrstu upptökurnar sínar. Mikilvægt fyrir minnihlutahópa Í viðtalinu við i-D ræddi hún líka um vinsældir „Bodak Yellow“. „Þegar ég varð númer 1 þá vissi ég ekki að engri konu hefði tekist það frá árinu 1998. Ég áttaði mig ekki á ekki hversu mikilvægt það væri fyrir samfélagið og minnihlutahópa,“ sagði hún en konan sem fór á topp rappvinsældalist- ans á undan henni var Lauryn Cardi B er fædd og uppalin íBronx-hverfinu í New Yorken faðir hennar er frá Dóm- iníska lýðveldinu og móðir hennar frá Trínídad. Sviðsnafn hennar Cardi B er einvers konar útgáfa af Bacardi, sem er rommtegund, sem hún var kennd við. Cardi upplýsti í viðtali við Jimmy Fallon að nafnið hafi komið til af því að systir hennar heiti Hennessy, eins og brandí- tegundin, og aðrir hafi farið að kalla hana Bacardi sem svar við því. Samkvæmt tímaritinu i-D gekk hún í Renaissance High School for Musical Theater and Technology og fór seinna í skóla á Manhattan. Hún hætti í skóla til að fara að vinna til að hjálpa til við að framfleyta fjöl- skyldu sinni. Hún vann fyrst á mat- sölustað en hætti þar 18 ára gömul til að fara að dansa nektardans. Nektardans leið úr fátækt Cardi sagði við tímaritið að það hafi verið neyðar- legt til að byrja með en hún hafi kom- ist yfir það og einbeitt sér að þéna peninga til að sleppa út úr fátækt- inni. ,,Þegar ég var 22 ára var ég búin að safna 35 þús- und Bandaríkjadölum í eins dals seðlum,“ sagði hún. Hún sagði mömmu sinni í fyrstu að hún væri að passa og hjálpa ríkum hvítum krökkum að læra heima. Hún var sjálf í ofbeldisfullu sambandi á þess- um tíma og sagði í viðtali við VLAD TV árið 2016 að nektardansinn hafi veitt henni fjárhagslegt sjálf- stæði og hún hafi því getað far- ið frá manninum, sem hún bjó með. Í kjölfar nektardansins tók hún þátt í veruleikaþætti VH1, Love Hill með „I Like It“. Í kjölfar þessa mikla smells gerði hún plötusamn- ing upp á margar milljónir dala við Atlantic Records. Platan sem Cardi fékk Grammy fyrir heitir Invasion of Privacy og fór beint á toppinn á Billboard 200 í Bandaríkjunum og sló nokkur streymimet. Til viðbótar við nýju Grammy-verðlaunin hefur hún unnið þrenn AMA-verðlaun, níu BET-verðlaun, Billboard- tónlistarverðlaun og sett tvö heimsmet skráð í Guinness- metabókina. Hún hefur selt fleiri en 34 milljónir platna í Bandaríkjunum. Miklar tekjur og eyðsla Þessi velgengni hefur gert það að verkum að í ágúst 2018 voru eigur hennar metnar á átta milljónir Bandaríkjadala. Hún sagði í Twitter- myndbandi sem nú er búið að eyða að neysla hennar næmi um 250-300 þúsund dölum á mánuði. Tekjur hennar eru um milljón dalir á mán- uði, samkvæmt grein á vef Yahoo Finance en þar er tekið fram að hún eyði líka heilmiklu fé í að sjá fyrir fjölskyldu sinni og ættingjum í hverjum mánuði. Hún fær tekjur frá ýmsu öðru en plötusölu eins og t.d. auglýsingum fyrir Pepsi og Alexu frá Amazon. Hún er þekkt fyrir að vera dugleg að Hún tók lagið „Money“ á nýliðinni Grammy-hátíð.Ævintýraleg saga Cardi B Söngkonan Belcalis Marlenis Almanzar, betur þekkt sem Cardi B, varð um síðustu helgi fyrsta konan til að hljóta Grammy-verðlaun fyrir bestu rappplötuna. Cardi B, sem er 26 ára, varð heimsfræg þegar lag hennar „Bodak Yellow“ fór á topp vinsældalista árið 2017. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Cardi B tók við verðlaununum fyrir bestu rappplötuna á Grammy-verð- launahátíðinni með Offset sér við hlið sl. sunnudag. AFP Hún er þekkt fyrir langar og beittar neglur eins og þessar. AFP 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2019 LESBÓK TÓNLIST Á hverju ári sameinast hljómasveitir sem áttu einn smell á níunda áratugi síðustu aldar eða jafnvel tvo og halda á tónleikaferðalag í Bandaríkjunum. Tónleikaferðalagið ber nafnið Lost 80’s Live og voru skipuleggjendur að birta lista yfir þátttakendur í ár, að því er fram kemur á vef Rolling Stone. Þeirra á meðal eru Missing Persons, The Motels, John Parr, The Vapors, Real Life, The Escape Club og A Flock of Seagulls. Tónleikagestir munu því fá tækifæri til að heyra lög á borð við „Wild Wild West“, „Turning Japanese“, „I Ran“, „Send Me an Angel“, „St. Elmo’s Fire“ og „Only The Lonely“. Kosturinn við þetta er að hægt er að heyra alla smellina á einu kvöldi, engin sveitanna spilar mjög lengi, sem þýðir að maður þarf ekki að hlusta á mörg leiðinleg lög sem enginn þekkir og alls ekki nein ný lög. Eins smells undur sameinast Mike Score úr Flock of Seagulls á níunda áratugi síðustu aldar. FÓLK Rapparinn 50 Cent kveikti í Gucci-stutt- ermabol til að mótmæla tískuhúsinu. Nýverið var peysa frá ítalska tískuhúsinu tekin úr sölu því hönnun hennar þótti minna á „blackface“ með stórum rauðum vörum. Gucci baðst afsökunar og sagðist ætla að læra af at- vikinu en rapparanum finnst það greinilega ekki nóg. 50 Cent birti myndband af sér að brenna bolinn á Instagram og skrif- aði í myndatexta: „Ég ætla að losa mig við allar Gucci-vörunar sem ég á heima. Ég styð ekki lengur þetta tískumerki.“ 50 Cent kveikti í Gucci-bol AFP Á dreglinum á AMA-verðlaunahátíð- inni í Los Angeles í október. Í einstökum kjól úr hátískulínu Thierry Mugler fyrir veturinn 1995 á Grammy- hátíðinni. Hönn- unin vísar í Fæð- ingu Venusar, frægt málverk eft- ir Botticelli. AFP Gömul mynd af 50 Cent í Gucci-bol á sviði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.