Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Qupperneq 40
Prada hætti í desember sölu
gripa úr þessari línu vegna
„blackface“-samlíkingarinnar.
Peysan sem Gucci tók úr sölu þótti líkja eftir „blackface“, gervi
sem varð vinsælt á 19. öld þegar hvítir leikarar voru farðaðir og
léku svart fólk. Þetta ýtir undir kynþáttafordóma og staðal-
myndir og þykir mjög móðgandi í dag, sérstaklega er meðvit-
und um þetta í Bandaríkjunum. „Við áttuðum okkur ekki á
hversu viðkvæmt þetta væri í samfélagi Bandaríkjamanna af
afrískum uppruna,“ sagði François-Henri Pinault, fram-
kvæmdastjóri Kering, eiganda Gucci, við Wall Street Journ-
al. „Það dugar ekki bara að biðjast afsökunar,“ sagði hann.
Fyrirtækið ætlar að fara betur yfir vörur sem fara á mark-
að eftir að hafa móðgað svo mikilvægan kaupendahóp.
Katy Perry sætti sömu gagnrýni í vikunni og tók af markaði
skó úr skólínu sinni þar sem stórar rauðar varir voru áberandi.
Skólína Katy
Parry þótti mjög
óviðeigandi.
Móðgandi
tískuslys
Gucci-peysan
var áður seld á
um 110.000 kr.
Ítalska tískuhúsið Gucci tók peysu úr
sölu í vikunni en varan þótti móðgandi
fyrir fólk af afrískum uppruna.
SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2019
Smygl í bíl var fyrirsögn fréttar á
baksíðu Morgunblaðsins 12.
febrúar 1961. Sagði þar af bí-
ræfnum nælonsokkasmyglurum.
„Hjá sakadómaraembættinu
er hafin rannsókn á nýju smygl-
máli. Í gær var rannsókn þess
svo algjörlega á byrjunarstigi, að
rannsóknardómarinn Gunn-
laugur Briem kvaðst ekki á því
stigi geta gefið neinar upplýs-
ingar málið varðandi.
Upphaf máls þessa er það að
yfirmanni tollgæzlunnar, Unn-
steini Beck, bárust fregnir um
það síðdegis á föstudaginn, að
leigubíll væri á ferðinni milli
bæja í Mosfellssveit, og þeir sem
í honum voru, hefðu boðið fólki
nælonsokka til kaups. Farið var
þá þegar á vettvang og bíllinn
sem um var rætt fannst fljótlega
þar efra. Voru í honum tvær
konur og einn karlmaður og í
bílnum fundust allmiklar birgðir
af nælonsokkum, sem báru það
með sér að þeir væru fram-
leiddir suður á Ítalíu.
Var fólkið handtekið og hald
lagt á alla nælonsokkana, sem í
bílnum voru. Síðar um daginn
funduzt í vörzlu fólksins fleiri
sokkapör. Alls voru það 960 pör
af sokkum, sem hald var lagt á,
allt smyglvarningur.
Eftir því sem þegar við hand-
töku mannsins kom í ljós þá
hafði hann að eigin sögn selt bíl,
sem hann átti og hafði fengið
a.m.k. hluta af andvirði bílsins
borgaðan í þessum smygluðu
nælonsokkum.
GAMLA FRÉTTIN
Sokkasmygl
stöðvað
Hald var lagt á 960 pör
af nælonsokkum sem í
ljós kom að höfðu ver-
ið greiðsla fyrir bíl.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Ármann Jakobsson
prófessor og rithöfundur
Sigurður Sævarsson
skólastjóri og tónskáld
Sverrir Jakobsson
prófessor og rithöfundur
Afgreiðslutími Rvk
Mánudaga til föstudaga kl. 10–18
Laugardaga kl. 11–17
Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi)
www.dorma.is
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Eftir áralanga þróun og prófanir
höfum við náð markmiði okkar.
Við höfum búið til eina
þróuðustu dýnu heims
Simba tvinndýnan er gerð úr einstakri
samsetningu 2500 keilulaga gorma
og móttækilegs minnissvamps.
Fáðu betri svefn
– sama hvert svefnmynstur þitt er.
Komdu og
kynntu þér Simba
í næstu Dormaverslun eða á
www.simba.is
V
A
RA
ÁRSINS 2018
B
R
E T L A N
D
HEILSUDÝNUR
Kjörin heilsudýna ársins á
meðal 10.637 þátttakenda í
neytendakönnun KANTAR
TNS í Bretlandi
SIMBA STÆRÐIR VERÐ
Dýna 80 x 200 cm 69.900
Dýna 90 x 200 cm 79.990
Dýna 90 x 210 cm 82.900
Dýna 100 x 200 cm 84.900
Dýna 120 x 200 cm 94.990
Dýna 140 x 200 cm 104.990
Dýna 160 x 200 cm 124.990
Dýna 180 x 200 cm 139.990
Dýna 180 x 210 cm 149.990
Dýna 200 x 200 cm 154.990
OP
IÐ
Á
SU
NN
UD
ÖG
UM
Í
DO
RM
A
SM
ÁR
AT
OR
GI
SIMBA
DÝNURNAR
HENTA EIN-
STAKLEGA VEL
Í STILLANLEG
RÚM