Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 4
INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2019 Finna menn morðingja Finns? Nú þegar átta þættir af tíu eruað baki í annarri þáttaröðÓfærðar í sjónvarpinu er ekki seinna vænna en kanna hvernig sagan hefur fallið í kramið í þessari umferð. „Ég er þokkalega sáttur,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur þegar spurt er hvort Ófærð 2 hafi staðið undir vænt- ingum. „Einkenn- andi þáttur í fyrstu seríunni var ófærð- in sem slík og um leið og sagan er far- in að gerast á skap- legum tíma ársins þá breytist dína- míkin í þáttunum og meira reynir á persónurnar.“ Stefáni þykir þáttaröð 2 alls ekki síðri en sú fyrsta. „Fyrsta serían var dimmari, sundur- hlutuð lík og þar fram eftir götunum, en mér finnst þetta aðeins dýpra núna. Menn ætla greinilega að koma miklum boðskap að og þreifa á ýms- um samfélagsmeinum. Það er meira áberandi nú en síðast. Annars er ég bara þakklátur fyrir íslenskt efni af þessu tagi og hef alls ekki látið stað- hætti og annað af því tagi fara í taug- arnar á mér. Til þess hef ég horft of lengi á sjónvarp.“ Hann veltir þó fyrir sér hvort hraðinn í framvindunni sé að verða of mikill. „Það er eins og það þurfi að vera dramatík, hasar og skellur í hverjum þætti sem mér þykir satt best að segja pínulítið ofhlaðið. Ég veit ekki hvernig sería númer þrjú verður haldi menn áfram á þessari braut.“ – Hver er morðinginn? „Ætli ég láti það ekki bara koma mér á óvart. Síst af öllu fer ég að gaspra um það í fjölmiðlum,“ segir Stefán og skellir upp úr. „Svo lengi sem það reynist ekki vera dvergur sem talar aftur á bak þá verðum við aðdáendur Twin Peaks sáttir.“ Flókin fjölskyldutengsl Gerður Kristný, skáld og félagi í Ófærðarstofunni, segir Ófærð 2 hafa staðið undir væntingum. „Þetta hefur verið æsispennandi. Við feisbúkkvinir mínir í Ófærðar- stofunni höfum rýnt saman í þættina og hlökkum til að sjá hvort það verð- ur eitrið eða illskan sem sekkur Siglufirði,“ segir hún. Henni þykir fjölskyldutengslin þó flóknari í nýju þáttaröðinni en þeirri fyrstu en trúir ekki öðru en að Sigur- jón Kjartansson, sem umsjón hefur með handritinu, hafi alla þræði í hendi sér. Raunar óskaði Ófærðar- stofan eftir ættartré skömmu eftir að serían fór í loftið og brást Sigurjón ljúflega við þeirri beiðni. Gerður Kristný ber lof á framleið- endur fyrir að tefla fram ungu tón- listarfólki og röppurum í þáttaröð- inni, svo sem Sölku Sól, Króla og Sturlu Atlasi. „Þetta er virðingar- verð viðleitni til að fá unga fólkið að skjánum. Þegar Norðmenn áttuðu sig á að ungt fólk horfði varla lengur á sjónvarp bjuggu þeir til Skam- þættina en íslenska ríkissjónvarpið fer þá leið að sameina kynslóðirnar með því að bjóða okkur upp á Króla, „Elly“ og Ásgeir í einni og sömu þáttaröðinni. Í síðasta þætti ráfaði skyndilega eldri kona um Siglufjörð röflandi um bölvun og álfa svo serían gangi örugglega í útlendingana. Ann- ars er alltaf gaman þegar Ilmur, Jó- hanna Vigdís, Sigrún Edda eða Sól- veig Arnars birtast á skjánum því þeim er yfirleitt séð fyrir sterkum og eftirminnilegum setningum í anda þeirra sem bera uppi Íslendingasög- urnar.“ Spurð um líklegan morðingja segir Gerður Kristný böndin berast að Stefáni. „Ófærðarstofunni finnst til- gangsleysi hans oft heldur grun- samlegt en við grunum líka þreklega vaxinn gaur sem finnst sjálfsagt að hrifsa farsíma af ljúfum og góðum laganna vörðum. Það var líka ljótt af honum að stinga hann Ásgeir okkar í kviðinn með hnífi. Nú hef ég komið til Siglufjarðar og kannast ekki við svona meðferð á fólki þar í bæ. Þetta virtust þó sömu vasklegu vinnu- brögðin og Siglfirðingar vöndu sig á á síldarárunum. Færni þeirra með flökunarhníf býr enn í blóðinu.“ Gerður Kristný er þegar farin að búa sig undir Ófærð 3. „Þá mun nú Ófærðarstofan aldeilis taka á því; bakaðir verða heilu fermetrarnir af hjónabandssælu og prjónaðir sjón- varpssokkar fyrir alla jólabasara landsins.“ Þar fyrir utan leggur hún til að Ás- geir, sem unnið hefur hug og hjörtu Ófærðarstofunnar, fái sína eigin ser- íu. „Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð. Hverra manna er Ásgeir? Hvaðan kemur hann? Hvað ætlaði hann að elda fyrir „Elly“? Bárður hefur líka verið í miklu uppá- haldi hjá Ófærðarstofunni. Hann á sér örugglega dularfulla og reyk- mettaða fortíð sem fróðlegt yrði að skyggnast inn í.“ Mikið mæðir á Andra, Hinriku og Ásgeiri í Ófærð 2. Leysa þau málið? Morgunblaðið/Golli Er Ásgeir allur? Hver drap Finn? Var Víkingur leiddur í gildru? Hvaða efni er í jakkanum hans Andra? Stendur Siglufjarðarbær við Hvalfjörð? Nú eru aðeins tveir þættir eftir af Ófærð 2 og svör við þessum áleitnu spurningum hljóta að fara að fást. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Stefán Pálsson Gerður Kristný Í gamalli dæmisögu er sagt frá drengnum sem kallaðiúlfur. Af því að það er pottþétt búið að banna hanasem áfallastreituröskunarvaldandi er rétt að rifja hana aðeins upp. Hún er í stuttu máli þannig að ungur drengur fær það hlutverk að sitja yfir kindum (gætu mögulega verið geitur) og láta þorpsbúa vita ef hann sjái til úlfa. Þetta var fyrir daga snjallsíma þannig að honum leiddist óg- urlega og kallaði reglulega á fólkið: Úlfur, úlfur! Alltaf kom fólkið hlaupandi með heykvíslar og aldrei var neinn úlfur. Þetta var fyrir tíma vitundarvakningar um skokk, þannig að fólkið varð alltaf voða pirrað og skammaði strákinn. Svo kom náttúrlega að því að úlfurinn lét sjá sig og strákurinn kallaði, eins og um var samið: Úlfur, úlfur! En þá var fólkið orðið leitt á þessari vitleysu og lét ekki sjá sig. Þegar það svo fór að lengja eftir drengn- um var úlfurinn búinn að éta hann, rétt eins og alsiða var í sögum á þessum tíma. Þær enduðu yfirleitt á því að einhver var étinn eða drepinn á einhvern grimmileg- an hátt. Látum nú liggja á milli hluta að það er frekar ólík- legt að úlfur éti dreng í heilu lagi, eins og skilja má af þessu ævintýri. Það er boðskapurinn sem skiptir máli, en hann er eitthvað á þá leið að ef þú lýgur nógu oft þá mun fólk hætta að taka mark á þér. Í fjölmiðlum er þetta kallað clickbait á ensku og þeir sem gera mikið af þessu eru stundum kallaðir smellu- dólgar. Þessar svokölluðu smellabeitur eru kannski ekki beinlínis lygi. Frekar pirrandi ýkjur. Einn vefmið- ill hafði til dæmis lengi þann sið að birta erlendar furðufréttir eins og þær væru íslenskar. „Inga horfði í augun á morðingjanum“ hljómar mögulega spennandi þar til þú kemst að því að þetta er Inga Zastavnikovic frá Króatíu sem sá mann í stórmarkaði í Zagreb sem líktist morðingja, en ekki einhver Inga sem þú gætir mögulega þekkt sem hefði lent í miklu drama í Reykja- vík. Önnur leið, sem stundum er notuð er að minnsta kosti alveg jafn ergileg. „Þú trúir ekki hvað hann fann í kjúklingasalatinu!“ Þetta er að sjálfsögðu bara gert til að fá smellinn. Til að þú opnir fréttina og smellurinn sé skráður sem lestur. Það er eini tilgangurinn. Ef þetta væri til að koma frétt á framfæri þá væri fyrirsögnin sennilega: „Fann giftingarhring í salatinu“ eða mús eða fugl eða fingur eða táneglur eða hvað það er sem fólk í þessum fréttum finnur yfirleitt í salötum í útlöndum. Þetta verður fljótt frekar lúið. Það kemur að því að þú áttar þig á því að fréttin: „Svona getur þú unnið milljónir í lottóinu“ mun líklega ekki skila neinum pen- ingum. Og það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að gera margar fréttir um fólk sem trúði ekki sínum eigin augum. Þannig að loks kemur að því að mað- ur hættir að smella. Ég held að ég hafi náð þeim tímapunkti í mínu lífi eftir frétt á DV.is sem bar hina dramatísku fyrirsögn: Sindri sá svolítið heima hjá Áslaugu Örnu sem hann hefur aldrei séð áður. Í henni var semsagt fjallað um heim- sókn Sindra Sindrasonar til Áslaugar Örnu Sig- urbjörnsdóttur, þingmanns. Þar kom semsagt í ljós að hún er með bláa matardiska. Þetta var mest lesna frétt DV um miðja vikuna. Bláir matardiskar. Í alvöru? Megi úlfurinn éta ykkur sem fyrst. Úlfur úlfur ’Það kemur að því að þú áttarþig á því að fréttin: „Svonagetur þú unnið milljónir í lottóinu“mun líklega ekki skila neinum peningum. Og það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að gera margar fréttir um fólk sem trúði ekki sínum eigin augum. Á meðan ég man Logi Bergmann Eiðsson logi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.