Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2019 HEILSA Þegar ég meiddist á baki árið 2015 þásteinhætti ég að hlaupa. Það voru mikilviðbrigði og ekki kærkomin. En það sem verra var, ég hafði ekki döngun í mér til að finna aðra hreyfingu í stað hlaupanna. Kannski skýrist það af því að bakmeiðsli eru þeirrar gerðar að nær öll hreyfing verður erf- ið. Hvaða hreyfingu stundar maður þar sem bakið kemur ekki við sögu? En svo tók ég ákvörðunina sem leiddi til þess að ég fór að skrifa vikulega pistla hér í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins. Hún fól í sér, eins og áður hefur komið fram, að lyfta og leita ólíkra leiða til að koma mér af stað að nýju. Og í þessum æfingum öllum hefur eitt staðið óhaggað allan tímann. Það eru bak- og magaæfingarnar. Eftir nokkrar vikur af æfingum sem miðuðu að því að styrkja „miðjuna“ eins og það er kallað, dró úr bakverknum og ég fann sífellt minna fyrir brjósklosinu. Eftir tvo til þrjá mánuði var verkurinn alveg farinn. Og hann hefur ekki gert vart við sig að nýju utan dags- ins þegar ég ákvað að bera einn og með sjálf- um mér þurrkara milli hæða og koma honum upp á innréttingu. Þá refsaði líkaminn mér, og það réttilega, fyrir heimskupörin. Það tók tvo daga að losna að nýju við verkinn. En verkur- inn, eins hvimleiður og hann nú var, ýtti mér út í fjölbreyttari hreyfingu. Lyftingarnar en einnig margt fleira, jóga, hjólreiðar og skíða- vélar hafa reynst vel. Og svo má ekki heldur gleyma róðrarvélinni sem ég hef verið óþreyt- andi að tala um að undanförnu. Það tæki er reyndar einnig búið þeim kosti að með notkun þess æfir maður „miðjuna“, styrkir bæði maga og bak. Og þessar æfingar allar gerðu það að verk- um að ég ákvað að láta reyna á hlaupin að nýju. Líkt og ég fjallaði um á þessum vett- vangi 27. október síðastliðinn, lagði ég einnig leið mína til Göngugreiningar og hef frá þeim tíma notast við hækkunarpúða undir hægri fót og sérstök innlegg sem sniðin eru að fótalagi mínu og mislöngum löppunum. Þessi „rétting“ auðveldaði mér skrefið að hnýta reimarnar á hlaupaskónum að nýju. Lengra hlaup en ég ætlaði mér Og svo fór ég að hlaupa og hef farið nokkrum sinnum á brettið að undanförnu. Að ráði þjálf- arans aðeins stutt í fyrstu í von um að hægt verði að lengja hlaupin jafnt og þétt. Reynslan af fyrsta hlaupinu var góð. Svo góð að þrátt fyrir fögur fyrirheit um að hlaupa fyrst aðeins 1 til 2 km urðu þeir allt í einu 6. Nokkrum dögum síðar að nýju og þá 7 km. Þessi hlaup voru ánægjuleg af tveimur ástæð- um. Í fyrsta lagi þeirri að ég fann ekkert fyrir bakinu – bara eins og nýsleginn túskildingur. Og í öðru lagi vegna þess að þolið býr lengur með manni en mann grunar. Fjölbreyttar æf- ingar viðhalda ágætu hlaupaformi, þótt maður hafi ekki hlaupið neitt síðustu árin. Það vita þeir sem stundað hafa hlaup af ein- hverju viti að sú tilfinning að komast aftur af stað er frelsandi. Ótrúlega góð tilfinning að „safna kílómetrum“ og finna að eftir því sem hlaupinu vindur fram verður manni léttara undir fæti. Það að komast aftur á hlaupabrettið er kannski stærsti sigurinn sem ég hef unnið á þessum tæpu 6 mánuðum sem verkefnið hefur staðið. Þar hefur vissulega hjálpað til að ég er orðinn léttari og sterkari heilt yfir – en að geta að nýju stundað það sem ég hafði í raun og veru misst er afar ánægjulegt. Og ég er svo glaður með þetta að ég er far- inn að undirbúa „hlaupasumarið“ en það var afar fjarlægur draumur síðastliðið haust. Raunar ekki draumur, heldur veruleiki sem ég hafði gefið upp á bátinn. En nú er ég hrein- lega að hugsa um að skrá mig í Jökulsár- hlaupið í sumar. Alla vega ætla ég að koma mér upp utanvegaskóm, nýta mér nálægðina við Heiðmörkina sem er í nokkurra mínútna fjarlægð frá heimilinu og Rauðavatn sem er í túnfætinum að Hádegismóum. Langþráðu marki náð Þegar einar dyr lokast, opnast gjarnan aðrar. Stundum leynist eitthvað óvænt á bak við þær, en stundum ekki. En það merkilega er að hinar nýopnuðu dyr geta á stundum leitt þig aftur að þeim sem lokast höfðu. Kannski má opna þær að nýju og þá hinum megin frá. Hversu skemmtilegt er að reima á sig hlaupaskóna að nýju? Mjög! Næsta vers er utanvegahlaup. Eitt af því sem hélt mér gang- andi á sínum tíma í hlaup- unum var að lesa um hlaup. Mér þótti það ekkert síður áhugavert en að reima á mig skóna. Þar leitaði ég heilmikið í hið þekkta tímarit Runner’s World sem útgáfufélagið Hearst hefur gefið út um ára- bil. Blaðið kemur út mánaðar- lega og þar er fjallað um allar tegundir hlaupa og þar er höfðað til hlaupara af öllum stærðum og gerðum. Það hefur þó lengi setið í mér að kaupa mér tímaritið enda hefur það kostað í lausa- sölu um 1.300 krónur. Ég hef því oft brugðið á það ráð að tylla mér niður á bókakaffi- húsum, kaupa mér góðan kaffi- bolla og renna yfir helstu greinarnar. Þegar nálgast hefur stór hlaup eða langar æfinga- lotur hef ég svo splæst í blöðin ef þar er að finna efni sem höfðað hefur sérstaklega til mín. En svo rak mig í rogastans um daginn þegar ég rölti í gegnum Costco. Beint á móti apótekinu þar er að finna blaðarekka. Þar eru til sölu nokkur af helstu tímaritum sem gefin eru út alþjóðlega, bæði er varða tísku og heilsu. Þar rakst ég á Runner’s World. Mér til mikillar ánægju rakst ég þar á blaðið fyrir rétt rúmar 700 kr. Þar var einnig að finna blaðið Women’s Health sem kostað hefur um 1.500 kr. hér á landi en kostar í Costco um 750 kr. Þarna get- ur fólk sem er áhugasamt um heilsutímarit því gert afar góð kaup. GOTT EFNI Á GÓÐU VERÐI Vönduð heilsutímarit Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 84,9 kg 85,0 kg Upphaf: Vika 22: Vika 23: 16.109 18.128 16.249 14.529 2 klst. 4 klst. HITAEININGAR Prótein 26,3% Kolvetni 34,9% Fita 38,8% Ertu með fæðuóþol? Mikilvægt er að melta fæðuna vel svo við getum tekið upp og nýtt næringu fæðunnar betur og fengið þannig meiri orku ásamt því að losna við bæði meltingarónot og ýmiskonar fæðuóþol. l Hentar vel gegn ýmiskonar fæðuóþoli l Styður meltingu á glúteini, laktósa, kaseini, próteini og fenóli l Hentar allri fjölskyldunni l Viðurkennt af Autism Hope Aliance Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum og Fræinu Fjarðarkaupum. „Ótrúlegt en satt þá fann ég mun frá fyrsta degi. Á skömmum tímaminnkuðu öll einkenni fæðuóþolsins til muna og mörg jafnvel hurfu. Svo hafa aukakílóin einnig farin að losa takið og greinilegt að Digest Spectrum verður hluti af lífi mínu áfram“. Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, kennari. Reynslusaga: Spectrum Orkuleysi, verkir og sjúkdómar orsakast oft af vöntun eða truflun á ensímframleiðslu líkamans. Digest

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.