Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 24
Hressandi martíní
Espresso-martíní er góður drykkur til að fá
sér í stað eftirréttar. Maður mundi ætla að
kaffi og vodka færu ekki vel saman en í raun
er þetta mjög góð blanda. Þeir sem eru við-
kvæmir fyrir koffíni þurfa að gæta sín að
drekka þennan ekki of seint um kvöld nema
ætlunin sé að vaka alla nóttina.
50 ml vodka
35 ml kaffi-
líkjör
25 ml, eitt
skot, af
kældu
espresso-kaffi.
klaki
Hellið vodkanu,
kaffilíkjörnum og
kaffinu í kokkteil-
hristara. Fyllið martíní-
glas með klaka til að kæla
það og fyllið hristarann líka
með klaka.
Lokið hristaranum og hristið af
krafti, þannig myndast góð froða
og drykkurinn verður ískaldur.
Hellið í gegnum sigti í glasið. Má
skreyta með kaffibaunum.
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2019
MATUR
Getty Images/iStockphoto
Alltaf tími fyrir gott kaffi
Kaffi er drykkur sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum en færri gera sér grein fyrir því að það sé
hægt að elda úr því. Kaffibaunina er hægt að vinna á marga vegu og mögulegt er að nota kaffi,
bæði malað og kolsvartan drykkinn, í fjölbreytilega matar- og drykkjargerð.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Kryddblanda fyrir kjöt
Kryddblanda með kaffi fer vel með ýmsu
kjöti. Þessi þurrblanda passar vel við
svínakjöt, kjúkling, nautakjöt og lamb og
fer sérlega vel á grilli.
2 msk púðursykur
4 tsk. malað kaffi
4 tsk. sjávarsalt
4 tsk. chiliduft
½ tsk. svartur pipar
½ tsk. laukduft
½ tsk. hvítlauksduft
½ tsk. möluð sinnepsfræ
½ tsk. reykt paprika
½ tsk. kanill
¼-½ tsk cayenne-pipar (má sleppa)
Blandið öllu vel saman og passið að engir
klumpar séu í blöndunni. Nuddið vel á
kjötið sem þið ætlið að grilla og sparið
ekki magnið. Látið bíða í 20-30 mínútur
með blönduna utan á sér áður en kjötið
er grillað.
Þessi espresso-tónikdrykkur
er sérstaklega frískandi og
það er auðvelt að gera hann.
25 ml kaldlagað kaffi eða kælt
espresso-skot
180 ml gott tónik
klaki
Fyllið glasið með klaka og
hellið tónikinu yfir. Hellið
kaffinu þarnæst varlega ofan í
glasið. Skreytið eftir smekk
með límónu eða agúrku.
Frískandi
tónik-
drykkur