Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 35
Eyþór Gylfason sendi á dög-unum frá sér ljóðabókinaHvítt suð. Þetta er fyrsta bókin sem Eyþór gefur út, en hann hefur birt ljóð hér og þar á undanförnum árum og gaf út ljóðasögubækur í tengslum við rit- listarnám sitt. Hann segist hafa byrjað að skrifa ljóð í mennta- skóla, „örugglega til að fylla upp í rokkstjörnukomplexana sem mað- ur er með þegar maður er yngri og ég hef vissulega ennþá, en færði þá í eitthvað annað en að verða tónlistarmaður.“ Viðbragð við einhverri ástarsorg – Eitt er að skrifa og annað að gefa út. „Vissulega og ég hef frestað því frekar lengi vegna afhjúpunarótt- ans. Það er erfitt að taka það skref að maður sé orðinn rithöf- undur, að líkamnast í þessu hlut- verki.“ Ljóðin í Hvítu suði eru frá síð- asta hálfu öðru ári eða svo, að sögn Eyþórs. „Ég byrjaði að skrifa þau vorið 2017 sem ein- hverskonar viðbragð við einhverri ástarsorg, og svar við einhverri aðkallandi tómhyggju sem safnast hafði upp í samfélaginu og virðist vera ennþá. Og líka svar mitt við trú okkar á tækni. Ég reyni að skrifa reglulega, en hef ekki alltaf tíma til þess, því miður. Ég geri það eins oft og ég kemst að því að það er eitthvað sem kallar á það.“ – Í ljóðinu Ástarsorg #59 segir þú að það besta við minnið sé hversu miklu við gleymum og í öðru ljóði: „Ég vil gleym- ast með glys- rokki níunda áratugarins, vinna á kassa í kjörbúð með löngu gleymdu skáldi.“ „Það þarf að taka á móti öllu sem ger- ist í þessum heimi sem einskonar stoppistöð sem síðan máist út að lokum. Mörg ljóðanna byrjuðu sem prósar sem fundu svo sinn farveg sem niðurbrotnar ljóðlínur og sögðu einhvern veginn meira þannig heldur en að vera skrifuð í belg og biðu. Það gefur hverju orði meiri vigt þegar þau fá að standa saman í styttri línum með línubili á milli. Textinn fær aðra merkingu og aðra vídd þegar hann er brotinn niður á þennan hátt. Sum ljóðin kölluðu á það en önnur vildu halda sér í hefðbundnara setningaformi.“ Leit að grunntóni „Þessi ljóð eru unnin mjög mikið, þau komu ekki fullgerð, heldur þurfti ég að koma ítrekað að þeim til að finna grunntóninn sem hvert og eitt þeirra var að segja.“ Hönnun á bókinni er óvenjuleg, en hún var í höndum bróður Ey- þórs, Þórarins Freys. „Hann hlustaði ekkert á mig þegar ég sagði honum hvernig ég vildi að kápan væri, sagði bara: já, já, ég redda þessu. Svo þegar ég fékk bókina í hendur varð ég stein- hissa, en áttaði mig fljótlega á því að þetta var miklu, miklu betra en það sem ég hafði hugsað mér.“ Fyllt upp í rokkstjörnukomplexa Í nýrri ljóðabók, Hvítu suði, yrkir Eyþór Gylfason um ástarsorg, aðkallandi tómhyggju sem safnast hefur upp í samfélaginu og trú okkar á tækni. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Morgunblaðið/Hari Hvítt suð er fyrsta ljóðbók Eyþórs Gylfasonar. 17.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 6.-12. FEBRÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason 2 EldrauninJørn Lier Horst 3 Barnið sem hrópaði í hljóðiJónína Leósdóttir 4 RoðabeinAnn Cleeves 5 Hulduheimar 6 - gliturströndRosie Banks 6 Hulduheimar 5 - töfrafjalliðRosie Banks 7 Á eigin skinniSölvi Tryggvason 8 Rauður maður/svartur maður Kim Leine 9 SilfurlykillinnSigrún Eldjárn 10 Hagnýta pottaplöntubókinFran Bailey/Zia Allaway 1 Hulduheimar 6 - gliturströndRosie Banks 2 Hulduheimar 5 - töfrafjalliðRosie Banks 3 SilfurlykillinnSigrún Eldjárn 4 Markmaðurinn og hafiðMaria Parr 5 Risasyrpa Sögur úr Andabæ Walt Disney 6 Siggi sítrónaGunnar Helgason 7 Eyjan hans afaBenji Davies 8 Þitt eigið tímaferðalagÆvar Þór Benediktsson 9 Dagbók Kidda klaufa 10Jeff Kinney 10 Gallsteinar afa GissaKristín Helga Gunnarsdóttir Allar bækur Barnabækur Ég er oft með margar í takinu, en akkúrat núna er ég að lesa Örlagaþætti eftir hann Sverri Kristjánsson. Ég sá á einhverjum þræði umfjöllun um bók- ina og einhver mælti með því að allir læsu hana svo ég dreif í því, vegna þess að ég var ekki með neitt ákveðið annað í augnablik- inu. Ég er að verða hálfnuð með hana og ég hugsa að það hefðu margir gott af því að lesa hana og sjá hvernig þetta var áður fyrr. Ég hef lesið lítið af því sem kom út núna fyrir jólin, ég geymi það. Þar sem ég vinn á bókasafni þá læt ég gesti safnins ganga fyrir. Ég er samt að lesa eina bók sem kom út síðasta haust, Norrænu goðin eftir Johan Egerkr- anz. Ég er svolítið í fortíðinni núna, kannski ég fari í Njálu næst. Ég er eiginlega frekar að fletta Norrænu goð- unum en að lesa bókina, hef hana hjá mér við sjónvarpið og les svo síðu og síðu. Ég er ekkert sér- staklega fróð um norræna goða- fræði þannig að það er ýmislegt nýtt fyrir mér. ÉG ER AÐ LESA Elísabet Ingvarsdóttir Elísabet Ingvarsdóttir er bókavörð- ur á bókasafni Árborgar. VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.