Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2019
M
ike Pompeo veldur umferð-
artöfum í Reykjavík, sagði
fréttin á textavarpi „RÚV“
og stóð þar langtímum sam-
an. Vissulega var þetta upp-
lýsandi frétt. Sjálfsagt hafa
einhverjir verið að velta fyrir sér hvers vegna þessi
ágæti utanríkisráðherra vinaþjóðar okkar og fyrrver-
andi hæstráðandi CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna
sem var, þegar seinast fréttist, með rúmlega 300 þús-
und starfsmenn í vinnu, eða svipaðan fjölda og hér
býr, þótt starfmannalisti liggi ekki fyrir, hafi verið að
valda hér umferðartöfum.
Mike, ekki Dagur og Hjálmar
En það sem hefur kannski helst brunnið á „RÚV“ er
að seinustu árin hafa borgarbúar og landsmenn geng-
ið með þá grillu að það séu þeir Dagur Eggertsson og
Hjálmar Sveinsson sem hafi verið helstu meinvörpin í
dagversnandi umferðaröngþveiti í borginni.
Dagur hlýtur að hafa verið á nippinu að upplýsa
hvaða borgarstarfsmönnum megi kenna um öng-
þveitið og síðan að fá sér vottorð um það frá undir-
sáta sínum að í það minnsta hann og Hjálmar hafi
hvergi komið nærri, enda hafi þeir verið meira og
minna fastir í umferðinni eins og allir hinir. En nú
þarf engin viðbrögð af þeirra hálfu lengur þar sem
„RÚV“ náði að upplýsa að Mike Pompeo væri söku-
dólgurinn. Næsta skref á þessari miklu fréttastofnun
hlýtur að verða það að fá langan furðupistil frá
Jóhanni Harðarsyni fréttamanni um að samkvæmt
heimildum helstu stórblaða vestra þá sé það í raun-
inni Donald Trump en ekki Pompeo sem hafi staðið
fyrir umferðartöfum í Reykjavík og er þá þessi snún-
ingur fréttastofunnar fullkomnaður.
Betra viðmót, nýir tímar
Á blaðamannafundi utanríkisráðherra landanna
tveggja kom hins vegar fram að Mike Pompeo taldi
að síðustu ríkisstjórnir í Bandaríkjunum hefðu van-
rækt sambandið við Ísland en ekki yrði framhald á
slíku.
Talið hefur verið að Obama forseti hafi lagt bann
við því að háttsettir embættismenn stjórnar hans
gerðu sér dælt við Íslendinga og íslensk yfirvöld
vegna þess að hin fámenna þjóð hefði hunsað fyrir-
mæli bandarískrar yfirvalda um að láta af hval-
veiðum. Má segja að núverandi utanríkisráðherra
hafi ekki getað gengið lengra en hann gerði við að
staðfesta það ástand.
En það eru vissulega góðar fréttir að í nánustu
framtíð verði hlýrra viðmót frá þessari öflugu og
mikilvægu vinaþjóð okkar.
Pompeo var því aufúsugestur.
Viðreist stutt Keflavíkurskokk
Viðreisn, sem stundum hefur verið kölluð klofnings-
brot úr Sjálfstæðisflokki, skipaði sér í hóp æstustu
útstöðva vinstriflokka á Alþingi, til að sjá um gamal-
dags kommastrik gagnvart bandaríska utanríkis-
ráðherranum. Og það vakti reyndar sérstaka athygli
að ungliðahreyfing Viðreisnar var framarlega í flokki
mótmælenda með ungliðahreyfingum allra vinstri-
flokkanna.
Því meira sem sést til Viðreisnar, í borgarstjórn-
inni, í ESB-dekrinu með Samfó og nú síðast þegar
rölt er síðasta spöl Keflavíkurgöngu með hefð-
bundnum arftökum sossa frá „hernámsárunum“,
verður brottför brotsins vaxandi fagnaðarefni.
Dettur einhverjum í hug að hefði bandarískur ráð-
herra, sem sætti Íslandsbanni Obama, stolist hingað,
þá hefði hann fengið þessar trakteringar? Að minnsta
kosti er líklegt að „RÚV“ hefði talið fráleitt að slík eð-
almenni hefðu staðið fyrir umferðaröngþveiti í
Reykjavík og komið sökinni á Dag, sem aldrei hefur
aðhafst neitt í borginni og er sífellt að braggast, þótt
hann virðist oft eins og strá í vindi með pálmann í
höndunum vafinn inn í nýjasta sakavottorðið frá
næsta undirsáta sínum.
15. mars
Ein frægasta dagsetning sögunnar er 15. mars 44
fyrir Krist. Þá myrtu samsærismenn Sesar í Róm.
Spámaður hafði lesið (úr innyflum) að Idus Martiae
boðuðu ekki gott fyrir Sesar, einvald í Róm og herra
Evrópu þess tíma. Hann hafði varað Sesar við og
Shakespeare gerir þeirra tal eftirminnilegt í leikriti
sínu um Júlíus Sesar.
Spákarlinn hafði sagt við Sesar á tungu leikskálds-
ins „beware the Ides of March“. Þegar höfðinginn er
á leið í Öldungaráðið þann 15. sér hann spámanninn
og segir: „The Ides og March are come!“ og spámað-
ur svarar: „Aye, Cæsar, but not gone.“
Framhaldið þekkja allir.
Óvæntur sigurvegari
Samsæri helstu valdamanna, lýðveldissinnanna sem
vildu ekki einræðisherra til lífstíðar, gekk eftir. Þeir
lögðu allir til Sesars og hann féll. Mest kom honum á
óvart að Brutus skyldi líka svíkja. Ekki var fyrir-
sjáanlegt að nokkur myndi, að Sesari gengnum, hafa
afl til að hrinda varanlega valdatöku samsærismanna.
Hefði einhver bent þá á Oktavius, dótturson systur
Sesars, hefði það komið á óvart og þótt langsótt. Sá
var vart kominn af unglingsárum. Eftir að Oktavius
frétti lát frænda síns fór hann fáliðaður á bát til Ítal-
íu. Það gat ekki ógnað neinum. En þar frétti hann
fyrst að Sesar ömmubróðir hans hefði ættleitt hann.
Það skipti miklu. Saga næstu ára var ævintýraleg og
ungi maðurinn sýndi varfærni þroskaðs manns en um
leið baráttuvilja hins unga. En tiltölulega fáum árum
síðar hafði hann náð að vinna fullnaðarsigur á hinum
frægu köppum, herforingjum og stjórnmálajöfrum
sem myndað höfðu samsærishópinn í Róm. Hann
varð seinna Ágústus keisari, sá sem sendi boð um að
skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Ágústus ríkti
lengi og þótti friðarhöfðingi, þótt hann tæki grimmi-
lega á hverjum þeim sem ógnaði þeim rómverska
friði sem hann tryggði eða „heimsveldinu“ sem hann
stýrði.
Sú skipan sem hann kom á entist um sumt um aldir
og enn eru þeir til sem horfa til þess með glýju.
Richard Holland sem skrifaði á sínum tíma ágæta
bók um Ágústus eða Octavian segir að þótt Ágústus
hafi verið tekinn í guðatölu af samtímanum þá hafi
hann að sjálfsögðu ekki verið guð. En guðfaðir hafi
hann svo sannarlega verið, guðfaðir Evrópu. Hann
hafi lengi verið vanmetinn, enda hlédrægur þótt hon-
um hafi hentað að láta gera af sér hundruð líkneskja
sem fylltu musterin. Hann hafi verið stjórnvitringur
og afburða stjórnandi. Hann hafi auðvitað verið mað-
Guðfeður Evrópu
misvitrari nú
en forðum
’Að minnsta kosti er líklegt að „RÚV“hefði talið fráleitt að slík eðalmenni hefðustaðið fyrir umferðaröngþveiti í Reykjavík ogkomið sökinni á Dag, sem aldrei hefur að-
hafst neitt í borginni og er sífellt að braggast,
þótt hann virðist oft eins og strá í vindi með
pálmann í höndunum vafinn inn í nýjasta
sakavottorðið frá næsta undirsáta sínum.
Reykjavíkurbréf15.02.19