Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 Njóttu þess að hlakka til Tel Aviv, Jerúsalem og Eilat 18. til 29. október 2019 Ferðakynning hjá VITA Kynningarfundur um ferð til Landsins helga þann 28. febrúar kl. 20:00 á skrifstofuVITA, Skógarhlíð 12. Bílastæði og inngangur neðan við húsið. Fararstjóri: sr. Þórhallur Heimisson ÍS L E N S K A / S IA .I S V IT 9 10 4 1 0 2 / 19 Veður víða um heim 22.2., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Hólar í Dýrafirði 7 skýjað Akureyri 4 rigning Egilsstaðir 8 léttskýjað Vatnsskarðshólar 8 skýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 9 þoka Ósló 1 þoka Kaupmannahöfn 0 heiðskírt Stokkhólmur 0 léttskýjað Helsinki -5 heiðskírt Lúxemborg 11 léttskýjað Brussel 11 þoka Dublin 14 skýjað Glasgow 14 skýjað London 13 heiðskírt París 16 heiðskírt Amsterdam 10 þoka Hamborg 5 heiðskírt Berlín 3 heiðskírt Vín 3 léttskýjað Moskva -7 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 18 heiðskírt Barcelona 20 heiðskírt Mallorca 19 heiðskírt Róm 15 heiðskírt Aþena 14 léttskýjað Winnipeg -16 skýjað Montreal -3 léttskýjað New York 4 heiðskírt Chicago 0 þoka Orlando 26 léttskýjað  23. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:57 18:27 ÍSAFJÖRÐUR 9:09 18:24 SIGLUFJÖRÐUR 8:52 18:07 DJÚPIVOGUR 8:28 17:54 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag S-átt, 10-15 m/s, hægari NA-lands. Regn S- og V-lands. Frostlaust um kvöld. Á mánudag SA 5-13 og úrkomulítið, hvessir með rigningu um kvöldið. Hiti 1 til 8 stig. Rigning SV-til um morgun. Úrkomulítið á N-landi. Suðvestan 18-28 og snarpar hviður við fjöll með éljagangi eftir hádegi. Hiti 3 til 10 stig en kólnandi. Kjaradeilur Morgunblaðið/Hari Unnið að útfærslu Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að kosningin verði rafræn en einnig verða utankjörfundaratkvæði á pappír. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Samninganefnd Eflingar sam- þykkti á fundi sínum á fimmtu- dagskvöld að láta fara fram al- menna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Áætlað er að umrætt verkfall nái til þrifa og frágangs á hótelum og gistihúsum í sveitar- félögum á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring á alþjóðlegum degi kvenna, 8. mars. Verkfallið á að hefjast klukkan tíu að morgni og standa til miðnættis þann dag. Atkvæðagreiðsla vegna verk- fallsins hefst á mánudagsmorgun klukkan tíu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við Morgunblaðið að á kjörskrá verði allir þeir fé- lagsmenn sem vinni samkvæmt samningi Eflingar um störf í hótel- og veitingageiranum. „Í svona al- mennri atkvæðagreiðslu er ekki þátttökuþröskuldur. En þó að allur þessi hópur sé á kjörskrá tekur þessi verkfallsboðun eingöngu til smærri hóps, fólks sem starfar við þrif og hreingerningar á hótelum og gistiheimilum.“ Rafræn kosning og utankjör- fundaratkvæði á pappír Viðar segir að ekki liggi endan- lega fyrir hversu margir séu á kjörskrá en kveðst telja að þeir séu hátt í tíu þúsund, sennilega sjö til átta þúsund. Hann segir að unn- ið sé að nákvæmri útfærslu kosn- inganna og hún verði senn kynnt. „Hún fer fram rafrænt en einnig verða utankjörfundaratkvæði á pappír,“ segir Viðar. Auðvelda fólki að kjósa Þegar hann er inntur nánar eftir útfærslu utankjörfundaratkvæða- greiðslunnar, hvort hún fari fram á skrifstofu félagsins, segir hann: „Við ætlum að reyna að auðvelda fólki það að kjósa og munum jafn- vel koma til fólks. Þetta er í vinnslu. Við lítum á svona kosn- ingu sem gagnlegan lið í að byggja upp stuðning og andrúmsloft fyrir svona aðgerðir. Það er þægilegt að halda rafræna kosningu en það geta líka verið gildar ástæður fyrir því að fá kontakt við félagsmenn.“ Enginn þröskuld- ur er á þátttöku  Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjá Eflingu hefst á mánudag  Sjö til átta þúsund félagsmenn verða á kjörskránni Segist ekki hafa vistað nein gögn Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Það var foreldri skólabarns á Íslandi sem uppgötvaði veikleikann í Mentor- kerfinu sem gerði því kleift að sækja upplýsingar um kennitölur hundraða barna og forsíðumyndir þeirra. Niclas Walter, forstjóri InfoMentor, rekstraraðila skólaupplýsingakerfis- ins Mentor, segir að fyrirtækið viti af öllum þeim skrefum sem foreldrið tók. Walter segir jafnframt að aðrar leiðir séu færar til að láta vita af veik- leikum tölvukerfa en sú sem foreldrið ákvað að fara, en viðkomandi upplýsti í kjölfarið um veikleikann og var hon- um eytt í kjölfarið. Ekki annarlegur ásetningur Spurður hvort fyrirtækið hefði lagt fram kæru vegna atviksins sagði Walter að fyrirtækið hefði afhent allar upplýsingar málsins til Persónu- verndar. Hins vegar lægi það ljóst fyrir af hálfu InfoMentor að viðkom- andi hefði ekki haft annarlegan ásetn- ing þegar hann nálgaðist upplýsingarnar. Þá hefði viðkomandi gefið skriflega staðfestingu á því að hann hefði ekki nein vistuð gögn undir höndum. „Við getum séð nákvæmlega hvaða gögn viðkomandi náði að komast yfir og við- komandi gat ómögulega breytt neinu í kerfinu,“ segir Walter. Spurður hvort fyrirtækið geti vitað fyrir víst að ekki hafi verið misfarið með gögnin segir Walter að það sé ekki hægt staðfesta það. „Við getum ekki vitað það fyrir víst, en við höfum skriflega staðfestingu frá þessu foreldri um nákvæmlega það sem gerðist og afhendum hana Persónuvernd. Það skal haft í huga að þessi manneskja hafði hefðbundinn aðgang að kerfinu sem foreldri,“ segir hann. Aðspurður segir Niclas fyrir- tækið hafa upplýsingar um öll skref sem viðkomandi tók innan kerfisins. Aðrar leiðir séu færar Fyrirtæki víðsvegar um heiminn bjóða fólki verðlaun sem uppgötva veikleika í kerfum þeirra. Spurður hvort InfoMentor standi í einhvers konar þakkarskuld við foreldrið fyrir að hafa uppgötvað öryggisbrestinn segir Walter að erfitt sé að segja um það. „Í rauninni erum við það ekki. Það er til hefðbundinn farvegur fyrir þá sem komast að einhverjum veik- leikum í forritum, það er hægt að upp- lýsa fyrirtæki beint um það. Ég myndi ekki ganga svo langt að segja að við værum þakklát. Aðstæður eru ekki aðrar fyrir þessa manneskju, það er engin ástæða fyrir neinn til þess að gera nokkuð sem þetta,“ segir Walter og bætir við að foreldrið hefði getað látið fyrirtækið vita af veikleikanum og þá hefði þeirri leið verið umsvifa- laust lokað. „Það var ekki að okkar ósk sem þessi manneskja gerði þetta, en við höfum í framhaldinu farið eftir öllum ferlum og upplýst bæði viðskiptavin okkar og Persónuvernd, sem hefur gripið til aðgerða, og við fylgjumst með,“ segir hann að lokum.  Foreldri uppgötvaði veikleikann í Mentor-kerfinu  Önnur skref sögð betri til að upplýsa um veilur Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Forystusveit VR segir að tilboð Samtaka atvinnulífsins í kjaravið- ræðum hafi falið í sér kaupmáttar- rýrnun fyrir félagsmenn sína. Í fréttatilkynningu sem VR sendi frá sér í gær segir að atvinnurekendur hafi hinn 13. febrúar síðastliðinn gert VR, Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og Verkalýðsfélagi Grindavíkur tilboð um launahækk- anir í komandi kjarasamningum sem fæli í sér 5.000 króna hækkun á taxta, auk þess sem mánaðarlaun upp að 600.000 krónum myndu hækka um 15.000 krónur á hverju ári á samningstímanum. Þeir einstaklingar sem væru með 600.000 krónur eða meira í mánaðarlaun myndu hins vegar fá 2,5% hækkun launa á ári. Í tilkynningu VR segir að þessi hækkun myndi ekki duga til að halda í við verðbólgu hjá stórum hluta félaga í VR. Segir þar einnig að kaupmáttur einstaklings með 600.000 krónur í mánaðarlaun myndi rýrna um 0,8% að meðaltali á ári á samningstímanum, ef miðað er við verðbólguspá Hagstofu Íslands fyrir næstu þrjú ár, sem gerir ráð fyrir að verðbólga þessa árs verði 3,8%, verðbólga næsta árs 3,3% og verð- bólga 2021 verði 2,9%. Fara fram á krónutöluhækkun Í fréttatilkynningum VR og Efl- ingar sem sendar voru út í gær kem- ur fram að bæði félög hafi krafist krónutöluhækkunar, sem næmi 42 þúsund krónum á fyrsta og öðru ári samningstímabilsins. Efling krefst hins vegar 42.000 króna hækkunar þriðja árið, en VR segir að á þriðja ári yrði hækkun félagsmanna sinna 41.000 krónur á mánaðarlaun. Segir í tilkynningu VR að slík hækkun myndi þýða að þeir sem hafa lægstu launin fengju hlutfalls- lega meiri hækkun en þeir sem eru með hærri laun. Þannig myndi sá sem væri með 350.000 krónur í laun á mánuði fá um 11% hækkun grunn- launa á ári að meðaltali en einstak- lingur með 850.000 krónur í laun fengi tæplega 5% hækkun á sama tíma. Báðir myndu hins vegar fá sömu krónutöluhækkun. Þá segir í tilkynningu VR að fé- lagið hafi lagt mat á kostnað við kröfugerð sína, sem geri ráð fyrir að laun hækki um 7,9% að meðaltali á árinu 2019, 7,3% á árinu 2020 og 6,7% á árinu 2021. Er þá tekið fram að í fjárlögum þessa árs hafi verið gert ráð fyrir að laun myndu hækka um 6% á árinu. Heldur ekki í við verðbólguspá  VR krefst krónutöluhækkunar Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirbúa Samninganefnd og stjórn VR komu saman í hádeginu í gær til að fara yfir aðgerðaáætlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.