Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
*Hringdu og bókaðu skoðun*
Rúmgóð og björt 108,6 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð,
ásamt 28 m2 bílskúr við Björtuhlíð í Mosfellsbæ. Íbúðin
skiptist í tvö rúmgóð svefnherbergi, forstofugang, bað-
herbergi, þvottahús/geymslu, eldhús, stofu og sólstofu.
Suður svalir. Fallegt útsýni er frá íbúðinni. Íbúðin er
nýmáluð. Nýtt harðparket
er á gólfum. Nýjar inni-
hurðar. Góð staðsetning,
stutt í skóla, leikskóla,
sund og líkamsrækt.
V. 49,7 m.
Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali
Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080
fastmos.is // fastmos@fastmos.is
Sigurður Gunnarsson
Löggiltur fasteignasali
S. 899 1987
Svanþór Einarsson
Löggiltur fasteignasali
S. 698 8555
*Hringdu og bókaðu skoðun*
108,7 m2, íbúð á 12. hæð með frábæru útsýni, ásamt
bílastæði í bílakjallara, í lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri.
Íbúðin skiptist í þrjár stofur, forstofuhol, baðherbergi/
þvottahús, svefnherbergi, eldhús og sér geymslu í
kjallara. V. 55,9 m.
Bjartahlíð 11 – 270 Mosfellsbær *Laust strax*
Árskógar 6 – 109 Reykjavík *Laust strax*
60 ÁRA OG ELDRI
Akureyringurinn Jón Krist-inn Þorgeirsson og Steph-an Briem úr Kópavogiunnu sína flokka á Norður-
landamóti ungmenna 20 ára og yngri,
en mótið fór fram við góðar aðstæður
í Borgarnesi um síðustu helgi.
Norðurlandaþjóðirnar sex eiga tvo
fulltrúa í hverjum hinn fimm aldurs-
flokka og að vinna tvenn gullverðlaun
í fimm flokkum er alltaf gott. Þess
má geta að Vignir Vatnar Stefánsson
var jafn Stephan í B-flokki mótsins,
þ.e.a.s. í flokki keppenda sem eru
fæddir á árunum 2002-2003, en
Stephan var hærri á stigum og vann
auk þess innbyrðis viðureign þeirra.
Stephan er tvímælalaust maður
mótsins og hækkar um 110 Elo-stig
fyrir frammistöðu sína.
Jón Kristinn Þorgeirsson er ekki
aðeins mesta efni sem Akureyringar
hafa eignast, heldur einnig einn
sterkasti skákmaður sem þaðan hef-
ur komið. Hann kom akandi í þæf-
ingsfærð yfir heiðar norðurlands á
Suzuki Swift-bifreið sinni og sneri
aftur sömu leið frá Borgarnesi með
gull í farangrinum.
Á NM í fyrra unnu Íslendingar
einnig tvenn gullverðlaun. Jón Krist-
inn hreppti þá brons í elsta aldurs-
flokknum, var núna á síðasta aldurs-
ári og kvaddi þ.a.l. þennan keppnis-
vettvang. Hilmir Freyr Heimisson
vann þá aldursflokk C með glæsibrag
en eftir að hafa tapað fyrir Jóni í 2.
umferð minnkuðu möguleikar hans
umtalsvert. Hann vann samt góða
sigra, fyrst yfir stigahæsta keppand-
anum, Finnanum Toivo Keinanen, og
í síðustu umferð lét hann hann allt
vaða:
NM ungmenna Borgarnesi 2019;
6. umferð:
Hilmir Freyr Heimisson – Andr-
eas Fossan
Caro-Kann vörn
1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. Df3 d4 4. Bc4
e6 5. Rce2 Re7 6. Dg3 a5 7. a3 b5 8.
Ba2 Bb7 9. d3 Rg6 10. h4 Bd6 11. f4
Hg8 12. Rf3 Ra6 13. h5 Re7 14.
Rexd4 Rc7 15. Be3 c5 16. Re2 Rc6
17. Df2 Ra6 18. h6 Dc7 19. e5 Be7
20. Rc3 Db6
Um byrjun þessarar skákar er það
helst að segja að svartur hefur farið
illa að ráði sínu, er peði undir með
óteflandi stöðu. Hilmir gat landað
vinningnum með ýmsum hætti en
skemmtileg leið freistaði hans.
21. f5 exf5
22. Bxf7+!?
Gott var einnig 22. e6.
22. ... Kxf7 23. Rg5+ Bxg5 24.
Dxf5+ Bf6 25. exf6 gxf6 26. Dxh7+
Ke6 27. Rd5!
– Sjá stöðumynd 1 -
Glæsilega leikið.
27. ... Kxd5 28. Df7+
Önnur vinningsleið var 28. Dd7+
Ke5 29. Bf4+! Kxf4 30. Hh4+! og
svartur er óverjandi mát á e4, g4, eða
h3.
28. ... Ke5
Eftir 28. ... Kd6 29. Bf4+ Re5 30.
Dxf6 Kc7 31. Bxe5+ fellur svarta
drottningin óbætt.
29. Hh5+ Hg5 30. Bf4+! Kxf4 31.
Dxf6+ Kg3 32. Hh3+ Kg2 33. Df3+
Kg1
Og nú lýkur hvítur loks liðsskipan
sinni...
34. O-O-O mát!
Í C-riðli, flokki keppenda sem
fæddir eru 2004-2005, sigraði Norð-
maðurinn Noam Vitenberg, í D-
flokki þar sem keppendur eru fædd-
ir 2006-2007 sigraði Svíinn Adrian
Soderström og í flokki keppenda
sem eru fæddir 2008 og síðar varð
Norðmaðurinn Aksel Kvaloy efstur.
Norðmenn fengu flesta vinninga
samanlagt, en Íslendingar komu
næstir ásamt Finnum.
Mansúba
Í síðasta pistli var sagt frá
skemmtilegri skák á afmælismóti
Magnúsar V. Péturssonar og frá-
sögn Friðriks Ólafssonar. Í þessari
stöðu átti Gunnar Gunnarsson leik:
Sæbjörn G. Larsen – Gunnar
Gunnarsson
Svartur er óverjandi mát ef hann
finnur ekki eina leikinn í stöðunni.
Eftir nokkra umhugsun lék Gunnar
Hg2+! og Sæbjörn gafst upp því að
Kxg2 er svarað með Re3+ og næst
Dg2 mát!
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Aftur unnu Íslending-
ar tvo flokka af fimm
á NM ungmenna
Morgunblaðið/Gunnar Björnsson
Norðurlandameistarar Jón Kristinn
Þorgeirsson (t.v.) og Stephan Briem
með verðlaunagripi sína.
Ef fyrirtæki þurfa að geyma
mikið magn upplýsinga sem þurfa
að vera aðgengilegar víða nota
þau flest skýjalausnir. Þær eru
handhægar og geta minnkað
kostnað og þörf á tækniþekkingu
fyrir fyrirtæki. Skýjalausnir eru
þó aldrei annað en tölvur hjá öðr-
um aðilum og því er mikilvægt að
þeir aðilar fari vel með gögnin og
gæti að öryggi sinna vefþjóna.
18. febrúar sl. greindi Computer
Sweden frá því að 1177 Vård-
guiden sem er innhringiþjónusta
og upplýsingasíða fyrir sænska
heilbrigðiskerfið, hefði óvart
geymt 2,7 milljónir upptaka á opn-
um vefþjóni án nokkurar dulkóð-
unar. Upptökurnar eru símtöl
sænskra notenda frá árinu 2013 til
dagsins í dag og voru
þær geymdar á mp3
og wav skráarformi
sem hægt er að spila í
öllum tölvum án vand-
ræða.
Símtölin eru eins og
gefur að skilja, mjög
viðkvæmar upplýs-
ingar og margar af
þeim sennilega þær
viðkvæmustu sem í
boði eru. Fólk í Sví-
þjóð hringir í 1177 til
þess að fá ráð frá
hjúkrunarfræðingum
sem svo leiðbeina
fólki hvað sé best að gera og hvert
eigi að snúa sér ef vandamálið
krefst frekari kunnáttu. 1177 veit-
ir ráðgjöf í öllu sem tengist heilsu,
allt frá hálsbólgu til geðheilsu. Á
upptökunum eru upplýsingar um
kennitölur, lyfjagjafir og marga
aðra afar viðkvæma þætti sem
snerta heilsu fólks. Ljóst er að
enginn vill að slíkar upplýsingar
leki út.
Hvernig gerist
svona leki? 1177
höfðu úthýst geymslu
á þessum upptökum
til þriðja aðila sem
heitir Medicall, sem
er skráð í Taílandi en
eigendur eru sænskir.
Ekkert lykilorð þurfti
til þess að nálgast
upptökurnar og voru
samskiptin ekki dul-
kóðuð. Þarna er ljóst
að verkferli voru
ófullnægjandi og vart
til staðar.
Til þess að koma í veg fyrir
svona mál er góð regla að stunda
aðeins viðskipti við fyrirtæki sem
hafa gott orðspor og eru vottuð af
þriðja aðila. Stjórnkerfi sem hafa
verið vottuð gagnvart staðlinum
ISO 27001 segja viðskiptavinum
að fyrirtæki hugi að öryggi upp-
lýsinga. Verkferli og verklag eru
skilgreind, stjórnkerfi upplýsinga-
öryggis reglulega prófað og unnið
að umbótum þegar á þarf að
halda. Einnig er framkvæmt
áhættumat á öllum upplýs-
ingaeignum og áhættumeðferðir
búnar til ef áhættan þykir of mik-
il.
Fullkomið öryggi er ekki til en
hlíting við öryggisstaðla er marg-
falt betri en ekkert öryggi eins og
í tilviki 1177 og Medicall. Þetta
mál er góð áminning um að aldrei
er of varlega farið með persónu-
upplýsingar og viðkvæm gögn.
Heilbrigðisupplýsingar
leka út í Svíþjóð
Eftir Aron Friðrik
Georgsson
» Fullkomið öryggi
er ekki til en hlíting
við öryggisstaðla
er margfalt betri
en ekkert öryggi.
Aron Friðrik
Georgsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
ráðgjafi í upplýsingaöryggismálum
hjá Stika ehf. aron@stiki.eu
Upplýsingaöryggi
Getty Images/iStockphoto
Aðstoð Margir sjúklingar byrja á því að leita sér hjálpar í gegnum síma.