Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 31
sem gerir það að verkum að að-
gengi notenda á landbyggðinni að
þeirri þjónustu versnar.
Að spara eyrinn
en kasta krónunni
Það hlýtur að vera frumskylda
allra sem sinna störfum fyrir hið
opinbera, hvort sem það er á vett-
vangi ríkisins eða sveitarfélaga að
fara vel með opinbert fé. Horfa
þarf á þörfina á hverju svæði fyrir
sig og leitast við að finna lausnir
sem henta bæði dreif- og þéttbýl-
inu í framkvæmd. Ljóst er að þeir
einstaklingar sem þurfa á hjúkr-
unarrými að halda verða ekki
minna veikir þó að þeir fái ekki
pláss á viðeigandi stofnun og þá
kemur það í hlut ríkisins að sjá
þeim fyrir heimaþjónustu. Í lands-
tórum sveitarfélögum getur sú
þjónustu verið erfið í framkvæmd
og mjög fjárfrek og því nýtist
þjónustan ekki eins vel og í þétt-
býlinu. Í ofangreindu erindi
Brákarhlíðar til ráðuneytisins er
ljóst að stofnkostnaður við fjölgun
rýma í Brákarhlíð myndi kosta að-
eins um fjórðung af kostnaði við
uppbyggingu á hjúkrunarrými frá
grunni samkvæmt kostnaðarmati
sem stjórnendur kynntu til stuðn-
ings beiðni sinni. Því má spyrja sig
hvort ríkisvaldið sé með þessari af-
stöðu sinni og afgreiðslu að kasta
krónunni fyrir eyrinn.
Ég vil hvetja heilbrigðisráðherra
og viðkomandi ráðuneyti til að
endurskoða afstöðu sína og nýta
þetta dauðafæri til að fjölga rým-
um í Brákarhlíð. Með því eru tekin
mikilvæg skref og sýndur raun-
verulegur vilji til að leysa þá stöðu
sem víða er uppi í þessum mála-
flokki á landsbyggðinni.
Höfundur er forseti sveitarstjórnar í
Borgarbyggð.
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
• 3 svefnherbergi
• 2 baðherbergi
• Sér garður
• Einkasundlaug
• Þakverönd
• Göngufæri í verslanir
og veitingastaði
• Fallegur 18 holu golfvöllur
Verð frá 27.200.000 Ikr.
(199.900 evrur, gengi 1evra/136Ikr.)
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001
VISTABELLA – PARHÚS Á EINNI HÆÐ
Með fullri virðingu
fyrir því góða fólki
sem starfar innan
verkalýðshreyfing-
arinnar þarf margra
mánaða sýndarrausi
að ljúka. Innantómt
hjal, leikrit og fyrir-
sjáanleg kyrrstaða,
sem hefur átt sér stað
í kjaraviðræðum
mánuðum saman, er
ekki til þess fallið að skila miklu.
Viðunandi kjarabætur verða ekki
sóttar með öðrum hætti en að
verkalýðsleiðtogar standi við stóru
orðin sín og að launþegar leggist á
sveif með forystusveit verkalýðsins
af fullri hörku.
Það er ekki boðlegt enn og aftur
að blekið sé vart þornað á nýjum
kjarasamningum þegar verkalýðs-
forkólfar átta sig á að verið sé að
hafa þá að fíflum, kjör lágtekju-
fólks eru glöggt dæmi um það. Það
er löngu kominn tími til að breyta
1. maí ræðunni.
Verkalýðsforystan er ekki starfi
sínu vaxin ljái hún máls á jafnri
prósentuhækkun upp nær allan
launastigann ásamt öðru sýndar-
verklagi. Sama hvað fræðingar
reikna lengi, þeir sem hafa hærri
tekjur fá meiri launahækkanir með
flatri prósentuhækkun, og ójöfn-
uður eykst jafnt og þétt.
Launþegahreyfingin þarf að gera
sér grein fyrir breyttu umhverfi,
atvinnulífið hefur úr nógu ódýru
erlendu vinnuafli að moða og lætur
sig litlu máli skipta hvort sátt ríki
eða ekki.
Til lítils er að semja um kjara-
bætur hafi verkalýðsforystan ekki
vit og áræðni til að gera stjórnvöld-
um og viðsemjendum ljóst, með
skilmerkilegum hætti, að kjara-
samningum verði umsvifalaust
hafnað verði samið við aðrar stéttir
um meiri launahækkanir.
Þúsundir heimila eiga lítið sem
ekkert í fasteignum sínum og sá
fjöldi mun aðeins aukast við aukna
verðbólgu og handónýta efnahags-
stjórn. Minnið er orðið
mjög gloppótt telji
verkalýðsforystan að
nýtt félagslegt íbúða-
kerfi bjargi húsnæð-
isvandræðum þeirra
sem minna mega sín.
Stöðugleiki fyrir upp-
byggingu á húsnæði
hefur ekki verið til
staðar með vitrænum
hætti síðan verðtrygg-
ing var innleidd 1979,
fyrir 40 árum síðan.
Það leiddi til þess að
verkamannabústaðakerfið og annað
félagslegt húsnæði var leyst upp,
ásamt viðvarandi gjaldþrotahrinu
síðar.
Uppbygging sem íbúðafélagið
Bjarg stendur að, í samstarfi við
verkalýðsfélög, er óraunhæf tálsýn
og ekki til þess fallin að skila því
sem til er ætlast. Rótgróin bygg-
ingarfélög á höfuðborgarsvæðinu
eru ekki að byggja ódýrt húsnæði á
uppgangstímum fyrir íbúðafélagið
Bjarg eða nokkurn annan. Hver
háskólafræðingurinn af öðrum
kemur fram á sjónarsviðið og
reiknar án árangurs hvernig skuld-
setja megi lágtekjufólk til íbúðar-
kaupa, sem getur vart framfleytt
sjálfu sér.
Stjórnvöld höfðu kjörið tækifæri
til að standa við loforð sín og út-
hluta ódýru húsnæði til þeirra sem
minnst mega sín úr Íbúðalánasjóði.
Leyndarhyggja sem hvílir yfir
söluferli 3.500 íbúða stenst enga
skoðun þar sem löngu var orðið
ljóst að vöntun var á ódýru hús-
næði. Undanfarin ár hafa stjórn-
völd viðhaft innantómt og
ábyrgðarlaust hjal og lofað ódýru
húsnæði í bullandi þenslu.
Það er ábyrgðarhlutur og lítið
annað en rússnesk rúlletta fyrir
láglauna-, og svokallað millistétt-
arfólk, sem er að koma sér upp
heimili á strípuðum launatöxtum
samfara vaxtaokri og óraunhæfri
verðtryggingu. Skattaívilnanir og
húsnæðisbætur til þerra tekju-
minni eru af hinu góða en ekki nóg
mótvægi til að ójöfnuður aukist
ekki enn frekar. Heilbrigður hús-
næðismarkaður getur aldrei þrifist
með eðlilegum hætti fyrir en verð-
trygging í núverandi mynd verður
útrýmt og eðlileg láns- og launa-
kjör innleidd ásamt vitrænni
stjórnsýslu.
Flest bendir til þess að
fasteignaverð muni síga verði ekki
látið af óábyrgri efnahagsstjórn. Of
mikið framboð er af dýrum fast-
eignum, sem almenningur hefur
ekki efni á að kaupa með tilheyr-
andi keðjuáhrifum.
Alþingismönnum reynist al-
mennt auðvelt að rotta sig saman
þegar verja skal eigin kjör sem og
að verja óhóflegum tíma í jóla-,
sumar- og páskafrí, en því er þver-
öfugt farið þegar sauðsvartur al-
múginn þarf að fá leiðréttingu á
sínum kjörum. Það er löngu
kominn tími til að bankasýsla og
aðrir ríkisbubbar á ofurlaunum líti
í eigin barm og takist á við sið-
blindu og sjálftöku sem tröllríður
yfirstéttinni.
Verkalýðsforystan þarf að vera
meðvituð um að stjórnvöld víla ekki
fyrir sér að viðhafa rangfærslur og
svíkja gefin loforð. Stjórnvöldum
ber að axla ábyrgð á svívirðilegri
sjálftöku og vegna þeirrar ógnar
sem steðjar að stöðugleika heimil-
anna og fyrirtækja í landinu ásamt
þeim ógöngum sem kjaraviðræður
eru komnar í.
Það skilst ekkert nema harka
Eftir Vilhelm
Jónsson »Heilbrigður hús-
næðismarkaður get-
ur aldrei þrifist með
eðlilegum hætti fyrr en
verðtryggingu í núver-
andi mynd verður út-
rýmt og eðlileg láns- og
launakjör innleidd.
Vilhelm Jónsson
Höfundur er fjárfestir.
Móttaka aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendi-
kerfið er notað þarf notandinn að
nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar
leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í
skráningarferlinu. Eftir að viðkom-
andi hefur skráð sig sem notanda í
kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna
svæðið. Hægt er að senda greinar
allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Atvinna