Morgunblaðið - 23.02.2019, Side 21

Morgunblaðið - 23.02.2019, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 Verið velkomin í glæsilega sýningaríbúð Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali gudbjorg@manalind.is sími: 899 5533 Thelma Víglundsdóttir, löggiltur fasteignasali thelma@manalind.is sími: 860 4700 Sölusýning Breiðakur 2-4 Garðabæ Nýjar þriggja og fjögurra herbergja íbúðir Glæsilegt nýtt, átta íbúða, fjölbýli með lyftu í vinsælu hverfi í Garðabæ. Íbúðir afhendast fullbúnar án gólfefna. Stærðir frá 122- 138 fm verð frá 63.9 millj. Öllum íbúðum fylgja rúmgóð stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar. www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020 Laugardaginn 23. febrúar frá 13:00 -14:00 Sunnudaginn 24. febrúar frá 13:00 -14:00 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mun meira virðist hafa verið sleppt af seiðum í laxveiðiár landsins en Fiski- stofa hefur upplýsingar um, eða allt að tvöfaldur sá fjöldi sem veiðifélögin hafa gefið upp í fiskræktaráætlunum sínum. Af svörum Fiskistofu við spurningum Landssambands fisk- eldisstöðva má raunar ráða að tals- verð vanhöld séu á skilum á þessum áætlunum og að eftirfylgni sé ekki mikil af hálfu hinnar opinberu stofn- unar. Í svörum Fiskistofu eru ekki gefn- ar upplýsingar um sleppingar í ein- stakar ár, aðeins heildartölur fyrir hvert ár og er vísað til upplýsingalaga í því efni. Kollafjarðarstofn víða Fram kom að á síðasta árinu sem tilgreint er í svörunum, árinu 2017, var langflestum seiðum sleppt á Suðurlandi, samtals 722 þúsund seið- um sem er ríflegur meirihluti þeirra seiða sem sleppt var það árið. Ljóst er að megnið fór í Rangárnar sem eru svokallaðar hafbeitarár þótt ekki séu í gildi neinar fiskræktaráætlanir fyrir þau fjögur vatnsföll sem um ræðir. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér var sleppt nærri milljón seiðum í Ytri- Rangá, þar af um 700 þúsund úr stöð- inni í Húsafelli. Veiðifélag Eystri- Rangár lét sleppa um 900 þúsund seiðum í Eystri-Rangá og tengdar ár frá stöðvunum á Laugum í Landsveit og Eyjarlandi við Laugarvatn. Dregið hefur úr sleppingum í lax- veiðiár með náttúruleg uppeldisskil- yrði. Seiðaeldisstöð N-lax á Laxamýri framleiðir hátt í 300 þúsund seiði af stofnum ýmissa áa og skilar til baka í árnar. Á undanförnum árum má nefna sleppingar í Laxá í Aðaldal, Reykjadalsá, Skjálfandafljót, Fnjóská, Hrútafjarðará, Lagarfljót, Jökulsá á Dal, Djúpá og Breiðdalsá. Veiðifélag Laxár í Kjós er með eigin klakstöð og sleppir um það bil 20 þúsund seiðum í ána á ári. Fleiri stunda fiskrækt en í mun smærri stíl. Meginhluti seiðanna sem sleppt er í Rangárnar er af svokölluðum Kolla- fjarðarstofni, laxastofni sem er blanda af mörgum laxaættum og var ræktaður í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði frá því í upphafi sjöunda áratugarins. Þar var hluta seiðanna sleppt árlega í hafbeit en hluti var seldur til fiskræktar í ám og til slepp- ingar í hafbeitarstöðvum, að því er fram kom í svörum ráðherra á Al- þingi á sínum tíma. Þótt við rækt- unina hafi verið notaður fiskur úr fjölda áa víða á landinu var meirihluti kynbótafisksins fenginn úr Elliða- ánum. Þessi stofn er enn ræktaður og seiðum sleppt í stórum stíl í hafbeit- aránum á Suðurlandi. Á tíma hafbeitarstöðvanna gekk þessi lax upp í fjölda áa, til dæmis á Vesturlandi, við litla hrifningu veiði- réttarhafa. Kollafjarðarstofninn hef- ur væntanlega borist í margar, kannski flestar, ár landsins í gegnum hafbeitarlax sem þangað hefur gengið eða með fiskrækt. Rætt um þann norskættaða Íslenskur lax myndar sérstakan stofn Atlantshafslax og hann greinist síðan í minni stofna í ánum. Rannsóknir staðfesta að hafbeitar- og eldislax af íslenskum stofnum úr fyrstu bylgju íslenska sjókvíaeldisins blandaðist að minnsta kosti villtum laxi í Elliðaánum. Náttúran virðist hafa náð að vinna úr þessari blöndun. Spurningar Landssambands fisk- eldisstöðva til Fiskistofu um það hvernig staðið er að fiskrækt í land- inu og greint hefur verið frá hér í blaðinu og andsvör formanns Lands- sambands veiðifélaga í blaðinu í gær eru ein birtingarmynd þess áróðurs- stríðs sem er í gangi. Þar er raunar venjulega í forgrunni hættan á erfða- blöndun á kynbættum norskættuðum laxi sem notaður er í sjókvíaeldi hér við land við náttúrulega laxastofna. Kynbætur á þessum stofni hófust í annarri bylgju sjókvíaeldis, upp úr aldamótum. Vitað er um fáeinar slysasleppingar úr sjókvíum í annarri bylgjunni og þeirri þriðju sem nú stendur yfir. Þannig veiddust að minnsta kosti tólf eldislaxar í lax- veiðiám á Vestfjörðum og Norður- landi síðastliðið sumar. Greiningar sýna að þeir eru ættaðir úr sjókvíum í Arnarfirði og Tálknafirði þar sem við- komandi fiskeldisfyrirtæki hafði til- kynnt göt á sjókvíum eða önnur óhöpp fyrr á árinu. Sérfræðingar hafa staðfest að þótt einn og einn lax verði eftir í laxveiðiám hafi það engin áhrif á stofnana. Rannsóknir sem unnið hefur verið að á Vestfjörðum staðfesta að eldislax úr slysasleppingum úr fiskeldi fyrir nokkrum árum hefur blandast villt- um laxi í ánum. Tillögur eru nú uppi, á grundvelli áhættumats Hafrannsóknastofnunar, um að banna eldi á frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardúpi og tak- marka það á Austfjörðum til að draga út hættu á að náttúrulegir laxastofn- ar í nálægum ám skaðist. Tillögur þessar eru umdeildar, sérstaklega í röðum fiskeldismanna. Meira sleppt en upp er gefið  Um tveimur milljónum seiða er sleppt í laxveiðiárnar á ári  Megnið er hafbeitarlax af Kolla- fjarðarstofni sem sleppt er í Rangárnar  Heldur dregur úr sleppingum í náttúrulegar laxveiðiár Morgunblaðið/Einar Falur Ytri-Rangá Lax fangaður og á leið í klakkistu. Stór hluti seiða sem sleppt er í laxveiðiár landsins fer í Rangárnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.