Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 Í dag kveðjum við góðan mann sem átti sérstakan sess í hjörtum okkar. Upp í hugann koma margar góðar og skemmtilegar minningar sem og erfiðar. Gunnar var sérstakur persónu- leiki, ákveðinn og þrjóskur með eindæmum, en það sem ein- kenndi hann var þó hversu stutt var í glettnina og prakkara- skapinn, sem hann hélt í alveg undir það síðasta, þrátt fyrir mjög erfiða stöðu vegna MND- sjúkdómsins. Hans líf og yndi var að sinna safninu, ásamt því að gera upp gamla bíla og tæki sem var hans helsta áhugamál. Fyrst þegar við komum til sögu fór vinnudagurinn í að aðstoða hann í þeim verkefnum sem lágu fyrir á verkstæðinu, ásamt öðrum tilfallandi verkum úti og inni. Það rifjuðust upp margar minningar þegar við settumst niður og litum til baka. Eins og þær mörgu ferðir sem farnar voru í Höfuðstaðinn (Hofsós) til að kaupa vindla. Það mátti segja að okkar inntökupróf í starfið væri að læra bæjarnöfn- in í Óslandshlíðinni og vorum við svo yfirheyrð næstu daga á eftir til að vita hvort við værum ekki örugglega búin að læra þau. Gunnar var ekki feiminn við að skipa okkur fyrir verk- um. Ef við kunnum ekki það sem átti að gera þá var okkur kennt og sýnt hvernig. En flest vildi hann þó reyna að gera sjálfur þótt kraftar og þrek leyfðu honum það ekki. Um leið og snjóa festi, þá dugðu engin vettlingatök og var þá Volvo-vörubílinn með snjó- tönninni gangsettur til þess að hreinsa hlaðið og heimreiðina og ef það dugði ekki til þá var stóra jarðýtan sett í gang, og snjónum rutt burt og fylgdi þó Gunnar Kristinn Þórðarson ✝ Gunnar Krist-inn Þórðarson fæddist 4. desem- ber 1948. Hann lést 12. febrúar 2019. Útför Gunnars Kristins fór fram 22. febrúar 2019. oftar en ekki eitt- hvað annað með, eins og malbik og fleira. Þetta vildi hann alfarið gera sjálfur. Við minnumst margra annarra góðra stunda sem lýsa Gunnari vel. Til dæmis þegar hann var eitt sinn á Landspítalanum, þá gerði hann sér lítið fyrir og fór út á svalir á stofunni sinni og kveikti sér í vindli í þann mund sem stofugangur lækna birtist í dyrunum. Það leyndi sér ekki á okkar manni þegar hann sá upplitið á læknateym- inu að honum var mjög skemmt. Því það er náttúrlega strang- lega bannað að reykja á lóð Landspítalans. Annað dæmi sem einnig er vert að nefna var þegar hann sendi einn nýráðinn starfsmann út í óvissuna niður í Hlíðarenda eftir vindlapakka, sá varla vit- andi hvar Hlíðarendi væri eða við hvern ætti að tala. Þetta var ákveðið próf sem Gunnar hafði mjög gaman af. Augnablik sem þessi lýsa Gunnari mjög vel og eigum við starfsfólkið margar slíkar minningar um hann sem ylja okkur um hjartarætur. Gunnar tók alltaf glaður á móti okkur þegar við mættum í vinnuna og kvaddi með þakk- læti. Við áttum öll gott sam- band við Gunnar og hann þurfti ekki orð til þess að sýna vænt- umþykju og þakklæti í okkar garð, það skein í gegn í augna- ráðinu. Elsku Gunnar okkar, þín verður sárt saknað. Við erum þakklát fyrir það tækifæri að hafa fengið að kynnast þér, þakklát fyrir allar minningarnar og þá lífsreynslu og sýn á lífið sem þú veittir okkur. Það mun fylgja okkur um ókomna tíð. Elsku Solla og fjölskylda, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Stefanía Guðrún Eyjólfs- dóttir, Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir, Ólafur Eggertsson, Margrét Eyj- ólfsdóttir. Þekkt hef ég Gunnar Þórðar- son sem samstarfsmann í 23 ár. Þegar nokkuð var gengið á haustið 1985 kom hann til starfa við Fjölbrautaskólann á Sauð- árkróki og gegndi þar hús- varðarstarfi í rúma tvo áratugi með sóma, árvekni, dugnaði og geði góðu. Skólinn var þá þegar orðinn sex ára og í mörg horn að líta, ör uppbygging og nýtt verknámshús byggt, ný heima- vistarálma tekin í notkun og undirbúningur að nýju bók- námshúsi í fullum gangi. Þá var andi uppbyggingar og frum- herja allsráðandi. Gunnar var velvakandi yfir sínum verkefn- um og leitaði sér viðfangsefna af og til með því að kalla inn um skrifstofudyrnar: „Jæja, er ekki allt í góðum gír hjá okkur núna, er eitthvað sem ég get gert til að létta ykkur störfin?“ Hann kunni þá list að skerpa skop- skynið þegar við átti og var góður í samskiptum við starfs- fólk og nemendur. Aldrei bar skugga á samskipti okkar en ávallt birtu er nærir minning- arnar um góðan dreng sem hefði betur mátt eiga kveikinn lengri til lífs og betri heilsu. Þegar hann hafði starfað í rúm tuttugu ár fór hann að kenna heilsubrests, sem fór að skerða hreyfigetu hans, svo að hann sagði starfi sínu endanlega lausu árið 2008. Hann var bifvélavirki að mennt og var einstaklega áhugasamur um allt er tengja mátti við samgöngur, jafnvel bernskuþríhjól mitt var ekki undanskilið né ferðasögur því tengdar. Hann lagði með sanni sitt af mörkum af ósérplægni og eldmóði. Hann var ekki að gefast upp fyrir mótlæti sínu heldur fór hann með sinn físibelg að blása í glæðurnar fyrir stofnun Sam- gönguminjasafns Skagafjarðar. Hann kom þar á fót metnaðar- fullri starfsemi sem varpar ljósi á sögu þjóðarinnar. Það var í senn lærdómsríkt og eftirminni- legt að heimsækja þau Sólveigu á heimavelli og sjá þann mót- vægiskraft sem var á öllu gegn þverrandi þreki enda þurfti mikla útsjónarsemi og nostur til þeirra afreka sem þau drýgðu. Um nokkurt skeið vorum við nágrannar í Furuhlíð á Sauð- árkróki og minnist ég þess í öll- um þeim snjó er þar ríkti um miðbik vetrar að sjá Gunnar ganga garða milli okkar húsa yfir skafla og fjúk til að ræða hversdagsleg málefni byggða og búa. Það er með söknuði sem ég kveð Gunnar, er ég lít yfir far- inn veg, en jafnframt með þakk- læti fyrir ánægjuleg kynni og samstarf. Blessuð sé minning hans. Jón Friðberg Hjartarson. Í dag er til moldar borinn Gunnar Kristinn Þórðarson frá Stóragerði í Óslandshlíð. Mín fyrstu kynni af Gunnari hófust haustið 1985 þegar hann hóf störf sem húsvörður við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki eins og skólinn hét þá. Ég starf- aði þá sem kennari við skólann og átti eftir að starfa með Gunnari allan hans starfstíma við FNV. Gunnar sinnti starfi sínu af mikilli natni og samviskusemi. Á starfstíma Gunnars urðu miklar breytingar á skólahald- inu. Árið 1994 flutti bóknám skólans í ný og glæsileg húsa- kynni sem gerbreyttu aðstöðu til kennslu. Með stækkandi húsakosti og breytingum á kennsluháttum lengdist starfs- lýsing húsvarðarins að sama skapi með tilheyrandi fjölgun verkefna. Oft reyndi á jafnaðar- geð Gunnars þegar spjótin stóðu á honum úr öllum áttum á annatímum í skólahaldinu. Aldr- ei skipti hann skapi og létti samverkafólki sínu lífið með ljúfmennsku og gamansemi. Gunnar var afar laghentur og þau voru mörg verkefnin sem hann leysti af miklum hagleik. Hann var mikill áhugamaður um varðveislu samgöngusögu Íslands og setti á stofn sam- gönguminjasafn ásamt Sólveigu, eiginkonu sinni, á æskuslóðum sínum í Stóragerði árið 2004. Þar hefur hann skrifað stóran hluta ævisögu sinnar með verk- um sínum um leið og hann varð- veitti menningararfinn. Það er sama hvar litið er á verk hans, þar er um að ræða óaðfinnanleg og fagleg vinnubrögð sem bera höfundi þeirra fallegt vitni. Þegar MND-sjúkdómurinn gerði vart við sig sá Gunnar sig knúinn til að láta af störfum sem húsvörður við FNV árið 2008 og sneri sér alfarið að upp- byggingu Samgönguminjasafns- ins sem þau hjónin stækkuðu verulega árið 2010 til að hýsa öll listaverk Gunnars, en það er rétta lýsingin á handverki hans. Það leið ekki sá dagur að hann sinnti ekki vinnu við að gera upp gömul ökutæki sem endað hefðu ævi sína í brotajárni ef Gunnar hefði ekki komið auga á mikilvægi þeirra. Síðustu árin fór Gunnar á milli heimilis og verkstæðis á rafmagnsskutlu og sinnti við- gerðum og uppgerð ökutækja af sama eldmóði og áður þrátt fyr- ir að kraftar hans færu þverr- andi. Fjölskylda hans og vinir stóðu alla tíð þétt við bakið á honum og án stuðnings þeirra hefði dagsverkið ekki orðið jafn veglegt og raun ber vitni. Þessi eldmóður og óbilandi áhugi hans eru lýsandi fyrir þetta ljúfmenni sem við starfs- fólk FNV vorum svo heppin að kynnast í gegnum störf hans fyrir skólann. Við erum afar þakklát fyrir þessi kynni og þær minningar sem Gunnar skilur eftir og eru ómissandi hluti af sögu skólans. Við, starfsfólk FNV, vottum fjölskyldu Gunnars okkar inni- legustu samúð. Fyrir hönd starfsfólks Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra, Þorkell Vilhelm Þorsteinsson, settur skólameistari. Kæri Björn. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, Björn Björnsson ✝ Björn Björns-son fæddist 14. júlí 1955. Hann lést 28. janúar 2019. Útför Björns fór fram 11. febrúar 2019. og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Hvíl í friði, Guðmundur Björnsson, Edda Snorradóttir. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Okkar ástkæri, EIRÍKUR INGÓLFSSON, búsettur í Fredriksstad, Noregi, lést á heimili sínu aðfaranótt 9. janúar. Minningarathöfn og kveðjustund verður í Bústaðakirkju þriðjudaginn 26. febrúar klukkan 13. Mette Bakken Áslaug Eiríksdóttir Helgi Þ. Möller Leifur Eiríksson Heiðar Eldberg Eiríksson Svala K. Eldberg Þorleifsdóttir og barnabörn Ingólfur Guðmundsson Áslaug Eiríksdóttir og systkini hins látna Yndislega mamma okkar, tengdó, amma og langamma, GRÉTA FINNBOGADÓTTIR frá Vestmannaeyjum, áður til heimilis á Háaleitisbraut 16, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 18. febrúar. Gréta verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 28. febrúar klukkan 15. Þórunn Traustadóttir Stefán Már Halldórsson Gunnar Albert Traustason Ásta Birna Stefánsdóttir Ólafur Árni Traustason Auður Bergsteinsdóttir Jón Grétar Traustason Erla Bryndís Ingadóttir Sesselja Traustadóttir Kjartan Guðnason barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, KRISTJANA RÍKEY MAGNÚSDÓTTIR, Heiðargerði 9, Húsavík, lést á HSN á Húsavík fimmtudaginn 21. febrúar. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 2. mars klukkan 14. Sigurgeir Höskuldsson Hildur, Ríkey og Magnús Máni Ríkey Einarsdóttir Guðbjörg Magnúsdóttir Halla Magnúsdóttir Hlífar S. Rúnarsson tengdafjölskylda og systrabörn Hjartans elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR SIGURBJÖRNSSON, teol. dr. professor emeritus, lést á Vífilsstöðum 20. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 6. mars klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Kristniboðssambandið, Hjálparstarf kirkjunnar eða Starfssjóð Guðfræðistofnunar. Guðrún Edda Gunnarsdóttir Sigurbjörn Einarsson, Karen Sif Þorvaldsdóttir, Eggert Árni, Magnús Þorkell, Dagur Steinn, Haukur Logi, Hilmar Örn Guðný Einarsdóttir, Jón Hafsteinn Guðmundsson, Karitas, Guðmundur Einar Magnea Einarsdóttir, Yngvi Eiríksson, Rökkvi Sólberg, Edda Fanney Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR JÓNA AUÐUNSDÓTTIR frá Ysta-Skála, V-Eyjafjöllum, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 20. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 1. mars klukkan 13. Sigurjón Einarsson Helga Sigrún Sigurjónsdóttir Ágúst Sigurðsson Eyja Guðrún Sigurjónsdóttir Pétur Halldórsson Jón Auðun Sigurjónsson Guðbjörg Svansdóttir Jórunn Dóra Sigurjónsdóttir Jón Þór Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR, Sólbergi, Svalbarðsströnd, lést þriðjudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Svalbarðskirkju mánudaginn 25. febrúar klukkan 14. Rúnar Arason Inga Jóhannsdóttir Ásdís Jóhannsdóttir Úlfar Arason Larisa Seleznyova Edda G. Aradóttir Halldór Arinbjarnarson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.