Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
Heilbrigðisráðherra hefur birt
drög að lagafrumvarpi um breyt-
ingu á lögum um ávana- og fíkni-
efni til umsagnar á samráðsgátt
stjórnvalda. Markmiðið með frum-
varpinu er að veita heimild til að
stofna og reka neyslurými að upp-
fylltum tilteknum skilyrðum. Er
gefinn frestur til að senda inn um-
sagnir til 4. mars næstkomandi.
,,Áformað er að leggja fram á
vorþingi 2019 frumvarp til laga um
breytingu á lögum um ávana- og
fíkniefni, nr. 65/1974, í því skyni að
heimila stofnun og rekstur neyslu-
rýma að uppfylltum tilteknum skil-
yrðum sem kveðið verður á um í
reglugerð, en hún verður jafnframt
kynnt í Samráðsgáttinni þegar að
því kemur,“ segir í frétt ráðuneyt-
isins vegna málsins.
Fram kemur að neyslurými er
lagalega verndað umhverfi þar sem
einstaklingar sem eru 18 ára og
eldri geta neytt vímuefna í æð, und-
ir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna,
og þar sem gætt er fyllsta hrein-
lætis, öryggis og sýkingavarna.
„Við vinnslu frumvarpsdraganna
voru meðal annars höfð til hlið-
sjónar ákvæði dönsku og norsku
laganna sem heimila stofnun og
rekstur neyslurýma, en talið er að
um 90 neyslurými séu rekin í tíu
löndum.
Neyslurými byggjast á hug-
myndafræði skaðaminnkunar, en í
henni felst að draga úr heilsufars-
legum, félagslegum og efnahags-
legum afleiðingum notkunar vímu-
efna án þess þó að draga úr
notkuninni sjálfri, enda gagnast
skaðaminnkun ekki aðeins fólki
sem neytir efna heldur einnig fjöl-
skyldum þeirra og samfélaginu
öllu,“ segir í frétt ráðuneytisins.
Morgunblaðið/Hari
Neyslurými Neytt er vímuefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna.
Heimilt verði að
stofna neyslurými
Ráðherra birtir frumvarpsdrög
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Lyfin Liothyronin og Liothyronine
Sodium eru ekki fáanleg hjá inn-
flytjanda um þessar mundir. Þetta
eru hormónalyf fyrir skjaldkirtils-
sjúklinga. Innflytjandinn hefur út-
vegað annað lyf með sama virka efn-
inu til þess að brúa bilið þar til hitt
lyfið kemur.
Lyfin eru undanþágulyf, sem þýð-
ir að þau eru ekki skráð á markað
hér á landi. Þess vegna getur Lyfja-
stofnun og innflytjandi lyfjanna ekki
gert sömu kröfur til framleiðandans.
Fæst ekki markaðssett
Samkvæmt upplýsingum frá
Lyfjastofnun er ákvörðun um það
hvort lyf með markaðsleyfi er sett á
markað hér á landi á forræði mark-
aðsleyfishafa, það er að segja fram-
leiðanda. Lyfjastofnun hefur reynt
að fjölga markaðssettum lyfjum hér
og á árinu 2014 var óskað eindregið
eftir því að Liothyronin yrði mark-
aðssett. Ekki var orðið við því.
Lyfið hefur fengist í gegnum svo-
kallað undanþágukerfi. Það þýðir að
því fylgja ekki upplýsingar á ís-
lensku og það er notað alfarið á
ábyrgð þess læknis sem ávísar.
Ragnhildur Reynisdóttir, markaðs-
stjóri hjá Vistor sem flutt hefur lyfið
inn, segir að gerðir séu formlegir
samningar við birgja þegar lyf eru
markaðssett. Þá fái umboðsfyrir-
tækið oftast að vita tímanlega ef
eitthvað gerist sem veldur því að
ekki er hægt að afgreiða pantanir.
Þetta eigi ekki við um undanþágulyf
og innflytjandinn geti ekki skuld-
bundið sig til að eiga ákveðnar
birgðir.
Hópur skjaldkirtilssjúklinga not-
ar Liothyronin reglulega. Stjórn
Skjaldar, félags um skjaldkirtils-
sjúkdóma, sendi frá sér ályktun í
vikunni þar sem hún átelur harðlega
heilbrigðisyfirvöld og lyfjainnflytj-
endur vegna síendurtekins skorts á
nauðsynlegum lyfjum fyrir þá sem
þjást af skjaldkirtilssjúkdómum.
Þar er átt við vöntun á Levaxin á
síðasta ári og nú Liothyronin.
Áhyggjur og óöryggi
Árni Helgason, ritari félagsins,
segir að það geti haft alvarleg áhrif
á fólk ef það fái ekki lyfin sín, meðal
annars sveiflur í hormónabúskap.
Þá valdi þetta áhyggjum og óöryggi.
Ekki sé öruggt að lyf sem bent er á í
staðinn henti öllum.
Ragnhildur segir að þegar birgir
Liothyronin-lyfsins gat ekki útvegað
það hafi verið reynt að fá lyfið ann-
ars staðar í ljósi þess að erfitt er
fyrir sjúklinga að vera án þess. Það
hafi ekki tekist. Þá hafi verið keypt
annað undanþágulyf frá öðrum
framleiðanda með sama virka efn-
inu, Thybon 20 Henning. Nóg sé til
af því og það seljist í stað hins.
Ragnhildur segir ekki vitað hve-
nær Liothyronin kemur aftur á
markað en vonast til að það verði á
næstu vikum.
Enn kvartað undan
skorti á skjaldkirtilslyfi
Lyf á undanþágu Boðið upp á annað lyf í staðinn
Getty Images/Thinkstock
Lyf Það gerist öðru hverju að bráðnauðsynleg lyf fást ekki í apótekum.
Í TILEFNI 60 á
ra afmælis
Í ELDBORG HÖRPU 10. MAÍ
„TÓNLEIKAR SEM ENGINN SANNUR
SIMON AND GARFUNKEL AÐDÁANDI
MÁ LÁTA FRAM HJÁ SÉR FARA“
- NORTH WEST END (ENGLAND)
„SIMON & GARFUNKEL REVIVAL BAND
FLYTJA ALLAR BESTU PERLUR
DÚETTSINS“
- YSTADS ALLEHANDA (SVÍÞJÓÐ)
SCARBOROUGH FAIR · BRIGHT EYES · MRS. ROBINSON · BRIDGE OVER TROUBLED WATER · THE BOXER
EL CONDOR PASA · CECILIA · THE SOUND OF SILENCE OG FLEIRI OG FLEIRI
8 MANNA HLJÓMSVEIT MEÐ STRENGJUM FLYTJA BESTU LÖG SIMON & GARFUNKEL
M LA Á ARIÐASA H PA.IS