Morgunblaðið - 23.02.2019, Side 12

Morgunblaðið - 23.02.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Elstu heimildir þar sem bú-lausir eru skyldaðir í visthjá bændum og þurfa aðvinna fyrir þá, eru frá fimmtándu öld. Það er túlkunar- atriði hvenær vistarbandið var lagt af, seinnitímamörkin eru 1907, en það tíðkaðist áfram fram eftir tutt- ugustu öld að fólk réði sig sem vinnuhjú,“ segir Vilhelm Vilhelms- son sagnfræðingur, sem ætlar á mánudag að spjalla um vinnuhjú og vistarband í bókasafninu í Spönginni í Reykjavík og byggir það spjall á bók sinni Sjálfstætt fólk. Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. „Þeir sem höfðu náð ákveðnum aldri, 16-18 ára og höfðu ekki for- ræði yfir búi, voru skyldugir til að ráða sig í vist hjá búandi fólki. Fólk gat þó keypt sig undan vistarskyldu ef það átti eignir eða hafði tekjur af einhverju. Ef einhver hafði til dæmis lært til smiðs og gat séð fyrir sér sem smiður gat viðkomandi sótt um leyfi hjá sýslumanni til að starfa sem slíkur, og þurfti þá ekki að reka bú eða ráða sig í vist.“ Máttu ekki ofreyna hjú sín Stundum hefur verið talað um vistarband sem einhvers konar þrælahald, en Vilhelm tekur ekki undir það. „Því það giltu mjög skýrar regl- ur um skyldur og réttindi húsbænda gagnvart vinnuhjúum. Það var ákveðið eftirlitskerfi sem átti að passa upp á að farið væri eftir þess- um reglum. Skyldur húsbænda gagnvart vinnuhjúum voru að þeir máttu ekki ofreyna hjú sín við vinnu, og það eru dæmi þess að vinnuhjú hafi leitað réttar síns, vegna þess að húsbændur hafi látið þau vinna of mikið, eða ekki gefið þeim nóg fæði. Það var einnig skylda húsbænda að veita hjúum næga fæðu, klæði og húsaskjól. Húsbændur áttu að hjúkra vinnuhjúum ef þau veiktust, ekki mátti reka þau út af heimilinu heldur varð að sinna þeim, eins og öðru heimilisfólki. Þetta er því ákveðið form á almannatryggingum þess tíma. Vistarbandið var því beggja hagur ef allir fóru að reglum, en auðvitað höfðu húsbændur mikið vald yfir sínum vinnuhjúum og þeir áttu að refsa þeim, jafnvel líkamlega ef þau gerðust brotleg við húsaga, þeim bar að lúta húsaga húsbænda sinna, rétt eins og annað heimilis- fólk.“ Fóru á fyllirí eftir refsingu Vilhelm segir að vinnuhjú hafi getað sótt rétt sinn ef brotið var á þeim. „Á nítjándu öld voru settar á sáttanefndir og vísbendingar eru um að þær hafi verið réttarbót fyrir vinnufólk. Bændur í sveitunum sátu í þessum sáttanefndum og augljós- lega var auðveldara að leita til þeirra heldur en sýslumanns sem var kannski í fjarlægri sveit og hátt- settur embættismaður.“ Vilhelm segir vinnufólk hafa farið ýmsar leiðir til að bæta hag sinn eða ná sér niðri á húsbændum í sínu daglega lífi. „Til dæmis með því að stela af heimili húsbóndans, óhlýðnast og vera erfið, standa föst á sínu og jafnvel flýja úr vistinni, sem virðist hafa verið frekar algengt. Flótti var stundum leið til að komast tímabundið í burtu, til dæmis á með- an rann af húsbóndanum ef hann var illa drukkinn, eða meðan honum rann reiðin. Þannig var hægt að sleppa frá líkamlegri hirtingu með því að flýja og semja svo í sátta- nefndum um það undir hvað skil- yrðum þau kæmu til baka til hús- bænda sinna.“ Refsað var fyrir lausamennsku, enda var hún ólögleg og þótti mikið skaðræði. „Fyrirmenn töluðu um lausamennsku sem krabbamein á líkama samfélagsins, það væri slík plága. Refsingin var fyrir aldamótin 1800 tukthúsvist, en því var breytt árið 1808 í vandarhögg, tíu til tutt- ugu högg. Hreppstjórar áttu að sjá um að refsingum væri fullnægt, en stundum höfðu þeir ekki geð í sér að hýða sjálfir sveitunga sína, enda sveitasamfélög lítil þar sem allir þekktust. Flakkarar og aðrir slíkir voru því stundum látnir sjá um þetta verk, og það eru dæmi þess að þeir hafi farið mjög vægum höndum um menn. Þegar flakkaranum Árna Sveinssyni var refsað fyrir flakk, segir sagan að hann og böðullinn hafi farið saman á fyllirí þegar refs- ingu var aflokið. En vafalítið eru líka dæmi um að þessu hafi verið fram- fylgt af mikilli hörku.“ Magnús sálarháski fór á flakk Vilhelm segir að alltaf hafi verið einhver hópur af fólki sem reyndi að komast undan því að fara í vist, þó þeim bæri að gera það samkvæmt lögum. „Sumir lögðust í flakk til að komast undan vistarbandi, en flakk- ið var ekkert sældarlíf. Magnús sálarháski er dæmi um mann sem hefði vel getað unnið en vildi helst ekki þurfa að gera það. Hann var á flakki í fjörutíu ár og tók stundum til hendinni þegar hann nennti því. Mín tilgáta er að lausamennska hafi verið miklu algengari en fólk hafi gert sér grein fyrir, því það var alltaf þörf fyrir tilfallandi vinnuafl í samfélag- inu, og ein leið til að leysa það var að fá lausafólk til starfa. Þá sömdu lausamenn við bændur um að fá húsaskjól og fengu þá til að hylma yfir með þeim, segja að þeir væru þeirra húsfólk eða vinnufólk, þó að þeir væru í raun að vinna hér og þar um sveitina. Heimildir um lausa- mennsku eru nokkuð vel faldar, því þar sem hún var ólögleg forðaðist fólk eðlilega að vera skráð í manntal sem lausamenn. Það þarf því að fara aðrar leiðir til að finna þetta fólk, helst í skráðum heimildum um það þegar upp um lausamennsku kemst. Það eru ótal dæmi um lausamenn sem eru ákærðir og mæta fyrir rétt, og þá kemur í ljós við réttarhöldin að þeir hafa verið lausamenn jafnvel ár- um saman,“ segir Vilhelm og nefnir Jón nokkurn Pálsson sem dæmi um mann sem lifði utan við ramma vistarskyldu og lausamennsku- banns. Í bók Vilhelms segir um Jón: „Jón Pálsson sagði spurður af sýslumanni í ágústlok 1822, lausa- mennsku sína vera til þess að vinna fyrir lífi sínu, barns síns og móður sinnar. Helga Magnúsdóttir, móðir hans, var orðin ekkja og hafði nýver- ið hætt búhokri sínu í Harastaðakoti og gerst húskona á Syðriey í Húna- vatnssýslu. Þar bjó hún á hálfs hundraðs jarðarparti með tólf kind- ur, eina kú og tvo hesta og hugsaði um fjögurra ára gamla dóttur Jóns á meðan hann ferðaðist um sveitina og vann ýmis störf þeim þremur til uppihalds. Hann hafði t.d. farið til sjóróðra frá Skagaströnd og sent þeim fisk auk þess að heyja handa skepnum móður sinnar sem hrepp- stjóri Vindhælishrepps sagði vera of lasburða til að reka bú sitt sjálf en of fátæka til að ráða vinnumann á fullu kaupi. Þá hafði hann stundað húsa- smíðar fyrir séra Árna Illugason á Hofi gegn því að séra Árni felldi nið- ur skuld Helgu við sig og hýsti þær ellefu kindur sem Jón átti.“ Vilhelm segir að auk þess hafi Jón búið í óvígðri sambúð með ást- konu sinni. „Það er mannlegt eðli að leita leiða til að lifa með þeim hætti sem fólk langar sjálft til, óháð því sem lögin segja,“ segir Vilhelm og bætir við að við gerð bókarinnar hafi hon- um komið mest á óvart hversu mörg dæmi hann fann um fólk sem var með uppsteyt af ýmsu tagi og leitaði allra leiða til að vera sjálfrátt. Að lifa eins og fólk langaði sjálft til Hann segir mörg dæmi um að fólk hafi verið með uppsteyt af ýmsu tagi og leitað allra leiða til að vera sjálfrátt á tímum vistarbands 19. aldar. Vilhelm Vilhelms- son ætlar að spjalla um vinnuhjú og vistarband í sagnfræðikaffi á mánudag. Vilhelm Hann segir vinnuhjú hafa þurft að lúta húsaga húsbænda. Lausafólk Lausamenn tóku eigin hagsmuni, vilja eða hamingju fram yfir hlýðni við boðorð laganna. Teikning eftir Rembrandt af lausamönnum. Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is • Eplakjarni, elfting og hirsi • Tocotrienol örvar hársrótina • Amínósýrur, bíótín og sink • Procyanidin B2 úr eplum Hair Gro stuðlar að eðlilegum hárvexti Er hárið að þynnast Sagnfræðikaffi verður í bókasafninu í Spönginni í Reykjavík á mánudag, 25. febrúar, klukkan 17.15. Yfirskriftin er: Vinnuhjú og vistarband, en þar mun Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hver voru kjör og hlutskipti vinnuhjúa á 19. öld? Hvert var hlutverk vistarbandsins, sem skyldaði allt jarðnæðislaust fólk að vera vinnuhjú hjá bændum? Hvaða aðferðum beitti fátækt verkafólk til að lifa með sjálfsvirðingu og reisn, jafnvel ná sér niðri á vondum húsbændum? Vilhelm er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norður- landi vestra og ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags. Hann lauk doktors- prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Bók hans, Sjálfstætt fólk. Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld, var árið 2018 tilnefnd til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna, viðurkenningar Hagþenkis og menn- ingarverðlauna DV. Hver voru kjör og hlutskipti vinnuhjúa á 19. öld? SAGNFRÆÐIKAFFI Í SPÖNGINNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.