Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 Nú þegar ég kveð ömmu mína koma margar minningar og persónueinkenni upp í kollinn. En mér finnst ég ekki geta dregið upp mynd af ömmu án þess að taka fram að hún var Vestfirðingur í húð og hár, bjó yfir „vestfirskri þrjósku“ og þekkti alltaf aðra Vestfirðinga af „vestfirska glottinu“. Prakkaraskapur og uppá- tækjasemi fylgdu ömmu alla tíð. Í hinum ýmsu kaupfélögum sem hún vann í um landið í áratugi hélt hún uppi góðri stemningu með gríni og góðlátlegum hrekkjum. Við amma brölluðum líka ýmislegt saman og höfum ófá prakkarastrikin að baki. Verslunarstarfið átti vel við ömmu sem var ákveðin í því frá unga aldri að verða „búðarkona“. Hún var sölumaður fram í fing- urgóma og með því skemmtileg- asta sem hún gerði í seinni tíð var að selja eigið handverk á föstudögum á sumrin í anddyri Samkaupa eða Nettó. Heima í Borgarnesi fór amma yfirleitt í kaupfélagið á hverjum degi. Þegar ég var yngri og oft í pössun hjá ömmu, fórum við iðu- lega í labbitúr út í kaupfélag. Þá keypti amma alltaf eitthvert gotterí sem við borðuðum á heimleiðinni þegar við settumst á bekk í „Buskanum“ eða upp á hæð til að hvíla okkur og borða nesti. Ég er sannarlega heppin að hafa fengið að hafa ömmu svona lengi hjá mér og það voru for- réttindi að fá að alast upp með henni í sama húsi. Alltaf var gott að geta skroppið niður til ömmu. Þar áttum við ófáar gæðastundir saman við handavinnu, spjall, sögustundir og gripum oft í spil og þá sérstaklega „þjóf“. En einu skiptin sem amma fékk útrás fyr- ir að stela voru í því spili. Annars lagði amma mikið upp úr því að standa þjófa að verki í búðum sem hún vann í í gegnum tíðina. Hjálpsemi og dugnaður eru eiginleikar sem einkenndu ömmu hvað mest, auk stundvísi. En hún sagði manni stundum söguna af því þegar hún mætti í eitt skipti aðeins of seint til vinnu. Þá leið henni mjög illa og þeirri stundu gleymdi hún aldrei. Amma var líka mjög hreinskilin. Máls- hátturinn „oft má satt kyrrt liggja“ hafði lítið vægi í hennar augum. Hún sagði bókstaflega það sem henni fannst. Amma var líka mjög forvitin eða fróðleiksfús eins og hún kaus að kalla það. Flestir lesa jóla- kortin sín á aðfangadag eða um jólin. Það gerði amma að vísu líka, en það var þá ekki í fyrsta skipti sem hún las þau. Hún gat aldrei stillt sig um að opna og skoða jólakortin um leið og hún fékk þau, þar sem forvitnin hafði ansi sterk tök á henni. Amma var mjög flink á ýmsum sviðum. Hún þurfti alltaf að vera að gera eitthvað í höndunum og sat aldrei aðgerðalaus. Handverk hennar sem var mjög fjölbreyti- legt gæti eflaust fyllt heilan íþróttasal. Hún var mjög vand- virk og fljót við verkin, eins og til dæmis að prjóna. Hún gat verið búin að prjóna heilan vettling þó að maður liti ekki nema örskots- stund af henni. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar og fyrir allt sem þú hefur kennt mér og ég mun halda áfram að reyna að tileinka mér betur. Efst í huga mér er Guðrún Beta Grímsdóttir ✝ Guðrún BetaGrímsdóttir fæddist 25. maí 1923. Hún andaðist 17. febrúar 2019. Útför Guðrúnar fór fram 22. febr- úar 2019. mikill söknuður, enn meira þakklæti og heill hellingur af góðum minningum sem munu aldrei fara neitt. Þín ömmustelpa, Meira: mbl.is/minn- ingar Sesselja Hregg- viðsdóttir. Það er með söknuði en þó um- fram allt miklu þakklæti sem ég kveð ömmu mína, Guðrúnu Betu Grímsdóttur, í dag. Amma var mikill dugnaðarforkur enda þurfti hún snemma að bera mikla ábyrgð á æskuheimili sínu. Hún sinnti þar margvíslegum störfum og réri meðal annars til fiskjar með föður sínum ung að árum. Þessi dugnaður og harka, eða „vestfirska þrjóska“ eins og hún orðaði það, voru einkennandi fyr- ir hana alla tíð. Fyrstu ár ævi minnar ólst ég upp á heimili afa og ömmu þar sem móðir mín bjó hjá þeim. Síð- ar, eftir að Einar afi minn dó, bjó amma í íbúð í sama húsi og við. Hjá henni átti ég alltaf öruggt skjól og við systkinin nutum þess að hafa hana í svo mikilli nálægð. Það var alltaf hægt að leita til hennar. Amma var mikil handverks- kona og hvort sem það var saumaskapur, útskurður, smíðar eða hvað annað þá lék allt í hönd- unum á henni. Hún hafði mikinn áhuga á að prófa nýja hluti og fór á margvísleg námskeið til að auka þekkingu sína. Það sem liggur eftir hana af fatnaði, prjónavörum og hvers kyns sauma- og handverksmunum er gríðarmikið. Amma var mikil samvinnu- manneskja og starfaði stóran hluta starfsævinnar í kaupfélög- um víðs vegar um landið, lengst þó hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Hjá henni var hugsjónin og gengi samvinnuhreyfingarinnar mun mikilvægari en eigin frami. Á ferðum hennar um landið var alltaf stoppað í kaupfélögum og helst verslaði hún ekki annars staðar. Staðfastari liðsmaður samvinnuhreyfingarinnar var vandfundinn. Það var alltaf gestkvæmt hjá ömmu og gestir hjá henni gátu reitt sig góðar móttökur. Hún bakaði óhemju mikið og því skorti aldrei neitt upp á veitingar nema síður sé. Vinir og vanda- menn voru duglegir að koma í heimsókn en einnig áttu vísar veitingar hjá henni ýmsir sem líkast til voru ekki aufúsugestir alls staðar. Hún gerði engan mannamun. Einstök kona er horfin á braut en minning hennar lifir í hugum okkar sem vorum það lánsöm að deila lífinu með henni og kynnast henni. Einar Guðmar Halldórsson. Elsku amma. Tilhugsunin um að sjá þig ekki aftur er óbærileg en á sama tíma er ég ólýsanlega þakklát fyrir tímann sem ég fékk með þér. Að fá að alast upp á sama heimili og þú, við uppi og þú niðri, var ómetanlegt. Ég gat alltaf leitað til þín, hvort sem eitthvað bjátaði á eða þegar ég var uppfull af hug- myndum sem varð að fram- kvæma undir eins! Hillur voru smíðaðar, hár klippt og saumuð föt. Einum Páls Óskars-búningi var hent saman í hvelli, pleður- buxur og púffermar á 10 ára gamalt ömmubarnið. Allt kunnir þú elsku amma. Við fórum oft í bíltúr upp í litla bústaðinn þinn rétt fyrir utan Borgarnes og sungum við þá há- stöfum tímalausa slagara, s.s Gunna var í sinni sveit og Nú blika við sólarlag alla leiðina (að frátöldum þeim skiptum sem Magnús bróðir slóst í för). Við hlustuðum á fuglana, leituðum að ummerkjum um rjúpuna og fundum hreiður. Stundum fórum á ruslahaug- ana á bakaleiðinni og þú leyfðir mér að hirða einhverjar gersem- ar til að föndra úr. Ég er að hugsa það fyrst núna hvort þú hafir bara verið að losa þig við rusl úr bústaðnum og tekist í leiðinni að gera ruslaferðina að ógleymanlegu ævintýri? Þú hafðir sterka tengingu við dýr „Þetta er nú það algáfaðasta dýr sem ég veit um!“ sagðir þú í aðdáunartón í hvert skipti sem þú kynntist nýju dýri. Þú tengdir sérstaklega við fugla, talaðir oft um að þú öfundaðir þá af því að geta flogið. Þú sagðir mér oft söguna af gæsinni sem bjó hjá þér og sérstöku vinasambandi ykkar. Þú bjargaðir líka ófáum fuglum sem kettirnir færðu okk- ur eða festust í netinu hjá pabba. Þegar ég kynnti þig fyrir Sigga mínum, ég 16 ára og hann 17, þótti þér strax mikið til hans koma. Mögulega spilaði það inn í að hann var að læra smíði. Ykkur þótti afar vænt um hvort annað, hann kallaði þig strax ömmu og þótti töff að geta fengið verkfæri og vélar lánaðar hjá þér, en í mínum huga var ekkert eðli- legra. Þú tókst langömmuhlutverkið með trompi, kenndir krökkunum handavinnu, sagðir þeim sögur að vestan og sýndir þeim alúð og athygli. Vestfirðirnir voru þér kærir og minningin um ferðina með þér um heimaslóðir þínar sumarið 2012 og sögurnar sem þú sagðir okkur þar munu ylja okkur fjöl- skyldunni um ókomin ár. Undir það seinasta talaðir þú oft um með mikilli eftirsjá hve heitt þú þráðir að fara í hús- mæðraskólann en ekki haft tök á. En elsku amma, hvað hefðir þú átt að læra þar? Þú kunnir allt og meira til. Fyrir mér varstu saumakona, bakari, smiður, sjómaður, hönn- uður, læknir og svo margt fleira. Þú ert og verður áfram fyr- irmynd mín í lífinu Elsku amma, lagið okkar: Gunna var í sinni sveit saklaus prúð og undirleit, hláturmild, en helst til feit, en hvað er að fást um það. Svo eitt haust kom mærin með mjólkurbíl um leið og féð, henni var það hálft um geð, en hvað er að fást um það. Svo leigði hún sér kvistherbergi upp við Óðinstorg og úti fyrir blasti við hin syndumspillta borg. Engum bauð hún upp til sín og aldrei hafði hún bragðað vín, horfði bara á heimsins grín, en hvað er að fást um það. (Haraldur Á. Sigurðsson) Guðrún Jóna og fjölskylda. Mig langaði að hann gæti lifað lengur út af því að ég elskaði hann svo mikið. Hann var bestur. Hann var góður langafi og við söknum hans. Bragi Fjölnisson. Öðlingurinn Guðmundur H. Gíslason, tengdafaðir systur minnar, er nú genginn á vit feðra sinna. Frá fyrstu kynnum höfum við öll í minni fjölskyldu átt í afar góðu sambandi við Guðmund og Eyju, hans ljúfu og kæru eigin- konu. Þau gengu í sama takti í marga áratugi og áttu gott líf, eignuðust Viggó og Gunna, sól- argeislana sína, sem hafa eflaust verið handfylli fyrst framan af. Ég er viss um að annar þeirra hafi verið aðeins baldnari en hinn, þó ég hafi ekkert fyrir mér í því og það hafi aldrei verið við- urkennt í mín eyru. Úr þessum efniviði uxu prýðismenn, sem erfðu alla bestu eiginleika for- eldra sinna. Þessir sólargeislar eru nú að verða gamlir karlar, þó ekki eins gamlir og ég. Guðmundur var alltaf boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda og gilti þá einu hvort um var að ræða fólk honum nátengt eða ekki. Ef Guðmundi var rétt hjálparhönd, þá varð að endur- gjalda það margfalt, annað tók hann ekki í mál. Þar studdi Eyja hann heilshugar. Við hittum Guðmund og Eyju reglulega í ótal fjölskylduboðum hjá Sirrý og Gunna í gegnum tíð- ina, en einnig við önnur tækifæri, svo sem heima hjá þeim sjálfum, en þau voru höfðingjar heim að sækja. Guðmundur var ljúfur í viðmóti og góður við alla, aldrei með hávaða eða bægslagang, en Guðmundur H. Gíslason ✝ Guðmundur H.Gíslason fædd- ist 16. júlí 1930. Hann lést 16. febr- úar 2019. Útförin fór fram 22. febrúar 2019. þó þykist ég þess fullviss að skaplaus hafi hann ekki verið, en farið sparlega með það og aðeins notað þegar það átti við, sem getur ekki hafa verið mjög oft. Hann var mikill fjölskyldumaður og hugsaði vel um sitt fólk, ekki síst af- komendur sína og tengdadóttur og var afar stoltur af þeim, enda full ástæða til. Af- komendahópur hans er ekki stór og því nokkuð auðvelt að fylgjast vel með öllu sem var að gerast í þeirra lífi, sem hann gerði allt til síðasta dags, af veikum mætti þó undir það síðasta. Í lok síðasta árs hittum við Guðmund heima hjá Sirrý og Gunna í síðasta sinn. Hann fór þá hægt yfir og átti erf- iðara með að fylgja eftir öllu því sem var að gerast, en lagði sig all- an fram. Þannig var Guðmundur. Guðmundur var varla nefndur án þess að Eyja væri nefnd í sömu andránni. Þau voru sam- heldin hjón, studdu hvort annað og gerðu alla hluti saman. Nú skiljast leiðir þeirra um sinn, en Eyja verður ekki ein, hún er um- vafin sínu nánasta fólki sem ég veit að mun hugsa vel um hana. Við öll í Brekkuhvammi 9 og Þrastahrauni 5 minnumst allra góðu stundanna með Guðmundi með hlýju og sendum Eyju, Viggó, Gunna, Sirrý og þeirra af- komendum og tengdabörnum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minningin um góð- an mann ylja þeim. Margrét Kristinsdóttir. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu, móður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR BJÖRGVINSDÓTTUR, Digranesheiði 34, Kópavogi. Ættingjum, vinum og öðru samferðafólki þökkum við tryggð, vináttu og góðar minningar. Haukur Hannibalsson Heiða Jóna Hauksdóttir Arnar B. Stefánsson Hanna Þóra Hauksdóttir Björgvin Jónas Hauksson Cinzia Fjóla Fiorini Birgir Már Hauksson Harpa Rós Jónsdóttir Sigrún Edda Hauksdóttir Guðbjartur P. Árnason Besti vinur minn, sálufélagi og ástkær eiginkona, mamma, amma, tengdamamma og systir, GUÐRÚN HÖRN STEFÁNSDÓTTIR sjúkraliði, lést á líknardeild Landspítalans 4. febrúar. Útför fór fram þriðjudaginn 12. febrúar. Jarðsett verður í duftreit Fossvogskirkjugarðs 4. júlí í sumar. Sverrir Þór Kristjánsson Gunnar Rúnarsson Nína Rún Nielsen Gréta Sif Sverrisdóttir Ólafur Atli Ólafsson Þórhildur Sverrisdóttir Stefán Agnar Gunnarsson Axel Þór Gunnarsson Rakel Ósk Ólafsdóttir Stefán Kári Ólafsson Kristjana Rögn Friðriksdóttir Sigurþór Rafn Friðriksson Tómas Bergmann Hallgrímur Stefánsson Guðmundur Stefánsson Ástkær systir okkar, KRISTÍN J. BJÖRGVINSDÓTTIR DESMIER, Stína, lést á líknardeild í Englandi að morgni fimmtudags 14. febrúar eftir baráttu við erfið veikindi. Jarðarför fer fram í Englandi miðvikudaginn 27. febrúar. Fyrir hönd eftirlifandi maka, barna og barnabarna, Steinþór Björgvinsson Bryndís Gestsdóttir Ægir Björgvinsson Hrönn Sigurðardóttir Björn Þ. Björgvinsson Anna Björg Sigurbjörnsdóttir Dóra H. Björgvinsdóttir Sigurður Einarsson Alda Björgvinsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGI SIGURÐUR HELGASON, Kirkjuvöllum 9, Hafnarfirði, andaðist fimmtudaginn 14. febrúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 28. febrúar klukkan 13. Árný Arnþórsdóttir Helgi S. Ingason Hanna Bára Guðjónsdóttir Arnar Þórir Ingason Hrönn Sævarsdóttir Birgir Ómar Ingason Jóna Marý Hafsteinsdóttir afabörnin Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar, bróðurs og mágs, ÞÓRIS MAGNÚSSONAR málarameistara. Svava Svavarsdóttir Magnús Þórisson Anna Karen Þórisdóttir Þórey Sif Þórisdóttir Árdís Svanbergsdóttir Ragnar Magnússon Kristín Steindórsdóttir Einar Magnússon Guðný Sigurharðardóttir Ottó Magnússon Guðrún Gísladóttir Svavar Konráðsson Anna Friðriksdóttir Anna Soffía Svavarsdóttir Halldór G. Halldórsson Konráð Svavarsson Pálmey Sigtryggsdóttir Sigurður Örn Svavarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.