Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
Lífið getur varla verið betra en nú. Þessa stundina erum við fjöl-skyldan í stuttu fríi hér suður í Sviss þar sem við heimsækjumgóða vini og erum á skíðum. Það er fínt að halda upp á afmæl-
ið hér. Við höfum áður farið um þessar slóðir og í fyrra vorum við í
nokkra daga við Gardavatnið á Ítalíu. Suður-Evrópa er heillandi
svæði,“ segir Ágúst Guðjónsson, bóndi á Læk í Flóa, sem er 46 ára í
dag.
Ágúst ólst upp á Selfossi en hefur alltaf haft sterk tengsl út í sveit-
irnar. „Ég fór á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi og lærði síðan
iðnaðartæknifræði. Vann svo í mörg ár hjá Sláturfélagi Suðurlands á
Hvolsvelli og stýrði framleiðslumálum í verksmiðju félagsins þar.
Samt bjó alltaf í undirmeðvitundinni að gerast bóndi og þegar auglýst
var eftir áhugasömum leigjendum að jörðinni Lækur, sem er í gamla
Hraungerðishreppnum, slógum við til, sendum inn umsókn og feng-
um jörðina til ábúðar. Og hér erum við í dag, höfum um 50 kýr í fjósi,
og nokkur hross og gengur vel,“ segir Ágúst og bætir við að bú-
skapurinn sé í senn starf sitt og áhugamál.
„Mér finnst fátt skemmtilegra en komast á hestbak; þó ekki sé
nema hér um lágsveitir Flóans þar sem ég á frændfólk á mörgum
bæjum. Sveitin er lífið,“ segir Ágúst, sem er kvæntur Margréti Drífu
Guðmundsdóttur. Þau eiga fimm börn; Ásdísi sem er tvítug, Brynhildi
18 ára, Helenu 16 ára, Katrínu 13 ára og yngstur er Benóný 10 ára.
„Fjórar stelpur og einn strákur sem er yngstur; alveg eins og hjá for-
eldrum mínum,“ segir Ágúst sem er sonur þeirra Ásdísar Ágústs-
dóttir frá Brúnastöðum í Flóa og Guðjóns Axelssonar, Landeyings,
sem lengi var lögregluþjónn á Selfossi. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bóndinn Fátt er skemmtilegra en að fara á hestbak, segir Ágúst.
Sveitin er líf mitt
Ágúst Guðjónsson er 46 ára í dag
T
víburasystkinin Dagný
Elíasdóttir og Valdimar
Elíasson eru fædd á
Hellissandi 23. febrúar
1949. Þau ólust þar upp
til unglingsára ásamt fimm systkinum
sínum og ástríkum foreldrum í húsinu
Sandholti er stóð við Gerðalá. Heim-
ilið var yfirleitt nefnt Lá og fjölskyldan
kennd við það nafn og talað um, að búa
í Lá eða Lánni eins og sagt var stund-
um. Systkinahópurinn í Lá bjó við gott
atlæti á Hellissandi og ekki spillti fyrir
að móðurforeldrar þeirra Valdimar og
Svanfríður bjuggu í plássinu svo og
amma þeirra í föðurætt Jóhanna Guð-
rún Elíasdóttir.
Að loknu unglingaprófi hleyptu þau
tvíburasystkinin fljótlega heimdrag-
anum og fluttu til Reykjavíkur.
Dagný gifti sig 1968 Ólafi B. Ólafssyni
og fluttist til Hafnarfjarðar þar sem
þau hjónin stofnuðu heimili. Eftir
nokkurn tíma í Hafnarfirði hóf Dagný
störf við Hárgreiðslustofu Vestur-
bæjar og settist síðan á skólabekk í
Iðnskólanum í Hafnarfirði og lauk
hárgreiðslunámi 1974.
Dagný varð meistari í sinni grein
og rak eigið fyrirtæki, Hárgreiðslu-
stofu Dagnýjar á árunum 1976-86. Á
árunum 1980-1986 bjuggu þau Dagný
og Ólafur á Álftanesi en fluttu þá til
Danmerkur, þar sem þau áttu heima í
eitt ár. Að lokinni Danmerkurdvöl-
inni, árið 1987, flutti Dagný ásamt
fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og
Dagný og Valdimar Elíasarbörn – 70 ára
Afmælisbörnin og makar Valdimar og Dagný í miðið ásamt mökum, Fríðu Hjálmarsdóttur og Ólafi B. Ólafssyni.
Hafa bæði yndi af
söng og eru létt í lund
Á jólum 2016 Elías, Dagný Rós Elíasdóttir, Dagný, Ólafur, Ólafur Björn,
sonur Ingibjargar Aldísar sem vantar á myndina, og Karen, kona Elíasar.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Loksins fáanlegir
aftur á Íslandi
www.velaborg.is | Járnhálsi 2-4 | 110 Reykjavík | Sími 414-8600
LYFTARARNIR
Frábær
ending
Gott verð
Reykjavík Björgvin Þór
Björgvinsson fæddist á
kvennadeild Landspítala
23. júní 2018 kl. 5.30.
Hann vó 4,3 kg og var
54,5 cm á lengd. For-
eldrar eru Þórunn Helga
Þórðardóttir og Björgvin
Grétarsson.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.