Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Frá því að gjaldeyriseftirliti var
komið á laggirnar innan Seðlabanka
Íslands um mitt ár 2009 hafa 557 mál
verið skráð í skjalavistunarkerfi
bankans er varða rannsókn á meint-
um brotum gegn lögum um gjald-
eyrishöft. Af þessum málum hefur
Seðlabankinn kært 113 mál í samtals
24 kærum, vegna þess sem kallað er
„meiri háttar brot“ gegn lögum og
reglum um gjaldeyrismál. Seðla-
bankinn hefur hætt rannsókn í 315
málum eða fellt þau niður. Þetta
kemur fram í skriflegu svari Katr-
ínar Jakobsdóttur forsætisráðherra
við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar
alþingismanns.
Í svarinu kemur einnig fram að
bankinn hafi tekið ákvörðun í 10 mál-
um fyrir brot á lögum og reglum um
gjaldeyrismál og að þar af hafi sjö
málum lokið með stjórnvaldssekt. Þá
hafi Seðlabankinn á grundvelli heim-
ilda þar um lokið samtals 31 máli með
sátt við þá aðila sem rannsóknir
bankans beindust gegn.
114,2 milljónir felldar niður
Í fyrirspurn Birgis fólst beiðni um
að fá sundurliðaðar upplýsingar um
sektarfjárhæðir eða þær fjárhæðir
sem um var að ræða í þeim málum
sem lokið var með sátt.
Í svari ráðherra kemur fram að
heildarfjárhæð sektargreiðslna sam-
kvæmt stjórnvaldsákvörðunum og
sáttum hafi numið í heild 204,3 millj-
ónum króna. Af því hafi 115,8 millj-
ónir komið til vegna stjórnvalds-
ákvarðana og 88,5 á grundvelli sátta.
Athygli vekur að fjárhæðir einstakra
mála hafa verið mjög misjafnar að
umfangi. Hæsta stjórnvaldsákvörð-
unin hljóðaði upp á 75 milljónir en
lægsta fjárhæðin í sáttarmálum nam
15 þúsund krónum.
Flest málin voru útkljáð árið 2014
eða 11 talsins. Námu fjárhæðir í þeim
málum ríflega 37,4 milljónum króna.
Árið 2015 voru málin átta talsins og
fjárhæðirnar 22,5 milljónir tæpar.
Umfangsmestu málin voru útkljáð á
vettvangi gjaldeyriseftirlitsins árið
2016. Þau voru sex talsins og fjár-
hæðirnar sem um var að tefla 120,9
milljónir króna. Á árinu 2017 var
málið aðeins eitt og sátt gerð í því
máli upp á 22,5 milljónir króna. Árið
2018 var ein sátt gerð upp á 185 þús-
und krónur.
Afturreka í þremur málum
Í þremur tilvikum hefur Seðla-
bankinn verið gerður afturreka með
sektarákvarðanir sínar. Það hefur
gerst með dómsniðurstöðu Hæsta-
réttar í dómum nr. 463, 638 og 639 ár-
ið 2017. Í fyrstnefnda málinu var
bankinn gerður afturreka með 15
milljóna stjórnvaldssekt gegn Sam-
herja hf. Í síðarnefndu málunum
tveimur voru felldar niður sektar-
ákvarðanir að fjárhæð 99,2 milljónir
króna gagnvart félaginu Rask ehf. en
félagið er í eigu bræðranna Ágústs
og Lýðs Guðmundssona, sem oftast
eru kenndir við félagið Bakkavör.
Dómsniðurstöðurnar þrjár valda því
að 56% þeirrar fjárhæðar sem bank-
inn hafði krafið einstaklinga og fyr-
irtæki um, sem hann taldi að gerst
hefðu brotleg við gjaldeyrislög, hafa
verið endurgreidd.
Afrakstur gjaldeyriseftirlits
Seðlabankans í formi sekta síðasta
áratuginn nemur því ríflega 90,1
milljón króna.
Milljarða kostnaður
Í fyrirspurn Birgis til forsætisráð-
herra var grennslast eftir kostnaði
við rekstur gjaldeyriseftirlitsins frá
þeim tíma er því var komið á lagg-
irnar um mitt ár 2009.
Í svari ráðherra kemur fram að
fram til ársins 2013 hafi kostnaði við
rekstur Seðlabankans ekki verið
skipt niður á einstök svið hans. Því ná
tölurnar í svari ráðherra aðeins yfir
sex ára tímabil, þ.e. frá 2013 til 2018.
Í því kemur fram að heildarkostnað-
ur við eftirlitið hafi numið 1.547 millj-
ónum króna. Mestur var kostnaður-
inn 332,2 milljónir árið 2017 en að
meðaltali hefur hann numið 257,9
milljónum á ári. Sé meðaltalskostn-
aðurinn yfirfærður á þann áratug
sem eftirlitið hefur starfað má gera
ráð fyrir að kostnaður við eftirlitið
stappi nærri 3 milljörðum króna.
Í tölum ráðherra er hins vegar
ekki að finna málskostnað bankans,
sem til hefur fallið vegna starfsemi
eftirlitsins. Það skýrist af því að sá
kostnaður fellur í bókhaldi bankans
undir svið lögfræðiráðgjafar og er
ekki sundurgreinanlegur milli sviða.
Ríflega helmingur sekt-
anna verið felldur niður
3
19
9
21 21
9
20
16
24
15
Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands
Rannsóknir 2010-2018 Sektir 2012-2018
Heildarfjárhæð
álagðra sekta
Niðurfelldar
sektir
*Lögfræðikostnaður undanskilinn, kostnaður
við gjaldeyriseftirlit var ekki sérgreindur fram
til 2013 í bókhaldi Seðlabankans
1.547 milljónir kr. var rekstrarkostnaður við gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands 2013-2018*
Fjöldi stöðugilda
2010-2019
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Rannsökuð
mál
Rannsókn
felld niður
eða hætt
Kærð
mál
537
315
113
204.335.000 kr.
114.200.000 kr.
75.000.000 kr. er hæsta álagða sektin
15.000 kr. er lægsta álagða sektin á tímabilinu
Kostnaður við gjaldeyriseftirlit Seðlabankans nam 1,5 milljörðum á sex ára tímabili
22 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
23. febrúar 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.4 119.96 119.68
Sterlingspund 156.03 156.79 156.41
Kanadadalur 90.44 90.96 90.7
Dönsk króna 18.133 18.239 18.186
Norsk króna 13.835 13.917 13.876
Sænsk króna 12.761 12.835 12.798
Svissn. franki 119.15 119.81 119.48
Japanskt jen 1.0778 1.0842 1.081
SDR 166.12 167.12 166.62
Evra 135.32 136.08 135.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.3836
Hrávöruverð
Gull 1335.05 ($/únsa)
Ál 1857.5 ($/tonn) LME
Hráolía 67.05 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Stjórn Iceland Seafood International
hefur ákveðið að hefja sameiningu á
tveimur dótturfélögum sínum á Spáni,
Iceland Seafood Spain og Icelandic
Ibérica. Félagið Icelandic Ibérica varð
hluti af ISI-samsteypunni í september á
síðasta ári, í kjölfar kaupa ISI á Solo
Seafood sem þá var aðaleigandi Ice-
landic Ibérica.
Markmið samrunans er í tilkynningu
sagt vera að styrkja enn frekar mark-
aðsstöðu félagsins í Suður-Evrópu, þar
sem fyrirtækin séu leiðandi í léttsölt-
uðum og söltuðum þorski. Samanlögð
velta félaganna tveggja er þá sögð vera
um 180 milljónir evra. Þessi tvö fyrir-
tæki verða stærsta einstaka eining inn-
an ISI-samsteypunnar að samruna
loknum. Félögin eru með starfsemi víðs
vegar á Spáni og á Ítalíu en þau fram-
leiða og selja afurðir undir vinsælum og
þekktum vörumerkjum í Suður-Evrópu.
Magnús B. Jónsson, núverandi for-
stjóri Iceland Seafood Spain, tekur við
sameinuðu félagi.
Sameinar tvö dóttur-
félög sín á Spáni
STUTT
Ný útlán viðskiptabankanna, að frádregnum uppgreiðslum, með veði í hús-
næði reyndust 11,3 ma. í janúar. Þetta kemur fram í tölum frá Seðlabanka
Íslands. Í gögnunum kemur fram að af þessari fjárhæð hafi óverðtryggð
útlán numið tæplega 10,1 ma., króna en að tæplega 1,2 ma. hafi verið veitt-
ir í formi verðtryggðra lána. Verðtryggð lán með breytilega vexti drógust
saman um tæpar 310 milljónir króna en ný verðtryggð útlán með föstum
vöxtum námu tæpum 1,5 milljörðum króna. Staðan á lánamarkaði hefur
snúist við frá því í janúar 2018. Þá lánuðu bankarnir 5,3 ma. í formi verð-
tryggðra húsnæðislána og 3,9 ma. í formi óvertryggðra lána.
Langmest í óverðtryggðu
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
VELKOMIN Í
URÐARAPÓTEK
Ætlar þú að gleðja þinn
elskhuga á konudaginn?
Mikið úrval af
fallegri gjafavöru
...dekurvörur og
fallegar vörur
fyrir heimilið
Bjóðum upp á
innpökkun
KRINGLAN
saltverslun