Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 GVO barnaumgjarðir í miklu úrvali Það er vinna að vera í skóla og svo er gaman að leika sér og þá vill maður sjá vel! Leyfðu barninu að njóta frelsis í leik og starfi með óbrjótanlegum barnagleraugum Göngugötunni Mjódd, Álfabakka 14a, s. 527 1515, gleraugnabudin.is, opið 10-18, laugardaga 11-16. Persónuleg og fagleg þjónusta V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til Til átaka kom milli hermanna og andstæðinga sósíalistastjórnarinnar í Venesúela við landamærin að Bras- ilíu í gær eftir að leiðtogi hennar, Nicolás Maduro, ákvað að loka þeim. Hann hótaði einnig að loka öllum landamærunum að Kólumbíu til að hindra að andstæðingar hans gætu flutt matvæli og lyf til Venesúela. Óðaverðbólga vegna efnahags- óstjórnar hefur orðið til þess að margir íbúar Venesúela hafa ekki efni á að kaupa matvæli, lyf og aðrar lífsnauðsynjar. Stjórn Bandaríkj- anna hyggst senda hjálpargögn að landamærunum að Venesúela en Maduro neitar því að þörf sé á neyðaraðstoð og sakar bandarísk stjórnvöld um að vera að undirbúa hernaðaríhlutun í Venesúela. Andstæðingar sósíalistastjórnar- innar, undir forystu Juans Guaidós, forseta þingsins, vonast til þess að geta sótt matvæli og lyf sem safnað hefur verið í Brasilíu og Kólumbíu og flutt þau yfir landamærin til Vene- súela í dag. Guaidó hefur lýst sig þjóðhöfðingja landsins þar til kosn- ingar hafa farið fram og tugir ríkja hafa lýst yfir stuðningi við hann. Breski viðskiptajöfurinn Richard Branson skipulagði tónleika sem voru haldnir í gær nálægt Tienditas- brú við landamæri Kólumbíu að Venesúela í því skyni að safna fé til kaupa á matvælum og lyfjum handa Venesúelabúum. Sósíalistastjórnin stóð á sama tíma fyrir tónleikum inn- an landamæra Venesúela, aðeins um 300 metra frá brúnni. Þótt Maduro segi að ekki sé þörf á neyðaraðstoð í landinu hefur hann skýrt frá því að Rússar ætli að senda þangað um 300 tonn af matvælum. Sögð undirbúa hernaðaríhlutun Talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að tilraun- irnar til að flytja matvæli yfir landa- mærin gætu leitt til átaka og Bandaríkjastjórn kynni að notfæra sér þau til að réttlæta hernaðaríhlut- un með það að markmiði að steypa Maduro af stóli. Talsmaðurinn sak- aði stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins um að hafa séð and- stæðingum sósíalistastjórnarinnar fyrir vopnum og sagði að her Banda- ríkjanna hefði sent sérsveitir og vopn að landamærum Venesúela. bogi@mbl.is AFP Styrktartónleikar Mikið fjölmenni var á tónleikum sem haldnir voru við landamærin að Venesúela til að safna fé fyrir mat handa íbúum landsins. Átök við landamærin  Reynt að hindra neyðaraðstoð 1km San Antonio Del Tachira Villa del Rosario Urena Tienditas CÚCUTA KÓLUMBÍA VENESÚELA Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur komið í veg fyrir flutninga á mat og lyfjum til landsins Landamæri Venesúela að Kólumbíu Heimildir: Tollgæslu- og fólksflutningastofnun Kólumbíu, herVenesúela, venezuelaaidlive.com,map4news/©HERE 7 landamærastöðvar Camilo Daza- flugvöllur 2.200 km löng landamæri 268 smyglleiðir 30 á milli borgarinnar Cúcuta í Kólumbíu og Venesúela Cúcuta Urena BOGOTÁ KARAKAS KÓLUMBÍA VENESÚELA 150 km 1 km BRASILÍA Karíbahaf Francisco de Paula Santander- brú Tienditas-brú** **Her Venesúela hefur lokað henni Lyf ogmatvæli frá Bandaríkjunum Simon Bolivar- brú Indversk kona tekur þátt í göngu gegn ofbeldi gagnvart konum í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands. Þúsundir kvenna tóku þátt í svo- nefndri Virðingargöngu sem hófst í Mumbai 20. desember og lauk í Nýju-Delí í gær. Þátttakendurnir gengu alls 10.000 kílómetra leið þvert yfir Indland. Markmiðið með göngunni var að vekja athygli á málstað kvenna sem hafa sætt of- beldi og hvetja stjórnvöld til að- gerða með það að markmiði að binda enda á kynferðisofbeldi gagnvart konum og börnum. AFP Ganga gegn ofbeldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.