Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019
Njóttu þess að hlakka til
Afbragðs þjónusta
og frábær verð
Lúxuslíf með VITA
5 stjörnu hótel á Bodrum
2. júní, 8 nætur – allt innifalið
frá189.900 kr.
á mann miðað við tvo í tvíbýli
Salmakis Resort ★★★★★
Veður víða um heim 8.3., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Hólar í Dýrafirði -2 heiðskírt
Akureyri -7 heiðskírt
Egilsstaðir -7 skýjað
Vatnsskarðshólar 1 skýjað
Nuuk 1 skýjað
Þórshöfn 1 alskýjað
Ósló 1 rigning
Kaupmannahöfn 5 léttskýjað
Stokkhólmur 3 rigning
Helsinki 3 rigning
Lúxemborg 8 rigning
Brussel 9 skýjað
Dublin 10 rigning
Glasgow 5 rigning
London 8 skúrir
París 10 skýjað
Amsterdam 8 rigning
Hamborg 7 skúrir
Berlín 8 léttskýjað
Vín 12 heiðskírt
Moskva 2 rigning
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 14 léttskýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 15 skýjað
Aþena 16 heiðskírt
Winnipeg -9 snjókoma
Montreal -6 léttskýjað
New York 0 rigning
Chicago 0 snjókoma
Orlando 22 heiðskírt
9. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:08 19:10
ÍSAFJÖRÐUR 8:16 19:12
SIGLUFJÖRÐUR 7:59 18:54
DJÚPIVOGUR 7:38 18:38
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag Suðlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með
köflum, en stöku él við suðurströndina. Frost 1 til 6
stig, en frostlaust suðvestantil. Á mánudag Vaxandi
austlæg átt og þykknar upp, víða rigning síðdegis.
Austlæg eða breytileg átt, víða 5-13 m/s. Víða él, einkum við ströndina, en þurrt um landið norð-
vestanvert. Hiti 0 til 3 stig sunnan- og vestantil, en annars 2 til 10 stiga frost. Dregur úr frosti.
Guðni Einarsson
Snorri Másson
Magnús Heimir Jónasson
Nokkur teymi verkfallsvarða Efl-
ingar heimsóttu hótel í gær sam-
kvæmt fyrirfram gerðri áætlun.
Nokkuð var um verkfallsbrot, sam-
kvæmt tilkynningu frá Eflingu, en í
flestum tilvikum voru þau ekki um-
fangsmikil eða gróf. Verkfallsvörð-
unum var almennt vel tekið og þeim
leyft að skoða helstu rými hótel-
anna.
Annasamur dagur í dag
Efling safnaði upplýsingum um öll
verkfallsbrotin og mun félagið funda
með lögmanni sínum eftir helgina og
ræða um hvernig málum verður
fylgt eftir.
Reiknað er með að dagurinn í dag
verði erfiðari en hefðbundinn laug-
ardagur hjá Íslandshótelum, að sögn
Davíðs Torfa Ólafssonar fram-
kvæmdastjóra. Hann reiknaði með
að fleiri starfsmenn verði boðaðir til
starfa við hreingerningar en venju-
lega til að vinna upp gærdaginn.
Einhverjir höfðu líka boðist til að
mæta aukalega til vinnu í dag.
Sem kunnugt er lögðu um 700 fé-
lagsmenn Eflingar sem vinna við
þrif á hótelum niður störf. Flestir
æðstu yfirmenn á hótelum á fé-
lagssvæði Eflingar tóku að sér að
þrífa hótelbergi eftir að þernur
lögðu niður störf í gær.
Davíð sagði að flest hafi gengið
samkvæmt áætlun á meðan verkfall-
ið stóð í gær. „Þetta var ekkert pa-
nikkástand heldur bara unnið í góðri
sátt við starfsfólkið okkar,“ sagði
hann. Davíð, eigendur og nátengd
fjölskylda eigenda unnu saman að
því að koma herbergjum í stand fyr-
ir þá sem innrituðust á hótelin í gær.
Íslandshótel reka sex hótel í Reykja-
vík, með ríflega 1.000 herbergjum
samtals. „Þeir sem máttu ganga í
störf brugðust bara mjög vel og
buðu fram sína aðstoð,“ sagði Davíð.
Hótelstjórar í þrifum
„Við klárum þetta fyrir fjögur
sýnist mér. Það hefur allt gengið
bærilega en það er því að þakka að
okkar frábæra fólk mætti klukkan
sex. Ég ætla ekki að þakka mér
það,“ segir Kristófer Óliversson,
framkvæmdastjóri CenterHotels,
sem stóð í þrifum þegar blaðamaður
hringdi eftir hádegi í gær.
Vinnueftirlitið kynnti einnig í gær
skýrslu um vinnuumhverfi þess
fólks sem starfar við þrif á hótelum
landsins. Gaf eftirlitið 239 tímasett
fyrirmæli um úrbætur. Spurður um
hvort CenterHotels muni bregðast
við þessum úrbótum svarar Krist-
ófer því játandi. „Það er ekki þar
með sagt að þetta sé hjá okkur.
Þetta eru margir vinnustaðir og við
erum bara með þetta í lagi. Um leið
og við fáum ábendingar þá litum við
á þær. Þetta fólk [Vinnueftirlitið] er
í flestum tilfellum mjög góðir ráð-
gjafar í því sem betur má fara. Við
erum með okkar metnað og viljum
hafa þetta í lagi, punktur,“ segir
Kristófer og bætir við að fyrirtækið
mun alltaf reyna að mæta kröfum
frá eftirlitsiðnaðinum.
Jakob Arnarsson, hótelstjóri á
Hótel Örk, var einnig að sjá um þrif
þegar blaðamaður náði af honum
tali. „Við erum bara að þrífa, ég og
aðstoðarframkvæmdastjórinn, í góð-
um gír,“ sagði Jakob. Hann bætti við
að það væri ennþá allt rólegt í sveit-
inni eftir að þernur lögðu niður
störf. Spurður um viðbrögð við
skýrslu vinnueftirlitsins sagði hann
að hótelið muni að sjálfsögðu leggja
sig fram við að bregðast við athuga-
semdum.
„Við græðum mest á því sjálf að
fólkinu okkar líði vel og að störfin
gangi vel. Það sem við höfum gert
hérna er að við höfum tekið öllum
þeirra tilmælum vel og reynt að
vinna með þeim. Það er nú bara
svona hluti af svona rekstri. Við er-
um bara alltaf að þróast áfram og
læra eitthvað nýtt,“ segir Jakob.
Morgunblaðið/Eggert
Lækjartorg Efling efndi til útifundar í miðborginni í hádeginu í gær þar sem verkfallsfólk mætti með kröfuspjöld og hlýddi á ávörp. Síðar um daginn var farið í kröfugöngu um miðbæinn.
Nokkur verkfallsbrot framin
Efling hyggst fylgja verkfallsbrotunum eftir Reiknað er með önnum við þrif á hótelum í dag
vegna verkalls í gær Eigendur og stjórnendur létu hendur standa fram úr ermum við þrifin
Kjaradeilur og verkföll