Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019
Op i ð v i r k a d a g a 11 -18 / l a u g a r d . 11 -17
Sk ó l a v ö r ð u s t í g u r 16 a , 10 1 Re y k j a v í k / S ím i 5 6 2 0 0 16
Einstakur
kjóll,
einstakur
dagur
Nýja
brúðarlínan
Mér fellur vel aðvera einyrki ístörfum mín-
um; frelsið er nauðsyn-
legt náttúrubörnum
eins og mér,“ segir
Reimar Vilmundarson í
Bolungarvík sem er 47
ára í dag. Hann starf-
rækir harðfiskvinnsluna
Villabita, hvar verkuð
er ýsa og steinbítur sem
fer til kaupenda víða
um land. „Ég reyni að
vera sjálfum mér nægur
með hráefni og sæki því
sjálfur mikið sjóinn. Í
landi eru þetta svo
handtökin sem ég kann,
en fiskurinn er hjall-
þurrkaður svo afurðin
er eftirsótt vara.“
Í dag, á afmælinu,
bíður Reimars það
verkefni að draga bil-
aðan bát frá Flateyri til
Ísafjarðar. „Það verður
gaman að sigla út Önundarfjörðinn og fyrir Gölt og Stigahlíð. Al-
mennt sagt þá kann ég alltaf vel við mig úti á sjó og er farinn að
hlakka til grásleppuvertíðarinnar sem gefst 1. apríl. Þetta verður
mín 33. grásleppuvertíð, en fyrir mér er þetta sjálfur vorboðinn,“
segir Reimar og heldur áfram:
„Í sumar verð ég svo eitthvað í farþegasiglingum norður á
Hornstrandir, þar sem ég á sterkar rætur. Á meðal annars tvö
hús í hinni Bolungarvíkinni, sem er á svæðinu norðanverðu, og
hef nýtt í ferðaþjónustu. Nú er hins vegar svo komið að Umhverf-
isstofnun setur þeirri starfsemi ýmsar skorður og er með leiðindi
svo starfseminni er sjálfhætt. Yfirgangur opinbera eftirlits-
kerfisins er hvimleiður.“
Reimar, sem er Bolvíkingur í húð og hár, segir áhugamálin sín
vera mjög samofin sínu daglega brasi. „Hugurinn er oft norður á
Hornströndum og þangað sæki ég mikið. Þessa dagana þegar ég
er ekki í harðfisknum er ég til dæmis að dunda mér við að saga
niður rekavið sem ég sótti í fjörurnar þar, sem eru mikil auðlind
hvernig sem á málið er litið,“ segir Reimar sem kvæntur Hildi
Eiðsdóttur. Hún á þrjú börn en fyrir á Reimar tvö börn af fyrra
hjónabandi. Barnabörnin eru fimm talsins. sbs@mbl.is
Vestfirðingur Hugurinn er oft norður á
Hornströndum, segir Reimar í viðtalinu.
Frelsið er náttúru-
barninu nauðsyn
Reimar Vilmundarson er 47 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
H
araldur Ingólfur
Þórðarson er fædd-
ur 9. mars 1979 á
Landspítalanum í
Reykjavík. Hann
sleit barnsskónum í Seljahverfi í
Breiðholti, gekk í Seljaskóla og
æfði fótbolta með ÍR. „Ég byrjaði
reyndar frekar seint að æfa. Bróð-
ir minn var í Fram og ég byrjaði
þar í 6. flokki, en færði mig svo yf-
ir í ÍR. Það kallaði á of margar
strætóferðir að búa í Breiðholti og
æfa fótbolta í Safamýrinni.“
Föðurfjölskylda Haraldar er
ættuð af Fellsströnd og hefur
hann haldið tengslum við sveitina
með sínu helsta tómstundagamni
sem er stangveiðar, sem öll fjöl-
skyldan hefur smitast af. Þeim
kynntist Haraldur ungur með föð-
ur sínum og föðurafa. „Ég fer í
Flekkuna á hverju ári,“ segir
hann, en svo er Flekkudalsá
gjarnan nefnd. „Afi minn, Friðjón
Þórðarson, fyrrverandi ráðherra,
var frá Fellsströnd og svo var ég
þar líka í sveit, á Breiðabólstað,
þegar ég var strákur.“
Nafnið fær Haraldur svo austan
af Laugarvatni, en hann er skírður
í höfuðið á móðurafa sínum, dr.
Haraldi Matthíassyni kennara og
rithöfundi. Móðurætt Haraldar er
frá Laugarvatni og þar gekk móð-
ir hans í menntaskóla.
Eftir grunnskóla fór Haraldur í
Menntaskólann í Reykjavík. Þaðan
lauk hann stúdentsprófi 1999 og á
góðar minningar frá námsárunum
í MR þar sem til urðu vinabönd
sem enn halda. „Við höldum hóp-
Haraldur I. Þórðarson, forstjóri Fossa markaða – 40 ára
Við Flekkuna Ragnhildur, eiginkona Haraldar, og börn þeirra stödd við Flekkudalsá í júlí í fyrra.
Heldur tengslum við
sveitina með stangveiðum
Á Mallorca Haraldur að koma í
mark í hálfum járnkarli í fyrra.
Húsavík Luna Ann-
isius Askelöf fæddist
9. júní 2018 kl. 8.52.
Foreldrar hennar eru
Alexia Annisius Aske-
löf og Daníel Annisius.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.