Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019
Verið velkomin í glæsilega sýningaríbúð
Guðbjörg Guðmundsdóttir
löggiltur fasteignasali
gudbjorg@manalind.is
sími: 899 5533
Thelma Víglundsdóttir,
löggiltur fasteignasali
thelma@manalind.is
sími: 860 4700
Sölusýning Breiðakur 2-4 Garðabæ
Nýjar þriggja og fjögurra herbergja íbúðir
Glæsilegt nýtt, átta íbúða, fjölbýli með lyftu í vinsælu hverfi í Garðabæ.
Íbúðir afhendast fullbúnar án gólfefna.
Stærðir frá 122- 138 fm verð frá 63.9 millj.
Öllum íbúðum fylgja rúmgóð stæði í lokaðri bílageymslu.
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar.
www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020
Laugardaginn 9. mars frá 14:00-15:00
Sunnudaginn 10. mars frá 14:00-15:00
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Erlendar sjónvarpsstöðvar og kvik-
myndagerðarfólk sem vinna að gerð
náttúrulífsefnis, sækja talsvert í að fá
að mynda refinn í hans náttúrulegu
heimkynnum á Hornströndum. Al-
gengt hefur verið að tvö til fjögur
teymi hafi fengið leyfi Umhverfis-
stofnunar árlega síðustu ár, en ekki
er sjálfgefið að leyfi sé veitt til að
kvikmynda í friðlandinu. Fyrsti hóp-
ur ársins er væntanlegur í næstu
viku, en það er hópur frá Maramedia
í Skotlandi, sem vinnur að þáttaröð
undir heitinu Stormborn.
Tilhugalífið í fullum gangi
Ester Rut Unnsteinsdóttir, spen-
dýravistfræðingur á Náttúrufræði-
stofnun og formaður stjórnar Mel-
rakkasetursins í Súðavík, segir að í
þessum mánuði verði myndað þegar
fer að birta til eftir langan vetur. Þá
sé fuglinn að koma í björgin og fæðu-
öflun refsins verði auðveldari, pörin
farin að færa sig að grenjum og til-
hugalífið í fullum gangi. Í júní kemur
hópurinn á ný og fylgst verður með
hvernig til hefur tekist og vonandi
fyrstu skrefum yrðlinganna. Þessu
verður síðan fylgt eftir þegar kemur
fram í ágúst og farið að hausta.
Ester Rut hefur gjarnan verið í för
með hópunum sem komið hafa síð-
ustu ár, auk þess að aðstoða við úr-
vinnslu og texta. Hún segir að það sé
nánast undantekningalaust að miklir
fagmenn séu á ferð, sem beri virðingu
fyrir dýrunum og náttúrunni. Margt
af þessu fólki hafi myndað víða um
heim við alls konar aðstæður og lent í
ótrúlegum ævintýrum. Hún nefnir að
hópur sem vann á Hornströndum fyr-
ir BBC, fyrir nokkrum árum lenti í
stormi og slyddu í júlí og þurfti að
sækja mannskapinn á þyrlu því ekki
var hægt að sigla vegna slæmra
veðurskilyrða og sjólags.
Af öðru eftirminnilegu verkefni
nefnir hún þáttaröð á vegum Mara-
media sem nefnist Wild Way of the
Vikings. Nýir þættir voru nýlega
frumsýndir og þar er tófan meðal
dýra sem lifa við erfiðar aðstæður á
jaðrinum. Einnig hafi kostulegt
myndskeið verið tekið um músina
sem sýni hvernig mýsnar leyndust í
farangri landnámsmanna. Ester Rut
bendir á að heimskautarefurinn hafi
verið kominn hingað á undan mann-
inum, en músin hafi trúlega slegist í
för með þeim sem hér námu land.
Í fyrra hafi fjögur teymi frá BBC
komið til að kvikmynda á Horn-
ströndum. Verkefnið hafi m.a. verið
að fjalla um fyrsta árið í lífi yrðlinga í
þáttaröð sem kallast First Year on
Earth.
Stemmi við staðreyndir
Ester Rut hefur iðulega veitt um-
sögn og ráðgjöf um verkefnin, fylgt
hópum eftir á Hornstrandir til eftir-
lits og aðstoðar. Þegar unnið er að
frágangi segir hún að áfram sé hún
spurð um dýrin og aðstæður til þess
að texti og saga stemmi við stað-
reyndir. Sérfræðingar Náttúrufræði-
stofnunar hafi líka það hlutverk að
staðfesta og tryggja að unnið hafi
verið með villt dýr í náttúrulegu um-
hverfi.
Hún segir að drónar séu töluvert
notaðir við kvikmyndatökur, en
áhersla sé lögð á að takmarka flug
þeirra og fara ekki nálægt fugla-
björgum eða refagrenjum. Hins veg-
ar gefi drónamyndir frá sjó yfirsýn
yfir mikilfenglegt landslagið.
Kvikmyndagerðarfólk frá Mara-
media, sem kemur hingað á næstu
dögum, hyggst einkum mynda í
Hornvík og Hornbjargi. Myndað
verður daglega meðan á tökum
stendur, en gætt að hvíldartíma yfir
nóttina. Ekki er talið að verkefnið
hafi áhrif á refina til lengri tíma verði
farið eftir settum skilyrðum fyrir
leyfi Umhverfisstofnunar, m.a. frá
Náttúrufræðistofnun. Fyrir leyfið á
að greiða stofnuninni 52.600 krónur.
Refurinn á Hornströndum heillar
Fyrsta teymi árs-
ins á Hornstrandir í
næstu viku Vin-
sælt náttúrulífsefni
Ljósmynd/Dominic Weston
Á vettvangi Ester Rut Unnsteinsdóttir og Írinn Colin Stafford-Johnson ræða kvikmyndagerð og refina í Miðdal við
Hornbjarg. Hann hefur unnið við náttúrulífsmyndir í um 40 ár og er m.a. þekktur fyrir efni um tígrisdýr í Indlandi.
Ljósmynd/David Gibbon
Í lukkupottinn Mórauður refur með nýdauða langvíu í Jökulfjörðum í febr-
úar 2017, en yfirleitt heldur fuglinn sig á sjónum á þeim árstíma.