Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 FYRSTA FLOKKS RÁÐSTEFNU- OG FUNDARAÐSTAÐA UM ALLT LAND – ÁRSHÁTÍÐIR, SÖLUFUNDIR, NÁMSKEIÐ, VEISLUR OG VIÐBURÐIR – Nánari upplýsingar: islandshotel.is/fundir Bókanir: fundir@islandshotel.is [Gáta kennarans: Hvernig getum viðbreytt merkingu orðanna „ERTUHRESSARI?“ án þess að bæta stafvið eða taka staf burt? (Svar í lok pistils).] Verðlaunabókina Sextíu kíló af sólskini les maður ekki í einum rykk. Ég á nú eftir þriðja og síðasta hlutann. Stundum hendi ég bókinni frá mér eftir að hafa lesið dálít- inn sprett fyrir konuna og fjasa um voða- legan vaðal. Byrja síðan aftur eins og ekk- ert hafi ískorist. Til gamans bendi ég á fáein lýsingarorð úr 2. hluta: áhyggjuspenntur (smiður); „píanófingraður menntamaður settist til borðs með brimskeggjuðum búandkörl- um“; liðhært (höfuð); saltgul (sól sem rís úr sæ); „öldusmátt var utan eyrar en pollslétt innan og strástillt á þúfum og þökum“; sorgarbjartar (sumarnætur); „íshvítur á hár og hrímbrýndur“; kuldarauð (í kinn- um); fróðelsk (kona); vindvana (skúta); strangástfangin (kona); sólskríkjandi (stúlka); ennishrukkuð (kona af áhyggjum); tannvana (andlit). Hallgrímur Helgason: a) „Hvernig má lýsa rödd í orð- um? Hún kom eins og hrein- asti moll-tónn úr klarinetti og vafði hvert orð í silki af nákvæmni og alúð og batt síðan um slaufu“ (227). b) „Brennivín gerir alla menn að bræðrum, allar tungur að systrum“ (240). Dægurlagatextar hafa áhrif á málkennd okkar. Mikla snillinga höfum við átt á þeim vettvangi. Einn af mörgum var góðskáldið Kristján frá Djúpalæk. Hver man t.d. ekki eftir línunum í Vori í Vaglaskógi, sem Vil- hjálmur Vilhjálmsson gerði frægar í lagi Jónasar Jónassonar: „Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum/ leikur í ljósum lokkum hinn fagnandi blær.“ Í seinna erindinu breytist „fagnandi blær“ í „þaggandi blær“ enda er kyrrðin þá „friðandi, mild og angurvær“. Lýsingarorðin fagnandi og þaggandi hljóma líkt og „vaggandi“ og það er sennilega þess vegna sem síðasttalda orðið heyrist stundum sungið í umræddu samhengi. Það að rýna í afmörkuð atriði eins og lýsingarorð í textum skáldanna gæti vakið áhuga í kennslustund, og orðið að spennandi leik. Orð Hall- gríms Helgasonar, fróðelsk og sólskríkjandi, leiða t.d. hugann að skyld- um fyrirbærum eins og ljóðelsk og sólskríkja. Við erum farin að rann- saka tungumálið og þurfum að beita málfræðihugtökum. Gætum jafnvel endað á því að ræða um lýsingarorð sem enda alltaf á -a, hvað sem á gengur (sbr. tannvana), eða á -andi. Hvers vegna er þaggandi lýsingar- orð? Var okkur ekki einu sinni kennt að lýsingarháttur nútíðar væri sagnorð? Svarið gæti verið: Jú, jú, en þessir lýsingarhættir nútíðar eru augljóslega í hlutverki lýsingarorða, eru í stöðu þeirra, haga sér eins og þau, lýsa nafnorðinu sem þau standa með. Kennari: „Og hvað með orðið nemandi, krakkar mínir? Hvers vegna er það nafnorð?“ Nemandi: „Come on, auðvitað af því að það getur bætt við sig greini: nemandi-nn.“ Við skynjum fegurð í rökræðunni um tungumálið. [Svar við gátum: a) leikur: so; ljósum lo. b) ERTU HRESS, ARI?] Leikur (no?) í ljósum (no?) … Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Dægurlagatexti „Leikur í ljós- um lokkum hinn fagnandi blær.“ Morgunblaðið/G.Sig. Sú var tíðin að stjórnmálaflokkar voru aðalvett-vangur stjórnmálaumræðna í landinu. Á reglu-legum fundum þeirra voru höfuðmál stjórn-málanna rædd fram og aftur. Fjölmiðlar þeirra tíma endurspegluðu svo þær umræður, hver með sínum hætti. Í dag er þetta með allt öðrum hætti. Það er lítið um fundi í flokkum. Í Sjálfstæðisflokknum eru vikulegir fundir Samtaka eldri sjálfstæðismanna nánast einu reglulegu fundirnir sem haldnir eru í Valhöll þótt önn- ur félagasamtök innan flokksins haldi við og við fundi. Sjálfstæðisfélag Kópavogs hefur líka haldið uppi reglu- legum fundum í viku hverri en þetta eru undantekn- ingar og það á við um alla flokka. Það er þess vegna ekki alveg út í hött að bera fram þá spurningu, sem fram kemur í fyrirsögn þessarar greinar, hvort pólitíkin sé að hverfa út úr flokkunum. Auðvitað eru reglulegir fundir innan þingflokka stjórn- málaflokkanna en þeir eru fyrir luktum dyrum. Þessi spurning fór raunar að leita á greinarhöfund fyrir svo sem áratug, þeg- ar baráttan hófst um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Átökin um aðild okk- ar að Atlantshafsbandalaginu voru borin uppi af flokk- unum sjálfum, þ.e. flokksforystu, þingflokkum og flokkskerfum, bæði með og á móti. Átökin um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusam- bandinu voru ekki borin uppi af flokkskerfunum. Það voru andstæðingar aðildar í öllum flokkum sem tóku höndum saman og hófu baráttu gegn áformum þáver- andi ríkisstjórnar um aðild að ESB og höfðu sigur, þótt sá sigur verði ekki fullkomnaður fyrr en aðildar- umsóknin að ESB hefur verið dregin til baka með formlegum hætti, sem ekki hefur verið gert enn. Hið sama má segja um baráttuna gegn Icesave- samningunum, sem hefðu hneppt þjóðina í skuldafjötra um ókomin ár. Sú barátta var ekki háð af tilteknum flokkum. Hún var borin uppi af einstaklingum „úti í bæ“ sem tóku höndum saman og var í raun háð gegn „ráðandi öflum“ í pólitíkinni og embættismannakerfinu. Þjóðin hafnaði þeim samningum með afgerandi hætti. Nú standa yfir harðar kjaradeilur, sem eru í raun miklu meira en kjaradeilur. Þær snúast öðrum þræði um þann veruleika að þróun samfélags okkar stendur nú á krossgötum. Verður þeirri þróun, að í samfélag- inu skuli búa tvær þjóðir, hnekkt eða fær hún að halda áfram? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vék að því á fundi eldri sjálfstæðismanna í Valhöll sl. miðvikudag að fleira væri undir í þessari kjaradeilu en kjörin ein og það er rétt hjá henni. Hins vegar má vera að hún hafi átt við annars konar átök en nefnd voru hér að fram- an. En það eru hópar í samfélaginu að berjast fyrir fleiru en því sem hér hefur verið nefnt og heyja þá baráttu líka utan flokkanna. Þar er t.d. á ferð fólk sem safnast hefur saman í Stjórnarskrárfélaginu og telur að breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins séu forsenda raunverulegra samfélagsbreytinga. Að hluta til er það rétt. Það skiptir máli að sameign þjóðarinnar á auð- lindum – og þá er ekki bara átt við fiskimiðin, heldur líka orkulindir (að sjálfsögðu utan þeirra sem eru fyrir í einkaeigu vegna eignarhalds á jörðum) og hin ósnortnu víðerni landsins, sem eru í raun undirstaða ferðaþjónustunnar sem einnar höfuðatvinnugreinar landsmanna – verði bundin í stjórnarskrá. Það skiptir líka máli að í stjórnarskrá verði bundin ákvæði um beint lýðræði, þ.e. rétt tiltek- ins fjölda kjósenda til að krefjast þjóðar- atkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Málefni af þessu tagi og önnur slík grundvallarmál sem varða þjóðarhag eru yfirleitt ekki til umræðu á vettvangi stjórnmálaflokkanna. Og þá vaknar sú spurning hvort enginn þeirra hafi áttað sig á því, að um leið og það gerist að umræður um slík mál færist út fyrir flokk- anna kemur að því að spurt verður hvaða hlutverki þeir gegni þá í raun. Eru þeir þá fyrst og fremst orðn- ir einhvers konar hagsmunatæki þeirra sem eru virkir í stjórnmálastarfi á þingi og í sveitarstjórnum í stað þess að vera lifandi og frjór vettvangur þjóðfélags- umræðna? Getur verið að í slíkri þróun megi sjá fyrstu merki dauðateygja stjórnmálaflokka eins og við þekkjum þá? Um alla Evrópu vara forystumenn í stjórnmálum nú við nýjum stjórnmálahreyfingum sem eru að spretta úr grasi. Augljóst er að þeir hinir sömu hafa þungar áhyggjur af kosningum til Evrópuþings og að hefð- bundnir flokkar verði fyrir þungum áföllum í þeim kosningum. Viðvörunin er alls staðar sú sama: Varið ykkur á „popúlískum“ flokkum. En eru þeir flokkar nokkuð annað en andsvar við þeirri þróun hefðbundinna flokka sem lýst er hér að framan og er ósköp svipuð hér og í öðrum Evrópu- löndum? Er ekki kominn tími til að stjórnmálaflokkarnir hér fari að efna til umræðna um sjálfa sig? Sjálfstæðis- menn í Kópavogi hafa raunar þegar hafið slíkar um- ræður í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins í vor. Þau tímamót eru kjörið tækifæri til að efna til slíkra umræðna um sögu flokksins og þróun hans og um þau álitamál sem flokkurinn stendur frammi fyrir í starfi sínu nú. Kannski stendur það til og kannski verður það gert. Það er æskilegra að stjórnmálaflokkar sem hvíla á gömlum grunni endurnýi sig en að þeir hverfi af sjón- arsviðinu. Er pólitíkin að hverfa úr flokkunum? Dauðateygjur eða endurnýjun? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Tveir kunnustu hugsuðir nútíma-jafnaðarstefnu eru bandaríski heimspekingurinn John Rawls og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty. Rawls heldur því fram, að á stofnþingi stjórnmálanna muni skynsamir menn með eigin hag að leiðarljósi, en án vitneskju um eigin stöðu og möguleika síðar meir, setja þá frumreglu, að tekjudreifingin skuli vera jöfn, nema tekjumunur stuðli að bættum kjörum hinna verst settu. Ég hygg, að Rawls takist ekki það ætlunarverk sitt að réttlæta endur- dreifingu tekna. Það breytir því ekki, að vissulega má spyrja: Við hvers konar skipulag er hagur hinna verst settu líklegur til að verða sem bestur? Til að svara þeirri spurningu má skoða hina alþjóðlegu vísitölu at- vinnufrelsis, sem Fraser-stofnunin í Kanada mælir á hverju ári með að- stoð valinkunnra sérfræðinga. Í mælingunni 2018 var stuðst við tölur frá 2016. Mælt var atvinnufrelsi í 123 löndum. Hagkerfi Hong Kong, Singapúr, Nýja Sjálands, Sviss og Írlands reyndust hin frjálsustu í heimi, en ófrjálsust voru hagkerfi Venesúela, Líbíu, Argentínu, Alsírs og Sýrlands (en áreiðanlegar tölur eru ekki til um hagkerfi Kúbu og Norður-Kóreu). Ef hagkerfum heims var skipt í fjóra hluta, þá kom í ljós sterk fylgni milli góðra lífs- kjara og víðtæks atvinnufrelsis. Meðaltekjur á mann í frjálsasta fjórðungnum voru $40.376, en í hin- um ófrjálsasta $5.649 (í Bandaríkja- dölum ársins 2011). Í frjálsustu hag- kerfunum voru lífslíkur enn fremur lengri, heilsa betri og fátækt minni en í hinum fjórðungunum. Rawls hefur þó mestan áhuga á hinum verst settu. Þar eru tölurnar líka afdráttarlausar. Meðaltekjur á mann í 10% tekjulægsta hópnum í frjálsasta fjórðungnum voru $10.660, en $1.345 í ófrjálsasta fjórð- ungnum. Með öðrum orðum voru kjör hinna tekjulægstu í frjálsasta fjórðungnum ($10.660) nær tvöfalt betri en meðaltekjur í ófrjálsasta fjórðungnum ($5.649). Fátæklingur í frjálsu hagkerfi lifir miklu betra lífi en meðalmaður í ófrjálsu hagkerfi. Niðurstaðan er ótvíræð: Jafnvel þótt við myndum samþykkja þá reglu Rawls, að ójöfn tekjudreifing rétt- lættist af því einu, að hagur hinna verst settu yrði við hana betri en ella, krefst reynslan þess, að við myndum velja frjálst hagkerfi, sam- keppni og séreign.  Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Rawls og Piketty (4)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.