Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Litlir kettlingar þurfa gott fóður sem hentar þörfum þeirra Í fyrradag sagði Sólveig AnnaJónsdóttir formaður Eflingar um það verkfall sem þá var yfir- vofandi: „Ég hlakka mikið til.“ Undir þessi sérkennilegu orð tók sem betur fer enginn, enda verk- fall ekkert tilhlökkunarefni.    Verkfall ertæki sem launamenn geta gripið til ef þeir telja útilokað að kjarasamn- ingaviðræður geti skilað ár- angri.    Verkfall er að sjálfsögðu ekkitalið markmið í sjálfu sér og viðræður samningamanna geta tæpast talist tæmdar þegar einn helsti þátttakandinn hefur samtals opnað munninn tvisvar á samn- ingafundum og örstutt í bæði skiptin.    Vegna framgöngunnar í aðdrag-anda verkfallsboðunar voru uppi raddir um að samningsviljinn væri ekki fyrir hendi hjá Eflingu. Fögnuðurinn með verkfallið renndi stoðum undir það.    Kátínan í gær með verkfallið ogkröfugönguna staðfestu svo hið sama. Og helsta kröfuspjaldið (á ensku eins og flest spjaldanna), „WE’RE HERE! WE’RE STRIK- ING! GET USED TO IT!“, var ekki beinlínis vísbending um að forysta Eflingar óskaði þess að verkfallið tæki fljótt af.    Sem betur fer eru ekki allir for-ystumenn verkalýðshreyfing- arinnar á sömu villigötum. Enda er ekki líklegt að almennir félags- menn sætti sig við slíka fram- göngu. Sólveig Anna Jónsdóttir Efling: Venjist verkfallinu! STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stéttarfélög iðnaðarmanna hafa á undanförnum dögum verið að flytja starfsemi sína og höfuðstöðvar í sameiginlegt húsnæði á Stórhöfða 31 í Reykjavík þar sem þau verða með skrifstofur sínar og samstarf um ýmsa þjónustu s.s. þjónustuskrif- stofu iðnfélaga o.fl. Landssambandið Samiðn og iðn- félögin Byggiðn og Félag iðn- og tæknigreina FIT eru að koma sér fyrir í húsinu en fyrir eru þar í hús- inu Rafiðnaðarsamband Íslands, MATVÍS og Grafía. Nú þegar flutn- ingarnir eru um garð gengnir eru öll iðnaðarmannafélögin nema VM, Fé- lag vélstjóra og málmtæknimanna undir sama þaki. Iðnaðarmannafélögin höfðu með sér náið samstarf við kjarasamn- ingsgerðina árið 2015 og í yfirstand- andi kjaraviðræðum eru félögin öll í nánu samfloti. Pálmi Finnbogason, skrifstofustjóri á þjónustuskrifstofu iðnfélaga, segir að félögin séu að koma sér fyrir en framkvæmdir standi enn yfir í húsinu. Þetta hafi lengi verið draumur margra, meg- intilgangurinn sé að bæta þjón- ustuna við félagsmennina og sé vísir að auknu samstarfi iðnfélaganna. Ríflega 15 þúsund félagsmenn eru í þeim félögum iðnaðarmanna sem eru nú með skrifstofur undir sama þaki á Stórhöfðanum skv. tölum ASÍ. omfr@mbl.is Iðnfélögin komin undir sama þak  Samiðn, FIT og Byggðin flytja inn með RSÍ, MATVÍS og Grafíu á Stórhöfða Ljósmynd/FIT Stórhöfði 31 Iðnaðarmannafélögin hafa komið sér fyrir í húsinu. Hvalfjarðargöng hafa verið þrifin mun oftar en áður var eftir að Vegagerðin tók við rekstri þeirra, að því er segir í frétt á vefsíðu Vegagerðarinnar. Vel er fylgst með mengun og mistri í göngunum og unnið er að því að minnka slysa- hættu með því að minnka umferð- arhraða. „Talið er að meðalhraðamynda- vélar séu sá búnaður sem bestur sé til að halda hraðanum stöðugum,“ segir á vef Vegagerðarinnar og vís- að til þess að unnið sé að því að setja upp meðalhraðamyndavélar í Norðfjarðargöng og kafla á Grindavíkurvegi. „Vélarnar eru ekki orðnar virkar og þetta verk- efni gengur mjög hægt af ýmsum ástæðum en það mjakast. Þegar fengin verður einhver reynsla af rekstri vélanna á þessum köflum og hún verði eftir vonum mun Vega- gerðin panta vélar til uppsetningar í Hvalfjarðargöngum en það verður ekki fyrr en á næsta vetri héðan af. Kostnaður er ekki undir 50 millj- ónum króna,“ segir þar ennfremur. 50 milljónir í meðal- hraðamyndavélar Morgunblaðið/Sverrir Hvalfjarðargöng Stefnt er að uppsetningu nýrra meðalhraðamyndavéla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.