Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019
✝ Lydía RósaSigurlaugs-
dóttir fæddist 13.
febrúar 1933 á Ísa-
firði. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Eyri á Ísafirði
28. febrúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Kar-
itas Ingibjörg
Rósinkarsdóttir, f.
17.9. 1909, d. 9.8.
1994, og Sigurlaugur Þorleifur
Sigurlaugsson, f. 20.8. 1903, d.
28.7. 1965. Systkini Lydíu Rósu
eru Baldur Breiðfjörð, f. 4.8.
1930, d. 6.10. 1976, Sigurlaugur
Jóhann, f. 8.9. 1931, d. 18.5.
1991, Karl Trausti, f. 19.7.1934,
d. 30.6. 1990, Erling, f. 4.4.
1936, d. 21.12. 2010, og Ingi-
björg f. 9.2. 1947, d. 19.6. 2018.
þeirra; Óskar Ágúst, sambýlis-
kona Þórdís Reynisdóttir og
Arna Sigríður. 4) Lydía Ósk, f.
23.8. 1965, gift Kristjáni M.
Ólafssyni, börn þeirra; Lydía
Hrönn og Iðunn Rún.
Lydía Rósa bjó alla tíð á Ísa-
firði. Hún gekk í Barnaskóla
Ísafjarðar og fór snemma að
vinna fyrir sér. Hún vann meðal
annars við verslunarstörf hjá
Kaupfélagi Ísfirðinga og í Skó-
búð Leós. Einnig vann hún í
Rækjustöðinni hf. sem Óskar
stofnaði árið 1970 ásamt sex
öðrum eigendum rækjubáta á
Ísafirði.
Lydía Rósa vann við umönn-
un á Hlíf, íbúðum aldraðra, og
eftir stutt námskeið í fótsnyrt-
ingu vann hún þar einnig sem
fótsnyrtir. Lydía Rósa starfaði
alla tíð með Slysavarnadeild-
inni Iðunni á Ísafirði auk þess
sem hún starfaði með Félagi
eldri borgara á Ísafirði í seinni
tíð.
Útför Lydíu Rósu verður
gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag,
9. mars 2019, klukkan 14.
Lydía Rósa gift-
ist 31. maí 1957
Óskari Guðmundi
Jóhannessyni frá
Dynjanda, f. 1. nóv-
ember 1927, d. 1.
febrúar 1993. Þau
eignuðust fimm
börn; 1) Tvíburar
andvana fæddir
1952. 2) Einar Rós-
inkar, f. 23.2. 1955,
d. 5.8. 2018. Börn
hans með Jónínu Ólöfu Emils-
dóttur (skilin); Hanna Rósa,
dóttir hennar og Gunnars
Steins Mánasonar er Gunnþóra
Rós. Engilráð Ósk, gift Jónasi
Þorkelssyni, börn þeirra Óskar
Guðmundur og Eva Þórkatla.
Eydís Eva.
3) Albert, f. 3.7. 1960, giftur
Sigfríði Hallgrímsdóttur, börn
Það er ótrúlegt að hún
mamma skuli vera farin, ég taldi
hana eilífa því í mínum augum
er hún eilífðarunglingur. Alltaf
smart, alltaf á háum hælum og
fór ekki út án þess að setja á sig
varalit.
Mamma var hörkukona. Hún
var dugleg, sjálfstæð og sterk,
hún var sjómannskona og hún
gat allt og gerði allt sem þurfti
að gera. Ég man að hún tók af
sér klossann þegar þurfti að
negla nagla. Hún málaði alla
íbúðina ef henni datt það í hug.
Hún fór keyrandi til Reykja-
víkur ef þurfti. Ekkert verkefni
var henni ofviða.
Sjálfstæða konan var einnig
blíð og traust. Hún var einstak-
lega gjafmild og var enn að
spyrja mig fimmtuga konuna
hvort mig vantaði ekki pening.
Mamma gerði allt fyrir alla
fyrst og hugsaði síðast um sjálfa
sig. Hún bar hag barna sinna og
barnabarna fyrir brjósti. Það
var henni mikilvægt að þau
væru dugleg og stæðu sig vel.
En mamma gat líka verið mjög
ákveðin og einörð. Þegar ég lít
til baka skil ég þessa hörku. Það
hefur mikið gengið á hjá
mömmu. Hún var ein af þeim
sem stukku út úr brennandi
Felli árið 1946. Hún var tvítug
þegar hún missti fyrstu börnin
sín, andvana fædda tvíbura og
pabbi úti á sjó. Faðir hennar og
bræður fóru allt of snemma,
ættar hjartavesenið hjá þeim
öllum. Pabbi var jarðaður á 60
ára afmælisdegi hennar.
Hjartað í henni var úr gulli en
hjartavesenið var einnig í henni
sem og í hjarta Einars Rósa,
elsta sonar hennar, sem dó síð-
asta sumar. Svona áföll hljóta að
hafa áhrif. Hvernig má annað
vera en að svona högg herði litla
og netta konu? Hjá hennar kyn-
slóð var hvorki kvartað né
kveinað og allra síst var rætt
um líðan sína eða tilfinningar.
Sagt er að á okkur sé aðeins
lagt það sem við getum borið.
Mamma bar þessa lífsreynslu
bein í baki, var sjálfstæð og
sjálfri sér næg. Eftir að pabbi
dó höfðum við börnin hennar
ekki áhyggjur af henni. Hún var
dugleg, annað var ekki í boði, og
hún kenndi okkur að vera dug-
leg. Þessi dugnaður hennar,
metnaður og hvatning hefur
fylgt mér alla tíð. Hún fékk ekki
tækifæri til að mennta sig og
hvatti mig endalaust áfram. Ég
hafði ekki trú á mér en hún vissi
betur. Aðeins voru liðnir fimm
dagar frá útskrift minni þegar
hún kvaddi. Tillitssemi, segi ég,
og takk mamma mín! Án ykkar
pabba hefði ekkert orðið úr
mér.
Mamma var með bíladellu
sem hún sagðist ekkert geta að
gert, hún hafði einfaldlega feng-
ið hana í arf eins og bræður sín-
ir. Það er stutt síðan hún hætti
að keyra, of stutt að mati barna
hennar, en bíllinn veitti henni
frelsi og henni fannst gott að
vita af honum fyrir utan. Hún
skildi ekki hræðsluna í okkur
sem sátum í farþegasætinu þeg-
ar hún fór öfugum megin í
hringtorgið eða keyrði upp aðal-
götuna á móti einstefnu, „hvaða
stress er þetta í þér, við erum
nú bara á Ísafirði,“ sagði hún og
glotti.
Ég kveð þig nú frú mín góð,
með ástarþökk. Ég veit að fólkið
þitt tekur vel á móti þér, elsku
mamma; pabbi, Einar Rósi og
tvíburarnir. Ég veit líka að nú
getur þú kveikt þér í.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Þess óskar þín
Lydía Ósk.
Elsku amma á Ísó. Minning-
arnar um þig eru dýrmætar en
við vitum að það tekur enginn
betur á móti þér en pabbi okk-
ar, sonur þinn. Þú veittir okkur
styrk þegar pabbi dó og það lýs-
ir persónuleika þínum vel.
Ákveðin og umhyggjusöm, jarð-
bundin og fjölskyldan alltaf
númer eitt. Fjölskylduhefðir
voru mikilvægar fyrir bæði þig
og pabba; matarboð, áramóta-
partí, sviðamessa og fleira.
Þegar við minnumst ykkar
sjáum við hvernig þið standið
bæði í eldhúsinu í Fjarðarstræt-
inu með kíkinn á lofti. Pabbi að
maula eitthvað sem þú hafðir
bakað og þið ræðið báta-
umferðina inn og út Skutuls-
fjörðinn.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að alast upp á Ísafirði og
átt ömmu og afa sem áttu heima
hinum megin við götuna. Það
var alltaf opið hús í Fjarðar-
strætinu og hægt að treysta á
hlýtt faðmlag frá þér og yfirleitt
verið að brasa eitthvað í eldhús-
inu. Grjónagrauturinn í pottin-
um, bakkelsi og kóngabrjóst-
sykur í skálinni inn í stofu. Við
fengum alltaf að taka þátt í
stússinu í eldhúsinu m.a. að
snúa kleinum fyrir kleinu-
baksturinn. Krummarnir fengu
svo afgangana en oft fór amma í
fjöruna og gaf þeim.
Það var alltaf nóg um að vera
hjá þér elsku amma og ýmislegt
gert. Þegar voraði var farið inn í
Dagverðardal og eytt miklum
tíma í sumarbústaðnum á
sumrin. Við gleymum ekki þeg-
ar við bjuggum til litla kofann
en þá fengum við frjálsar hend-
ur að mála og útbúa lítið kaup-
félag. Svona varst þú, alltaf
tilbúin að aðstoðað okkur og
gafst þér tíma í að gera hlutina
vel.
Amma, allar minningarnar
sem við eigum í bíltúrunum með
þér. Oftast var nú rúntað um
höfnina en stundum var farið
lengra eins og í berjamó inn í
Djúp, keyrt í Bæi á Snæfjalla-
strönd eða jafnvel alla leið til
Reykjavíkur. Það sem við hlóg-
um líka þegar hringtorgið var
sett upp á Ísafirði en þér tókst
oftar en einu sinni að fara
hringinn öfugan.
Að lokum látum við fylgja hér
lagið Lítill fugl sem Vilhjálmur
Vilhjálmsson söng.
Lítill fugl á laufgum teigi
losar blund á mosasæng,
heilsar glaður heiðum degi,
hristir silfurdögg af væng.
Flýgur upp í himinheiðið,
hefir geislastraum í fang,
siglir morgunsvala leiðið,
sezt á háan klettadrang.
Þykist öðrum þröstum meiri,
þenur brjóst og sperrir stél,
vill, að allur heimur heyri,
hvað hann syngur listavel.
Skín úr augum skáldsins gleði,
skelfur rödd við ljóðin ný,
þó að allir þrestir kveði
þetta sama dírri-dí.
Litli fuglinn ljóða vildi
listabrag um vor og ást.
Undarlegt, að enginn skyldi
að því snilldarverki dást
(Örn Arnarson)
Með söknuði kveðjum við þig
amma okkar. Við munum aldrei
gleyma þér.
Hanna Rósa, Engilráð Ósk
og Eydís Eva Einarsdætur.
„Nei ert þetta þú Arna mín?“
sagði amma Ludý, eins og við
barnabörnin kölluðum hana,
alltaf þegar hún svaraði í
símann.
Það var gaman að tala við
ömmu og við vorum góðar vin-
konur.
Ég umgekkst hana mikið
þegar ég var að alast upp á Ísa-
firði og það var alltaf notalegt
að koma til hennar í Fjarðar-
strætið, þar stóð hún oft við eld-
húsgluggann og fylgdist með
veðrinu, bátunum og fólkinu við
Ísafjarðardjúp.
Amma var dugleg að elda og
baka fyrir börnin og barnabörn-
in, best þótti mér að fá kjötboll-
urnar hennar og ís með ávöxt-
um í dós.
Oft fékk ég að fara með henni
á rúntinn, þá var alltaf komið
við á höfninni og ég á margar
góðar minningar úr sumarbú-
staðnum hennar í Dagverðardal.
Amma var mikill Ísfirðingur,
sjálfstæð, ákveðin og lífsglöð.
Hún var dugleg að fara í göngu-
túra, sund og í alls konar fé-
lagsstarf. Átti margar vinkonur
og hélt góðu sambandi við þær.
Hún var alltaf glæsileg til
fara, á háum hælum og í fal-
legum fötum og þegar hún kom
til Reykjavíkur eyddum við
löngum stundum í búðum að
skoða föt og sjá hvað væri móð-
ins. Á milli búða settumst við
alltaf niður til að fá okkur kaffi
og „eitthvað sætt“.
Amma tók hlutunum ekki of
alvarlega. Oftar en einu sinni
stoppaði hún bílinn sinn á miðri
Skutulsfjarðarbrautinni þegar
hún sá mig hjólandi á göngu-
stígnum fyrir neðan veginn. Þá
var hún bara að heilsa og spjalla
og ekki skipti hana máli hvort
myndaðist löng bílaröð, þetta
var nú bara Ísafjörður!
Í útvarpsviðtali fyrir nokkr-
um árum voru amma og vinkon-
ur hennar spurðar um minning-
ar tengdar veðrinu. Þá talaði
amma um að sjómannskonur,
líkt og hún sjálf, tengdu óveður
oft við erfiðar minningar. Það
voru skin og skúrir í lífi ömmu,
en ekki kvartaði hún heldur stóð
með sér og sínu fólki. Í sama
viðtali sagði amma að góðviðr-
isdagarnir léttu henni lundina,
hún naut svo sannarlega sólar-
innar.
Elsku amma, ég vona að núna
sé Ísafjarðarlogn hjá þér, takk
fyrir allar góðu minningarnar.
Þín,
Arna.
Elsku amma mín, það er svo
sárt að kveðja þig og hugsa til
þess að ég eigi aldrei aftur eftir
að heyra þig segja „nei, nei, nei
ert þetta þú nafna mín“ eða sjá
þig í klossunum þínum með
kaffibolla í hendinni við eldhús-
gluggann í Fjarðarstrætinu.
Takk fyrir allar góðu minn-
ingarnar á Ísafirði og í bústaðn-
um þínum í Dagverðardal. Þar
gátum við Iðunn verið heilu
dagana að búa til hús í lúpínunni
eða sulla í læknum og gamla
baðkarinu alveg þangað til þú
kallaði okkur inn í kringlur og
brúna. Í minningunni er alltaf
sól og gott veður, þú útitekin
með sólgleraugu og fallega hvíta
hárið þitt.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa haft þig sem ömmu og fyrir
það hversu frábæra fjölskyldu
þú gafst mér. Ég veit að þú
varst og verður alltaf ánægð
með þitt fólk, Amma Rót væri
ekkert ef ekki væri fyrir þig.
Þú ert svo stór partur af mér
og hver ég er í dag, elsku besta
amma. Takk fyrir að vera alltaf
jafn stolt af þessu fallega nafni
okkar og öllu sem hún nafna þín
gerði, sama hvort ég væri í
snyrtifræði, að vinna á sjúkra-
húsinu eða í Listaháskólanum.
Ég vona að einn daginn verði
ég jafn góð amma Lydía og þú
varst mér.
Þín nafna
Lydía Hrönn.
Lydía Rósa
Sigurlaugsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku besta amma mín,
það sem ég á eftir að sakna
þín. Að hringja í þig og spá í
veðrið, bæði hvernig það er
hjá þér og mér. Ég á eftir
að sakna þess að banka hjá
þér, opna og heyra strax
innan úr eldhúsi, „nei nei
nei, ert þetta þú? Ertu nú
komin til ömmu“.
Að sitja við eldhúsborðið
að spila við þig eða leggja
kapal og hlusta á útvarpið.
Takk fyrir allt það sem
þú kenndir mér, elsku
amma.
Takk fyrir að vera amma
mín.
Þín
Iðunn.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
✝ Margeir Sig-urður Vern-
harðsson fæddist
24. mars 1961 á
Hofsósi. Hann lést á
heimili sínu
Grundartúni 10 á
Hvammstanga 28.
febrúar 2019.
Foreldrar hans
voru Elín Þórleif
Ólafsdóttir, f. 24
júní 1921, d. 29.
október 1993, og Vernharð Helgi
Sigmundsson, f. 15. júlí 1921, d.
04. nóvember 2007.
Margeir ólst upp í Brautar-
holti á Hofsósi og síðar á Akur-
eyri þegar foreldrar
hans hófu búskap
þar. Frá Akureyri
flutti hann ásamt
föður sínum til
Sauðárkróks.
Árið 2007 flutti
Margeir á sambýlið
að Grundartúni 10 á
Hvammstanga, þar
sem hann bjó síð-
ustu 12 ár ævi
sinnar. Margeir
vann í Pakkhúsinu hjá Kaup-
félagi Vestur-Húnvetninga.
Útför Margeirs fer fram frá
Hofsósskirkju í dag, 9. mars
2019, klukkan 15.
Einn af okkar minnstu
bræðrum er óvænt látinn, Við
hittum Margeir nær alltaf ef far-
ið var til Hvammstanga, en hann
hafði dvalið þar í nokkur ár og
var talsvert á ferli í búðum og
pakkhúsi kaupfélagsins og til
taks við að hjálpa fólki með
kerrur, körfur og fleira Hann
var alltaf brosandi og í góðu
skapi.
Margeir vann hluta dags í
Kaupfélaginu sem útvegaði
honum ljósgrænan galla með
merki félagsins framan á, en
nafni hans að aftan. Var Margeir
mjög stoltur af þessu. Hann
heilsaði öllum sem hann mætti
brosandi með handabandi. Kom
hann oft í kaffihornið í búðinni,
heilsaði öllum sem að voru þar
og benti á merkin sín. Hans er
nú sárt saknað af þeim sem hittu
hann og kynnstust honum.
Vinnufélagar hans fylgja hon-
um til grafar á Hofsósi og verða
kistuberar.
Við hjónin þökkum Margeiri
fyrir að hafa skreytt mannlífið
meðal okkar.
Öllum aðstandendum sendum
við samúðarkveðjur.
Auð né heilsu
ræður engi maður,
þótt honum gangi greitt;
margan það sækir,
er minnst um varir,
engi ræður sættum sjálfur.
(Úr Sólarljóðum)
Hlíf og Agnar, Hrísakoti.
Stórt skarð er höggvið í hóp
okkar í Grundartúni 10. Margeir
er fallinn frá, góður vinur okkar
og félagi.
Margeir fluttist í Grundartún
10 í janúar árið 2006. Hann hóf
fljótlega störf í Pakkhúsi Kaup-
félags Vestur-Húnvetninga, þar
sem hann vann allt fram til síð-
asta dags. Þetta starf var honum
afskaplega mikilvægt og sinnti
hann því af mikilli samvisku-
semi. Hann gekk í vinnuna á
hverjum degi og svo heim aftur
að vinnudegi loknum, það þurfti
að vera mikið að veðri til þess að
hann fengist til að fara með bíl í
eða úr vinnu. Líklega hafa flestir
íbúar Húnaþings hitt Margeir
og spjallað við hann í Kaupfélag-
inu, en Margeir var mikil félags-
vera og naut þess að hitta og vera
í kringum fólk.
Afmælisdagurinn hans var
alltaf mikill hátíðisdagur og til-
hlökkunarefni, þá gafst honum
tilefni til að bjóða til veislu og
gleðjast með vinum, en hann
hefði orðið 58 ára hinn 24. mars
nk.
Margeir var mikill áhugamað-
ur um tónlist og átti hann stórt
safn geisladiska sem hann var
sérstaklega stoltur af. Karlakór-
inn Heimir var í miklum metum
hjá honum, á heimili hans mátti
finna fjölmargar myndir af hon-
um með kórfélögum og voru
þessar myndir honum mjög dýr-
mætar.
Í fótboltanum var Margeir
gallharður stuðningsmaður
Liverpool og íslenska handbolta-
landsliðið var besta lið í heimi!
Það má með sanni segja að allt og
alla sem Margeir studdi hafi
hann stutt af lífi og sál.
Margeir var einstakur maður
og mikill gleðigjafi og við erum
svo sannarlega þakklát fyrir að
hafa kynnst honum, já hann
auðgaði líf okkar allra. Minning-
ar um góðan dreng munu ylja
okkur um ókomin ár.
Undir bláhimni blíðsumars nætur
barstu’ í arma mér rósfagra mey.
Þar sem döggin í grasinu grætur,
gárast tjörnin í suðrænum þey.
Ég var snortinn af yndisleik þínum,
ástarþráin er vonunum felld.
Þú ert ljósblik á lífshimni mínum,
þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld.
Ég vil dansa við þig meðan dunar
þetta draumblíða lag sem ég ann.
Meðan fjörið í æðunum funar,
og af fögnuði hjartans sem brann.
Og svo dönsum við dátt, þá er gaman
meðan dagur í austrinu rís.
Og svo leiðumst við syngjandi saman
út í sumarsins paradís.
(Magnús K. Gíslason)
Við viljum þakka starfsfólki
KVH fyrir alla velvild í garð Mar-
geirs og þá sérstaklega starfs-
mönnum Pakkhússins, sem Mar-
geir var svo stoltur af að tilheyra.
Aðstandendum sendum við
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks heimil-
isins í Grundartúni 10,
Maríanna Eva
Ragnarsdóttir.
Margeir S.
Vernharðsson