Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 ✝ Elín ElísabetSæmundsdóttir fæddist á Ísafirði 16. júní 1930. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sæ- mundur Ingimund- ur Guðmundsson og Ríkey Þorgerð- ur Eiríksdóttir. Systkini hennar voru Engil- gerður, Ingimundur Vilhelm, Steinþór, Kristín, Ester Krist- jana, Hafsteinn, Guðríður og Dóra. Þau eru öll látin. Eiginmaður hennar var Sigurjón K. Nielsen, f. 6. júlí 1928, d. 1. júní 2015. Börn þeirra eru: 1) Gísli, f. 1949, maki Jóhanna Halldóra Bjarnadóttir f. 1950. 2) Guðmundur Pétur, f. 1951 maki Þóra Björg Ágústs- dóttir, f. 1951. 3) Birgir, f. 1953, maki Laufey Sigurðardóttir, f. 1954. 4) Nína Guðrún, f. 1955, d. 2000. 5) Hreinn, f. 1957, d. 1958. 5) Ósk, f. 1959, maki Stefán Örn Magnússon, f. 1958. 6) Sigurjón S. Niel- sen, f. 1961, maki Helga Hillersdóttir, f. 1963. 7) Hrönn, f. 1965, d. 1966. Barnabörnin eru 13 og barnabarna- börnin 27. Elín fór tveggja ára gömul í fóstur til hjónanna Guðmundar Péturs Valgeirssonar búfræð- ings og Jensínu Óladóttur ljós- móður í Bæ, Trékyllisvík og ólst þar upp. Fósturbræður Elínar voru Jón, Pálmi og Hjalti, þeir eru látnir. Í tvö ár stundaði Elín nám við Húsmæðraskólann í Hvera- gerði. Útför Elínar fór fram í kyrr- þey 28. febrúar 2019, að ósk hennar. Ég vaknaði við símtal frá mömmu í gærmorgun, ég sagði mömmu að ég myndi hringja í hana aftur þegar ég væri komin á fætur, ég vissi af hverju hún var að hringja, mér lá ekkert á. Ég hellti mér upp á kaffi og gerði mig klára til þess að fara út og fá mér kaffi og sígó í minn- ingu um ömmu. Það gerðist ekk- ert áður en amma var búin að fá sér kaffi og sígó. Elín systir seg- ir þetta best: „Það var alveg sama hvað maður var spenntur að segja ömmu eitthvað þegar maður kom á morgnana, amma sagði bara: „Elín mín, leyfðu ömmu nú að fá sér kaffi og sígó fyrst.““ Ég sit hér og horfi í gaupnir mér og ég tek eftir fótleggjum mínum, ætli ég sitji nægilega dömulega fyrir ömmu? Einn daginn sagði amma við mig: „Hrönn, reyndu nú að sitja svolítið dömulega.“ „Amma, ég er í gallabuxum en ekki kjól.“ Amma sýndi mér hvernig ég ætti að sitja. Ég gerði mitt besta til að vera pínu dömuleg fyrir ömmu eftir það. Þegar ég var í FB skaust ég oft til ömmu, ég spjallaði við hana á meðan að hún tók til mat handa mér, svo hljóp ég aftur í skólann. Þessar pásur með ömmu eru það besta við tímann minn í FB. Ég er búin að vera búsett í Bandaríkjunum stærsta partinn af síðustu 27 árum. Við strák- arnir mínir fórum alltaf til ömmu þegar við komum til Íslands. Síð- ustu árin var mjög krúttaralegt hvernig hún horfði á hann Alex- ander minn, augu hennar ljóm- uðu, svo sagði hún: „Hann er svo líkur honum afa sínum þegar hann var ungur.“ Augu hennar leituðu alltaf aftur til Alexanders þó hún væri að ræða við ein- hvern annan og eitt sinn sagði hún meira að segja: „Æi, hann er bara svo líkur honum afa sínum, svo fallegur að ég á erfitt með að hætta að horfa á hann.“ Hún sagði þetta með afsökunartón í röddu en hún gaf honum Alex- ander mínum mikið með þessu, hún gaf honum minningu sem hann talar um. Hún horfði á hann með ást og blíðu sem var kannski ætluð öðrum ungum manni en hann mun aldrei gleyma þessum stundum. Ég endaði alltaf símtölin okk- ar á: „Ég elska þig, amma mín, heyri fljótt í þér aftur“. Amma svaraði oftast eitthvað á þessa leið: „Já Hrönnin mín, við gerum það“, en svo einn daginn sagði hún „ég elska þig líka, Hrönnin mín“. Í smástund var allt frosið, ég vissi ekki hvað ég átti að segja, fyrir utan að þá var ég með kökk í hálsinum, þetta var í fyrsta skipti sem amma hafði sagt mér að hún elskaði mig. Amma var tilbúin til að fara og við höfðum kvatt hana í hinsta sinn mörgum sinnum, eða í hvert skipti sem við fórum frá Íslandi. Afi er örugglega búinn að vera að kalla á ömmu lengi rétt eins og hann var vanur að gera heima ef þau voru ekki í sama herbergi. Nú dansar amma og syngur í faðmi Sigurjóns síns, laus við kvöl og sorg. Hvíldu í friði, elsku amma mín, og njóttu þess að vera með ástinni þinni og börnunum ykkar sem fóru á undan ykkur. Ég, Hrönn Ó. Guðmundsdótt- ir, eiginmaður minn David Wallach og synir okkar Michael Þór, Alexander Már og Christ- opher Ágúst sendum samúðar- kveðjur til allra ættingja og vina hennar Elínar ömmu. Ég elska þig alltaf. Þín sonardóttir, Hrönn. Meira: mbl.is/minningar Elín Elísabet Sæmundsdóttir Það var einn góð- an veðurdag fyrir margt löngu að Pét- ur sonur okkar sagði okkur upp úr þurru að hann og hún Eyja væru yfir sig ástfangin og vildu fá kjallarann hjá henni ömmu á Snorrabraut til að búa í. Okkur Auður Jóna Auðunsdóttir ✝ Auður JónaAuðunsdóttir fæddist 10. mars 1937. Hún lést 20. febrúar 2019. Útför Auðar fór fram 1. mars 2019. fannst þetta nú all- bratt, því þau voru eitthvað rétt sautján ára eða svo minnir okkur. Við hittum svo móður Eyju, hana Auði, og ræddum þetta við hana. Sögðum nú Pétur okkar ekki galla- lausan með öllu og hvort henni fyndist þetta vera ráð. Þá svaraði hún með sína einkennandi glettni í augunum: „Þau munu bæta hvort annað upp.“ Og þetta gekk eftir. Þau hafa nú búið saman í fyrirmyndar- hjónabandi í áratugi og eignast börn og buru. Alltaf voru mildin og elskuleg- heitin einkennandi fyrir Auði hvenær sem við hittum hana. Kankvísin í augunum var leiftr- andi og hún var jákvæð í orðum og skoðunum. Þau hjónin, hún og Sigurjón Einarsson pípulagn- ingameistari, voru ávallt reiðubúin til að liðsinna unga fólkinu og saman tókst fjölskyld- unni að eiga gott líf saman, koma upp húsi og öllu því sem tilheyrir nútímanum. Auðvitað komu upp einhverjir erfiðleikar, hurðaskellir og löng símtöl á nóttunni svona fyrsta kastið og einhverjar sorgir birt- ust sem engir mega forðast í þessum heimi. En í heildina var hamingjan í hásætinu hjá sam- henta unga parinu æ síðan. Heilsa Auðar var lengi allgóð. Hún starfaði lengi hjá Hagkaup- um og sinnti sínum fjölskyldu- störfum. En þau Sigurjón áttu þrjár dætur og tvo drengi. Síð- ustu árin fór að halla undan fæti hjá henni og að síðustu varð hún að flytja úr nýrri íbúð þeirra Sigurjóns við Sléttuveg á heimili þar sem vel fór samt um hana. Þar smá dró af henni og hún and- aðist þar í faðmi fjölskyldunnar. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Auði fyrir sam- veruna í allan þennan langa tíma sem við áttum saman. Og ekki hvað síst fyrir að hafa gefið okk- ur tengdadótturina hana Eyju Guðrúnu og alla afkomendurna. Hún var góð kona og gæfuleg hverrar minning mun lifa í mikl- um metum með okkur. Steinunn og Halldór. Nú er hún Helga okkar búin að fá hvíldina. Helga var yndisleg manneskja sem hafði mikinn áhuga á fólki og sérstaklega börnum. Hún var einstök í sam- skiptum við börn og þar var far- vegurinn oft hundar fjölskyld- unnar í gegnum tíðina eða hundarnir hennar Helgu. Helga var gift elsta bróður pabba og hefur alltaf verið mik- ill samgangur á milli þeirra bræðra og fjölskyldna þeirra. Mín fyrsta alvöruminning um Helgu og Óla er sumarið 1972 þegar við fjölskyldan fórum í reisu til Danmerkur og Svíþjóð- ar að heimsækja systkini for- eldra minna. Það var svo margt ævintýralegt í þessari ferð og fyrir mig einkabarnið að kynn- ast fjölbreytni heimila þar sem var líf og fjör. Heimili Helgu og Helga Ólöf Sigurbjarnadóttir ✝ Helga Ólöf Sig-urbjarnadóttir fæddist 13. ágúst 1934. Hún lést 23. febrúar 2019. Útför Helgu fór fram 8. mars 2019. Óla á Amager var engin undantekning en þar var Bertel sonur þeirra, Inga Birna systurdóttir Helgu og svo hund- urinn Lady. Þetta var upplifun fyrir fimm ára stelpu sem var að ferðast í fyrsta skipti til út- landa og jafna sig eftir erfitt slys. En þessi mynd í minningunni er líka svo lýsandi fyrir Helgu því allir voru velkomnir á hennar heimili. Eftir að þau fluttu heim til Ís- lands þá voru tíðar heimsóknir í Unufellið og svo í Holtsbúðina sem ég gat kallað mitt annað heimili á tímabili þegar ég sótti skóla í Garðabæ en bjó í Kópa- vogi, pabbi var sem sagt að byggja hús í Garðabænum. Helga bauð mér á þessum tíma að hafa aðsetur hjá þeim til að ég ætti auðveldara með að tengjast nýjum skólafélögum og ekki voru samgöngur milli sveit- arfélaganna til fyrirmyndar á þeim tíma. Ég var mikið í Holts- búðinni á virkum dögum fyrsta veturinn til að styttra væri í skólann. Á þessum tíma kynntist ég Helgu enn betur, hennar góðmennsku og umhyggju fyrir öllum. Þarna var Silla fædd, Bertel, kominn í skóla, og hund- urinn Tína, auk þess sem Inga Birna var þarna oft. Þetta var aftur mikil upplifun fyrir mig sem einkabarn en nú á tánings- aldri. Í minningunni var ávallt margt fólk og fjör í Holtsbúð- inni, vinir og nágrannar vel- komnir og mikið pláss til leikja og samtala. Helga og hennar fjölskylda eignuðust á þessum tíma stórt pláss í hjarta mínu því í Holtsbúðinni var einstak- lega gott að vera. Við fluttum síðan nálægt Helgu og Óla og varð ennþá meiri samgangur á milli okkar fjölskyldna. Síðan tóku mín fullorðins ár við og börnin mín Gauti og Freyja komu til sögunnar. Pabbi var tíður gestur hjá Helgu og Óla og voru börnin mín oft með í för, þetta voru ævintýraferðir með einstakri natni og um- hyggju Helgu. Gauti fékk að kynnast strumpaborginni hans Bertels og fimleikaáhöldum Sillu í Holtsbúðinni, auk Tínu sem var orðin gömul. Freyja fékk að kynnast Lísu, Heklu og hvolp- unum á Álftanesi en Helga hafði einstakt lag á að kynna börn og hunda og naut hún þess þegar Helga endurnýjaði kynnin þegar Freyja hafði lent í því að vera bitin af hundi. Ég er þakklátt fyrir að við fengum að kynnast Helgu. Hún var einstök manneskja og þau hjónin bæði. Minningin mun lifa, hennar heillandi bros og gleði sem hún gaf frá sér. Hvíl í friði, elsku Helga mín. Elsku Óli, Bertel, Silla, Unnur og Inga Birna, ég votta ykkur samúð mína. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Veronika Pét-ursdóttir fædd- ist á Patreksfirði 20. júlí 1922. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. febr- úar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Pét- ur Guðmundsson, f. 18.12. 1884, d. 12.5. 1974, sjómaður og verkstjóri, og Sig- þrúður Guðbrandsdóttir, f. 1.7. 1887, d. 20.6. 1935, húsmóðir. Systur Veroniku voru Kristín, f. 20.7. 1922, d. 22.3. 1941, og Hulda, f. 1.5. 1924, d. 1.11. 2017. Veronika átti heima á Pat- reksfirði til átta ára aldurs, fjöl- skyldan flutti þá að Neðri-Tungu í Örlygshöfn í Rauðasands- hreppi. Eftir að móðir hennar lést 1935 fluttu þau aftur til Pat- reksfjarðar. Veronika lauk skólaskyldu sinni í farskóla heimasveitar sinnar í Rauða- sandshreppi og fór síðar til eins vetrar náms í Húsmæðraskól- anum á Staðarfelli á Fellsströnd í Dölum. Réð sig í vist norður á Akureyri og var þar í tæpt ár og greip jafnframt í kvöldvinnu í Samkomuhúsinu þar í bæ þar sem var blómlegt menningarlíf. Hún hélt svo aftur heim til Pat- reksfjarðar og starfaði þar á netaverkstæði um tíma. Veronika giftist 15.5. 1947 Ólafi Jakobi Helgasyni húsa- smíðameistara og síðar bygging- arfulltrúa, f. 24.12. 1920, d. 10.6. 2010. Foreldrar hans voru Guð- mundur Helgi Símonarson, f. 15.12. 1893, d. 12.1. 1980, og Jóhanna Bjarnadóttir, f. 2.6. 1889, d. 1.6. 1982. Börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 26.9. 1947, gift Sigurði Guðjónssyni, f. 27.5. 1946, börnin þeirra eru þrjú: Vera Ólöf, Guðjón Kristinn og Símon. 2) Pétur, f. 8.6. 1951, kvæntist Ingibjörgu Haraldsdóttur, f. 13.5. 1952, d. 24.5. 2010, börnin þeirra eru fjögur: Arnbjörg, Óli- ver, Kristín Petrína og Haraldur. 3) Bjarki Hrafn, f. 18.11. 1955, kvæntur Kristínu Helgu Frið- riksdóttur, f. 26.4. 1962. Bjarki á einn son, Atla Fannar, af fyrra hjónabandi og fimm stjúpbörn. 4) Sigþrúður, f. 26.10. 1957, gift Birni J. Hannessyni, f. 15.11. 1954, synir þeirra eru tveir: Hannes Pétur og Ólafur Jakob. Fyrir átti Björn tvö börn. 5) Guð- rún, f. 5.1. 1964, hún á fjögur börn: Elísabetu Thoroddsen og Diljá, Grétu og Stein Þorkels- börn. Barnabörn, barna- barnabörn og barnabarna- barnabörn eru orðin 40 talsins. Veronika og Ólafur bjuggu á Patreksfirði til ársins 1996 er þau fluttu til Hafnarfjarðar. Frá því í október 2009 voru þau bú- sett á Hrafnistu í Reykjavík. Veronika var lengst af húsmóðir, til ársins 1970, en fór þá að vinna í frystihúsi á Patreksfirði. Útför Veroniku hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku mamma, mikið eigum við eftir að sakna þín. Yndislegi hláturinn þinn, hlýjan og húmor- inn gleymast aldrei, gleði gerir lífið svo miklu betra. Það eru svo margar skemmtilegar minningar sem koma upp í hugann. Þú tókst sjálfa þig ekki of alvarlega og gast grínast með vandræðalegar og skemmtilegar aðstæður sem þú gast komið þér í. Fjölskyldan var þitt kvenfélag og Lionsklúbbur og heimilið fé- lagsheimilið þitt. Það var þín hamingja. Þú þurftir ekkert meira en það og allur þinn tími fór í að gefa okkur börnunum þínum gott heimili, uppeldi og endalausa ást. Þú sást fegurðina í fólki og aðstæðum og lést ljótleik- ann vera. Þú kenndir okkur virð- ingu, góðmennsku og réttlæti. Þú vissir alltaf ef eitthvað bját- aði á hjá okkur. Þú fékkst það á tilfinninguna eða dreymdi fyrir því og hringdir og spurðir frétta áður en við náðum að hringja til að láta þig vita. Oft sastu við horngluggann með útsýni yfir höfnina og fylgd- ist með bátunum koma inn, sér- staklega ef veðrið var vont og bróðir okkar var á sjó. Þú fórst ekki að sofa fyrr en allir voru komnir í höfn og sofnaðir vært í sínu rúmi. Svo vaknaðir þú fyrir allar aldir og vaktir okkur með ilminum af nýbökuðum kleinum eða buffhamarshöggum sem dundu á kótelettum sem síðan voru steiktar í raspi og reiddar fram í sunnudagshádegi með rab- arbarasultu, brúnuðum og græn- um baunum. Þú kenndir okkur að njóta náttúrunnar. Þú elskaðir að fara með okkur í göngutúra, útilegur, berjamó og sunnudagsbíltúra með teppi og gott nesti. Þú elsk- aðir dýr, hunda, hesta, kisur og fugla og dýrin elskuðu þig. Krummi var í sérstöku uppáhaldi hjá þér og þú naust að gefa hon- um að éta og áttir marga góða krummavini sem nutu góðs af. Þú varst gestrisin og þér var mikið í mun að gestum liði vel og oftar en ekki gekkstu úr rúmi, svafst á sófanum og lést gestunum eftir rúmið þitt. Barnabörnin elskuðu þig og dáðu, enda vildir þú helst hafa þau alltaf hjá þér og best var ef stórfjölskyldan var öll saman- komin. Þá varstu í essinu þínu. Við vitum að það verður tekið vel á móti þér og fagnaðarfundir hjá litlu fjölskyldunni úr Neðri- Tungu. Stína, amma, afi og Hulda bíða eftir þér með opinn faðminn. Mig grunar að amma sé búin að baka jólaköku og systurnar dekka borð, nú verður veisla. Pabbi, sem þú saknaðir svo mik- ið, er búinn að bíða lengi eftir þér. Storminn hefur lægt, sólin brýst út úr skýjaþykkninu, þú finnur hvernig þjáning og þreyta linast í hitanum frá ljósinu leysast upp og hverfa hverfa þá birtist hann í svörtu jakkafötunum og hvítu nælonskyrtunni með lakkrísbindið og þú svo falleg í bláa siffonsíðkjólnum blátt fer svo vel við ljósa hárið þitt og bláu augun þín hann er feginn að sjá þig skammar þig góðlátlega fyrir þrjóskuna ég er búinn að bíða svo lengi eftir þér svo blikkar hann þig og býður þér upp í dans þið stígið tangó tvö ein dansið inn í ljósið saman undir söng stúlkunnar með lævirkjaröddina (gúa) Takk fyrir allt, elsku mamma. Við erum óendanlega stolt og þakklát, minning þín lifir í hjarta okkar. Kristín, Pétur, Bjarki, Sigþrúður og Guðrún. Veronika Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.