Morgunblaðið - 09.03.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.03.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fundarboð í skipulags- og sam- gönguráði Reykjavíkurborgar þann 15. ágúst 2018 var gallað og ekki í samræmi við reglur borgarinnar, samkvæmt bréfi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til Dags B. Eggertssonar, borg- arstjóra, 6. mars 2019. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð- isflokksins óskaði eftir áliti ráðu- neytisins á því hvort undirbúningur fundarins hefði verið í samræmi við lög og reglur og boðun hans full- nægjandi. „Undanfarið höfum við séð úr- skurði og dóma falla á borgina. Á þessum fundi voru 75 mál undir sem vörðuðu hagsmuni upp á millj- arða. Ef ekki er hægt að treysta því að fundir séu ályktunarhæfir þá er ekki neinu að treysta. Tvennt þarf að vera í lagi til að fundur sé álykt- unarbær, annars vegar að fund- arboð berist í tíma og hins vegar að dagskrá og gögn berist í tæka tíð. Hvort tveggja brást í þessu tilviki,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins að fundarboð umrædds fundar barst einum aðalfulltrúa og einum áheyrnarfulltrúa of seint. Auk þess urðu fundargögn ekki aðgengileg fulltrúum fyrr en minna en sólar- hringur var til fundar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrn- arfulltrúi Miðflokksins viku af fund- inum þegar ljóst var að ekki yrði orðið við beiðni þeirra um að honum yrði frestað og fundur boðaður með réttum hætti. Ráðuneytið beinir því til Reykja- víkurborgar að framvegis verði tryggt að undirbúningur og boðun funda stjórnsýslunefnda borg- arinnar „uppfylli ávallt kröfur laga og reglna sem á þessu sviði gilda“. Auk þess telur ráðuneytið að rétt væri að lengja lágmarksfyrirvara á útsendingu fundarboðs, dagskrár og fundargagna fyrir fundi skipu- lags- og samgönguráðs og eftir at- vikum annarra fastanefnda borg- arinnar úr einum sólarhring í tvo. Að lokum óskar ráðuneytið eftir því að verða upplýst um hver við- brögð borgarinnar verði við til- mælum þess. Boðunarfrestur var lengdur „Í þessu tilviki misritaðist net- fang í fundarboði, hjá aðalmanni og áheyrnarfulltrúa, á fyrsta fundi eft- ir sumarleyfi í fyrra. Þar var um innsláttarvillu að ræða sem beðist var velvirðingar á,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í skrif- legu svari. Hann benti á að allir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúar hefðu mætt á fundinn. Einhverjir þeirra höfðu þó ekki fengið tæki- færi til að kynna sér gögnin. Dagur sagði að líkt og kæmi fram í svari ráðuneytisins hefði verið brugðist rétt við með því að taka engar fullnaðarákvarðanir á fund- inum heldur hafa einungis kynn- ingar. Haldinn var aukafundur í vikulok til að halda sama fund aftur með sömu kynningum fyrir þau, að sögn Dags. Hann sagði að svör ráðuneytisins væru í góðu samræmi við það sem kjörnir fulltrúar hafa fengið á vett- vangi borgarstjórnar. Gögn eigi að berast tímanlega. Sé misbrestur á því sé málum frestað sé þess óskað. „Varðandi viðbrögð Reykjavíkur- borgar þá ákvað forsætisnefnd í vetur að lengja almennan boðunar- frest nefnda og ráða eftir umræðu á vettvangi nefndarinnar. Ný sam- þykkt skipulags- og samgönguráðs var samþykkt samhljóða í borg- arstjórn 18. desember sl.,“ sagði Dagur. Skipulags- og samgönguráð heldur að jafnaði fjóra fundi í mán- uði. Formaður getur boðað til auka- funda eftir þörfum. „Reglulegir fundir skulu boðaðir með a.m.k. 36 klukkustunda fyrirvara, dagskrá skal fylgja fundarboði auk þess sem birta skal hana á opnum vef Reykjavíkurborgar ásamt fund- argögnum. Rafræn boðun fundar og útsending fundargagna telst fullgild boðun. Almennt hefur boðunarfrestur verið lengdur í tvo sólarhringa í öðrum ráðum en umhverfis- og skipulagssvið óskaði eftir 36 tíma fyrirvara vegna eðlis þeirra mála sem þau sýsla með. Forsætisnefnd féllst á það og borgarstjórn einnig.“ gudni@mbl.is Boðun fundar- ins var áfátt  Ráðuneyti finnur að vinnubrögðum Eyþór Arnalds Dagur B. Eggertsson Nokkuð svalt var í veðri á höfuðborgarsvæðinu í gær, en ekki var að sjá að það kæmi í veg fyrir að þessi veg- farandi á Laugaveginum færi ferða sinna á hjólabretti. Í dag er spáð 0-3 stiga hita sunnan- og vestantil, en annars frosti allt að 10 stigum. Spáð er austlægri eða breytilegri átt, víða éljum en þurru norðvestanlands. Farartækin eru margvísleg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Gangur er í viðræðum og hreyfing á málum á sáttafundum samflots iðnaðarmanna, Starfs- greinasambands Íslands (SGS) og Landssam- bands íslenskra verslunarmanna (LÍV) með Samtökum atvinnulífsins (SA) undir stjórn Rík- issáttasemjara. Gengið er út frá að fundahöld verði hjá sáttasemjara yfir alla helgina, bæði á laugardag og sunnudag frá kl. 9 til 17.30. Viðsemjendur í Karphúsinu eru bundnir trúnaði um það sem þar fer fram á sáttafundum og mega ekki greina frá stöðu einstakra mála við fjölmiðla. Í pistli á heimasíðu Samiðnar í gær segir að þó að ekki sé hægt að segja að mönnum hafi skilað mikið áfram í samningamálum í vik- unni hafi samt verið hreyfing á málum. „Törnin hefst kl. 11.30 í dag og verður alla helgina. Vonir standa til að okkur takist að ljúka umræðunni um vinnutímastyttinguna um helgina. Takist að ljúka þeirri umræðu gætu önnur atriði farið að rúlla áfram,“ segir í pistlinum. Næsta vika talin geta ráðið úrslitum um framhaldið Samninganefnd SGS samþykkti í gær að halda viðræðum áfram við Samtök atvinnulífs- ins um nýjan kjarasamning og verður viðræðum haldið áfram eftir helgi. „Aðilar hafa fundað nánast daglega undan- farnar vikur, auk þess sem vinna starfshópa um einstök málefni hefur verið í fullum gangi. Við- ræðurnar hafa gengið þokkalega en staðan er viðkvæm og margt er enn óleyst,“ segir í til- kynningu sem send var út eftir hádegi í gær eft- ir fundahöld fulltrúa þeirra 16 aðildarfélaga sem SGS hefur samningsumboð fyrir. „Þolinmæði Starfsgreinasambandsins í þess- um kjaraviðræðum er ekki endalaus og það er ljóst að næsta vika getur ráðið úrslitum upp á framhaldið,“ segir þar ennfremur. Um fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að stærstu verkalýðsfélögin lögðu sínar kröfugerð- ir fyrir samninganefnd atvinnurekenda og við- ræður fóru í gang. Vel á annað hundrað fundir hafa farið fram á umliðnum mánuðum Mikill fjöldi samningafunda hefur farið fram á þessum tíma í viðræðum SGS, samflots iðnaðar- mannafélaganna og LÍV við SA, og eru þeir eftir því sem næst verður komist orðnir vel á annað hundrað talsins. Þegar SGS ákvað að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara í seinasta mánuði höfðu samninganefndir SGS og SA og vinnuhópar átt tæplega 80 fundi um sértæk mál frá því í októ- ber, sem og hátt í 30 fundi viðræðunefnda SGS og SA, um forsendur og innihald nýs kjara- samnings. Iðnaðarmenn lögðu fram sínar kröfur 30. nóvember. Í forystu þeirra höfðu menn ekki tiltæka tölu á því í gær hversu margir samn- ingafundir hafa farið fram síðan viðræður hófust en þeir eru orðnir fjölmargir. Frá morgni til kvölds í Karphúsinu samfleytt í tólf daga Frá því að þessi verkalýðsfélög og sambönd sem nú eru í viðræðum við SA í Karphúsinu vís- uðu kjaradeilunni í sáttameðferð í seinasta mán- uði hefur Ríkissáttasemjari haldið fundi dag hvern frá morgni til kvölds í tíu daga samfleytt auk þess sem nú er búið að skipuleggja funda- höld yfir alla helgina eins og fyrr segir eða í tvo daga til viðbótar. Hreyfing á málum en viðkvæm staða  Vonir standa til að takist að ljúka umræðunni um vinnutímastyttinguna um helgina  SGS sam- þykkir að halda viðræðum áfram  Um fimm mánuðir eru liðnir frá því að kröfur voru lagðar fram

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.