Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019
Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr.
Mjög eftirsóttur staður í Keflavík Reykjanesbæ.
Heitur pottur, tvær verandir.
Stærð 189,9 m2
Verð kr. 57.900.000
Baldursgarður 7, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
ÁÍslandsmóti skákfélagasem lauk um síðustu helgií Rimaskóla var staðfestursá mikli munur sem er á
öflugustu liðum keppninnar í 1. deild
og þeim sem verma botnsætin. Hið
skemmtilega lið skákdeildar KR hef-
ur innan sinna raða skákmenn af
eldri kynslóðinni sem tefla reglulega
í hinum ýmsu skákklúbbum á höfuð-
borgarsvæðinu og hafa haldið sér
uppi í efstu deild undanfarin ár en
kveðja nú; þó má segja að í kjölsog-
inu hafi þeir ráðið miklu um það
hvernig málin æxluðust á toppnum.
Víkingaklúbburinn hafði þetta aft-
ur og er Íslandsmeistari skákfélaga
2019. Sveitin var með besta liðið á
pappírunum, þar af fjóra erlenda
stórmeistara. Jóhann Hjartarson og
Jón L. Árnason voru á þriðja og
sjötta borði og Jón Viktor Gunn-
arsson á því áttunda.
Í næstsíðustu umferð vann Vík-
ingasveitin skákdeild KR 8:0 og
hefðu helstu keppinautarnir, Hug-
inn, kosið þau úrslit líka en á
fimmtudagskvöldið rétt marði Hug-
inn sigur yfir KR-ingum, 4 ½: 3 ½. Á
þessum úrslitum er mikill munur og
það kom fram í lokaniðurstöðunni:
1. Víkingaklúbburinn 53 v. 2.
Huginn a-sveit 50 ½ v. 3. Fjölnir 50
v. 4. TR –a sveit 45 5. TG 45 ½ v. 6.
Breiðablik , Bolungarvík og Reykja-
nes 33 ½ v. 7. SA 29 v. 8. TR b-sveit
26 v. 9. Huginn b-sveit 22 v. 10. KR
12 ½ v.
Í 2. deild vann Skákfélag Selfoss
og nágrennis og flyst upp í 1. deild
ásamt b-liði Víkingasveitarinnar. Í
3. deild vann b-lið Taflfélags Garða-
bæjar Garðbæinga og flyst lið þeirra
upp um deild ásamt Taflfélagi Vest-
mannaeyja og í 4. deild sigraði b-
sveit skákdeildar KR en í 2. sæti
urðu Hrókar alls fagnaðar. Þessi lið
fara bæði upp í 3. deild.
Víkingasveitin og Huginn áttust
við í 7. umferð og það var úrslita-
rimman í efstu deild. Í fyrra vann
Huginn með minnsta mun en nú
snerist dæmið við og hefði sigurinn
getað orðið stærri en Jón L. Árna-
son missti unnið tafl niður í tap á 6.
borði.
Hannes Hlífar Stefánsson fékk 8
½ v. af 9 mögulegum og skák hans
við Jóhann Hjartarson var án efa há-
punktur helgarinnar, frábær viður-
eign, báðum til sóma:
Íslandsmót skákfélaga 2019; 7.
umferð:
Jóhann Hjartarson – Hannes
Hlífar Stefánsson
Slavnesk vörn
1. Rf3 d5 2. c4 c6 3. e3 Rf6 4. Rc3
e6 5. Dc2 Bd6 6. b3 O-O 7. Bb2 e5 8.
d4
Annar möguleiki var 8. cxd5 cxd5
9. Rb5 Rc6 10. Rxd6 Dxd6 11. d4 e4
12. Re5 með flókinni stöðu.
8. ... e4 9. Rd2 Ra6 10. a3 Rc7 11.
h3 Re6 12. Be2 Bd7 13. b4 He8 14.
Db3 Rc7 15. a4 dxc4 16. Bxc4 Rcd5
17. b5 Hc8 18. O-O Bf5 19. Hfc1 Bb8
20. a5 Dd6 21. Rf1 Dd7
Svartur hefur í hyggju að fórna
biskup á h3. Á drottningarvængnum
hefur hvítur hinsvegar mikil gagn-
færi.
22. Re2 Bxh3 23. gxh3 Dxh3 24.
Reg3 h5 25. a6 h4!
Það tekur „vélarnar“ smátíma að
átta sig á því að þetta er jafnvel
betra en 26. ... b6.
26. axb7 Hcd8 27. bxc6
27. ... Rh7!
Jóhanni hafði sést yfir þennan
bráðsnjalla leik. Hann hafði reiknað
með 27. ... hxg3 en eftir 28. fxg3 er
hvíta staðan betri. Riddarinn stefnir
nú á f3.
28. Bxd5 Rg5 29. Bxe4 Hxe4 30.
Dd1 hxg3 31. c7 Bxc7 32. fxg3
Ekki 32. Hxc7 g2! 33. Rg3 Hh4 og
mátar.
32. ... Hxe3!? 33. Rxe3 Dxg3+ 34.
Kf1 Rh3!
35. Ke2
Eða 35. Dc2 Df3+ 36. Ke1 He8 37.
Ha3 Ba5+! og vinnur.
35. ... Dh2+ 36. Kd3 Rf2+ 37. Kc3
Rxd1+ 38. Hxd1 Bb6 39. Rc4 Dc7
40. d5 Dxb7 41. d6 Dc6
- og hvítur gafst upp.
Víkingaklúbburinn
Íslandsmeistari
skákfélaga 2019
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ljósmynd/SÍ
Hótelstjórinn Davíð Kjartansson hafði ástæðu til að fagna í lokahófi Ís-
landsmóts skákfélaga. Hann náði lokaáfanga að alþjóðlegum meistaratitli
og verður útnefndur á næsta þingi FIDE.
Þú hefur örugglega fengið tölvu-
póst með stafsetningarvillum sem
segir þér að reikningurinn þinn á
samfélagsmiðli sé í hættu staddur.
Það eina sem gæti bjargað honum
er að þú farir á síðuna og sláir inn
notandanafn og lykilorð til þess að
tryggja að þú sért eini notandinn.
Þetta er auðvitað svindl til að kom-
ast yfir lykilorðið þitt.
Svona tilraunir eru kallaðar vef-
veiðar (e. phishing). Vefveiðar eru
til á ýmiss konar formi, t.d. virðast
þetta oft við fyrstu sýn vera skila-
boð frá bönkum, kortafyrirtækjum
eða netþjónustuaðilum. Sumir
tölvuþrjótar beita svonefndum
spjótvefveiðum en munurinn liggur
í því að þeim er vísvitandi beint að
einstaklingum. Þessari aðferð var
beitt árið 2014 þegar myndum sem
voru geymdar í skýi iCloud-
þjónustu Apple var stolið. Tölvu-
þrjótarnir beindu spjótum sínum
að frægu fólki, einkum konum, og
sendu þeim tölvupóst sem sagði að
brotist hefði verið inn
á reikning þeirra og
með var tengill á
svikaútgáfu af iCloud-
síðunni. Þannig fengu
þrjótarnir lykilorð
fórnarlambanna í
hendur og fullan að-
gang að öllum þeim
ljósmyndum sem
geymdar voru í
iCloud-skýi þeirra.
Skv. upplýsingum
frá netfyrirtækinu
Symantec eru um 55%
af öllum tölvupósti
ruslpóstur og að með-
altali fær fólk 16 svikapósta í mán-
uði. Stórar póstþjónustur eins og
Gmail frá Google hafa komið upp
þróuðum síum sem passa að svona
póstar hreinlega berist ekki not-
endum þeirra. Minni póstþjónustur
búa ekki yfir sömu tækni og Gmail
og því líklegra að þar komist svika-
póstar í gegnum síuna.
Besta leiðin til að forðast árás af
þessu tagi er að skoða tölvupóstinn
vel. Oft er pósturinn sendur frá
netfangi sem líkist alvörusend-
anda, t.d. support@gnail.com í
stað support-
@gmail.com. Fljótt á
litið sér viðtakandi
ekkert misjafnt en
gott er að lesa tölvu-
póstinn vel og skoða
hvort ítrekaðar staf-
setningarvillur eru í
honum. Mörg minna
þróuð ríki hafa ekki
framkvæmdavald eða
löggjöf til að eltast við
tölvuþrjóta og því
þrífst þannig starf-
semi þar. Oft er enska
ekki fyrsta mál og því
slæðast inn stafsetningar- og mál-
villur hjá þrjótunum. Sérstaklega
skal varast tölvupóst þar sem les-
andanum er skipað að bregðast
strax við, annars fari allt á versta
veg. Ef málið væri virkilega alvar-
legt væri best að sjá um það í eigin
persónu, ekki á vefsíðu.
Önnur góð regla er að opna ekki
tengla úr grunsamlegum tölvu-
pósti. Ef fólk er áskrifendur að til-
tekinni þjónustu á netinu og fær
tölvupóst um að skrá sig inn á til-
tekna vefsíðu er góð regla að slá
inn rétta vefslóð fremur en að elta
tengil í tölvupósti.
Öruggar vefsíður hafa https: í
upphafi vefslóðarinnar í stað http:.
S-ið stendur fyrir „secure“ og þýð-
ir að allt sem slegið er inn á síðuna
er dulkóðað. Öruggar vefsíður hafa
fengið vottun frá þriðja aðila um
að þessi síða sé virkilega í eigu
þess sem segist eiga hana.
Miklu skiptir að fara varlega.
Fáir þú tölvupóst sem segir að nú
sé þitt síðasta tækifæri til að
bjarga bankareikningi skaltu ekki
hafa áhyggjur og ekkert gera. Í
raunverulegu tilviki myndi bank-
inn örugglega hringja og biðja þig
að mæta í næsta útibú.
Vefveiðar
Eftir Aron Friðrik Georgsson
» Tölvuþrjótar stunda
vefveiðar með því að
senda fólki tölvupóst á
fölskum forsendum.
Aron Friðrik
Georgsson
Höfundur er viðskiptafræðingur
og ráðgjafi í upplýsingaörygg-
ismálum hjá Stika ehf.
aron@stiki.eu
Upplýsingaöryggi
Ljósmynd/smallbiztrends.com/2018/
Blekking Vefveiðar til að blekkja fólk.