Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 www.velaborg.is | Járnhálsi 2-4 | 110 Reykjavík | Sími 414-8600 Glæsilegur gæðagripur CASE 695 ST Traktorsgrafan er útbúin með: • Loftfjaðrandi sæti með hita • Loftkældu ökumannshúsi • Vökvahliðarfærslu • Sjálfvirku smurkerfi • Vökvahraðtengjum framan og aftan Ásamt fjölda annarra valmöguleika og staðalbúnaðar Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þótt undarlegt kunni að virðast dansa hjónin Edda Erlendsdóttir, píanóleikari, og Olivier Manoury, tónskáld og bandoneonleikari, ekki tangó. Undarlegra en ef önnur hjón ættu í hlut í ljósi þess að árið 1981 héldu þau tangótónleika fyrir troð- fullu húsi þrjú kvöld í röð í Fé- lagsstofnun stúdenta og Leikhús- kjallaranum. Með í spilinu voru þau Richard Korn kontrabassaleikari, Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Helga Þórarinsdóttir víóluleikari. Þau hafa samt prófað. „Hann sagði að ég hoppaði alltof mikið og ég kvartaði yfir því að hann reyndi of mikið að stýra mér. Þannig var endirinn á stuttu danssamstarfi okkar hjóna fyrir mörgum árum á dansleik að loknum tangótónleikum sem við héldum í Svíþjóð,“ segir Edda kímin. Samstarfið er til allrar hamingju á allt öðrum og samstillt- ari nótum þegar þau spila saman á tónleikum, hvort með sitt hljóð- færið. Eins og þau ætla til dæmis að gera með tangóseptettinum Le Grand Tango kl. 16 á sunnudaginn í Norðurljósum í Hörpu í tónleikaröð- inni Sígildir sunnudagar. „Þegar við héldum okkar fyrstu tangótónleika tengdi fólk tangó yf- irleitt bara við samkvæmisdans, og þótti skrýtið að halda tónleika kennda við tangó þar sem ekki væri dansað,“ rifjar Edda upp. Þau Oli- vier létu staðar numið í tangó- tónleikahaldi næstu árin, en hófu aftur leikinn árið 1994 og hafa síðan haldið allmarga tangótónleika hér heima og erlendis og þá með mis- munandi og mismörgum hljóðfæra- leikurum. Bandoneon ráðandi hljóðfæri Í Le Grand Tango eru, auk þeirra hjóna og Richards, þær Auður Haf- steinsdóttir, 1. fiðla, Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, 2. fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla, og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Edda segir bandoneonhljóðfærið hans Oliviers verða ráðandi hljóð- færi á tónleikunum eins og alla jafna í tangótónlist. „Bandoneon, sem stundum er kallað tangóharmonika, er þýskt að uppruna, en fluttist með evrópskum innflytjendum til Argentínu þar sem tangódansinn og -tónlistin þróuðust um aldamótin 1900. Með sinn sér- staka tregafulla og tilfinningalega tón hefur bandoneon síðan verið uppistöðuhljóðfæri og í rauninni vörumerki þessarar tónlistar.“ Á efnisskránni eru sextán lög; bæði gömul í nýjum útsetningum Oliviers sem og nýrri verk. Sumar útsetningarnar eru við verk argent- ínska tónskáldsins Astor Piazzolla og nokkuð breytt, því Piazzolla samdi ekki fyrir sjö manna hljóm- sveitir. Að sögn Eddu var hann upp- hafsmaður „tango nuevo“ eða hins nýja tangó, sem olli straumhvörfum í tangótónlist upp úr 1960. „Áhrif hans birtust í aðskilnaði tónlistar- innar og dansins, en um leið opn- uðust nýjar víddir inn í heim tónlist- arinnar. Tangótónlist varð sjálfstætt tónlistarform, án dansins og stundum með söngvara. Mark- mið Le Grand Tango er að flytja fjölbreytta tangótónlist, allt frá danstónlist til kammerverka og einnig að endurvekja þá tegund tón- listar sem er bæði til þess fallin að hlusta á og dansa eftir.“ Tónlistarlegur fjársjóður Tangó á rætur að rekja til Buenos Aires í Argentínu stuttu fyrir alda- mótin 1900 þegar fjöldi innflytjenda úr ólíkum áttum settist þar að, hver með sína tónlist í farteskinu. Smám saman varð til samsuða; tangó var tónlistin kölluð og fór eins og eldur í sinu um heiminn. „Tangó er tónlist- arlegur fjársjóður, fullur ástríðu, trega og glettni,“ segir Edda og tek- ur svo djúpt í árinni að fullyrða að tangófár hafi riðið yfir heimsbyggð- ina á árunum 1920 til 1940. Árin þaðan í frá eru í meira mæli í brennidepli á tónleikum Le Grand Tango. Þó verða leikin verk eftir fransk/argentínska tónskáldið og leikarann Carlos Gardel, sem á fjórða áratug liðinnar aldar – gullöld tangósins – var skærasta stjarnan í tangóheiminum, og nokkra sam- tímamenn hans. „Við ætlum meðal annars að flytja verkið „Vigdís“ sem Olivier samdi og útsetti við kvik- myndina Hertu upp hugann eftir Sólveigu Anspach,“ segir Edda, sem spilar reyndar ekki með í því verki. „Svolítið fyndið vegna þess að ég lék píanóleikarann í myndinni. Olivier útsetti verkið ekki fyrir píanó, held- ur strengjakvartett; kontrabassa, fiðlu, víólu og bandoneon, aðallega vegna þess að oft er erfitt að hafa píanó með í spilinu, hljóðfærið er ekki alltaf til staðar í tónleikasöl- um.“ Frelsið í flæðinu Eins og hún sjálf segir Edda að klassískt tónlistarfólk hafi fengið æ meiri áhuga á tangótónlist, sér- staklega eftir að Piazzolla kom fram á sjónarsviðið. Hún nefnir til sög- unnar frægt tónlistarfólk eins og Yo-Yo Ma sellóleikara, Daniel Bar- enboim, píanóleikara og hljómsveit- arstjóra, og stórsöngvarann Placido Domingó. „Hvað mig varðar hefur frelsið í flæðinu í tangótónlist gefið mér aukna vídd þegar ég spila klassíska tónlist og hefur hjálpað mér að vera frjálsari í túlkuninni, einkum ef tónlistin er rómantísk. Tangótónlistin, sem er hárómantísk, er komin á efnisskrá sem klassísk í kammertónlist og víðar.“ Tildrögum þess að Edda fór að spila þessa tegund tónlistar lýsir hún með eftirfarandi hætti: „Þegar ég var kennari í Tónlistarháskól- anum í Lyon í Frakklandi heyrði kollegi minn, kammertónlistarkenn- ari, Olivier spila á tónleikum. Hon- um fannst tónlistin frábær og bað hann að útsetja fyrir sig nokkur verk. Á þessum tíma var Olivier nýbúinn að fá sér bandoneon, sem hann kunni varla á, en var fljótur að læra og spilaði þá með tveimur arg- entínskum gítarleikurum. Ég var alltaf að æfa á píanóið í stofunni og Olivier á bandoneon í eldhúsinu, en þessi kollegi minn gaf okkur eigin- lega tækifæri til þess að fara að vinna saman.“ Eins og farandspilarar Og þá er frásögnin af tilurð Le Grand Tango komin í hring því eins og áður sagði efndu þau árið 1981 til sinna fyrstu tangótónleika á Íslandi. Sögulok eru ekki í augsýn. „Tónleik- arnir voru einstakt ævintýri, en svo liðu þrettán ár þar til við Olivier spiluðum aftur saman. Við höfum verið svolítið eins og farandspilarar, spilað með tónlistarfólki sem við þekktum á hverjum stað, til dæmis mikið með strengjakvartett í Belgíu, öðrum í Svíþjóð og þar fram eftir götunum. Árið 1994 fengum við til liðs við okkur strengjaleikara hér, héldum tónleika í Sólon og spiluðum á nýárskvöldi á Broadway, skemmtistöðum sem hafa fyrir löngu lagt upp laupana, og síðan alltaf öðru hverju í áranna rás. Einnig á Listahátíð í Reykjavík, Iðnó, Salnum, Akureyri, Ísafirði svo nokkrir staðir séu nefndir. Og fyrir nokkrum árum tók Le Grand Tango-hópurinn upp geisladisk með söngvaranum Agli Ólafssyni.“ Kraftur í tónlistarlífinu Eftir 45 ára samfellda búsetu í Frakklandi hafa þau Edda og Oli- vier dvalið til jafns á Íslandi síðast- liðin þrjú ár, eða frá því henni bauðst gestakennarastaða í píanó- leik í Listaháskóla Íslands. „Fyrir vikið hef ég getað tekið meiri þátt í tónlistarlífinu en þegar ég kom bara hingað í frí eða gagn- gert til að halda tónleika. Það er mikill kraftur í tónlistarlífinu hérna og við höfum fengið mörg skemmti- leg verkefni upp í hendurnar,“ segir Edda og nefnir að 60 börn í barna- kórum hafi nýverið frumflutt kór- verk í Langholtskirkju, sem Olivier samdi við texta Tove Jansson um Múmínálfana. Sjálf lék hún með á píanó, Olivier á bandoneon, Pétur Grétarsson á slagverk, Birgir Bragason á kontrabassa og Egill Ólafsson var sögumaður. „Við hlökkum mikið til tón- leikanna á sunnudaginn með öllum þessum framúrskarandi hljóðfæra- leikurum og erum Auði Hafsteins- dóttur sérstaklega þakklát fyrir að koma með þá hugmynd að við tækj- um aftur upp þráðinn, en að frátöld- um þeim Geirþrúði Ásu og Þórunni Ósk kom Le Grand Tango-hópurinn síðast saman fyrir fimmtán árum, “ segir Edda. Ekki er úti ævintýri. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stundum þarf sjö til að spila tangó  Tangóseptettinn Le Grand Tango með tónleika í Hörpu  Edda Erlendsdóttir píanóleikari og Oli- vier Manoury, tónskáld og bandoneonleikari, á sömu nótum ásamt kontrabassa, fiðlum, víólu og sellói Le Grand Tango F.v. Þórunn Ósk Marinósdóttir, Oli- vier Manoury, Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Richard Korn, Edda Erlendsdóttir og Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.