Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Frá kr.
89.995
Mílanó
Páskaferð
16. apríl í 6 nætur. Morgunverður innifalinn
Flug frá kr.
39.900
Ámann báðar leiðir m/tösku
og handfarangri
Veður víða um heim 10.3., kl. 18.00
Reykjavík 1 skýjað
Hólar í Dýrafirði -1 léttskýjað
Akureyri -2 alskýjað
Egilsstaðir 2 skýjað
Vatnsskarðshólar 2 léttskýjað
Nuuk -6 skýjað
Þórshöfn 2 skýjað
Ósló 0 rigning
Kaupmannahöfn 3 skýjað
Stokkhólmur -1 snjóél
Helsinki -2 skúrir
Lúxemborg 8 skúrir
Brussel 7 rigning
Dublin 3 skúrir
Glasgow 3 rigning
London 8 rigning
París 11 rigning
Amsterdam 4 skúrir
Hamborg 6 skúrir
Berlín 6 rigning
Vín 13 rigning
Moskva 3 heiðskírt
Algarve 21 heiðskírt
Madríd 22 heiðskírt
Barcelona 18 heiðskírt
Mallorca 17 heiðskírt
Róm 13 rigning
Aþena 19 heiðskírt
Winnipeg -10 léttskýjað
Montreal -1 snjókoma
New York 3 rigning
Chicago 1 rigning
Orlando 26 skýjað
11. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:01 19:16
ÍSAFJÖRÐUR 8:08 19:18
SIGLUFJÖRÐUR 7:51 19:01
DJÚPIVOGUR 7:31 18:44
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á þriðjudag Norðaustan 15-23 m/s. Rigning suð-
austantil, él nyrðra, en þurrt suðvestantil. Dregur
smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á dag-
inn. Hiti 1 til 6 stig syðra, annars kringum frostmark.
Vaxandi austlæg átt, allvíða hvassviðri en stormur eða rok sunnantil í kvöld og nótt. Dálítil él
eystra, rigning eða slydda syðra, en yfirleitt þurrt norðan- og vestanlands.
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
„Ég skil ekki hvað þessi börn eru að
gráta,“ sagði Ásdís Jóhannesdóttir
og hló við eftir að plásturinn var
settur á hana að lokinni bólusetn-
ingu gegn mislingum á heilsugæslu-
stöðinni Sólvangi í Hafnarfirði í gær.
Hún er dagmóðir í Hafnarfirði og
sagði eftir bólusetninguna að sér
væri létt að hafa tekið af öll tvímæli
um hvort hún væri ónæm og sagði
upplýsingarnar um það hafa verið á
reiki. Hún er frá Fáskrúðsfirði og
gögn fundust ekki þar um þær
sprautur sem hún fékk sem barn.
Talsvert var um grátandi börn og
þakkláta foreldra
á Sólvangi um
helgina, sem var
ein af þeim 19
heilsugæslu-
stöðvum á höfuð-
borgarsvæðinu
sem buðu upp á
bólusetningar
eftir hádegi laug-
ardag og sunnu-
dag. „Það er rosa-
gott að fá þessa
þjónustu um helgi,“ sagði Ásdís.
„Þegar maður er dagmamma stekk-
ur maður ekkert í burtu um miðjan
virkan dag.“
Herramaðurinn næstur í stólinn
hjá hjúkrunarfræðingum var Dagur
Rafn Andrason, 15 mánaða. Granda-
lausum brá honum allverulega við
nálarstunguna og ekki var laust við
grátstafi í kjölfar hennar. Honum
voru þó umsvifalaust fluttar þær
fréttir að „allt“ væri „bú“ og tók
hann þá gleði sína á ný. Steinunn
Guðmundsdóttir, móðir drengsins
og jafnframt talsmaður hans, sagði
illu best aflokið.
Meirihluti árgangs bólusettur
Fólk á öllum aldri sótti sér þessa
þjónustu á heilsugæslustöðvum á
höfuðborgarsvæðinu um helgina,
þar sem 2.500-2.600 manns voru
bólusettir fyrir mislingum. Aðgerð-
irnar gengu eins vel og menn þorðu
að vona, að sögn Óskars Reykdals-
sonar, setts forstjóra Heilsugæsl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, sem
jafnframt verður umdæmislæknir
sóttvarna þegar svona stendur á.
Fimm mislingasmit eru staðfest á
landinu, í Reykjavík og á Austur-
landi, það fyrsta var staðfest 18.
febrúar. Talað hefur verið um „lítinn
faraldur“ en talið er að enginn þeirra
sem smituðust sé í bráðri hættu.
Forgangshóparnir um helgina
voru börn á aldrinum 6-18 mánaða
en almennt eru börn bólusett fyrir
mislingum 18 mánaða. Fullorðnir
fæddir eftir 1970 voru þó líka kall-
aðir í bólusetningu, ýmist þeir sem
höfðu ekki verið bólusettir eða þeir
sem höfðu ekki fullvissu um að hafa
verið það. Á bilinu 3.500-4.000 börn
eru á aldrinum 6-18 mánaða á land-
inu öllu. Með þessum aðgerðum er
því afgreiddur stór hluti þess hóps,
að viðbættum fjöldanum sem var
bólusettur á Austurlandi.
Óskar segir aðgerðirnar um
helgina draga verulega úr líkunum á
því að úr þessu verði faraldur sem
erfitt verði að ráða við. Hann er
ánægður með mætinguna á heilsu-
gæslustöðvarnar og þakkar það
tækni og nýjum tímum í upplýsinga-
gjöf, og sömuleiðis árvekni lands-
manna almennt. Hann segir að nú
ættu allflestir að hafa verið bólusett-
ir sem á annað borð þurfa á því að
halda.
Skutlast með bóluefni
Bóluefni kláraðist á mörgum
heilsugæslustöðvum um helgina og
þurfti fólk þá að leita í nærliggjandi
hverfi til að fá sprautu. Á Sólvangi
þurftu starfsmenn að sækja meira
bóluefni fyrst í Fjörðinn heilsugæslu
og svo Garðabæ. Þar voru 109
sprautaðir á laugardaginn og annar
eins fjöldi í gær. Óskar segir að bólu-
efnið hafi dugað fyrir flesta í þessari
lotu og dreifingaraðilar ráði nú ráð-
um sínum til þess að hafa birgðir fyr-
ir komandi daga. Um sinn er ennþá
til nokkurt bóluefni.
Á Austurlandi er einnig til nægt
bóluefni. Þar voru 500 bólusettir um
helgina. Bólusett var á Egilsstöðum
og Eskifirði. Hlé var gert á bólusetn-
ingum í gær en þær halda áfram í
dag og út vikuna. Til viðbótar við
Egilsstaði og Eskifjörð verður einn-
ig bólusett á Vopnafirði, en þangað
fór bóluefni um helgina, og Djúpa-
vogi.
Fyrst var bólusett gegn misling-
um árið 1976. Fyrir þann tíma veikt-
ust flestir af mislingum sem börn.
Margir urðu mjög veikir en þó gerð-
ist það ekki nema í undantekning-
artilvikum að fólk lenti í lífshættu
eða missti heyrn, sem getur verið af-
leiðing alvarlegs mislingasmits. Ósk-
ar segir það hafa þekkst hér á árum
áður að börn dæju úr mislingum,
m.a. í mislingafaröldrum sem gengu
yfir landið á 6. og 7. áratugnum.
Óskar segir framfarirnar tölu-
verðar. Hann segir árangurinn síð-
ustu daga dæmi þess „hve vel getur
gengið þegar fólk tekur höndum
saman“.
Um 3.000 fengu mislingasprautu
Svo til heill árgangur var bólusettur Talsverður viðbúnaður á heilsugæslustöðvum á höfuðborgar-
svæðinu um helgina Fimm tilfelli staðfest Óviðráðanlegur faraldur er sagður ólíklegur úr þessu
Morgunblaðið/Hari
Bólusetning Meðal þeirra sem voru bólusettir gegn mislingum um helgina var Dagur Rafn Andrason, 15 mánaða.
Honum brá nokkuð við nálarstunguna, en tók gleði sína fljótt á ný. Fjöldi ungra barna fékk bólusetningu.
Á heilsugæslu Ásdís Jóhannesdóttir var ein þeirra sem fengu bólusetningu
um helgina, en hún var ekki viss um hvort hún hefði verið bólusett áður.
Óskar
Reykdalsson
Svandís
Svav-
arsdóttir
heilbrigðis-
ráðherra
segir misl-
ingasmitin
að undan-
förnu hafa
verið áfall
sem þó sýni
hversu
sterkt íslenskt heilbrigðiskerfi
stendur þegar í harðbakkann
slær. Hún segir þessa at-
burðarás áminningu til allra
landsmanna um að sinna
bólusetningum vel.
„Mér finnst gott að sjá
hvað við höfum sterka innviði
í íslenska heilbrigðiskerfinu til
að bregðast við uppákomum
af þessu tagi,“ segir Svandís í
samtali við Morgunblaðið.
„Þessi lota hefur sýnt okkur
að við höfum traust og gott
kerfi.“
Sömuleiðis ítrekar hún mik-
ilvægi þess að heilbrigðisgögn
séu aðgengileg almenningi.
Hún segir algert forgangsmál
að halda traustar sjúkraskrár.
„Fólk þarf að geta fylgst með
samskiptum sínum við heil-
brigðisstofnanir og þannig
fylgst betur með eigin
heilsu,“ segir Svandís.
Borið hefur á því að fólk
finni engar upplýsingar um
hvort það hafi verið bólusett
á sínum tíma. Slíkt á ekki að
gerast, að mati Svandísar.
Sýnir traust
og gott kerfi
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
Svandís
Svavarsdóttir
Allt búið Bóluefni gegn mislingum
kláraðist víða um helgina.