Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 10

Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 10
SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Eftir því sem fólk er eldra er lík- legra að það hafi fengið nafn afa síns eða ömmu. Guðrún og Jón hafa verið algengustu nöfnin hér á landi í meira en 300 ár og sífellt fleiri kjósa að gefa börnum sínum nöfn sem til eru í mörgum tungumálum. Þetta er meðal þess sem athug- anir dr. Guðrúnar Kvaran, prófess- ors emeritus við Háskóla Íslands, á íslenskum nafnaforða hafa sýnt. Guðrún kynnti niðurstöður sínar á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands um helgina og nefndist erindi henn- ar Breytingar á nafngiftum á síðustu árum. Athuganir Guðrúnar hófust fyrir tæplega hálfri öld. „Margt hefur breyst og mun halda áfram að breyt- ast,“ segir Guðrún um þróun nafn- gifta. „Nöfnum í Mannanafnaskrá fjölgar á hverju ári og þeim mun halda áfram að fjölga í takt við breyttar aðstæður. En ákveðinn kjarni nafna hefur þó haldist frá árinu 1703 þegar manntal var fyrst tekið hér á landi.“ Anna er eina kvenmannsnafnið úr þessum nafna- kjarna sem er á lista yfir þau tíu nöfn sem oftast voru gefin börnum á síðasta ári og Guðmundur og Jóhann eru einu karlmannsnöfnin sem þetta á við um. Sífellt færri börnum eru gefin slík nöfn sem fyrsta nafn en enn er talsvert algengt að þau séu gefin sem annað nafn. Guðrún hefur verið algengasta nafn kvenna síðan árið 1703, en þá bar fimmta hver kona hér á landi þetta nafn. Jón hefur verið algeng- asta nafn karla frá 1703. Það ár bar einn af hverjum fjórum körlum nafn- ið. Líkurnar á því að hafa fengið nafn ömmu sinnar eða afa aukast eftir því sem fólk er eldra. „Meira en helm- ingi þeirra sem eru eldri en 65 ára var gefið slíkt nafn, en aðeins 35% þeirra sem eru yngri en 30 ára,“ seg- ir Guðrún. „Algengara er að drengj- um sé gefið nafn afa síns en að stúlk- ur fái nafn ömmu sinnar, hvernig sem á því stendur.“ Þuríður og Þorkell ekki smart Guðrún Kvaran segir að rúmlega 62% landsmanna heiti fleiri en einu nafni. „Tvínefni urðu ekki algeng hér á landi fyrr en á nítjándu öld. 102 Íslendingar báru tvö nöfn árið 1801 og í þeim hópi voru engar Guð- rúnir og engir Jónar. Það bendir til þess að tvínefnin hafi ekki verið til þess að aðgreina fólk sem bar sömu nöfn, heldur að þetta hafi verið tískusveifla undir dönskum áhrifum og algeng nöfn í tvínefnum voru Dorothea, Soffía, Jens og Hans.“ Meðal þess sem athuganir Guð- rúnar leiddu í ljós var að nafngiftir eru breytilegar eftir fæðingarstað. Til dæmis var Auður vinsælasta nafnið sem gefið var stúlkum á Vest- fjörðum árið 2016. Drengir á Suð- urnesjum. höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi gátu helst átt von á því að vera gefið nafnið Alexander, en fyrir þá sem voru búsettir á Norður- landi vestra var líklegast að fá nafn- ið Baltasar eða Aron. Þá var Sara al- gengasta stúlkunafnið sem gefið var á höfuðborgarsvæðinu. Þegar horft er til allra lands- manna er aftur á móti ekkert sam- band á milli landsvæða og hvaða nöfn eru algengust. Nöfnin Guðrún, Anna, Jón, Sigurður og Guðmundur eru algengustu nöfnin alls staðar á landinu, óháð fæðingarstað. Guðrún segir að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að nöfn verði vin- sæl. „T.d. ef þekkt persóna ber nafn- ið eða ef þekktar persónur gefa barninu sínu tiltekið nafn. Ég man t.d. eftir því að nafnið Emma varð mjög vinsælt fyrir um 20 árum síðan og ég held að það hafi tengst því að Rachel og Ross í Friends-þáttunum gáfu dóttur sinni þetta nafn.“ Hún segir að áhugavert verði að fylgjast áfram með þróun nafna Ís- lendinga, sem gefi ýmsar vísbend- ingar um samfélagið. „Það lítur út fyrir að nöfn eins og Þuríður og Þor- kell þyki einfaldlega ekki nógu smart lengur; að þetta séu orðin hálfgerð kalla- og kellinganöfn. Það sýnir okkur að hefðir eru á undan- haldi. Nöfn sem eru stutt, jákvæð og alþjóðleg eru á uppleið, við sjáum það á þeim nöfnum sem mest eru gefin núna. Það virðist skipta máli við nafngiftir að hægt sé að nota nöfnin svotil hvar sem er í heim- inum.“ Jón og Guðrún algengust í 316 ár  „Kalla- og kellinganöfn“ eru á undanhaldi  Þeir sem eru eldri líklegri til að bera nafn ömmu eða afa  Sjónvarpsþátturinn Friends hafði áhrif á nafngiftir íslenskra barna  Nöfn sýna samfélagsþróun Morgunblaðið/Hari Nöfn Dr. Guðrún Kvaran flutti erindi á Hugvísindaþingi HÍ um breytingar á nafngiftum á síðustu áratugum. Hún segir að nafngiftir gefi ýmsar vísbendingar um samfélagið og að áhugavert verði að fylgjast áfram með þróuninni. Algengustu nöfn kvenna og karla á Íslandi Kvenmannsnöfn 1703-2017 Karlmannsnöfn 1703-2017 Algengasta nafn Næstalgengasta Þriðja algengasta Algengasta nafn Næstalgengasta Þriðja algengasta 1703 1801 1845 1910 1982 2007 2017 1703 1801 1845 1910 1982 2007 2017 Guðrún Sigríður Anna Ingibjörg Kristín Sigríður KristínAnnaMargrét Jón Guðmundur SigurðurBjarni Guðmundur GuðmundurSigurður VESTFIRÐIR ■ Auður ■ Aron, Haukur Tristan, Sigurður VESTURLAND ■ Emilía ■ Aron NORÐURLAND VESTRA ■ Emma ■ Baltasar, Arnór NORÐURLAND EYSTRA ■ Birta, Karítas, Sunna ■ Aron AUSTURLAND ■ Íris ■ Alexander SUÐURLAND ■ Kristín, Rakel ■ Arnar HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ■ Sara ■ Alexander SUÐURNES ■ Hanna ■ Alexander Heimild: Guðrún Kvaran 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019 Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Pústþjónusta SAMEINUÐ GÆÐI Fjölsóttur fundur sem haldinn var á Kanaríeyjum á laugardag skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að fresta öllum áformum um innflutn- ing á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og hráum eggjum frá Evrópu- sambandslöndum við núverandi framleiðsluhætti landbúnaðarvara í flestum ríkjum sambandsins. Flutn- ingsmenn ályktunarinnar voru þeir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, og Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð í Biskupstungum. Hvern laugardag kemur hópur Ís- lendinga á ensku ströndinni á Kan- aríeyjum saman og ræðir málefni líð- andi stundar. Guðni segir fólk úr öllum flokkum koma við sögu á fund- unum. „Um leið og alvaran er tekin fyrir eru hér oft skemmtilegir fundir þar sem menn hlæja og gera að gamni sínu. En mikill alvörufundur fór fram um þetta stóra kjötmál og er mikill samhugur meðal Íslendinga að verja og efla íslenskan landbún- að,“ segir Guðni. Í ályktun Guðna og Björns segir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi hafið harða baráttu gegn fram- leiðsluháttum í landbúnaði þar sem sýklalyf eru notuð í óhófi í búfénað og jafnframt blandað í fóður dýranna sem vaxtarhvati og sjúkdómavörn. Af neyslu sýklalyfjamengaðra kjöt- vara sé sprottinn ógnvænlegur sjúk- dómur, sýklalyfjaóþol, sem valdi því að pensilín virki ekki á sjúklinga. Þar segir enn fremur að íslenskir bænd- ur bjóði neytendum sínum lyfjalaus- ar búvörur framleiddar við „heil- brigðustu aðstæður í veröldinni“ en við þessar aðstæður eigi að fresta öllum áformum um innflutning. Rík- isstjórninni beri að leita eftir und- anþágu frá frekari opnun á heimild- um. Á fundinum var lagt til að Alþingi og ríkisstjórn í samstarfi við Lýðheilsustofnun, Landlæknisemb- ættið og Bændasamtökin hæfu öfl- ugt samstarf um að efla íslenskan landbúnað og stæðu þannig vörð um lýðheilsu og örugg matvæli Íslands. veronika@mbl.is Vilja að stjórnvöld fresti innflutningi á hráu kjöti  Um 300 manna fundur Íslendinga var haldinn á Kanaríeyjum Flutningsmenn Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og Björn Sigurðs- son, bóndi í Úthlíð, lögðu til að innflutningi á hráu kjöti yrði frestað. Leitað var að bíl Páls Mars Guðjóns- sonar í Ölfusá um helgina en talið er að Páll hafi ekið bílnum í ána 25. febrúar síðastliðinn. Leitin er nú í svokölluðum eftirlitsfasa, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Næstu helgi fer fram fjölgeisla- mæling á dýpt og lögun gjárinnar og með henni vonast björgunaraðilar til að geta staðsett bílinn. Oddur segir aðferðina ekki hafa verið reynda áð- ur í straumvatni og óvíst sé hvort hún muni bera árangur. Fjölgeisla- mælingin er nokkuð umfangsmikil og segir hann það vera ástæðu þess að aðgerðin hafi ekki verið fram- kvæmd fyrr. „Margir koma að að- gerðinni og aðstæðurnar þurfa að vera þannig að allt gangi eftir. Það verður fróðlegt að sjá hverju þetta skilar okkur,“ sagði Oddur. Leita enn að bílnum í Ölfusá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.