Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
FATNAÐUR Á ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
úr lífrænni ull og silki
Kíktu á
netverslun okkar
bambus.is
ERUM FLUTT
!
á Nýbýlaveg
8
– Portið
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Kennarastarfið þarf að fá meira
vægi í samfélaginu og um það þarf
þjóðarsátt. Mér finnst sem nú sé
meiri metnaður en áður meðal
stjórnvalda fyrir því að efla skóla-
starf, sérstaklega á yngri stig-
unum. Ráðstafanir mennta-
málaráðherra til þess að fjölga
fólki í kennaranámi geta breytt
miklu, enda eru þær sambæri-
legar því sem hefur verið í ýmsum
nágrannalöndum okkar þar sem
skólastarf hefur verið komið í
vanda,“ segir Ragnar Þór Pét-
ursson, formaður Kennarasam-
bands Íslands.
Unnið gegn brottfalli
Í sl. viku kynnti Lilja Alfreðs-
dóttir menntamálaráðherra ráða-
gerðir stjórnvalda til eflingar
námi grunn- og leikskólakennara.
Frá næsta hausti býðst nemendum
á lokaári meistaranáms launað
starfsnám, sem skal vera minnst
50% í eitt skólaár og fá nemendur
greitt skv. kjarasamningi. Fá auk
þess styrk frá ríkinu, 800 þúsund
kr. á síðasta vetrinum í náminu,
ljúki þeir því á tilsettum tíma. Á
lokaárinu verða kennaranem-
arnir svo við störf úti í skólunum
undir leiðsögn reyndra kennara.
Slík handleiðsla miðar að því að
koma fólki farsællega af stað í
starfi og á að vinna gegn brott-
falli. Fyrir liggur að nærri þriðj-
ungur þeirra sem ljúka kenn-
aranámi hættir í starfi eftir
tiltölulega skamman tíma og að-
eins um helmingur gerir kennslu
að ævistarfi.
„Kennsla er krefjandi starf
og við þurfum að hlúa betur að
þeim sem starfinu sinna. Það er
erfitt fyrir ungt fólk og reynslu-
laust að taka við kannski 20-25
barna bekk og hafa engan stuðn-
ing. Að vinna í skóla þar sem
teymisvinna og handleiðsla eru
við lýði er miklu auðveldara og
slíkt er auðvitað framtíðin,“ segir
Ragnar Þór. Hann vekur athygli á
því að í fyrra brautskráðust 22
leikskólakennarar og 77 grunn-
skólakennarar frá Háskólanum á
Akureyri og Háskóla Íslands.
Þetta sé hvergi nærri nóg. Ef vel
ætti að vera þurfi 270-300 nýja
grunnskólakennara á ári hverju
og mun fleiri á leikskólastiginu.
Betri laun og bætt skilyrði
„Kennaraskortur á Íslandi
nálgast að verða mikið vandamál.
Miðað við verstu mögulegu sviðs-
myndir verður staðan í grunn-
skólum landsins eftir áratug sú að
leiðbeinendur þarf í 50% starfa.
Aðeins helmingur verður kenn-
arar með menntun og réttindi.
Þessi veruleiki er reyndar alþjóð-
legur og við hefur verið brugðist á
ýmsa vegu. Í Bandaríkjunum og
Bretlandi hefur sumsstaðar verið
brugðið á það ráð að gjaldfella
kennaranámið og það jafnvel tek-
ið niður á framhaldsskólastigið.
Hér verður vandanum mætt að
skandinavískri fyrirmynd; kenn-
arastarfinu gert hærra undir
höfði með til að mynda betri laun-
um og bættum starfsskilyrðum. Í
nágrannalöndunum hefur þetta
skilað góðum árangri á skömmum
tíma og ég hef enga ástæðu til að
ætla að hið sama gerist ekki hér.“
Stækka reynsluheim
Samfélag nútímans verður æ
flóknara, samanber að við erum
stödd í miðri fjórðu iðnbylting-
unni þar sem sjálfvirknivæðing
breytir flestum störfum. En tekur
skólastarfið mið af því? „Nei,“
segir Ragnar Þór sem telur
áherslu samfélagsins á bóknám of
mikla. Fá þurfi fleiri ungmenn í
verknám því mörg fari þau áhuga-
lítil í bóknám og heltist fljótt þar
úr lestinni. „Á Íslandi höfum við
lifað í þeim gerviveruleika að at-
vinnulífið hefur verið nánast botn-
laust og tekið við öllum sem vilja
vinna. Mikilvægi menntakerfisins
hefur fyrir vikið ekki orðið það
sama hér og víða annarsstaðar.
Það er nú að breytast. Störf sem
krefjast lítillar menntunar eru
mörg að hverfa en á móti skapast
verkefni sem krefjast fólks sem
farið hefur í langt nám,“ segir
Ragnar og heldur áfram:
„Hér eru gildandi góðar
námsskrár sem miða að því að
stækka sífellt reynsluheim nem-
enda. Í því felst að skólarnir hafa
marga snertipunkta við sam-
félagið þar sem nemendum gefst
kostur á að kynna sér hitt og þetta
úti í samfélaginu sem er gott mál.
Í þessu samhengi verður svo að
geta þeirrar breytingar sem orðið
hefur á starfi kennarans sem eitt
sinn átti að vera með allar upplýs-
ingarnar í kollinum. Nú felst starf
kennarans hins vegar í því að vera
fararstjóri nemenda sem eru í
upplýsingaleit sem gagnrýnir
þegnar í samfélagi sem breytist
hratt.“
Kennaranám eflt með nýjum áherslum menntamálaráðherra
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Menntun Atvinnulífið hefur tekið við öllum sem vilja vinna, segir Ragnar Þór Pétursson hér í viðtalinu.
Kennari er fararstjóri
Ragnar Þór Pétursson er
fæddur 1976. Hann lauk prófi í
heimspeki frá Háskóla Íslands
árið 2001, og síðan lauk hann
kennsluréttindanámi á grunn-
og framhaldsskólastigi frá Há-
skólanum á Akureyri.
Að baki á Ragnar Þór um
tuttugu ára feril sem kennari
og skólastjóri víða um land,
lengst við kennslu í Norðlinga-
skóla í Reykjavík. Tók við sem
formaður í Kennarasambandi
Íslands í nóvember 2017.
Hver er hann?
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Dregið var um 1.451 hreindýraveiði-
leyfi á föstudaginn var. Hægt er að
sjá niðurstöðu happdrættisins á vef
Umhverfisstofnunar (ust.is).
Tarfaleyfi á svæði 1, sem er nyrsta
og stærsta veiðisvæðið, nutu mestra
vinsælda en 5,2 umsóknir voru um
hvert leyfi þar. Einnig voru tarfa-
leyfi á svæði 7, Djúpavogshreppi,
vinsæl en þar voru 4,6 umsóknir um
hvert leyfi. Hins vegar gengu leyfi til
veiða á hreinkúm á syðstu svæðun-
um, 8 og 9, ekki öll út. Umsóknir sem
bárust voru 3.121 en af þeim voru 15
ógildar því um-
sækjandi var ekki
með B-skot-
vopnaréttindi.
Þau eru áskilin til
að mega nota
hreindýraveiði-
riffla.
Veiðimenn á
svonefndum
fimm skipta lista
voru alls 55, 50
höfðu sótt um tarf og fimm um kú.
Það eru þeir sem sótt hafa um í fimm
ár samfleytt án þess að fá veiðileyfi.
Þeir fá nú úthlutuð veiðileyfi á undan
þeim sem eru á biðlista.
Jóhann G. Gunnarsson, sérfræð-
ingur Umhverfisstofnunar á Egils-
stöðum, segir að töluvert margir hafi
sótt um hreindýraveiðileyfi í fyrsta
skipti að þessu sinni. Hann hefur
haft nóg að gera við að skrá B-skot-
vopnaréttindi á annað hundrað
nýrra umsækjenda. Jóhann segir að
undanfarin ár hafi konum sem sækja
um hreindýraveiðileyfi fjölgað jafnt
og þétt og fleiri konur farið til hrein-
dýraveiða en á árum áður.
Veiðileyfi á tarf kostar 150.000
krónur en veiðileyfi á kú 86.000
krónur. Greiða þarf veiðileyfin eigi
síðar en 15. apríl. Veiðimenn hafa
svo frest til 1. júlí að taka skotpróf.
Veiðileyfin eru miseftirsótt
Margir nýir veiðimenn sóttu um hreindýraveiðileyfi
Jóhann G.
Gunnarsson