Morgunblaðið - 09.03.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þúað skilgreining
á sótthitabreytist eftir aldri?
Thermoscaneyrnahita-
mælirinnminnveit það.“
Braun Thermoscan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
ThermoScan® 7
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Frjáls félagasamtök og sjálf-boðið starf hafa mikið gildifyrir samfélagið allt. Fé-lagsleg einangrun fólks er
að aukast og því verður að sporna
gegn. Þátttaka í félagslegu starfi er
hluti af því, því þar gefst fólki tæki-
færi til að tilheyra og taka þátt í
starfi sem er samfélaginu ómetan-
legt,“ segir Laufey Guðmundsdóttir,
formaður Kvenfélags Grímsnes-
hrepps. Félagið verður 100 ára í vor
og er tímamótanna minnst með ýmsu
móti. Eitt af því er málþing sem fé-
lagið hélt síðastliðinn laugardag þar
sem leikir og lærðir ræddu um gildi
félagasamtaka; verkefni þeirra, hlut-
verk og gildi fyrir heildina. Meðal
gesta á þinginu var forseti Íslands,
Guðni Th. Jóhannesson.
Standa keikur
Margir lögðu orð í belg á mál-
þinginu sem haldið var í félags-
heimilinu á Borg í Grímsnesi. Þeirra
á meðal var Helgi Kjartansson odd-
viti í Bláskógabyggð, sem spannar
Þingvallasveit, Laugardal og Bisk-
upstungur. Sjálfur er Helgi þó úr
Grímsnesi og minntist þess í erindi
sínu að hann hefði aðeins ellefu ára
gengið í ungmennafélag sveitar-
innar. Þar strax fengið mikilvæga
reynslu, í því að standa keikur og
koma fyrir sig orði andspænis
stórum hópi. Íþróttaæfingar og þátt-
taka í mótum, sem þó voru ekki
mörg, hafi stækkað veröld hans og
skapað tengsl.
„Allt þetta mótaði mig og á sinn
þátt í því að ég gaf mig seinna að póli-
tík í minni heimasveit,“ sagði Helgi
sem finnst þau störf einkar gefandi.
Jákvæð endurgjöf fyrir vel unnin
störf sé góð laun.
Í tölu sinni vísaði Helgi til rann-
sókna sem sýna að virða má framlag
sjálfboðaliða til dæmis í íþrótta- og
líknarstarfi til margra milljarða
króna. „Samfélagið í uppsveitum Ár-
nessýslu hefði þróast öðruvísi hefð-
um við ekki haft til dæmis kvenfélag,
ungmennafélag og björgunarsveitir.
Þetta eru mikilvægar stofnanir og
vettvangur til þess að koma góðum
hlutum til leiðar. Vilji fólk breyta
samfélaginu og hafa áhrif þarf að
leggja sig eftir því. Til þess eru fé-
lagasamtök meðal annars.“
Árangur með samstöðu
Í sumar verða liðin 150 ár frá því
lítill hópur kvenna í Skagafirði lagði
drög að fyrsta kvenfélaginu á Íslandi.
„Þessar konur voru framsýnar og
tóku málefnin í sínar hendur. Þær
gerðu sér grein fyrir því að með sam-
takamætti er hægt að ná ótrúlegasta
árangri,“ sagði Vilborg Eiríksdóttir,
varaformaður Kvenfélagasambands
Íslands. Tiltók hún þar frumkvæði
kvennanna í menntamálum sem hefði
verið lykill að betra lífi þeirra og
barnanna.
„Félögin eru ennþá sá vett-
vangur sem konur hafa til að koma
góðum málum áleiðis í líknar- og
menningarmálum. Þær eru ófáar
stofnanirnar sem félögin áttu þátt í
að koma á fót, eins og skólar, sjúkra-
hús, leikvellir og leikskólar, svo fáein
dæmi séu nefnd. Allar gjörðir kven-
félaga miðast enn við að gera sam-
félagið betra,“ sagði Vilborg. Bætti
við að fyrirmynd margra velgjörð-
arsamtaka væri að finna í hugsjón
kvenfélaganna sem hefðu umhyggju
fyrir öðru fólki að leiðarljósi. Á líð-
andi stundu, nú árið 2019, þyrftu
kvenfélögin svo að bregðast við nýj-
um veruleika í síbreytilegu sam-
félagi. Ekkert bannaði félögunum að
sinna verkefnum sem þau hefðu ekki
áður sinnt þó svo hugsjónin væri og
yrði áfram hin sama; samhygð og
umhyggja.
Skoðanir og rök
Halldóra Hjörleifsdóttir á Flúð-
um, oddviti Hrunamannahrepps,
sagðist í erindi sínu hafa vanist því að
allir hefðu skoðun og færðu fyrir
henni rök. Þannig hefði hún lært að
sjá málin frá mörgum hliðum, sem
nýttist sér vel í núverandi starfi. Í
Hrunamannahreppi væri öflugt fé-
lagsstarf sem byggðist á langri hefð
og Halldóra sagðist strax á barns-
aldri hafa orðið þar þátttakandi. Í
dag starfaði hún meðal annars með
björgunarfélaginu Eyvindi – og
raunar hefði öll fjölskyldan blandað
sér í þann leik.
„Krakkarnir mínir hafa frá unga
aldri upplifað það að fjölskyldan er
að vinna í einhverju tengdu félags-
starfi í samfélaginu. Þau hafa verið
dregin með í alls kyns verkefni tengd
því; komið með hugmyndir og séð að
ef maður leggur sitt af mörkum er
hægt að koma mörgu í framkvæmd.
Eftir að þau svo fullorðnuðust hafa
þau verið dugleg að taka þátt í fé-
lagsstarfi í kringum sig og leggja sitt
af mörkum. Þau hafa fundið það eins
og við vitum að öflugt félagsstarf er
nauðsynlegt í öllum samfélögum.“
Öflugt félagsstarf er samfélaginu nauðsyn
Samtakamáttur! Aldar-
gamalt kvenfélag en sí-
ungt þó. Sjálfboðaliða-
starf og mikilvægi
þátttökunnar rætt á
skemmtilegu málþingi
austur í Grímsnesi nú
um helgina.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Forystufólk Vilborg Eiríksdóttir, varaforseti Kvenfélagasambands Íslands, Helgi Kjartansson, oddviti í Blá-
skógabyggð, og Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, ræddu um mikilvægi sjálfboðaliðastarfs.
Gjöf Laufey Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsness, afhenti
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, Kærleiksengilinn sem Samband
sunnlenskra kvenna selur árlega fyrir sjúkrahússjóð sambandsins.
Litadýrðin var ráðandi á sítrónuhátíð
sem haldin var um síðustu helgi í
bænum Menton á frönsku rivíerunni
suður við Miðjarðarhafsströnd. Hátíð
þessi hefur verið haldin frá árinu
1928 og dregur jafnan að sér mikinn
fjölda gesta sem koma víða að. Mikið
er lagt í hátíðina en kynjaverur úr vís-
indaskáldskap voru þemað að þessu
sinni. Sáust drekar, skrímsli og aðrar
viðlíka forynjur á ferli víða á götum
bæjarins og vöktu athygli fólks, ekki
síst barnanna.
Til skreytingar á hátíðinni í ár voru
notuð alls 120 tonn af ávöxtum, eðli-
lega mest sítrónur þótt fleiri ávaxta-
tegundir séu einnig notaðar. Er
greinilega fátt sem stoppar hug-
myndaríkt skreytingafólkið þegar
það er komið með gula ávextina í
hendurnar. Úr þeim má margt merki-
legt móta og hreinlega mála allan
heiminn.
Hátíðin í Menton eflist með hverju
árinu og að vinsældum og athygli
nálgast hún þá tvo viðburði sem
hæst ber á Miðjarðarhafsströndinni
frönsku; karnivalið í borginni Nice og
formúlukeppnina í kappakstri í
dvergríkinu Mónakó.
Ávextir í aðalhlutverki á franskri bæjarhátíð
Sítrónurnar voru áberandi á há-
tíð í Menton við Miðjarðarhafið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gulur Alls um 120 tonn af ávöxtum voru notuð til að útbúa skreytingarnar.