Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019
✝ BorghildurThors fæddist í
Reykjavík 27. maí
1933. Hún lést á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund í Reykjavík
1. mars 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Hilmar
Thors, f. 7. júlí
1908, d. 10. júlí
1939, og Elísabet
Ólafsdóttir Thors, f. 4. júlí 1910,
d. 16. desember 1999.
Systkini Borghildar voru
Margrét Þorbjörg Thors, f. 6.
júlí 1935, d. 18. ágúst 1965, og
Ólafur Björnsson Thors, f. 31.
desember 1937.
Borghildur giftist Oddi
Björnssyni leikritaskáldi, f. 25.
október 1932, d. 21. nóvember
2011, 10. október 1954. Þau
skildu. Börn þeirra eru: 1) Hilm-
ar, f. 1957, fyrri maki: Þórey
Sigþórsdóttir, f. 1965, börn
þeirra a) Hera, f. 1988, sam-
býlismaður Sam Keeley, f. 1990,
Borghildur varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1953. Skömmu síðar kynnt-
ist hún Oddi Björnssyni, verð-
andi leikritaskáldi, og þau
gengu í hjónaband 10. október
1954. Þau dvöldu í Vínarborg,
þar sem Oddur var við nám, í
um tvö ár. Er heim var komið
vann Borghildur ýmis störf,
m.a. við kennslu og skrif-
stofustörf, m.a. á Tónlistardeild
Ríkisútvarpsins. Oddur og
Borghildur skildu árið 1975.
Borghildur hóf sambúð með Sig-
urði Herði Sigurðssyni árið
1978 og settist um svipað leyti á
skólabekk, þegar hún hóf nám
við Þroskaþjálfaskólann árið
1978. Hún útskrifaðist þaðan ár-
ið 1981. Eftir útskrift vann hún
sem þroskaþjálfi á Skálatúni og
í Bjarkarási og var um árabil yf-
irþroskaþjálfi á Múlaborg. Eftir
fráfall Sigurðar sambýlismanns
síns árið 1986 bjó Borghildur
m.a. á Seljavegi, Hringbraut,
Lindargötu og síðasta árið var
hún til heimilis á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Útför Borghildar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 11. mars
2019, klukkan 13.
og b) Oddur Sigþór,
f. 2001. Þau skildu.
Síðari maki Hilm-
ars: Guðlaug Matt-
hildur Jak-
obsdóttir, f. 1967.
2) Elísabet Álfheið-
ur, f. 1958, maki:
Ómar Jóhannsson,
f. 1948, börn þeirra
a) Oddur, f. 1993, b)
Arnar, f. 1994.
Borghildur var
um árabil í sambúð með Sigurði
Herði Sigurðssyni, f. 8. júní
1945, d. 6. janúar 1986. Börn
Sigurðar af fyrra hjónabandi
eru a) Sigurður Hrafnkell, f.
1970, og b) Bjartey, f. 1972.
Borghildur ólst fyrstu fimm
ár ævinnar upp á Fríkirkjuvegi
11, í húsi afa síns, Thors Jensen,
en þegar hún var fimm ára flutti
fjölskyldan á Fjólugötu 7. Eftir
skyndilegt fráfall föður hennar
flutti móðuramma hennar inn
og heimilið var eftir það rekið af
mæðgum, móður Borghildar og
móðurömmu.
Fyrir sjö árum var ég á röltinu í
Kringlunni þar sem erindið var að
skreppa með aldraða móður mína
á kaffihús. Þá var ég nýbúin að
kynnast manni sem ég var svolítið
spennt fyrir og hafði ég góða von
um að eitthvað yrði úr þeim kynn-
um. Þar sem ég er að koma okkur
mæðgum fyrir á kaffihúsinu sé ég
ungan son þessa nýja manns í lífi
mínu ásamt eldri konu með þykkt
og fallegt ljóst hár. Ég gaf mig á
tal við drenginn og notaði tæki-
færið og kynnti mig fyrir verðandi
tengdamóður. Þetta voru mín
fyrstu kynni af Borghildi sem
heilsaði mér af hlédrægri kurteisi
og indælu brosi.
Þegar maður kynnist fólki
seint á lífsleiðinni sem nýr fjöl-
skyldumeðlimur þá þarf tíma til
að vega og meta hvort nýliðinn sé
ómaksins verður. Þannig var það,
hún tók sér smátíma, þó ávallt
blíðleg og kurteis. Sennilega tók
ég mér smátíma líka en við urðum
fljótt hinir mestu mátar. Borg-
hildur var ekki kona sem eyddi
orkunni í að vera með yfirborðs-
leg og meiningarlaus vinahót, hún
var trú sinni sannfæringu og
hleypti þeim að sér sem hún
treysti, en hafði litla þörf fyrir fé-
lagslíf nema það sem sneri að
hennar nánustu fjölskyldu og vin-
um.
Ef ég ætti að lýsa Borghildi í
nokkrum orðum myndi ég segja
að hún hafi verið sannkölluð hefð-
arkona, blíð, stolt og passlega
þrjósk, svona eins og hefðarkon-
um sæmir.
Þrek hennar, andlegt og líkam-
legt, þvarr hratt síðastliðið ár en
þó var oftast stutt í kankvísa bros-
ið og glettnisglampann í augun-
um. Það hefði sannarlega verið
gaman að kynnast henni fyrr.
Guðlaug M. Jakobsdóttir.
Í hljóði nætur í sofandi Vancou-
ver-borg kvaddi amma mig með
píanóstefi.
Boggamma var einstaklega fal-
leg kona og hjartahlý. Feimin og
einfari að mörgu leyti en á sama
tíma opin bók sem dáði samveru
með sínum nánustu, auk þess
sviðsljósið þegar við átti og henni
lá eitthvað á hjarta. Hæfni hennar
ásamt áhuga á að halda einlægar,
skemmtilegar og hnitmiðaðar
ræður við ýmis tilefni var einstök
og eiginleiki sem hitti ávallt í
mark.
Við eyddum ófáum stundunum
saman. Það var mikill heimilis-
gangur á ömmum mínum þegar
ég var lítil og ólst ég upp við mikl-
ar kvenfyrirmyndir frá þroskuð-
um og fallegum konum, sem
óneitanlega settu sitt mark á
minn lífsskilning. Á leikskólanum
Múlaborg var ég mín fyrstu skóla-
ár en þar vann amma með krökk-
um sem glímdu við ýmiss konar
hreyfi- og þroskahamlanir. Ég
gleymi aldrei stund sem við amma
áttum með einni stúlku þar,
stúlku sem var aðeins eldri en ég
en í hjólastól og með afar litla getu
til að sjá um sig sjálf; hvað nær-
vera þeirra beggja og þeirra sam-
skipti höfðu mikil áhrif á mig. Það
var fallegt að fylgjast með þeim
og fyrir barn sem hafði óneitan-
lega skemmri skilning á lífinu
mikilvægur lærdómur.
Amma var alltaf dugleg að taka
mig og frændur mína, Odd og
Arnar, í Kringluna, þar sem hún
naut þess að dekra við okkur með
glaðningi sem var keyptur handa
hverju okkar og svo máltíð á
Stjörnutorgi. Þessar stundir urðu
svo að bíóstundum með Oddi Sig-
þóri, bróður mínum, og þótti okk-
ur öllum afar vænt um þá tíma
saman.
Þær stundir urðu að góðum
samræðum þar sem við amma sát-
um saman og drukkum svart te,
borðandi góðgæti frá Jóa Fel. Við
gátum setið tímunum saman og
rætt öll lífsins mál, hjartans
harma, minningar, lífið eins og
það var þá stundina, listina, o.fl.
en amma var leiklistaráhugakona
mikil og aðalstuðningsmaður
minn á því sviði. Mér þótti það
alltaf merkilegt að hún spurði
aldrei út í eða setti pressu á mig í
tengslum við barneignir, giftingar
eða sambærilega hluti eins og
konur af hennar kynslóð eru oft
duglegar að gera. Það sem amma
lagði mest upp úr var að styrkja
mig í því sem ég tók mér fyrir
hendur, í minni vinnu, og á sama
tíma passa upp á að hjartað mitt
væri í lagi og að einkalíf mitt
styddi það. Hún átti það til að af-
saka sig að hún væri ekki eins góð
amma og aðrar, byði ekki upp á
neitt heimalagað eða svoleiðis, en
ávallt minnti ég hana á að það
væri ekki það sem gerði ömmur
að ömmum heldur karakter
þeirra, stuðningur og ást, og af því
átti amma svo óendanlega mikið.
Ég á erfitt með að ímynda mér
heim án stunda okkar saman, án
þess að halda í hönd hennar, án
þess að keyra hana heim seint á
aðfangadagskvöld, án þess að
hlusta á lífsspeki hennar sem var
oftast orðfá en kenndi manni svo
margt.
Kraftur hennar sama hvað á
gekk og ást verður með mér alla
tíð og ég mun taka þann lærdóm,
þá hlýju og manngæsku, þá
hlustun og nærveru inn í mitt líf
og rækta hana henni til heiðurs
um ókomin ár. Ég mun ávallt
sakna hennar en trúi því að hún sé
með mér í hjarta og lífi. Takk fyrir
allt. Guð veri með þér, eins og þú
sagðir. Þín
Hera.
Mig langar í örfáum orðum að
kveðja hana Borghildi, mömmu
hans Hilmars frænda.
Hún átti nefnilega sérstakan
sess í lífi mínu. Hilmar og ég vor-
um jafnaldrar og fyrstu ár ævi
okkar vorum við nánast eins og
bræður, áttum eiginlega saman
tvö heimili – heima hjá þeim og
heima hjá okkur – og jafnvel tvær
frábærar mæður, Borghildi og
Siggu Björns.
Það var sérstaklega gott að
leika hjá Hilmari þegar Borghild-
ur var heima – og gaman því hún
var alltaf svo skemmtileg. Og sæt
og fín. Hún var eiginlega alltaf
brosandi og hún nennti að vasast í
manni, stundum bulla og grínast.
Hún var hlý en líka föst fyrir og
með hlutina á hreinu. Afbragðs-
kona í alla staði.
Svo fór maður að heiman og
samverustundum fækkaði og við
lentum í hinu og þessu, hvort í sín-
um heimi, en leiðir okkar lágu
ósjaldan saman og þá hlýnaði mér
iðulega. Það var alltaf ylur þar
sem Borghildur var.
Ég votta Hilmari og Betu,
börnum þeirra og mökum og öll-
um aðstandendum samúð mína
við fráfall elsku Borghildar.
Karl Roth.
En Guð er auðugur að mis-
kunn. Af mikilli elsku sinni, sem
hann gaf oss, hefur hann endur-
lífgað oss með Kristi, þegar vér
vorum dauðir vegna misgjörða
vorra. Af náð eruð þér hólpnir
orðnir. Guð hefur uppvakið oss í
Kristi Jesú og búið oss stað í him-
inhæðum með honum. (Efesus-
bréfið 2, vers 4-7.)
Elísabet Álfheiður
Oddsdóttir.
Við Borghildur vorum alltaf
nánar og góðar vinkonur þó að við
hittumst sjaldan hin síðari ár.
Borghildur var þannig manneskja
að öllum sem kynntust henni þótti
vænt um hana. Hún var svo blíð,
brosmild og hlý að það snerti
mann. Borghildur var einkar vel
gefin og vel menntuð kona. Hún
og Oddur bróðir minn eignuðust
tvö börn, þau Hilmar kvikmynda-
gerðar- og tónlistarmann og El-
ísabetu Álfheiði píanókennara.
Barnabörnin eru fjögur. Þó að
leiðir Odds og Borghildar skildi
breytti það engu um þá vináttu
sem var á milli okkar Borghildar,
Bjarna og dætra minn, Hönnu
Gurru og Ragnheiðar. Væntum-
þykjan og vináttan var söm.
Á fullorðinsárum lauk hún
námi sem þroskaþjálfi og starfaði
sem slík í fjölda mörg ár meðan
heilsa og aldur leyfði.
Borghildur var með afbrigðum
músíkölsk kona og listræn eins og
hún átti kyn til. Hún hafði mjög
fallega messósópran-rödd og söng
m.a. einsöng með Óratoríukór
Dómkirkjunnar og þá söng hún
með Fílharmóníukórnum.
Að leiðarlokum langar mig að
þakka mágkonu minni samfylgd-
ina í gegnum árin og þakka henni
þá hlýju og elskusemi sem hún
sýndi mér og mínum. Ég votta öll-
um aðstandendum Borghildar
mína dýpstu samúð með þá von að
nú líði henni vel.
Ingibjörg Ragnheiður
Björnsdóttir.
Borghildur Thors, fyrrverandi
mágkona mín, er látin.
Upp í hugann kemur minningin
um það þegar ég hitti hana fyrst.
Oddur bróðir minn hringdi og
sagði: „Sigga, má ég koma í heim-
sókn og kynna fyrir þér kær-
ustuna mína, hana Bossí?“ – Eftir
smástund voru þau mætt, glöð og
hreykin, bæði nýstúdentar. Borg-
hildur heillaði mig strax, hún var
svo ljúf, glettin og sæt.
Árin liðu og sönn vinátta var
ætíð á milli okkar Borghildar.
Snemma árs 1957 fæddist Borg-
hildi sonurinn Hilmar og seinna á
því ári fæddist sonur minn Kalli.
Þessa stráka okkar pössuðum við
Borghildur oft til skiptis, hvor fyr-
ir aðra, þegar þeir voru á tveggja
til sjö ára aldrinum.
Borghildur var hæfileikarík
kona, meðal annars var hún sér-
staklega skemmtileg og snjöll í að
flytja tækifærisræður í sam-
kvæmum. Sérstaklega minnis-
stæð er mér ræða sem hún flutti
við frábærar undirtektir í hófi
sem börnin mín héldu mér á Hótel
Holti á áttræðisafmælinu mínu
fyrir rúmum níu árum.
Ég þakka Borghildi áratuga
vináttu og votta börnum hennar
og öðrum aðstandendum innilega
samúð. Megi blessun umvefja
hana í nýrri tilveru.
Sigríður Björnsdóttir.
Ég sá hana Bossí fyrst í und-
irbúningsdeild fyrir Menntaskól-
ann í Reykjavík hjá Einari Magg
veturinn 1946-47 þegar Hekla
gaus eftir hundrað ára hlé. Hún
var ein af þessum stelpum sem
allt virtust vita þegar kennarinn
spurði og maður hélt að hún hlyti
að fljúga inn. En svo sá ég hana
ekki aftur fyrr en í 3. bekk eftir
landspróf.
Það mætti auðvitað minnast á
margt eftir fjögurra ára samvist í
skóla, en varla rúm fyrir nema eitt
stóratriði. Þegar við Jökull sull-
uðum saman óperunni Gunnar og
Hallgerður fyrir aðaldansleik
skólans á útmánuðum 1953, þá
þurfti að sjálfsögðu söngkonu í
hlutverk Hallgerðar langbrókar.
Við vissum að Bossí var hneigð
fyrir klassíska tónlist, hafði verið í
söngtímum og bjó yfir háum sópr-
an. Er nú ekki að orðlengja að hún
var drifin í hlutverkið, í fyrstu að
vísu nokkuð treg. Hún söng síðan
í fyrsta þætti, þegar hún var að
tæla Gunnar (Sigurð Steindórs-
son) Habanera úr Carmen eftir
Bizet: Sýndu hug þinn og djörf-
ung Hámundarsonur. Í þriðja
þætti söng hún Eldsönginn úr Il
Trovatore eftir Verdi, þegar hún
neitar Gunnari um hárleppana því
hún vildi ekki skemma perm-
anentið sitt: Nú skal ég launa þér
löðrunginn er laust þú mig.
Hún átti ekki í neinum vand-
ræðum með sjálfar aríurnar. Fyr-
ir kom hinsvegar að hún ætti bágt
með að laga texta okkar félaga að
músíkinni en það það slapp allt til
að lokum. Örðugra var að fá hana
til að vagga sér í mjöðmum eða
sýna aðra glyðrutilburði í tilhuga-
lífinu í garð Gunnars eins og við
vildum. Það var blátt áfram ekki í
hennar eðli. Henni tókst hinsveg-
ar ágætlega að kasta sér hágrát-
andi yfir Gunnar þegar hann var
loks fallinn syngjandi La donna e
mobile.
Eins og nærri má geta var upp-
runi okkar sem unglinga mjög
ólíkur en það stóð ekki í neinum
vegi fyrir vináttu og samhug sem
entist til æviloka þrátt fyrir stopul
samskipti seinustu áratugi. Ég
heimsótti hana seinast á Grund
fyrir nokkrum vikum.
Árni Björnsson.
Borghildur Thors
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir,
tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR MARÍA JÓNSDÓTTIR,
Krókavaði 21,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 7. mars.
Útför fer fram frá Árbæjarkirkju
fimmtudaginn 14. mars klukkan 13.
Árni Andersen
Pétur Már Ólafsson Nína Sif Pétursdóttir
Karvel Halldór Árnason Linda Sóley Halldórsdóttir
Margrét Árnadóttir
Eyþór Árnason Ása Óðinsdóttir
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
EIRÍKUR ÁGÚSTSSON,
skipasmiður,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði
föstudaginn 8. mars. Útförin verður auglýst
síðar.
Sesselja Eiríksdóttir
Hafsteinn Eiríksson
Ágúst Þór Eiríksson
Haraldur Ragnar Ólafsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Kær faðir, tengdafaðir og afi,
JÓHANN GUÐBJARTSSON,
iðnverkamaður,
andaðist laugardaginn 2. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ragnhildur Jóhannsdóttir Þorgeir Daníel Jóhannsson
Jóhann Ludwig Torfason Maja Perovic
Bjartur og Teitur Hrólfssynir Kristín Erla Þorgeirsdóttir
Okkar einstaki faðir, tengdafaðir, afi,
langafi, samferðamaður og snillingur,
ÍSLEIFUR JÓNSSON,
vélstjóri og maður gleðinnar,
lést á Landspítalanum hinn 6. mars eftir
hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm.
Jarðarför hans verður frá Stykkishólmskirkju hinn 16. mars
næstkomandi klukkan 14:00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á styrktarsjóð Ísleifs og Böggýjar sem
rennnur óskiptur til dvalarheimilisins í Stykkishólmi. Reikn. 0309
26 555, kt. 250567 4649.
Margrét Ebba Ísleifsdóttir Páll Sigurðsson
Jóhann Jón Ísleifsson Ásthildur Elva Kristjánsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og ástvinir