Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 23
Áhugamál Aðalsteins eru meðal
annars fjölskyldan, ferðalög, skíði,
golf, stangveiði, mótorhjól, enski
boltinn og svo hefur hann verið í Frí-
múrarareglunni síðustu 20 árin.
„Áhugamálin eru mörg og hafa
mörg þeirra tekið meiri tíma en góðu
hófi gegnir. Ég telst líklega til dellu-
manna, tek hlutina stundum heldur
langt á meðan þeim er sinnt. Ég tók
götuhjólin og Sniglana og þann
pakkann á síðustu unglingsárunum,
en hef síðustu tíu ár verið á mót-
orcrosshjólum. Ég er með 11,3 í for-
gjöf, en næ ekki að sinna því núna til
þess að réttlæta forgjöfina; ég á bara
einn túr bókaðan í stangveiðinni í
sumar en og það er í Hallá á Skaga-
strönd. Svo er ég harður United-
maður og fer ásamt hópi manna alla-
vega einu sinni á ári á Old Trafford.
Ætli skíðin séu samt ekki það sem
hefur fengið mestu athyglina gegn-
um ævina.“
Fjölskylda
Sambýliskona Aðalsteins er Kol-
brún Ósk Ívarsdóttir, f. 31. ágúst
1976, ferðaráðgjafi. Foreldrar henn-
ar eru Anna Vilborg Dyrset. f. 20.
október 1956, bókavörður, búsett í
Reykjavík, og Ívar Gissurarson, 23.
apríl 1953, bókaútgefandi, búsettur í
Reykjavík Uppeldisfaðir Kolbrúnar
er Halldór Guðmundsson, f. 8. febr-
úar 1956, bókmenntafræðingur, bú-
settur í Noregi. Fyrri sambýliskona
Aðalsteins er Sóley Halla Möller, f.
29. mars 1969, flugfreyja, búsett í
Reykjavík
Börn: 1) Kristján Henry Richter,
f. 5. nóvember 1996, nemi (barns-
móðir: Sóley Halla Möller, 2) Anna
Lena Christophersdóttir, f. 2. janúar
1998, nemi (barnsfaðir: Christopher
Tägtström, f. 13.september 1974); 3)
Silvía Ósk Richter, f. 28. janúar 2009,
nemi; 4) Edda Kristbjörg Richter, f.
21. nóvember 2010, nemi.
Systkini Aðalsteins eru Linda
Björk Richter, f. 23.ágúst 1967, fjár-
málastjóri, búsett í Kópavogi, og Sig-
rún Heiða Ourabah, f. 23.maí 1971,
viðskiptaráðgjafi, búsett í Riga,
Lettlandi.
Foreldrar Aðalsteins eru hjónin
Kristján Richter, f. 21. júlí 1937,
stórkaupmaður, og Kristbjörg Sig-
ríður Ólafdóttir Richter, f. 5. júní
1945, stórkaupmaður. Þau eru búsett
í Garðabæ.
Feðgarnir Kristján og Aðalsteinn
með Evrópubikarinn sem Man. Utd
vann undir stjórn Mourinho.
Úr frændgarði Aðalsteins Richters
Aðalsteinn
Rafn Richter
Kristján Richter
vélstjóri og stórkaupmaður,
bús. í Garðabæ
Ólafur Eyjólfsson
bóndi á
Kolbeinsstöðum
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á Kolbeinsstöðum,Miðneshr.
Ólöf Kristín Ólafsdóttir Richter
húsfreyja í Reykjavík
Jón Björgvin
Sveinsson
fagkennari
ísl. kokka
nnur Richter brunavörður í RvíkFiRagnhildur Richter kennari í Rvík
Jakob H.Richter
skipasmiður í Rvík
Stefán J.Richter
úsgagnasmiður, bús. í BNAh
Guðlaug Richter
rithöfundur og þýðandi
Stefán Richter skipasmiður í Rvík
Stefán J. Richter
trésmiður á Ísafirði
Ingibjörg Magnúsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Aðalsteinn Magnús Stefánsson Richter
arkitekt og skipulagsstjóri í Reykjavík
Anna Gerður Richter
tannlæknir í Borgarnesi
Svend Richter tannlæknir,
bús. í Garðabæ
Magnúsína Olsen
ækjuverkandi á Ísafirðir
Inga Ruth Olsen
erslunareigandi á Ísafirðiv
Guðbjörg Lind Jónsdóttir
listmálari í Rvík
Jón Jónsson Brown
vinnumaður víða, frá
Nesi í Fnjóskadal
Kristbjörg Guðmundsdóttir
hjú á Fossi í Hofssókn
Ólafur Brown Jónsson
sjómaður og trésmiður á Grund í Stöðvarfirði
Hólmfríður Ásgeirsdóttir húsfreyja
á Halllandi á Svalbarðsströnd
Guðrún Sigurlaug Einarsdóttir
húsfreyja á Húsavík
Einar Jónsson
bóndi á Hallbjarnar-
stöðum
Hólmfríður Þorgrímsdóttir
húsfreyja á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi
Kristbjörg Sigríður Ólafsdóttir
sjúkraliði og stórkaupmaður,
bús. í Garðabæ
Dæturnar Silvía Ósk, Anna Lena og
Edda Kristbjörg um síðustu jól.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019
INNRÉTTINGA- OG SKÁPAHÖLDUR
UM 400 gerðir að velja úr
Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár
Opið
virka
daga
frá 9-
18
lau fr
á 10-1
6
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Ólafur Jón Thorlacius fæddist11. mars 1869 í Saurbæ íEyjafirði. Foreldrar hans
voru hjónin Jón Einarsson Thorla-
cius, f. 1816, d. 1872, prestur þar og
Kristín Rannveig Tómasdóttir
Thorlacius, f. 1834, d. 1921 húsmóðir,
en hún var systurdóttir Jónasar Hall-
grímssonar.
Barn að aldri missti Ólafur föður
sinn og fluttist með móður sinni að
Melgerði í Eyjafirði og síðar að
Möðruvöllum í Hörgárdal.
Hann gekk fyrst í Möðruvallaskóla
og síðan í Lærða skólann í Reykjavík
og varð stúdent 1889. Hann hóf síðan
nám í læknisfræði í Kaupmannahöfn,
en hvarf heim og settist í Læknaskól-
ann hér og lauk þar embættisprófi
1896. Hann var síðan um eins árs
skeið við framhaldsnám í sæng-
urkvennastofnuninni og fleiri sjúkra-
húsum í Kaupmannahöfn.
Haustið 1897 var hann skipaður
aukalæknir í Suður-Múlasýslu og ár-
ið 1900 héraðslæknir í Berufjarðar-
héraði, og gegndi hann því embætti
til 1928, er hann fékk lausn og fluttist
til Reykjavíkur. Var hann þá skip-
aður eftirlitsmaður með berklahæl-
um og berklavörnum, en þrem árum
síðar ráðinn lyfsölustjóri og eftirlits-
maður lyfjabúða, og hafði hann þau
störf á hendi til 1939.
Á læknisárum sínum eystra reisti
Ólafur sér bú á Búlandsnesi og bjó
þar góðu búi þar til hann fluttist úr
héraðinu.
Ólafur átti sæti í hreppsnefnd
Geithellnahrepps í 20 ár og var odd-
viti hennar í 15 ár. Auk þess var hann
skattanefndarmaður um alllangt
skeið á síðari árum sínum eystra og
sýslunefndarmaður í 4 ár. Hann var
kosinn fyrri þingmaður S-Múlasýslu
1903, og sat á þrem þingum, 1903,
1905 og 1907.
Eiginkona Ólafs var Ragnhildur
Pétursdóttir Thorlacius, fædd
Eggerz, f. 31.10. 1879, d. 14.6. 1963.
Börn þeirra: Kristín (1899), Sigurður
(1900), Kristín (1901), Ragnhildur
(1905), Erlingur (1906), Birgir (1913),
Kristján (1917).
Ólafur lést 28. febrúar 1953.
Merkir Íslendingar
Ólafur J.
Thorlacius
85 ára
Guðjón Magnús Einarsson
Guðrún Ída Stanleysdóttir
Gunnar Oddsson
80 ára
Ólafía Hrönn Ólafsdóttir
Ólöf Steinunn Þórsdóttir
Reynir Stefánsson
Sólveig Inga G. Austmar
75 ára
Alda Ferdinandsdóttir
Guðrún Unnur Ægisdóttir
Magnús Daníel Ingólfsson
Margrét Samúelsdóttir
Ólafur Marteinsson
70 ára
Sigurbjörg Jóna
Ármannsdóttir
Sveinn Geir Sigurjónsson
Særún Garðarsdóttir
Örn Jónsson
60 ára
Aðalheiður Tryggvadóttir
Aðalsteinn Leví Pálmason
Bryndís Emilsdóttir
Halldór Rúnar Magnússon
Kjartan Ólafsson
Osvalds Divra
Sigurjón Magnússon
Sophia Guðrún Hansen
50 ára
Aðalsteinn Rafn Richter
Auður Sigurjóna
Jónasdóttir
Garðar Rafn Halldórsson
Gunnar Freyr Þórdísarson
Gylfi Guðmundsson
Ingibjörg María Ingvadóttir
Ingi Ingvarsson
Jakob Vest Reynisson
Kristín Magnúsdóttir
María Halldórsdóttir
Nína Björg Sigurðardóttir
Sigurjón Guðni Ólason
40 ára
Aurimas Kareckas
Berengere Laure
Thoroddsen
Bjartmar Leósson
Einar Ólafsson
Guðbjörg Vigdís
Guðmundsdóttir
Heimir Hilmarsson
Ingi Þór Hallgrímsson
Kristín Sif Ómarsdóttir
Mileidys Leal Trapaga
Nirbhasa Shane Magee
Sigurður Gísli Karlsson
Sigurður Grétar
Sigmarsson
Sigurður Sigurðsson
Sólveig Kristjana Jónsdóttir
Stanislav Volodkovic
Stefán Ásgrímur Sverrisson
Tomasz Romanowski
Þórdís Lilja Bergs
30 ára
Hannes Stefánsson
Hildur Þorgeirsdóttir
Kristín Hafsteinsdóttir
Lucie Hoferová
Seion Adika Richardson
Steinar Logi Rúnarsson
Sverrir Helgason
40 ára Sigurður er Hafn-
firðingur en býr í Kópa-
vogi. Hann er vélaverk-
fræðingur með MBA og
vinnur við stjórnenda-
ráðgjöf hjá Opnum kerf-
um.
Maki: Hrönn Ágústs-
dóttir, f. 1981, lyfjafræð-
ingur hjá Distica.
Börn: Gylfi, f. 2013, og
Selma, f. 2017.
Foreldrar: Karl Sigurðs-
son, f. 1957, og María
Þorsteinsdóttir, f. 1958,
bús. í Hafnarfirði.
Sigurður Gísli
Karlsson
40 ára Stefán er frá Efra-
Ási í Hjaltadal og býr á
Hólum. Hann er búsmað-
ur við Háskólann á
Hólum.
Börn: Silja Ösp, f. 1999,
Selma Björk, f. 2004, og
Örn Ægir, f. 2007.
Systkini: Pétur, f. 1962,
Sigrún, f. 1965, og Árni, f.
1969.
Foreldrar: Sverrir Magn-
ússon, f. 1942, og Ásdís
Pétursdóttir, f. 1943, fyrr-
verandi bændur í Efra-Ási,
bús. á Sauðárkróki.
Stefán Ásgrímur
Sverrisson
30 ára Sverrir er Reyk-
víkingur, er viðskipta-
fræðingur að mennt og er
sérfræðingur í stafrænni
markaðssetningu hjá
WebMo Design.
Maki: Sara Kristín Sigur-
karlsdóttir, f. 1985, innan-
hússarkitekt hjá Syrus-
son.
Foreldrar: Helgi Sverr-
isson, f. 1964, viðskiptafr.
hjá Hitastýringu, og
Sigurborg Kristín Stef-
ánsdóttir, f. 1966, fjár-
málastj. hjá Árnastofnun.
Sverrir
Helgason
Til hamingju með daginn
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is