Morgunblaðið - 09.03.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 09.03.2019, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019 SÉRBLAÐ Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. Brúðkaups blað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 5. apríl PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir föstudaginn 29.mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú munt rekast óvænt á mann sem kennir þér ýmislegt um virðingu. Talaðu skýrt þegar þú segir öðrum skoðanir þínar. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Farðu yfir eignir og skuldir og taktu svo ákvörðun um fram- haldið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú tekur ákvörðun sem snertir menntun og framtíð þína. Hinir hæfileikaríku, áköfu og skrýtnu í vinahópnum þínum hafa góð áhrif á þig núna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu ekki að slá ryki í augu ann- arra. Þér eru allir vegir færir ef þú bara trúir því. Þú færð fréttir sem hræra upp í tilfinn- ingunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Maður er manns gaman segir máltækið og það á alltaf við. Fólk veit ekki alveg hvar það hefur þig þessa dagana, þú ýmis kyssir það eða hvæsir á það, hvað er að angra þig? 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ef þú átt þér draum og trúir nógu mikið á hann er líklegt að hann rætist einn góðan veðurdag. Sumt er þannig að þú verð- ur að hrökkva eða stökkva. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að skipuleggja þig áður en þú gerir áætlanir fyrir kvöldið. Næstu fjórar til sex vikurnar henta vel til einveru og íhug- unar. Hugaðu að heilsunni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst mikið hvíla á þér og þú hefur áhyggjur af fjárhagnum. Um leið og þú nýtur þess að klára hluti nagar þú negl- urnar yfir yfirvofandi verkefnum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sumar hugmyndir þínar sem hafa fengið að dúsa í rykugu horna heilabús- ins, eru enn góðar og gildar. Hvettu ástvini til þess að styðja þig með því að veita þér svig- rúm. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér þykir vænt um vini þína og og veitir þeim þá athygli semþeir þarfnast. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila og að sættir byggjast á málamiðlun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt auðvelt með að fá þá sam- vinnu sem þú sækist eftir í dag. Hugsun þín er skörp og þú ert í góðu jafnvægi um þessar mundir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Staðreyndin er að fjármál þín eru ekki eins og þú vilt hafa þau. Það er óvænt frí framundan hjá þér og í því muntu hitta fram- tíðarmakann. Gunnar J. Straumland segir áBoðnarmiði: „Tíðindi úr Hval- fjarðarsveit. – Nú virðast æ fleiri fiðraðir einstaklingar velja það hlutskipti að hafa hér vetursetu, – sem er misjafnlega gáfuleg ákvörð- un:“ Skjálfandi og staurfrosinn starri stendur á haus útí kjarri því síðustu nótt næddi svo ótt norðan og norðaustan garri. Þá birtist hér, kjökrandi og kaldur, krókloppinn, þunglyndur tjaldur. „Í þessu frosti ég er bara í losti,“ hann stamaði og stytti sér aldur. Guðmundur Arnfinnsson lét ekki sitt eftir liggja og orti „Fuglalimr- ur“: Þreytir mig þessi garri kvað þröstur, sem skalf út’ í kjarri og vindbarin lóa, sem varp út’ í móa og krókloppinn rjúpukarri. Með röddina háa og hvella heyra má spóann vella í mýri og mó, en mörgum finnst þó sá kveðskapur dæmalaus della. Anton Helgi Jónsson kemur úr annarri átt, – „blendin fagn- aðarlæti úr gömlu limrukveri“: Þegar ég rímurnar rappaði með rytmanum salurinn stappaði og barfólkið kátt það blístraði hátt en bara sá einhenti klappaði. Helgi R. Einarsson leyfði þessari limru sem hann kallar „Draumóra“ að fljóta með lausn sinni á gátunni á laugardag: Gott er í leti að liggja, að litlu’ eða engu að hyggja, hugsa’ út í eitt um alls ekki neitt og draumaborgir að byggja. Indriði Aðalsteinsson yrkir um breytta bændaforystu: Okkar bænda er mæðan mörg og mjög svo þrotinn kraftur. Sindri gekk í bankabjörg og birtist varla aftur. Úr því hann er fallinn frá og fleiri liggja í roti, góðar óskir gef ég þá Gunnu í Svartárkoti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fuglalimrur og fleira flýtur með „GLATAÐ, GAUR – ÞAÐ ER KOMIN FJARA.” „VIÐ AUGLÝSTUM EFTIR ÖKUMANNI.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að rista brauðið eftir hennar óskum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HVAÐ ÆTLI SÉ Á SEYÐI Í DAG? ÁI! ANNAÐ EN HÁLSRÍGUR KÓLFUR ER VIÐKUNNANLEGUR, EN HANN ER HRÆÐILEGUR VÍKINGUR … VIÐ VERÐUM AÐ LOSA OKKUR VIÐ HANN! ÉG FÆ MIG EKKI TIL AÐ REKA HANN … SENDU HANN Á VÍGVÖLLINN! ANDVARP … Engin vá steðjar að þótt eitthvaðhægi á mikilli fjölgun erlendra ferðamanna sem koma til landsins. Þvert á móti er ágætt að mati Vík- verja að jafnvægi komist á mál og munum að allar veislur og vaxtar- skeið taka enda um síðir. Engin ástæða er fyrir þeirri örvæntingu sem virðist svo víða gæta því hrun í túrismanum er alls ekki í spilunum. Ísland verður væntanlega áfram vin- sæll áfangastaður ferðamanna víða að úr veröldinni og ferðaþjónustan mik- ilvæg stoð í atvinnulífi þjóðarinnar. x x x Hitt er þó athyglisvert, hversu tak-markaða athygli virkilega við- sjárverð tíðindi vekja, það er að engin veiðist loðnan. Tekjutap af þeim sök- um verður, að fróðra manna mati, um 20 milljarðar króna; peningar sem hefðu svo streymt út um allan þjóð- arlíkamannn. Að loðna bregðist er áhyggjuefni fyrir þjóðfélag sem lengi hefur byggt afkomu sína á sjávar- útvegi. x x x Fróðir menn telja að hlýnun and-rúmsloftsins sé meðal orsaka þess að loðnan finnst ekki. Stundum þarf háska og hörmungar til að vekja fólk til umhugsunar um hlutina og víst er að æ meiri þungi er í allri um- ræðu um loftslagsbreytingar. Sann- arlega hefur sitthvað verið gert til þess að snúa þróun mála við en meira þarf til. Þar hljóta frekari takmark- anir á útblæstri mengunar frá stór- iðju og útgerð að vera efstar á blaði. x x x Á síðustu árum hafa komið frammargar ágætar hugmyndir um hvernig almenningur getur með breytingum á daglegri neyslu sinni haft áhrif til umhverfisbóta. Margar af þeim tillögum eru þó aðeins smá- skammtalækningar sem duga skammt þegar veröldin er í vanda, svo sem aðgerðir gegn matarsóun, að tína vörurnar í versluninni í tau- en ekki plastpoka, að hjóla og ganga frekar en aka bíl og svo framvegis. Allt er þetta gott og blessað en gerir samt ekki útslagið. Sumt er raunar helst í líkingu við sölu aflátsbréfa, hé- gilju sem átti að færa iðrandi fólki frið í sálina. vikverji@mbl.is Víkverji Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. (Sálm: 86.11)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.