Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Veður víða um heim 13.3., kl. 18.00
Reykjavík 2 slydda
Hólar í Dýrafirði 2 skýjað
Akureyri 2 alskýjað
Egilsstaðir 2 alskýjað
Vatnsskarðshólar 1 slydda
Nuuk -8 léttskýjað
Þórshöfn 4 skýjað
Ósló 2 skúrir
Kaupmannahöfn 5 skúrir
Stokkhólmur 2 rigning
Helsinki -1 skýjað
Lúxemborg 5 rigning
Brussel 8 skúrir
Dublin 8 skúrir
Glasgow 7 rigning
London 9 skúrir
París 10 skúrir
Amsterdam 9 rigning
Hamborg 6 skúrir
Berlín 8 léttskýjað
Vín 7 skýjað
Moskva -3 heiðskírt
Algarve 19 heiðskírt
Madríd 13 léttskýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 11 skýjað
Róm 11 súld
Aþena 9 léttskýjað
Winnipeg -5 skýjað
Montreal 0 rigning
New York 5 heiðskírt
Chicago 7 alskýjað
14. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:50 19:25
ÍSAFJÖRÐUR 7:57 19:28
SIGLUFJÖRÐUR 7:40 19:11
DJÚPIVOGUR 7:20 18:54
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á föstudag Austan 5-13, en 13-18 syðst. Él, einkum
við S-strönd, þurrt á Vestfjörðum og N-landi.
Á laugardag Austanátt, skýjað með köflum og dálít-
il él A-lands og við S-ströndina.
Víða austan 8-13, en 13-18 við SA-ströndina fram yfir hádegi. Él um landið A-vert og slydda eða
snjókoma með köflum SV- og V-lands, en þurrt á NV-landi. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.
Kynntu þér afsláttarþrep
Orkunnar á orkan.is.
Nú eru allar 55
stöðvar Orkunnar
þínar stöðvar.
Nú hafa alls átta íslenskir ráð-
herrar sjálfir beðist lausnar frá
embættum sínum í tengslum við
umdeild mál. Flestir þeirra vegna
harðrar gagnrýni á störf þeirra, en
þó ekki allir. Sigríður Á. Andersen
er önnur konan til að segja af sér.
Afsagnir
frá upphafi
1923 Sagði af sér sem fjármála-
ráðherra vegna ásakana um spill-
ingu. Magnús var ráðherra utan
flokka.
Magnús Jónsson
1932 Sagði af sér sem
dómsmálaráðherra
árið 1932 eftir að hafa
stuðlað að ólöglegri
eignatilfærslu til
heildsala sem varð svo gjaldþrota.
Magnús Guðmundsson
1987 Sagði af sér sem
iðnaðarráðherra eftir
að hafa vantalið
tekjur til skatts á ní-
unda áratugnum.
Albert Guðmundsson
1994 Baðst lausnar úr
embætti félagsmála-
ráðherra í kjölfar
skýrslu ríkisendur-
skoðunar um embætt-
isverk hans.
Guðmundur Árni Stefánsson
2009 Ögmundur
baðst lausnar úr emb-
ætti heilbrigðis-
ráðherra vegna
ágreinings innan
ríkisstjórnar Samfylkingar og VG
um Icesave-málið.
Ögmundur Jónasson
2014 Sagði af sér sem
innanríkisráðherra í
kjölfar þess að Leka-
málið svonefnda kom
upp.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
2009 Sagði af sér
sem viðskiptaráð-
herra til að axla
ábyrgð sína á því sem
miður fór í kjölfar
bankahrunsins.
Björgvin G. Sigurðsson
2019 Sagði af sér sem
dómsmálaráðherra
vegna Landsréttar-
málsins svonefnda, í
kjölfar niðurstöðu
Mannréttindadómstóls Evrópu í því.
Sigríður Á. Andersen
Andri Yrkill Valsson
Jón Birgir Eiríksson
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráð-
herra tilkynnti í gær að hún myndi
stíga til hliðar sem ráðherra í kjölfar
þess að Mannréttindadómstóll Evr-
ópu (MDE) kvað upp dóm sinn í
tengslum við Landsréttarmálið svo-
nefnda. Sigríður kvaðst munu stíga til
hliðar á meðan málið yrði til lykta
leitt, en hún mun áfram sitja sem
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Um hádegi var boðað til ríkis-
stjórnarfundar klukkan fjögur síð-
degis þar sem til stóð að dómur MDE
yrði ræddur. Um tveimur tímum síð-
ar var boðað til blaðamannafundar í
dómsmálaráðuneytinu þar sem ráð-
herrann lýsti sýn sinni á málið og lýsti
yfir ákvörðun sinni. Fundur ríkis-
stjórnarinnar var í framhaldinu af-
boðaður.
„Hinn pólitíski veruleiki“
Í samtali við mbl.is í gær kvaðst
Sigríður standa föst á þeirri skoðun
sinni að dómurinn gæfi ekki tilefni til
afsagnar hennar sem dómsmálaráð-
herra. Hún hefði tekið ákvörðun um
að stíga til hliðar í gær eftir að hafa
skynjað að persóna hennar kynni að
trufla þær ákvarðanir sem teknar
yrðu í ráðuneytinu. Sigríður sagði að
með ákvörðun sinni vildi hún skapa
vinnufrið svo takast mætti á við málið
innan dómsmálaráðuneytisins.
Ákvörðun hennar tæki mið af hinum
pólitíska veruleika, en ekki þeim lög-
fræðilega. „Þetta er hinn pólitíski
veruleiki. Ég ann dómstólunum of
mikið til þess að láta það gerast að
menn kunni að hengja sig á það að ég
hafi haft aðkomu að þeim ákvörðun-
um sem þar verða teknar,“ sagði hún.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra kvaðst í samtali við fjölmiðla
styðja ákvörðun Sigríðar. „Ég styð
ákvörðun ráðherrans sem stígur til
hliðar til þess að tryggja vinnufrið um
þetta mikilvæga mál. Þannig axlar
hún ábyrgð á því að hægt sé að leiða
það til lykta,“ sagði hún og kvaðst
taka dóm MDE mjög alvarlega. „Ég
setti fram mína gagnrýni í upphafi
þessa máls. Sú breyting hefur orðið á
núna að dómur Mannréttindadóm-
stólsins hefur það víðtækar afleiðing-
ar á stöðu Landsréttar að þess vegna
styð ég ákvörðun ráðherra að stíga til
hliðar,“ sagði hún.
Katrín sagði það eðlilegt að dómn-
um yrði vísað til yfirréttar og að nið-
urstaðan væri fordæmalaus.
Útilokar ekki endurkomu
Sigurður Ingi Jóhannsson, for-
maður Framsóknarflokks, tók í
sama streng og Katrín og kvað
Framsóknarmenn styðja ákvörðun
ráðherrans. Enginn þrýstingur hefði
þó verið á ráðherrann að segja af
sér.
„Þessi dómur er alveg fordæma-
laus og þess vegna kallar hann á að
honum verði áfrýjað. Það hefur kom-
ið fram að þetta gæti haft áhrif á aðr-
ar Evrópuþjóðir og því tel ég eðlileg-
ast að áfrýja og vinna í okkar málum
á meðan. Við tökum úrskurðinn al-
varlega og vinnum úr því að eyða hér
allri réttaróvissu,“ sagði hann í sam-
tali við mbl.is.
„Það er mikilvægt á öllum tímum
að ríkisstjórnir komi fram með skyn-
sömum hætti. Ég tel að við séum að
gera það hér og ráðherra tekur
þessa ákvörðun að sínu frumkvæði.
Hér voru uppi óvissutímar og ráð-
herra axlar ábyrgð,“ sagði hann, en
kvaðst þó ekki vita hver næstu skref
yrðu í ríkisstjórninni.
Aðspurður sagðist hann ekki vilja
útiloka að Sigríður ætti afturkvæmt
í ríkisstjórn. „Ég vil alls ekki útiloka
það að það gerist, ef áfrýjunardóm-
stóllinn kemst að annarri niðurstöðu
en meirihluti Mannréttindadóm-
stólsins. Ég tel að þessi ákvörðun
hennar sé málinu í heild til góða.
Hún stígur til hliðar svo enginn vafi
sé á varðandi dómsvaldið,“ sagði
Sigurður Ingi.
Framhaldið í höndum Bjarna
Sigríður sagði það í höndum
Bjarna Benediktssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, hver tæki við
sem dómsmálaráðherra og að sú
ákvörðun yrði tekin í samráði við
þingflokk Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni sagði tvo kosti í stöðunni við
skipun nýs ráðherra. Annaðhvort yrði
einhver ráðherra ríkisstjórnarinnar
fenginn til þess að gegna embættinu
eða einhver úr þingflokki Sjálfstæð-
isflokks taki við embættinu.
„Ég hef staðið með Sigríði Ander-
sen í hverju skrefi sem hún hefur tek-
ið í þessu máli,“ sagði hann um
ákvörðun hennar. „Þessir flokkar
sem starfa saman núna hafa mjög
mikla trú á þessu stjórnarsamstarfi.
Þegar við setjumst saman niður og
ræðum stöðu eins og þá sem nú er
komin upp þá hugsum við fyrst og
fremst að fá frið til að leiða vandasöm
verkefni til lykta,“ sagði hann.
Bjarni var harðorður í garð Mann-
réttindadómstólsins hvað varðar
dóminn frá því í fyrradag.
„Mér finnst mikilvægt að við velt-
um upp þeirri spurningu hvort við
höfum framselt túlkunarvald yfir ís-
lenskum lögum til Evrópu. Ég hélt
ekki. Eitt af stóru álitamálunum yfir
þessum dómi snýr að því hvar hann
dregur mörkin í afskiptum af niður-
stöðum í aðildarríkjum,“ sagði hann.
Víkur vegna Landsréttarmálsins
Sigríður Á. Andersen stígur úr ráðherrastóli Endurkoma ekki útilokuð
Vildi stuðla að vinnufriði Formenn stjórnarflokkanna vilja vísa til yfirréttar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stígur til hliðar Sigríður Á. Andersen tilkynnti um ákvörðun sína á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneytinu.
„Hún var ekki búin að kynna þetta fyrir okkur með neinum hætti. En hún er,
samkvæmt orðanna hljóðan, að stíga til hliðar um tíma þótt enginn geti sagt
með nákvæmum hætti hversu langur sá tími verður,“ segir Birgir Ármanns-
son, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og vísar til ákvörðunar Sigríð-
ar Á. Andersen þess efnis að stíga tímabundið til hliðar úr embætti dóms-
málaráðherra. „Við reiknum bara með því að hún muni taka aftur við embætti
og hún nýtur trausts þingflokksins í hvívetna þó að við virðum þessa ákvörð-
un.“
Spurður hvort ákvörðun Sigríðar hafi komið honum og þingflokknum á
óvart kveður Birgir já við. „Með vissum hætti, já. En auðvitað áttaði maður sig
á því að þetta var eitt af því sem gat gerst í stöðunni,“ segir hann. khj@mbl.is
Nýtur trausts þingflokksins
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu