Morgunblaðið - 14.03.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Kjarasamningar félaga leik- og grunnskóla-
kennara munu losna 30. júní og er undirbún-
ingur hafinn að því að móta kröfugerðir þeirra.
Samningar Félags framhaldsskólakennara
losna í lok þessa mánaðar og eru viðræður fé-
lagsins við ríkið hafnar. Félögin eru þau lang-
stærstu innan Kennarasambands Íslands, með
hátt í 9.000 félagsmenn, og formenn þeirra eru
sammála um að talsverðra kjarabóta sé þörf.
Félag leikskólakennara hefur staðið fyrir
kjarafundum víða um land undanfarnar vikur.
Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags
leikskólakennara, segir að það sem helst hafi
komið fram á fundunum sé að leikskólakenn-
arar vilji að laun þeirra verði samkeppnisfær
við aðra háskólamenntaða sérfræðinga á
markaði. „Það kemur svo sem ekkert á óvart,“
segir Haraldur. „Tölur Hagstofu sýna að það
er 63% munur á meðaldagvinnulaunum sér-
fræðinga sem starfa hjá sveitarfélögunum,
þ.m.t. leikskólakennara og sérfræðinga á al-
menna vinnumarkaðnum. Munurinn á milli
sérfræðinga hjá sveitarfélögunum og hjá rík-
inu er svo 20%. Það er býsna mikill munur.“
Viðræður gætu hafist 21. apríl
Annað sem Haraldur segir að hafi verið rætt
á fundunum sé að brýnt sé að leiðrétta starfs-
aðstæður á milli skólastiga. Hann segir of
snemmt að ræða um áherslur kröfugerðar fé-
lagsins og vill ekki nefna neinar launatölur í
þessu sambandi. „Við viljum fyrst heyra hvað
fólki finnst skipta máli,“ segir hann.
Viðræður leik- og grunnskólakennarafélag-
anna við viðsemjanda sinn, sem er Samband ís-
lenskra sveitarfélaga, hefjast í fyrsta lagi tíu
vikum áður en samningar renna út, sem er 30.
júní, viðræður gætu þá hafist 21. apríl. Að sögn
Haraldar hefur sambandið óskað eftir því að
félögin verði í samfloti hvað launalið viðræðn-
anna varðar og hefur Félag leikskólakennara
lýst sig reiðubúið til þess.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður
Félags grunnskólakennara, segir að fyrir liggi
að taka þurfi á ýmsum málum í komandi kjara-
samningum sem ekki hafi verið gengið frá sem
skyldi í þeim síðustu. „Meðal annars jafnræði
til launa, þ.e. að skoðað verði hvernig hægt sé
að jafna laun umsjónar- og sérgreinakennara,“
segir Þorgerður en samkvæmt núverandi
kjarasamningum er kennurum greitt sérstak-
lega fyrir umsjón með nemendum, en sér-
greinakennarar fá engar slíkar greiðslur. Skil-
greina þurfi umsjón sérstaklega, ekki síst hvað
varðar tíma til verkefna sem falla undir um-
sjónarkennara. „Svo liggur ljóst fyrir að það
þarf að finna leiðir til að jafna laun á milli al-
menna og opinbera markaðarins, það lá fyrir
þegar lífeyrissjóðafrumvarpið var samþykkt
og lífeyrisréttindin jöfnuð á milli þessara
hópa,“ segir Þorgerður.
Félagið hyggur á sambærilega fundaherferð
og Félag leikskólakennara hefur verið í og
hefst hún í næstu viku. Þorgerður segir að
kröfugerð sé í mótun og mikilvægt sé að heyra
hvað brenni á kennurum víða um land. „Við
fylgjumst grannt með því sem er að gerast á al-
menna vinnumarkaðnum núna og það sem
mun gerast þar mun að einhverju leyti móta
línuna, þó að við séum auðvitað ekki skuld-
bundin af því sem þar verður ákveðið.“
Ekki farin að ræða launaliðinn
Kjarasamningar framhaldsskólakennara
losna í lok þessa mánaðar, ásamt samningum
151 stéttarfélags. Guðríður Arnardóttir, for-
maður Félags framhaldsskólakennara, segir
að samninganefndir félagsins og viðsemjand-
ans, sem er ríkið, hafi þegar fundað þrisvar og
fjórði fundurinn er fyrirhugaður í næstu viku.
„Við höfum rætt ýmis tæknileg mál, eins og t.d.
hvernig hægt sé að koma til móts við unga
kennara og gera starfsaðstæður þeirra meira
aðlaðandi þannig að þeir haldist í starfi. Við
höfum líka rætt um starfsaðstæður og skipulag
almennt, en erum ekki enn farin að ræða
launaliðinn,“ segir Guðríður.
Hún segir að framhaldsskólakennarar, líkt
og aðrir hópar í samfélaginu, horfi til þess sem
nú er að gerast á almenna markaðnum. „Það er
satt best að segja ekkert sérlega mikil ástæða
til bjartsýni þegar maður horfir á það sem þar
er að gerast.“
Spurð hverjar launakröfur félagsins séu seg-
ist Guðríður ekki vilja gefa þær upp. „Ekki
annað en að við tökum undir áherslur BHM um
að menntun verði metin til launa. En ég tel að
okkar kröfur séu fremur sanngjarnar og við
myndum gjarnan vilja fara að ganga frá samn-
ingum.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Skólamál Formenn þriggja stærstu kennarafélaganna eru sammála um að kjarabóta sé þörf.
Kennarafélögin undirbúa kröfugerð
Samningarnir renna
út í lok mars og júní
Þorgerður
Diðriksdóttir
Haraldur
Gíslason
Guðríður
Arnardóttir
LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK, SÍMI: 525 6500
Range Rover Sport HSE PHEV
Verð frá: 13.690.000 kr.
Range Rover Sport HSE P400e tengitvinnbíll
setur ný viðmið. Einstök hönnun, framúrskarandi
aksturseiginleikar og 404 hestöfl gera þennan
sportlega lúxusjeppa að hagkvæmum
og umhverfisvænum kosti.
Verið velkomin í reynsluakstur!
RAFMAGNIÐ ER KOMIÐ
Í RANGE ROVER
www.landrover.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
1
7
3
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
3.900 nemendur í 9. bekk í 149 skól-
um þreyttu samræmd próf í ís-
lensku, stærðfræði og ensku fyrr í
þessari viku. Sverrir Óskarsson,
sviðsstjóri matssviðs Mennta-
málastofnunar, segir próftökuna
hafa gengið „glimrandi vel“ og að
engir hnökrar hafi komið upp eins og
í fyrra þegar villa í netþjónum stofn-
unarinnar olli því að sumir nemend-
anna komust ekki inn í rafræna
prófakerfið til að taka prófið. „Það
eina sem kom upp var að rafmagn og
netsamband fór af Grunnskólanum á
Þórshöfn þegar krakkarnir þar tóku
enskuprófið,“ segir Sverrir.
Þetta er annað árið í röð sem sam-
ræmd próf eru lögð fyrir nemendur í
9. bekk á þessum tíma árs. Áður
voru prófin lögð fyrir nemendur í 10.
bekk og um tíma voru þau notuð af
framhaldsskólunum til að meta um-
sóknir nemenda inn í þá. Árið 2008
voru gerðar breytingar á prófunum
og tilgangur þeirra að vera til upp-
lýsingar fyrir nemendur og skóla.
„Eftir breytinguna eru prófin frem-
ur nýtt til þess að meta hvernig nem-
andanum gengur í hverjum náms-
þætti fyrir sig og meta hvað þurfi að
gera til að bæta stöðuna ef þess er
þörf,“ segir Sverrir.
Í hverju þessara þriggja prófa
voru tvær útgáfur og réð hending
hvora þeirra nemendur fengu. Próf-
in eru tekin rafrænt og er röð verk-
efna ekki alltaf sú sama. Þá var skól-
um í sjálfsvald sett á hvaða tíma
prófin voru lögð fyrir á milli 8 og 17.
Er samræmt próf ekki rangnefni
fyrir próf ef til eru tvær útgáfur af
því og það lagt fyrir á mismunandi
tímum? „Prófatriðin eru samræmd.
Við berum saman spurningar úr
prófaútgáfunum tveimur og okkar
niðurstaða er að þau séu algerlega
samræmd, þó það sé ekki verið að
spyrja um nákvæmlega það sama,“
segir Sverrir.
Nemendur höfðu 150 mínútur til
að leysa prófið og að sögn Sverris
var meðalpróftími í fyrri tveimur
prófunum, sem voru íslenska og
stærðfræði 74 mínútur. Um 30%
nemenda sóttu um lengdan próftíma
og upplestur vegna m.a. lesblindu,
kvíða og námserfiðleika, en aðeins
lítill hluti þeirra nýtti sér úrræðið
þegar kom að því að taka prófið.
Samræmd próf hafa verið gagn-
rýnd m.a. á þeim forsendum að þau
stjórni kennsluháttum meira eða
minna í þeim árgöngum sem þau eru
lögð fyrir, því skólar leggi mikið upp
úr því að koma vel út í samanburði
við aðra skóla. Spurður hvort prófin
geri yfirhöfuð nokkurt gagn segist
Sverrir vera sannfærður um að þau
séu góð aðferð til að meta stöðu
hvers og eins. „Við vitum að krakk-
arnir eru mjög upptekin af þessum
prófum og vilja standa sig vel. En
það er okkar tilfinning að það hefur
dregið úr því að kennslan miði alfar-
ið við þessi próf. Þessi próf eru bara
púsl í stórri mynd sem er skólaganga
nemandans.“
Krakkarnir voru yfirvegaðir
Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, skóla-
stjóri Grunnskólans á Þórshöfn, seg-
ir að þeir 8 nemendur, sem sátu við
og tóku samræmt enskupróf í gær-
morgun hafi tekið því með yfirvegun
þegar netsamband og rafmagn fór af
þorpinu. „Við fullorðna fólkið stress-
uðumst meira yfir þessu en krakk-
arnir,“ segir Ásdís.
Hún segir að þegar þetta gerðist
hafi um hálftími verið liðinn af próf-
tökutímanum. Þau svör, sem nem-
endur voru búnir að skrifa í próf sín
vistuðust, þannig að ekkert glataðist
við uppákomuna. „Þetta var búið að
ganga of vel, það hlaut eitthvað að
koma upp á,“ segir Ásdís og hlær.
Þau samræmdu gengu „glimrandi vel“
3.500 í 149 skólum Net- og raf-
magnslaust á Þórshöfn í miðju prófi
Í prófi Fyrirlögn samræmdra prófa
í 9. bekk gekk með ágætum.