Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Stundum er gott að rifja upp, jafn-vel hluti, sem þegar hafa verið
rifjaðir upp. Fyrir rúmu ári birtist
frétt á mbl.is undir fyrirsögninni
„Viðreisn stöðvaði lista dómnefnd-
ar“. Þar er vitnað í
orð Hönnu Katrínar
Friðriksson, sem þá
var þingflokks-
formaður Við-
reisnar, á opnum
fundi þingflokksins í
júní 2017: „Það vor-
um við sem rákum
hana til baka vegna
þess að við hefðum
ekki hleypt fyrri list-
anum í gegn.“
Þarna var HannaKatrín að tala
um lista dómnefndar
yfir þá sem hún taldi
hæfasta til að gegna embættum
dómara við Landsrétt. Skipa þurfti
15 dómara og taldi nefndin 15 hæfa,
10 karla og fimm konur, og gaf því
dómsmálaráðherra ekkert svigrúm.
Sú afgreiðsla nefndarinnar og hugs-
anleg misbeiting á umboði sem hratt
í raun þeirri atburðarás af stað, sem
í gær leiddi til þess að Sigríður And-
ersen steig til hliðar, hefur merki-
lega litla umfjöllun fengið.
Fleiri gagnrýndu listann á sínumtíma og ræddu við dómsmála-
ráðherra, þar á meðal Benedikt Jó-
hannesson, þáverandi formaður Við-
reisnar og fjármálaráðherra, Óttar
Proppé, þáverandi formaður Bjartr-
ar framtíðar og heilbrigðisráðherra,
og Þorsteinn Víglundsson, þingmað-
ur Viðreisnar og þáverandi félags-
og jafnréttismálaráðherra.
Það var sem sagt ástæða til aðgera hana afturreka með
listann, en engin ástæða til að styðja
hana þegar við því var orðið. Þess í
stað var málið persónugert í henni.
Tækifærismennska eða gullfiska-
minni?
Hanna Katrín
Friðriksson
„Við … rákum
hana til baka“
STAKSTEINAR
Þorsteinn
Víglundsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Nettoline fær 5 stjörnur frá
dönskum gagnrýnendum
styrkur - ending - gæði
Eldhúsinnréttingar
hÁgÆÐa dansKar
OpiÐ:
Mán. - fim. kl. 09 til 18
Föstudaga kl. 09 til 17
Laugardagar kl. 11 til 15
úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag
Sérstakt átak verður gert á sam-
félagsmiðlum á Írlandi og í nálægum
löndum um næstu helgi vegna leit-
arinnar að Jóni Þresti Jónssyni.
Hann hvarf sporlaust í Dublin 9.
febrúar síðastliðinn og hefur leit
engan árangur borið til þessa.
„Það hefur ekkert komið enn fram
sem hjálpar okkur mikið. Meðan svo
er eru ekki forsendur fyrir stórri
leit,“ sagði Davíð Karl Wiium, bróðir
Jóns Þrastar. Hann kom heim frá Ír-
landi í gær eftir samtals nærri mán-
aðardvöl þar ytra. Móðir Jóns, unn-
usta hans og bróðir eru enn á
Írlandi.
Búið er að útiloka að Jón Þröstur
hafi farið upp í tiltekinn leigubíl.
Ábending þess efnis hafði borist til
lögreglunnar og þótti hún nokkuð
áreiðanleg. Bíllinn fannst og reynd-
ist ekki fótur fyrir ábendingunni.
Lögreglan setti upp vegartálma um
síðustu helgi og stöðvaði alla leigu-
bíla sem óku um götuna þar sem Jón
Þröstur sást síðast. Eftir skoðun á
gögnum úr myndavélum og eftir-
grennslan lögreglunnar á svæðinu
eru taldar miklar líkur á að Jón
Þröstur hafi farið upp í eitthvert
ökutæki, leigubíl eða annað.
Davíð sagði írsku lögregluna ekki
hafa gefist upp á leitinni, hún legði
mikla vinnu í hana. gudni@mbl.is
Átak á írskum samfélagsmiðlum
Búið að útiloka að Jón Þröstur hafi
farið upp í tiltekinn leigubíl í Dublin
Ljósmynd/Aðsend
Írland Jón Þröstur Jónsson hvarf
sporlaust í Dublin 9. febrúar.
Kristján Þór Júlíusson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
hefur lagt fram nýtt frumvarp á
samráðsgátt stjórnvalda þar sem
brugðist er við dómum Hæstaréttar
sem féllu í desember og vörðuðu út-
hlutun aflaheimilda í makríl á ár-
unum 2011 til 2014. Með dómunum
var viðurkennd skaðabótaábyrgð ís-
lenska ríkisins vegna tjóns tveggja
útgerðarfélaga, en talið var að skip-
um þeirra hefði verið úthlutað minni
aflaheimildum en skylt var sam-
kvæmt lögum.
Með frumvarpinu er lagt til að
aflamarksstjórn verði tekin upp við
veiðar á makríl en fram til þessa hef-
ur stjórn veiða á stofninum lotið
reglugerðum ráðherra og leyfum frá
Fiskistofu, sem sett hafa verið til
eins árs í senn.
Einn af fjórum valkostum
Eins og fjallað var um í Við-
skiptaMogganum sl. fimmtudag
benti starfshópur, sem fenginn var
til að fara yfir þýðingu dómanna, á
fjóra valkosti sem helst kæmu til
greina að málavöxtum virtum. Einn
þeirra var sá að ráðherra yrði veitt
heimild til að miða veiðireynslu við
lengra tímabil, við úthlutun afla-
heimilda, en samkvæmt gildandi lög-
um, á sama hátt og gert hafi verið
við úthlutun aflaheimilda fyrir
norsk-íslenska síldarstofninn.
Athygli vekur að starfshópurinn
nefndi í skýrslu sinni að segja mætti
að rétt væri að horfa á heildarveiði-
reynslu frá árinu 2005 eða 2006 til
ársloka 2017, yrði þessi kostur fyrir
valinu. Samkvæmt texta frumvarps-
ins á Fiskistofa hins vegar að út-
hluta einstökum skipum afla-
hlutdeild í makríl á grundvelli tíu
bestu aflareynsluára þeirra á ár-
inum 2008-2018, að báðum árum
meðtöldum.
Ráðherra bregst við
makríldómunum
Miðað við afla-
reynslu 2008-2018
Mælt var með
2005/2006-2017
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Makríll Dómarnir féllu í desember.