Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 SVIÐSLJÓS Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Síðustu vikur eru neikvæðir at- burðir nánast komnir á biblískan skala um plágurnar sjö. Eitt af klassísku fréttagildunum er þegar eitthvað fer úrskeiðis eða er nei- kvætt,“ segir Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann á Akureyri. Hann segir að eðli máls samkvæmt sé sagt frá því þegar mislingar komi upp, loðnubrestur verði, dómskerfið hrynji eða flugfélög lendi í vanda. Slík mál tikki í box hinna klassíku fréttagilda og það sé oft sagt að góð- ar fréttir séu engar fréttir. Birgir segir að sjálfsögðu tikki inn í frétta- boxin þegar eitthvað jákvætt sé í gangi en það sé sjaldgæfara í veru- leikanum. „Það hefur verið mikið af stórum og neikvæðum fréttum á síðustu vikum og mánuðum til viðbótar því sem gerst hefur í lággróðrinum, skvaldrinu á samfélagsmiðlunum,“ segir Birgir sem bendir á að hefð- bundin fréttagildi ríki ekki á sam- félagsmiðlunum heldur sé meira sagt frá hlutum sem snerta fólk, persónulegar harmsögur eða ein- hver mál sem veki tilfinningaleg við- brögð. Það skipti meira máli að fara af stað og dreifa einhverju sem hugsanlega kalli á hneykslun og reiði heldur en það sem skipti al- menning máli. Hampa því góða „Það er mikilvægt og áhugavert að fjalla um hvernig neikvæðar fréttir fanga frekar athygli okkar en jákvæðar og hvaða áhrif þær hafa. Það er erfitt að segja hvað veldur því að neikvæðar fréttir hafa verið viðvarandi í lengri tíma. Erfiðleikar í atvinnu- og efnahagslífi eru hluti af skýringunni en það er margt annað í gangi,“ segir Erla Björnsdóttir, sál- fræðingur og doktor í líf- og lækna- vísindum, sem bendir á að jákvæð eða neikvæð umræða geti haft áhrif á líðan okkar. Neikvæð umræða út um allt þjóðfélag hafi áhrif og fólk þurfi að hafa meira fyrir því að vera jákvætt. Erla segir mikilvægt að ein- staklingar taki eftir því sem vel sé gert og hampi því í stað þess að ein- blína á hið neikvæða. Meira um tilfinningar á samfélagsmiðlum Birgir segir að á samfélags- miðlum skipti meira máli að setja fram mál sem snerti tilfinningar fólks frekar en heyskaparhorfur, aflabrögð eða vísitölufréttir sem hafi verið helstu fréttir fyrir 20 ár- um. „Fréttir fjölmiðla um það sem helst fer úrskeiðis vekja tilfinningar, hneykslun og reiði og eru algengur hvati fyrir deilingu á samfélags- miðlum. Í þessu umhverfi verður öll umræða þrúguð af neikvæðni en margir ungir notendur samfélags- miðla vega þar upp á móti með því að dreifa miklu af krúttlegum kisu- myndum,“ segir Birgir, sem bendir á að ábyrgð ritstýrðra fjölmiðla sé meiri en áður og mikilvægari. Þrátt fyrir allt þurfi alltaf að vera til botn þar sem menn geta spyrnt niður fæti í upplýsingaflórunni. Að það séu einhvers staðar upplýsingar sem hugsanlega sé hægt að treysta. Í óritstýrða upplýsingaflæðinu, á skvaldrinu og samfélagsmiðlum sé aldrei hægt að vera viss um hvað sé satt og rétt og þar séu allar upplýs- ingar jafn gildar og auðvelt sé að menga upplýsingaflæðið. Birgir seg- ir neikvæða umræðu samspil margra þátta. Auðvitað eigi fjöl- miðlar sína sök og þar sé ansi oft margt neikvætt í gangi. Heimurinn sé oft grár og neikvæður en hann geti líka verið skemmtilegur eins til dæmis þegar vel gangi í handbolta og fótbolta. Áreitið orðið meira „Áreitið er meira í dag en það var fyrir nokkrum árum eða áratugum. Áreitið er alls staðar og við fáum hvergi frið. Umræðan er á sam- félagsmiðlunum, í útvarpinu í bíln- um, á kaffistofunni og víðar,“ segir Erla sem bendir á að einstaklingar verði að hefja breytingar á nei- kvæðni hjá sjálfum sér og vera með- vitaðir um hvernig þeir sjálfir tala út á við í umræðunni. Erla telur að margir séu ekki meðvitaðir um það hvernig þeir hugsi og hvort þeir hafi almennt nei- kvætt eða jákvætt viðhorf. Það sé því oft gott að skoða eigin orðræðu. „Það eru að mörgu leyti forrétt- indi að búa í íslensku samfélagi, þrátt fyrir erfitt veðurfar og ýmis- legt sem mætti betur fara. Við verð- um að tala um þá hluti sem miður fara í samfélagi okkar en megum ekki láta umræðuna yfirtaka okkur eða gleyma því hvaða áhrif við get- um haft á hana,“ segir Erla sem tel- ur eðlilegt að einstaklingar brynji sig fyrir umræðunni og velji sér við- horf. Erla segir að eintaklingur hafi alltaf val. Hann geti valið hvort hann horfi jákvætt eða neikvætt á hlutina. Það sé ótrúlega mikið vald sem gleymist stundum. Eintakling- ur geti spurt sig hvort hann sjái hlutina sem vandamál eða hvort hann hugsi þá í lausnum. „Það er nauðsynlegt að tileinka sér jákvætt viðhorf og þakklæti og innræta börnum það í uppvext- inum,“ segir Erla og bætir við að það sé hollt að einblína á það sem einstaklingurinn hafi en ekki á það sem hann hafi ekki eða vildi hafa. Erla segir neikvæða orðræðu ekki hafa góð áhrif á börn. Það þurfi að gæta þess að hræða ekki börn með hræðsluáróðri eða kasta því fram í hálfkæringi að hér sé allt að fara til fjandans. Neikvæð umræða hefur áhrif  Mörg stór og erfið mál í helstu fréttum að undanförnu  Fólk þarf að hafa meira fyrir því að vera jákvætt  Krúttlegar kisumyndir vega upp umræðu þrúgaða af neikvæðni á samfélagsmiðlum Morgunblaðið/Eggert Fjölmiðlar Helstu fréttamál síðustu vikna og mánaða hafa verið heldur neikvæð og af nógu hefur verið að taka. Í fréttum er þetta helst » Verkföll og vinnudeilur. » Óvissa í ferðaþjónustu. » WOW berst fyrir lífi sínu. » Icelandair kyrrsetur Boeing- flugvélar vegna galla. » Réttaróvissa eftir úrskurð- inn í Strassborg. » Milljarðatap vegna loðnu- brests, lítill kolmunni. » Hælisleitendur mótmæla. » Mislingasmit komið upp. » Mygla í skólum. » Braggamálið í borginni. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fjár- svik. Í nóvember á síðasta ári stal maðurinn veski úr yfirhöfn í fatahengi og notaði síðan greiðslukort, sem hann tók úr vesk- inu, til að kaupa matvæli og vörur í verslunum. En sama daginn og maðurinn stal veskinu var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir þjófnað og fjársvik sem hann hafði framið áð- ur. Segir í dómnum nú, að ekki hafi verið bókað klukkan hvað fyrri dómurinn var kveðinn upp. Verði maðurinn að njóta vafans af því og sé því miðað við að hann hafi fram- ið brot sín áður en hinn fyrri dómur var kveðinn upp. Verði honum því dæmdur hegningarauki, sem sam- svari þeirri þyngingu refsingar- innar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. Var því bætt einum skilorðsbundnum mánuði við fyrri refsingu mannsins. Stal veski og var dæmdur sama dag Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 La Mollla - ítölsk hönnun frá Tiziana Redavid Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.