Morgunblaðið - 14.03.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Við erum á Facebook
Laugavegi 82 | 101 Reykjavík
Sími 551 4473
Sundfatnaður
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Túnikur
Kr. 7.900
Str: 40-56
Fleiri litir og munstur
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
Klassískt og flott
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Str.
38-58
Flott föt, fyrir flottar konur
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Kennslustofur eru fyrir hendi á 1. og
2. hæð Fannborgar 2 í Kópavogi. Þar
munu nemendur Fossvogsskóla fá
inni til loka skólaársins eins og
greint var frá í gær.
Þegar rýma þurfti gamla Kárs-
nesskóla vegna myglu voru innrétt-
aðar kennslustofur í Fannborg 2 og
þær notað til kennslu nemenda úr
skólanum. Þeim er nú kennt í lausum
kennslustofum og í skólahúsinu við
Vallargerði, að sögn Sigríðar Bjarg-
ar Tómasdóttur, upplýsingafulltrúa
Kópavogsbæjar.
Gísli Steinar Gíslason, stjórnar-
formaður Árkórs ehf., sem á Fann-
borg 2, 4 og 6, sagði að í Fannborg 2
væru um tíu skólastofur. Kársne-
skóli var með kennslu í húsinu þegar
Árkór ehf. tók við því. Nemenda-
fjöldi Fossvogsskóla er svipaður og
fjöldi nemenda Kársnesskóla sem
gengu þar í skóla.
Framan við gömlu bæjarskrifstof-
urnar er torg sem má nýta sem úti-
svæði fyrir nemendurna. Gísli benti
á að Kópavogsskóli væri skammt frá
og þangað lægi góður göngustígur.
Mögulega væri hægt að stýra frímín-
útum þannig að báðir skólarnir gætu
nýtt leiksvæði við Kópavogsskóla, en
skólayfirvöld í Reykjavík og Kópa-
vogi þurfi að komast að samkomu-
lagi um það.
„Við erum allir af vilja gerðir að
aðstoða og það er gaman að geta lagt
þetta húsnæði til þegar Fossvogs-
skóla vantar pláss. Við keyptum
þessi hús og lítum á svæðið sem þró-
unarsvæði. Við erum í samvinnu við
Kópavogsbæ að skoða möguleika á
uppbyggingu í gamla miðbæ Kópa-
vogs, hvort ekki sé hægt að færa
svæðið inn í nútímann,“ sagði Gísli.
Hann sagði að ýmsar skemmtilegar
hugmyndir væru á borðinu.
„Við erum að skoða breytta notk-
un á svæðinu og höfum því ekki
breytt efstu hæðunum. Við leggjum
til að íbúðum verði fjölgað verulega
þarna þannig að gamli miðbær
Kópavogs verði vinsælt íbúðarsvæði
í framtíðinni. Líklega munu Fann-
borg 4 og 6 víkja fyrir nýjum og
hentugri húsum. Fannborg 2 er hins
vegar sögufrægt hús og spurning
hvort það fær ekki að standa.“
Fannborg 2 Bæjarskrifstofur Kópavogs voru þar til húsa á árum áður.
Fannborg 2 er
útbúin til kennslu
Nemendum Kársnesskóla kennt þar
„Við fórum þarna í dag með Heilbrigðiseftirliti Kópavogsbæjar og við þá
skoðun komu í ljós rakaskemmdir við glugga og í ljósi þess þá finnst okk-
ur bara eðlilegt að fá úttekt á því. Þó að það sé raki er ekki þar með sagt
að það sé eitthvað að. Þetta er gamall leki í gluggum og eðlilega viljum
við bara hafa fullvissun um að allt sé í góðu lagi,“ segir Helgi Grímsson,
sviðsstjóri skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Í gær kom í ljós að
rakaskemmdir eru í húsnæðinu við Fannborg 2. Niðurstöður úr úttektinni
koma ekki fyrr en á mánudaginn, svo borgin undirbýr nú varaáætlun, ef
það verður eitthvað úr þeirri úttekt sem gefur tilefni til þess að ekki sé
hægt að ljúka skólavetri barnanna í Fossvogsskóla í Fannborg í Kópavogi.
Rakaskemmdir fundust
SKOÐUN HEILBRIGÐISEFTIRLITS Á HÚSNÆÐINU VIÐ FANNBORG
Viðskipti